Dagur - 19.09.1990, Side 11

Dagur - 19.09.1990, Side 11
íþróttir Miðvikudagur 19. september 1990 - DAGUR - 11 l Söguleg stund í akureyrskri knattspyrnu: Fyrsti Evrópuleikurinn á Akureyri í dag - KA mætir CSKA Sofia í Evrópukeppni meistaraliða kl. 17.30 í dag rennur upp söguleg stund í akureyrskri knattspyrnu. Þá mætast KA og búlgarska liðið CSKA Sofia í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst kl. 17.30. Þetta er í fyrsta sinn sem akureyrskt knattspyrnulið leikur í Evrópukeppni meist- araliða og jafnframt í fyrsta sinn sem Evrópuleikur fer fram á Akureyri. CSKA Sofia var stofnað árið 1948 og hét þá CDNA Sofia. Pað Nikodinov á æfingunni á Akureyrarvelli í gær. Mynd: kl „Við göngum ekki að neinu vísu“ - segir aðalþjálfari CSKA „Við komum hingað til að ná hagstæðum úrslitum og spila góðan fótbolta eins og alltaf þegar við leikum,“ sagði Asparouh Nikodinov, aðal- þjálfari CSKA Sofia, áður en liðið hóf æfingu á Akureyrar- velli í gær. Nikodinov sagðist lítið þekkja KA-liðið og íslenska knatt- spyrnu. Hann hefði þó nokkrum sinnum séð leiki með íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. „Ég held að leikurinn verði erfiður og við göngum ekki að neinu vísu þar en gerum okkar besta. Við eigum seinni leikinn eftir úti ef illa fer og ég hef trú á að við kom- umst í aðra umferð. Snjórinn kemur okkur vissulega nokkuð á óvart þar sem veturinn er seinna á ferðinni heima en góð lið verða að geta leikið knattspyrnu við mismundandi aðstæður, m.a. þær sem hér eru, og við munum haga leikskipulagi okkar í samræmi við þær,“ sagði Nikodinov. Aðspurður urn breytingarnar á liðinu sagði hann að það hefði misst reynslumikla og góða leik- menn. „Það á sér stað endurnýj- un í liðinu um þessar mundir og liðið er vissulega reynsluminna en í fyrra. Hins vegar búa miklir hæfileikar í þessum leikmönnum og ég bind miklar vonir við þá,“ sagði Nikodinov. Akureyrarvöllur: Girðingavinnu lokið Nokkrar framkvæmdir hafa verið í gangi á Akureyrarvelli á síðustu vikum eins og vallar- gestir hafa væntanlega tekið eftir. Girt hefur verið frá báðum hliðunum að stúkunni og er ætl- ast til að áhorfendur haldi sig ofan girðingarinnar. Þá hefur verið byggt yfir ganginn þar sem gengið er inn í vallarhúsið og til bráðabirgða yfir stéttina fram að hlaupabraut. Með CSKA komu 9 búlgarskir blaðamenn og aðspurður uni aðstöðu fyrir þá sagði Hreinn Óskarsson, vallarstjóri, að þeir yrðu í tveimur flutningabílum sern hægt er að opna hliðarnar á. Bílarnir verða staðsettir norðan við stúkuna. Fari svo að snjór verði á Akur- eyrarvelli þegar leikurinn hefst verður reynt að ryðja af línunum þannig að sjáist í grænt og hvítt. „Annað getum við ekki gert,“ sagði Hreinn Óskarsson. varð búlgarskur meistari strax á fyrsta ári enda í eigu hersins og gat valið úr leikmönnum sem gegndu herskyldu. Sigurganga þess í búlgarskri knattspyrnu hef- ur verið með ólíkindum allt frá upphafi, það hefur 26 sinnum orðið búlgarskur meistari og margoft unnið bæði deild og bik- ar sama árið. Bikarmeistari hefur það orðið 14 sinnum. Á 6. ára- tugnum hófst mikið gullaldar- skeið hjá liðinu en þá vann það meistaratitilinn 9 ár í röð og varð fjórum sinnum bikarmeistari á sama tíma. í fyrra var liðið það langsterkasta í Búlgaríu, hafði tryggt sér sigur í deildarkeppn- inni heilum mánuði áður en tíma- bilinu lauk auk þess sem bikar- meistaratitillinn fékk að fljóta með. Liðið lagt niður vegna slagsmála Á árunum 1963-'64 var nafni liðs- ins breytt í CSKA Sofia og gegndi það því nafni allt til ársins 1985 en þá áttu skrítnir hlutir sér stað í búlgarskri knattspyrnu. CSKA mætti erkifjendunum í Levski Sofia í úrslitaleik bikar- keppninnar. Leikurinn var gífur- lega grófur og harður og CSKA hafði forystu þegar upp úr sauð á vellinuin. Leikmenn liðanna lentu í miklum slagsmálum og skömmu eftir þetta var tilkynnt að liðin tvö hefðu verið lögð niður. Það breytti þó ekki miklu því stofnuð voru ný lið með breyttum nöfnum en þau léku í sömu búningum og voru að mestu skipuð söniu leikmönnum. CSKA var skýrt CFKA Sredets og hét það allt þar til á síðasta ári að nafninu var breytt á ný og er nú CSKA Sofia. Mikið „Evrópulið“ CSKA hefur margoft tekið þátt í Evrópukeppni í knattspyrnu og náð ágætum árangri. Það hef- ur 19 sinnum tekið þátt í Evrópu- keppni meistaraliða, þrisvar komist í 8-liða úrslit og tvisvar í undaúrslit. Það komst í 8-liða úrslit í fyrra en tapaði þar 0:1 og 1:3 fyrir Marseille. Þá hefur liðið leikið fimm sinnum í Evrópu- keppni bikarhafa, einu sinni komist í undanúrslit, og fjórum sinnum í Evrópukeppni meist- araliða. Miklar breytingar á liðinu Eftir síðasta keppnistímabil urðu miklar breytingar á liðinu. Það seldi aðalmarkvörð landsliðsins og alla framlínuna, þ. á m. stjörn- una Stoichkov sem seldur var til Barcelona fyrir metfé í Búlgaríu, 2,8 milljónir punda. Þrátt fyrir það er ljóst að liðið sem mætir KA-mönnum í dag er mjög sterkt. í því eru fimm leik- menn sem leikið hafa með búlg- arska landsliðinu en þrír af þeim eru í því um þessar mundir, Georgi Georgiev, Trifon Ivanof og Kostadin Yanchev. Þá er einn leikmaður með U-21 árs landslið- inu og tveir aðrir sem leikið hafa með því. Þess má geta að Ivanov er varnarmaður sem varð annar í kjörinu um knattspyrnumann ársins í Búlgaríu í fyrra. Það er því greinilega erfitt hlutskipti sem bíður KA-manna en hafa ber í huga að í knatt- spyrnu getur allt gerst, ekki síst ef áhorfendur fjölmenna á völl- inn og hvetja sína menn. Nokkrir félagar CSKA Sofia á æfingu í snjónum á Akureyrarvelli í gær. Mynd: KL Dagskiptmin er sterk vöm - segir Guðjón Þórðarson, þjálfari KA „Mér líst í sjálfu sér ágætlega á leikinn en ilía á veðurfarið. Það hefði verið í lagi að hafa aðeins eins til tveggja stiga hita en þurran og góðan völl,“ sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari KA, aðspurður hvernig leikurinn legðist í hann. „Maöur veit í sjálfu sér afar lítið um þetta iið. Þaö virðist þó vera sterkt og í því margir góðir leikmcnn. Þaö er yfirleitt mjög erfitt að eiga við þessi Austur- Evrópulið því þau spila yfirleitt hraöan og agaðan bolta með fáurn snertingum. Leikmenn- irnir eru oftast líkamlega vel þjálfaðir og snöggir og geta piatað menn og sprengt upp leikinn. Með öðrurn orðum er yfirleitt að finna hjá þeim alla þætti sem gera lið sterk." Þegar viðtalið fór fram var Iníðarmugga á Akureyri og knattspyrnuvöllurinn alhvítur. Guöjón sagði hugsanlegt að veðrið og aðstæður á litlum vell- inum myndu há Búlgörunum eitthvað en þeir væru eflaust ýinsu vanir og ekki væri hægt að treysta á slíkt. Hann sagði ennfremur að KA myndi stilla upp sínu sterkasta liði og dagskipunin væri sterkur varnarleikur. „Við megum ekki elta þá um allan völl, þá er voð- inn vís. Við verðum bara að vonast til aö andinn komi yfir strákana. Evrópuleikir geta ver- ið mjög skemmtilegir en til þess verða menn aö gefa allt sem þeir eiga og það ntyndi ekki saka að hafa góðan stuöning áhorfenda. Þetta eru erlendir leikmenn sent við spilum við og þeir skilja engar glósur af áhorf endapöllunum. En ef við fáum jákvæðan stuðning þá finna þeir fyrir því,“ sagði Guðjón Þórð- arson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.