Dagur - 27.09.1990, Side 6

Dagur - 27.09.1990, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 27. september 1990 Kynní mín af íslenskri menningu, fólkmu, landinu og nú hestmum gefur mikla lífsfyllingu - segir Arne Lunden í Revlanda Skammt fyrir utan Gautaborg er byggðin í Revlanda. Revlanda er lítið sænskt sveitaþorp, einn af þessum fallegu og friðsælu stöðum hvar skógurinn umvefur allt og mannlífíð gengur sinn vanagang víðsfjarri hamagangi hraðbrautanna og stórborgar- innar. I Revlanda er herrasetur sem heitir Litli- Garður, upp á íslensku, en þar býr íslandsvinurinn Arne Lunden og kona hans Agneta ásamt syninum Lrik, litlum polla er minnir um margt á Kmil í Kattholti, sem öll ungmenni á Islandi þekkja. Arne og Agneta eiga tvo uppkomna syni, Per sem er að nema skógfræði við háskóla norður í landi og Björn sem vinnur við fyrirtæki fjölskyldunnar í Gautaborg og fer til herþjónustu á haustdögum. Ég segi ykkur frá þessari fjöl- skyldu vegna þess að ég ásamt konu minni gisti þetta ágætis fólk um tíu daga skeið um síðastliðin mánaðamót, til að hjálpa þeim af stað í hestamennsku, en fjöl- skyldan hefur keypt þrjá hesta frá íslandi. íslenski hesturinn fer nú sigur- för í Svíþjóð og á svæðinu umhverfis Gautaborg fjölgar stöðugt því fólki sem fær sér íslenskan hest. Á nokkrum stöð- um eru sænskir tamningamenn teknir til við að temja og þjálfa íslenska hesta og eru hættir að fást við þá stóru arabísku og hvað þeir heita nú allir saman. Tamn- ingamaður sem ég hitti á förnum vegi úti í skógi hvar ég var í reið- túr, sagði mér að „fleiri og fleiri hestamenn og hestaíþróttamenn halla sér að íslenska hestinum því hann er svo meðfærilegur og geð- góður jafnframt sem viljinn og ákveðnin heillar allflesta. Gang- hæfnin er stórkostleg og íslenski hesturinn á eftir að fara sigur- göngu um alla Svíþjóð sem og alls staðar sem hesturinn er kynntur.“ Á Litla-Garði í Revlanda eru þrír hestar nýkomnir frá íslandi, Bliki, Fleygur og Kvörni allt mjög góðir hestar, hver á sinn hátt. Fjölskyldan var í erfiðleik- um með að umgangast hestana, því kunnáttu vantaði og hestarnir voru of mikilvirkir fyrir þau, en frúin var búin að fara á reiðnám- skeið og undirbúa sig fyrir komu okkar hjóna. Meginmarkmið ferðar okkar til Revlanda var því að koma fjölskyldunni á bak þannig að þau mættu njóta hest- anna. Eftir að við lentum á flugvell- inum í Gautaborg og á leið okkar til Revlanda sagði Arne okkur, að hestarnir væru styggir og Frá Revlanda. Myndir: ój íslendingar á erlendri grundu. hræddust margt framandi í umhverfinu. Ég var því uggandi og leist ekki á blikuna þrátt fyrir að ég hefði þjálfað hestana heima á íslandi. Pegar komið var heim á herra- setrið var gengið út í hagann hvar hestarnir voru og ég kallaði til þeirra. Viti menn, þeir komu hlaupandi til mín og virtist sem þeir þekktu mig og íslenskan góða var greinilega kunnugleg. Styggðin var engin og enga hræðslu sýndu þeir þegar ég fór að ríða þeim út um merkur og skóga. Fjölskyldan tók þátt í hestamennskunni af lífi og sál og eftir 2-3 daga voru hjónin farin að ríða út á háu og svifmiklu tölti. Líður íslenska hestinum vel á framandi slóðum? Ég var þess áskynja að hestarnir þola illa hit- ann í fyrstu og alla skordýra- mergðina og flugurnar, en þeir smá venjast þessu. Sumarexem hrjáir hesta í Svíþjóð, sem og víðar í Evrópu, en þó er það mjög lágt hlutfall sem tekur exemið, 1-2 hestar af hverjum 20 sem eru fluttir út. Umhirða sænskra hestamanna á íslenska hestinum á Revlandasvæðinu er til fyrirmyndar og mætti margur íslenskur hestamaður þar af læra. Arne Lunden hefur margoft komið til íslands, en fyrirtæki hans selur timbur og trjáafurðir í miklum mæli til landsins. „Ég heillaðist fljótt af íslenska hestin- um þrátt fyrir að ég væri enginn hestamaður. Konan mín hafði umgengist stóra hesta þegar hún var ung stúlka, en nú eftir að við fluttum til Revlanda á fjölskyldu- setrið, þá fyrst höfum við tæki- færi til að halda hesta. Hestarnir þrír Bliki, Fleygur og Kvörn eru orðnir hluti af fjölskyldumynd- inni og eru ómissandi hluti þess lífs sem við lifum hér í Revlanda. Á hverjum morgni fer ég til vinnu í Gautaborg, en þar rek ég fyrirtæki fjölskyldunnar. Ég verð að segja, að þegar líða tekur á daginn þá hvarflar hugurinn æ oftar til hestanna og fjölskyld- unnar heima. Að eiga góðan hest sem Bliki er, en hann er reiðhest- urinn minn, gefur lífinu visst gildi sem erfitt er að útskýra. Þessu kynnist sá einn sem situr gæðing og ekki skemmir að geta riðið um landareignina um stíga og veg- leysur skógarins. Þessa dagana er ég að sjá marga fallega staði í skóginum í fyrsta sinni þrátt fyrir að ég sé alinn hér upp. Konan á Kvörn og þeim semur með ágæt- um og Fleygur er hestur Björns, en sá rauðskjótti er dæmigerður íslenskur skap- og viljahestur og hæfir stráknum vel. Já, íslenski hesturinn hefur opnað nýjar víddir, sem ég hefði ekki viljað missa af, og kynni mín af íslenskri menningu, fólkinu, landinu og nú hestinum gefur mikla lífsfyllingu,“ sagði Arne Lunden þar sem við sátum undir stóru eikartré og sötruðum sítrónvatn í Revlanda. ój

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.