Dagur - 13.09.1990, Síða 9

Dagur - 13.09.1990, Síða 9
Fimmtudagur 13. september 1990 - DAGUR - 9 - segir Dagur í Haga - Nú ert þú fæddur og uppal- inn hér í Aöaldalnum, varstu ungur þegar þú fórst fyrst í réttir? „Ég held að ég hafi ekki farið fyrr en ég var níu eða tíu ára. Þá var ekki farið á bílum og ekki far- ið með eins ung börn og nú, en hér eru nokkurra mánaða gömul börn í dag. Síðan ég kom fyrst í réttina hef ég aldrei sleppt réttum. Það er stemmning sem fylgir því að fá féð heim af fjalli og hún hefur fylgt öllum réttum frá ómunartíð. í Hraunsrétt er alltaf mikill mannfjöldi og umhverfið og réttin sjálf er óvenjuleg ntiðað við það sem ég þekki annars staðar." - Það var hér Húsvíkingur að hafa orö á því að menn væru hættir að súpa á glasi og syngja, og enginn væri lengur fullur í réttunum. „Þaö hefur dregið mjög úr því og þó er þetta ekki alveg horfið þvf ég hef nokkrum sinnum séð fleyg hér á lofti. Þaö er ekkert MORATEMP Dagur Jóhannesson, oddviti í Aðaldal, var spurður hvort oddvitinn hefði einhverjum sér- stökum skyldum að gegna á réttardaginn. „Engum sérstökum nema að draga sitt fé. Réttarstjóri er í raun einvaldur á réttinni, en það er Hólmgrímur Kjartanssson frá Hrauni. Réttarstjóri er eins og skipstjóri á skipi. Gangnaforingi í Þeistareykjagöngum, sem eru okkar aðalgöngur, er Agnar Kristjánsson í Norðurhlíð. Þetta eru þriggja daga göngur." - Fórst þú í göngurnar? „Nei, ég var að vinna við við- gerð á réttinni og það voru að hluta mín gangnaskil. Ég veit þó að göngurnar gengu vel, hægt en mjög vel. Það er talið að hér séu> nú á fimmta þúsund fjár og lík- lega eru heimtur góðar því það smalaðist vel. Lömbin eru frekar smá en sæmilega feit." farið að syngja og ég er ekki viss um að það verði. Það liggur mjög vel á mönnum hér en vantar for- söngvara." - Nú er mjög gestkvæmt í réttinni, hvað finnst Aðaldæling- um um það? „Það er til að einum og einum manni finnist þetta of mikið en mér finnst það nauðsynlegur hluti af Hraunsrétt að hér séu sem allra flestir gestir. Það er mikið atriði að fólk - hvort sem það býr í sveit eða kaupstað - fái að kynnast svona degi.“ IM Dagur Jóhannesson, oddviti í Haga, oddvitahundurinn Neró og Þórhildur Sigurðardóttir húsfreyja í Haga. AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæða- vara fyrir íslenskar aðstæður. meiri ánægja DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Vil hafa sem flesta gesti I i

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.