Dagur - 19.09.1990, Page 7

Dagur - 19.09.1990, Page 7
v,-y Miðvikudagur 19. september 1990 - DAGUR - 7 Vinna í íslensku frystihúsi - flytjast þessi störf í auknum mæli til Evrópu á næstunni? þjóðanna og tollfrelsi fyrir 20%. Þar með nutu íslendingar orðið hagstæðari aðgangs að markaði EB en þeir nutu innan EFTA eða önnur EFTA lönd nutu hjá EB. Hafa forsendur breyst? Grundvallarbreyting hefur orðið á viðskiptum íslendinga síðan 1970. Hlutur Evrópubandalags- ins í útflutningi íslendinga gnæfir nú yfir hlut allra annarra ntark- aða. Á árinu 1989 fóru 56,4% alls vöruútflutnings landsmanna til landa EB og 67,4% til liins fyrir- hugaða evrópska efnahagssvæð- is, það er ríkja Fríverslunar- bandalagsins og Evrópubanda- lagsins. Á sama tíma kom 51,1% innflutnings frá EB löndunum en 70,1% frá EB og EFTA löndun- um til samans. Af þessu má sjá að forsendur viðskipta við Evrópu hafa breyst mikið á tveimur áratugum, frá 1970 til 1990. Það þýðir að ísland er nú háðara Evrópubandalaginu um utanríkisverslun sína en það hef- ur áður verið háð einum markaði frá stríðslokum. Af þeim ástæð- um verður verður ekki litið framhjá því að þróunin innan Evrópu kemur til með að hafa meginþýðingu fyrir efnahags- og atvinnuþróun hér á landi á næstu árum. Hvað ber að varast? Ljóst er að við komumst ekki hjá að takast á við harðnandi sam- keppni á markaðssvæðum okkar. Sá tími sem pólitísk velvild leiddi afurðir okkar inn á erlenda markaði er að öllum líkindum liðin. Fjölmörg fyrirtæki hafa nú þegar undirbúið sig undir aukna samkeppni, meðal annars með sameiningu og margskonar hag- ræðingu. Hagsmunasamtök atvinnurekenda hafa unnið mikið starf við að undirbúa félagsmenn til átaka við breyttar aðstæður. Stjórnvöld hafa einnig brugðist við með margvíslegum hætti. Viðhorf til erlends fjármagns hafa einnig breyst nokkuð. Tekinn' hefur verið upp virðisaukaskattur til samræmingar við ntarkaðslönd okkar þótt hátt prósentustig hans geti skapað erfiðleika er fram í sækir. Nú hefur tslendingum ver- ið leyft að stofna til fjárfestinga erlendis. Þrátt fyrir nauðsynlega aðlög- un efnahagslífsins að löndunt EB er einnig margt sem verður að varast. Vegna fámennis íslensku þjóðarinnar er spurningin um atvinnu- og búseturétt viðkvæm fyrir okkur. Þótt tungumál og veðurfar muni draga úr áhuga Evrópubúa að flytjast hingað er hætta á nokkrir mannflutningar geti átt sér stað. Einkum iná búast við því varðandi sjávar- útveginn. Fjöldi sem engu máli skiptir hjá nágrannaþjóðunt okk- ar gæti skapað verulega erfið- leika ef hann flyttist til Islands á stuttum tíma og tæki sinn skerf af atvinnulífi landsmanna. Þótt ein- angrun og sérstaða íslands hafi minnkað má búast við því að erfið vandamál geti komið upp varð- andi hagræðingu bæði í landbún- aði og í sjávarútvegi. Ekki er ljóst hvort íslenskur landbúnaður myndi þola samkeppni frá Evrópubandalaginu. Miklar breytingar gætu orðið á búsetu þjóðarinnar sem stefndu að því aö flytja flesta íbúa landsins á eitt búsvæði. Fjárfestingar erlendra aðila gætu haft mikil áhrif hér á landi. Einkum ef þær ættu sér stað í sjávarútvegi. Hinir svart- sýnustu hafa bent á að fyrirtæki á meginlandinu gætu á stuttum tíma keypt flest sjávarútvegsfyr- irtæki landsins og komist þannig að fiskimiðum okkar þrátt fyrir að við myndum njóta sérstöðu gagnvart kröfu bandalagsþjóð- anna um sameiginlega nýtingu auðlinda. Bent hefur verið á að Þjóðverjar hafi fjárfest mikið í Danmörku eftir að Danir gerðust aðilar að EB. Þýsk fyrirtæki hafi keypt fasteignir, fyrirtæki og nú síðast bújarðir í Danmörku. Ný öld eða Gamli sáttmáli Ef miðað er við stærð margra evrópskra fyrirtækja þyrfti ekki mikið fé til að kaupa íslenskt atvinnulíf. Slíkt myndi í raun þýða nýjan Gamla sáttmála fyrir þjóðina. Hún hefði ekki lengur sjálfstæði og yrði útlendingum, í þessu tilviki fyrirtækjum á meg- inlandinu, háð um framfæri sitt. Evrópubandalagið hefur löngum talið íslendinga koma fram af nokkurri óbilgirni þegar þeir hafa neitað að semja við bandalagið um fiskveiðiheimildir í skiptum fyrir tollalækkanir á mörkuðum. íslendingar stunda tæpast veiðar á miðum annarra þjóða. Af þeim sökum geta þeir ekki skipt á fiskveiðiheimildum við aðra. Svo er um fleira í efna- hagslífinu. Skilyrðislaus inn- ganga íslands í Evrópubandalag- ið gæti þýtt nýjan Gantla sátt- mála fyrir þjóðina. Sé hins vegar litið á viðskiptahagsmuni okkar á meginlandi Evrópu verður ekki gengið fram hjá því að við kom- umst ekki hjá að eiga mikil sam- skipti við þetta markaðssvæði í náinni framtíð. Samskipti sem verða að grundvallast á gagn- kvæmum samningum þar sem við verðum að fá nágrannaþjóðir okkar til að skilja og virða þá sér- stöðu sem fyrst og fremst skapast af fámenni þjóðarinnar en einnig nokkuð af einhæfum auðlindum og fábreyttum atvinnumöguleik- um. Samskipti við Evrópubanda- lagið og sameiginlegan markað þess eftir 1992 skapa því enga nýja öld á íslandi. Þau mega heldur ekki leiða okkur undir annan Gamía sáttmála. Þ1 LETTIB Léttisfélagar! Almennur félagsfundur verður í Skeifunni, fimmtu- daginn 20. september kl. 20.30. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Lýst eftir tillögum til þings L.H. Félagshesthús og unglingastarf. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Notaðir lyftarar Rafmagn - Diesil 0,6-3 tonn. Ýmsar gerðir ★ Mikið úrval Veltibúnaður og varahlutir. HRINGIÐ EÐA LÍTIÐ INN! STEINBOCKÞJÓNUSTAN HF Kársnesbraut 102, 200 Kópavogur. Sími 91-641600. FJj Æ\ KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS FRA KENNARAHASKOLA ISLANDS B.A. NÁM í SÉR- KENNSLUFRÆÐUM Kennaraháskóli íslands mun, ef fjárveiting og næg þátttaka fæst, bjóða upp á eftirfarandi nám í sér- kennslufræðum sem hefst að hausti 1991: B.A. nám í sérkennslufræðum, fyrri hluti. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. Kennsla er í formi námskeiða utan skólatíma (haust og vor) og fjar- kennslu meðan á skóla stendur. Námskeiðin verða að lík- indum haldin í heimavistarskóla utan Reykjavíkur. B.A. nám í sérkennslufræðum, síðari hluti. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. Kennslan er í formi námskeiða utan skólatíma (haust og vor) og fjar- kennslu meðan á skóla stendur. Námskeiðin verða haldin í heimavistarskóla á Norðurlandi. Þetta er auglýst nú með ofangreindum fyrirvara til þess að þeir kennarar sem hug hafa á þátttöku og vilja sækja um orlof geti gert það fyrir 1. október n.k. Umsóknarfrestur verður auglýstur og nánari upplýs- ingar veittar í febrúar n.k. eftir að endanleg ákvörðun hefur verið tekin. Rektor. Dags.: SVARSEÐILL Beiðni um millifærslu áskriftargjalds □ Er áskrifandi □ Nýr áskrifandi Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Dags verði framvegis skuldfært mánaðarlega á greiðslukort mitt. Kortnr.: Gildir út: Kennit.: ASKRIFANDI: HEIMILI:_____ PÓSTNR.-STAÐUR: SÍMI:________ Strandgötu 31 Sími 96-24222 UNDIRSKRIFT.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.