Dagur - 19.09.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 19. september 1990
myndasögur dags
ÁRLANP
Viö skulum sjá... Zinkpasta
á nefið... Varasalva meö
...og loks ...sólarolíu númer
2 meö sítrónuilmi svo maö-
ur verði brúnn og sætur.
o
ANDRÉS ÖNP
BJARGVÆTTIRNIR
Koban, innfæddi leiðsögumaöurinn
notfæröi sér augnabliks hrifningu Ted
ogMatty af górillunum...
ffikj
# Fótbolti og
aftur fótbolti
Hvar sem menn hittast þessa dag-
ana á Akureyri þá er rætt um knatt-
spyrnu. Þór er fallið niður í aðra
deild og KA, meistararnir frá í
fyrra, héldu vart haus, en löfðu þó
í deildinni. Hvað er að? Áhuga-
menn um knattspyrnu á Akureyri
spyrja æ ofaní æ þessarar sömu
spurningar og margur er sár. Til
hvers að vera sár? Sérhver góður
íþróttamaður verður að kunna að
taka tapi jafnt í fótbolta sem öðr-
um íþróttum og nú er aðeins að
herða upp hugann og bæta sig og
mæta til leiks næsta sumar vel
þjálfaður og harður í skallann.
Vissulega ber framámönnum
íþróttarinnar á Akureyri að búa
mönnum sínum betur i haginn, því
vissulega er það rétt sem margur
bendir á, að aðstæður til iðkunar
knattspyrnu eru miklu verri á
Akureyri en í Reykjavík. Þetta ber
að athuga og laga.
Meinið er þó örugglega djúpstæð-
ara. Knattspyrnufélögin, bæði,
hafa ekki sýnt ungu mönnunum í
yngri flokkunum nægilegan skiln-
ing og trúnað. Of oft hefur ungur
spilari ekki komist í úrvalsliðið
vegna þess að aðfenginn leikmað-
ur er sóttur til Reykjavikur til að
spila boltann með liðinu knáa í
norðri. Sé þannig haldið á málum
myndast ekki stöðugleiki i liðinu,
leikmennirnir að sunnan stoppa
stutt við, aðeins sumarlangt, og
efnilegu spilararnir okkar frá Akur-
eyri hætta æfingum. Betra er að
fara í aðra íþróttagrein þar sem
þeir fá að njóta sín og sá sem þetta
ritar veit að þetta er sannleikur. Já,
forráðamenn knattspyrnu á Akur-
eyri, byggið upp ykkar menn og
ykkar bolta, efniviðurinn er fyrir
hendi og það sem fæst í Reykjavík
er ekki það besta.
• CSKA Sofia
og KA
Og þá er það Evrópukeppni meist-
araliða í kvöld. Margur áhangandi
KA er kvíðinn, sem vonlegt er.
Þetta meistaralið frá Búlgaríu er
sagt gott og hugsið ykkur, KA er
búið að tapa tvisvar í röð fyrir erki-
fjendunum Þór, sem eru fallnir í
aðra deild.
í ágústmánuði 1919 unnu islend-
ingar stórkostlegan sigur á
Dönum, en þá voru brögð höfð
með í tafli. Við minnumst þessa
leiks og þannig var sagt frá honum
í dagblöðunum: „Svona var i fáum
orðum liðið, sem gerði það, sem
enginn bjóst við. En ótalið er
ennþá það, sem mestu réð um úr-
slit leiksins, og heitir það harð-
sperrur. Heimboðsnefndin sá, að
eina ráðið til þess, að A.B. gæti
fengið slæma útreið, var að fara
með Danina í „útreiðartúr“! Þetta
hreif, og í fyrrakvöld, þegar þeir
komu úr Firðinum, voru þeir allir
iiðamótalausir um hnén, og það,
sem snert hafði hnakkinn, eins og
glóandi eldhaf.“ Þannig fórum við
nú með Danina og væri ekki ráð
fyrir KA að semja við hestamenn
úr Létti um svo sem einn lítinn
reiðtúr út Hiíðina og þá er sigurinn
jjkkar.
dagskrá fjölmiðla
Sjónvarpið
Miðvikudagur 19. september
17.50 Síðasta risaeðlan (21).
(Denver, the Last Dinosaur.)
18.20 Rósa fer til borgarinnar.
Bandarísk teiknimynd.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 í lausu lofti (1).
(The Adventures of Wally Gubbins).
Breskur myndaflokkur um fallhlífarstökk
og myndatöku í háloftunum.
19.20 Staupasteinn (5).
(Cheers.)
19.50 Dick Tracy.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Grænir fingur (22).
í Lóni.
í þættinum verður rætt við Sigurlaugu
Árnadóttur í Hraunkoti í Lóni en hún er
þjóðkunn fyrir ræktun sína.
20.45 Blóðlitað haf.
(Sea of Slaughter.)
Seinni hluti.
Kanadísk heimildamynd um þróun lífríkis
sjávar eins og hún kemur umhverfis-
verndarsinnanum Farley Mowat fyrir
sjónir.
21.35 Skærur.
(Weekend).
Frönsk-ítölsk bíómynd frá 1967 um konu
sem ætlar sér að verða skæruliði.
Aðalhlutverk: Mireille Darc, Jean Yanne,
Jean-Pierre Kalfon og Valerie Lagrange.
Atriði í myndinni eru ekki við hæfi
barna.
23.00 EUefufréttir.
Skærur framhald.
23.30 Dagskrárlok.
Stöð 2
Miðvikudagur 19. september
16.45 Nágrannar.
17.30 Skipbrotsbörn.
(Castaway.)
17.55 Albert feiti.
18.20 Tao Tao.
18.45 í sviðsljósinu.
(After Hours.)
19.19 19:19.
20.10 Framtíðarsýn.
(Beyond 2000.)
21.00 Lystaukinn.
21.30 Okkar maður.
í þættinum ræðir Bjarni Hafþór við
Kristján Tryggvason en hann hefur verið
blindur síðan um fermingu. Kristján, sem
er sjötugur, starfar sem smiður á eigin
verkstæði á Akureyri.
21.45 Spilaborgin.
(Capital City.)
Nýr breskur framhaldsmyndaflokkur um
fólk sem vinnur á verðbréfamarkaði.
Menn geta grætt milljón fyrir hádegi en
smá hik getur þýtt milljónatap. Fólkið lifir
hratt og flýgur hátt en vitneskjan um
hugsanlegt hrap er alltaf fyrir hendi.
Þetta er annar þáttur.
22.35 Tíska.
(Videofashion.)
23.05 Hjálparsveitin.
(240 Robert).
Spennumynd sem greinir frá ævintýraleg-
um björgunaraðgerðum hjálparsveitar
nokkurrar. Hún hefur tekið tæknina í
þjónustu sína og notar þyrlu óspart til að
komast að fórnarlömbum slysa. Þó geta
komið upp erfiðleikar við björgunarstörf,
s.s. þegar fíkniefnasmyglarar vilja hreint
ekki láta bjarga sér.
Aðalhlutverk: John Bennett Perry, Mark
Harmon og Joanna Cassidy.
00.15 Dagskrárlok.
Rás 1
Miðvikudagur 19. september
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15.
Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30
og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn: „Á Saltkráku"
eftir Astrid Lindgren.
Silja Aðalsteinsdóttir les (33).
9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur.
9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Úr bókaskápnum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Á dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug-
lýsingar.
13.00 í dagsins önn.
13.30 Miðdegissagan: „Ake" eftir Wole
Soyinka.
Þorsteinn Helgason les (12).
14.00 Fréttir.
14.03 Harmonikuþáttur.
15.00 Fréttir.
15.03 Sumarspjall.
16.00 Fréttir.
16.03 Að utan.
16.10 Dagbókin.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi.
18.00 Fréttir.
18.03 Sumaraftann.
18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Fágæti.
20.15 Samtímatónlist.
21.00 Á ferð.
21.30 Sumarsagan: „Hávarssaga ísfirð-
ings."
Örnólfur Thorsson les (3).
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins.
22.30 Suðurlandssyrpa.
23.10 Sjónaukinn.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Miðvikudagur 19. september
7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins.
Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson
hefja daginn með hlustendum.
08.00 Morgunfréttir.
- Morgunútvarpið heldur áfram.
9.03 Morgunsyrpa.
11.03 Sólarsumar
með Jóhönnu Harðardóttur.
- Þarfaþing kl. 11.30.
12.00 Fréttayfirlit.
12.20 Hádegisfréttir.
- Sólarsumar heldur áfram.
14.10 Brot úr degi.
16.03 Dagskrá.
17.30 íþróttarásin - Evrópukeppni bika-
rhafa og meistaraliða í knattspyrnu.
íþróttafréttamenn lýsa leikjum: Fram og
Djurgaarden frá Svíþjóð sem fram fer á
Laugardalsvelli og leik KA og Sredetz Sof-
ia frá Búlgaríu sem fram fer á Akureyrar-
velli.
18.03 Þjóðarsálin.
Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-
686090.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Lausa rásin.
20.30 Gullskífan.
21.00 Úr smiðjunni.
22.07 Landið og miðin.
01.00 Næturvakt á báðum rásum til
morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9,
10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22
og 24.
Næturútvarpið
1.00 Með grátt í vöngum.
2.00 Fróttir.
2.05 Næturtónar.
3.00 í dagsins önn.
03.30 Glefsur.
4.00 Fréttir.
4.03 Vélmennið.
4.30 Veðurfregnir.
Vélmennið heldur áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
5.01 Landið og miðin.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
6.01 Áfram ísland.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Miðvikudagur 19. september
8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan
Miðvikudagur 19. september
07.00 Eiríkur Jónsson.
09.00 Fréttir.
09.10 Páll Þorsteinsson.
12.00 Haraldur Gíslason.
14.00 Snorri Sturluson.
17.00 Síðdegisfréttir.
17.15 Reykjavík síðdegis.
18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson.
22.00 Haraldur Gíslason.
02.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Hljóðbylgjan
Miðvikudagur 19. september
17.00-19.00 Axel Axelsson.