Dagur - 19.09.1990, Síða 4

Dagur - 19.09.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 19. september 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Jákvæð yfirlýsing Lands- bankastjórnar á Akureyri Bankaráð Landsbanka íslands hélt fyrsta fund sinn að loknu sumarleyfi sl. föstudag á Akureyri. Á blaðamannafundi sem haldinn var sama dag ræddu forsvarsmenn bankans um atvinnumál á Akureyri og við Eyjafjörð, og var það ánægjuefni að heyra hversu mikill velvilji ríkir hjá þeim í garð atvinnufyrirtækja á svæðinu. í máli þeirra Sverris Hermannssonar, banka- stjóra, og Eyjólfs K. Sigurjónssonar, formanns bankaráðs, kom greinilega fram að vilji Lands- bankans er sá að stofnunin verði notuð af alefli til að rétta atvinnufyrirtækjum í bænum hjálpar- hönd. Bankastjórnin er mjög meðvituð um þá erfiðleika sem steðja að atvinnulífi á Akureyri, og til að kynnast málum betur og af eigin raun fór ráðið í heimsóknir til fyrirtækja og á fund bæjarráðs Akureyrar. Það er gleðiefni að stjórn bankans skyldi hafa frumkvæði að slíku, ekki síst á tímum þegar hætt er við að vonleysi grípi um sig í atvinnumálum. Stjórn Landsbankans ræddi um mikilvægi menntastofnana fyrir Akureyrarbæ, og færði framhaldsskólunum og Háskólanum á Akureyri gjafir. Skólarnir og aðrar menntastofnanir bæjar- ins eru að sönnu mikilvæg fjöregg, sem fela að miklu leyti í sér vaxtarbrodd framtíðarinnar og möguleika komandi kynslóða til að staðfestast í heimabyggð. Menntun og atvinnulíf hlýtur alltaf að fléttast saman, og getur hvorugur þátturinn án hins verið. Landsbankinn hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að rétta fyrirtækjum bæjarins aukna hjálparhönd og stuðla að uppbyggingu fleiri atvinnutækifæra. Þetta góða boð felur þó aug- ljóslega í sér að þeir sem bera hag atvinnulífsins fyrir brjósti hugsi fyrir nýjum valkostum, en bíði ekki endilega eftir því að stjórnvöld sýni frum- kvæði í öllum málum. Eigi fleiri atvinnutækifæri að skapast á Eyja- fjarðarsvæðinu verður að vera vilji til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Því miður hefur doði og hugmyndaleysi verið allt of mikill undanfarin ár, og síst verið atvinnumálum á Akureyri til framdráttar. Sannleikurinn er sá að atvinnutækifærum í bænum hefur stórum fækkað, og sumir máttarstólpar sýnast standa tæpt. Á sama tíma er ömurlegt að heyra í rödd- um vonleysis um framtíðina. Menn skyldu minn- ast þess að mörg fyrirtæki á Akureyri voru stofn- uð á erfiðum tímum, þegar ástand efnahagsmála var mun verra en er í dag. Stofnendur Útgerðar- félagsins, Slippstöðvarinnar og verksmiðja SÍS trúðu á það sem þeir voru að gera, svo dæmi séu tekin. Það var fólk sem trúði á bjarta framtíð Akureyrar. Hefðu stofnendur þessara fyrirtækja verið fullir bölsýni, þá hefðu þeir sjálfsagt ekki lagt út í neinar framkvæmdir á sínum tíma. EHB Umhverílsáhrif álvers þarf að ræða á rökrænum grundvelli Mikil voru vonbrigði mín er ég las grein Sigurborgar Daðadótt- ur, dýralæknis, í Degi 5. sept- ember sl. undir yfirskriftinni „NILU skýrslan er blekking". Grein hennar var með þvílíkum endemum að undrun sætir. Sigur- borg kom til mín á skrifstofuna nokkru áður en grein hennar birtist. Þar fékk hún þær upplýs- ingar er ég hafði undir höndum um umhverfisáhrif álvers við Eyjafjörð. Ég átti því frekar von á að næsta framlag hennar í þessu máli væri á rökrænum grundvelli. Sú von mín rættist sannarlega ekki. í greininni skellir hún fram órökstuddum fullyrðingum og ávirðingum að nálgast ofstopa. Manni verður spurn hvað vakir fyrir blessaðri manneskjunni. Það er ekki ætlun mín hér að rita mál um skrif Sigurborgar. Það hefur lítinn tilgang, en þar sem einhver kann að hafa trúað málflutningi hennar tel ég mér skylt að gera nokkrar athuga- semdir. í fyrsta lagi tel ég ásökun Sigurborgar um að NILU skýrsl- an sé blekking og til þess gerð að slá ryki í augu almennings mjög alvarlega. í öðru lagi finnst mér ótrúlegt að Sigurborg skuli láta það úr úr sér að niðurstöður NILU skýrslunnar séu pantaðar af einhverjum úr kerfinu. I þriðja lagi tortryggir Sigurborg allar forsendur NILU, sem má skilja á þann veg að hún vilji ekki viður- kenna vísindaleg vinnubrögð. Það hefur aldrei verið ætlun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og Héraðsráðs Eyjafjarðar að Ijúga að íbúum svæðisins um umhverf- isáhrif álvers. Þvert á móti hefur verið reynt að afla sem gleggstra upplýsinga, sem reyndar hafa komið seint. Umhverfismálin eru viðkvæm og þurfa málefnalega umræðu á báða bóga. Órök- studdar fullyrðingar og fúkyrði eru einungis til að eyðileggja fyrir því að samkomulag náist um þessi mál. Friðrik Pálmason, sem á sæti á Ráðgjafanefnd iðnaðarráðherra um umhverfismál, hefur sagt að hann telji 0,6 /ag/m1 mörkin ásættanleg hvað varðar viðmið- unarmörk fyrir grasbíta, en geti alveg eins fallist á að mörkin verði 0,4 Aig/m3 vegna þess að í þessu séu alltaf nokkur skekkju- mörk. Ég ætla að leyfa mér að vitna í eftirfarandi kafla í grein- argerð frá ráðgjafanefndinni, dags. 26.08.90, í þeirri von að það varpi aðeins Ijósi á þessi mál. Sigurður P. Sigmundsson. „Flúor í lofti og marka- línur fyrir áhrif á gróður og búfénað Við mat á áhrifum álvers við Dysnes á beitargróður og búfén- að árið 1985 var talið að við markalínu, þar sem heildarmagn af flúor í lofti væri 0,4 pig/m1, mætti búast við að lægstu þol- mörkum búfjár, 30 ppm F í gróðri væri náð (Rala skýrslan 1985, bls. 13). Innan þessarar markalínu í spá NILU 1985 voru 36 bæir, þegar tekið var mið af álveri, sem gefur frá sér 195 þús- und kg af flúor á ári (verk- smiðjustærð 130 þús. t og 1,5 kg F/t af áli, sbr. töflu 5, bls. 22, Rala skýrslan 1985). Þetta tilvik er sambærilegt við 200 þús. tonna álver sem gefur frá sér 1 kg af flúor fyrir hvert tonn af áli. Tekið var fram í skýrslu Rala (bls. 59), að líta mætti á 0,4 /u.g/ m3 heildarflúor í lofti sem skað- voru viðmiðunargildi fyrir flúor í lofti og gróðri, sett í ýmsum löndum. Frá skaðsemimörkum (n. terskelverdi) að skaðleysismörk- um (n. grenseverdi) verður ekki tjón á gróðri, né heldur gætir vanþrifa í búfénaði eða afurða- taps. Sjáanlegra breytinga á gróðri eða í grasbítum gætir ekki. Norska mengunareftirlitið (SFT, Statens Forurensnigstilsyn 1982, sjá skýrslu NILU 1985 bls. 9-10, telur skaðleysismörk (grenseverdi) vera á bilinu 0,2- 0,4 /xg/m3 heildarflúor í lofti mið- að við beitarfénað. Starfshópur á vegum SFT tekur sérstaklega fram að þekking á „magnáhrif- um“ (dose-effektforhold) flúors (og brennisteinstvíildis) sé tak- mörkuð. Skaðleysismörk (grense- verdi) séu þess vegna sett við það lág gildi að það þurfi 2-5 sinnum meira til þess að framkalla skað- leg áhrif. í dreifingarspá NILU 1990 er ysta markalínan við 0,6 /ug/m3 heildarflúor (0,3 /ug/m3 af flúor í formi lofttegundar). Þetta eru skaðleysismörk fyrir gróður, samkvæmt norskum viðmiðun- um. Ekki hefur komið fram hvers vegna dreifingarspáin náði ekki lengra. Búast hefði mátt við að hún yrði látin ná a.m.k. að 0,4 /u.g/m3. Engu að síður má styðjast við 0,6 /xg/m3 heildarflúor í lofti, sem mörk mengunar, m.a. miðað við það sem sagt hefur verið hér á undan um öryggismörk (feitletr- un SPS). Hér að ofan hefur verið gefið yfirlit yfir bústofn og fullvirðis- rétt innan við mismunandi markalínur og á bæjum sem liggja utan við markalínurnar. Það er dregið saman í 4. töflu. 4. tafla Bæjafjöldi og fullvirðisréttur innan mismunandi marka fyrir flúor í lofti frá álveri við Dysnes í Eyjafirði. Markalína Staðsetning Fjöldi býla Fullvirðisréttur heildarflúor álvers innan (jaðar- Mjólk 1 Ærgildi í lofti /x g/m3 marka býli) innan marka 0,6 1 Nyrðri 10 (4) 108598 750 0,4 1 Nyrðri 15 (14) 358101 1139 0,4 II Syðri 14 (16) 620011 1189“ semimörk (áður nefnt þröskulds- gildi) og 2,2 /xg/m3 sem skað- leysismörk (áður nefnt mark- gildi). Þessi túlkun er byggð á er- lendum rannsóknum á upptöku flúors í gróður við mismunandi flúor í lofti og á áhrifum flúors í fóðri á búfénað en til hliðsjónar Rétt er að taka fram að í töflunni að ofan markast nyrðri og syðri af staðsetningu norðan eða sunn- an við Pálmholtslæk. Sigurður P. Sigmundsson. Höfundur er framkvæmdastjóri Iönþróunarfélags Eyjafjarðar hf. Samtök heilbrigðisstétta: Ráðstefna um æsku án ofbeldis Þann 5. október nk. verður haldin í Borgartúni 6 í Reykja- vík ráðstefna sem ber yfir- skriftina „Æska án ofbeldis41. Á ráðstefnunni verður fjallað um ofbeldi meðal barna og unglinga, orsakir, tíðni og lausnir. Að ráðstefnunni standa Samtök heilbrigðis- stétta. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni. Ólafía Ingvarsdótt- ir, sjúkraliði, heldur erindi sem hún nefnir „Foreldri fórnarlambs segir frá“; Þorbjörn Broddason, félagsfræðingur, ræðir um félags- lega þætti sem orsök ofbeldis og þátt fjölmiðla; Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, ræðir um fyrirbyggjandi vinnu meðal ungl- inga; Ómar Smári Ármannsson, lögreglumaður, ræðir um lög- regluskýrslur, tíðni afbrota og ofbeldis meðal unglinga; Ólafur Oddsson, uppeldisráðgjafi, flytur erindi sem nefnist „Er ekki allt í lagi?“; séra Bernharður Guð- mundsson verður með erindi sem nefnist „Við og ofbeldið", samtal tveggja unglinga; Sigríður Stefáns- dóttir, fóstra, ræðir um friðar- uppeldi á dagheimilum; Hrólfur Kjartansson, kennari, um þátt fræðsluyfirvalda og skólans; Mar- grét Arnljótsdóttir, sálfræðingur, um einelti í grunnskólum; Guð- rún Ólafsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, um tíðni ofbeldis á skólalóðum; séra Þorvaldur Karl Helgason um heilbrigða fjöl- skyldu; Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur, um aga og uppvaxt- arskilyrði barna og Hugo Þóris- son, sálfræðingur, og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur, um bætt samskipti á heimilum. Skráning á ráðstefnuna fer fram virka daga 25. sept. til 2. okt. milli kl. 15-17 í síma 619570 eða 624112. Ráðstefnugjald er kr. 1500 með kaffi og mat. Fund- arstjóri verður Guðrún Agnars- dóttir, alþingismaður. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.