Dagur - 17.10.1990, Síða 3

Dagur - 17.10.1990, Síða 3
Miðvikudagur 17. október 1990 - DAGUR - 3 fréttrr f Norðlenskir karlmenn: Þurfa að leita langt eftir kvonfangi Fyrir helgi var haldin ráðstefna á Selfossi sem Jafnréttisráð og Byggðastofnun tóku þátt í og skipulögðu með konum frá öll- um Norðurlöndunum sem eru sérfræðingar í samhengi á milli stöðu kvenna og byggðaþróun- ar. í Ijós kom að hér á landi sem á hinum Norðurlöndunum eru færri konur en karlar bú- settar á landsbyggðinni og á Norðurlandi einu er 631 konu færra á aldrinum 20-44 ára, en af karlmönnum. Unnur Kristjánsdóttir, iðnráð- gjafi á Norðurlandi vestra, tók sam- an tölur í þessu sambandi, en hún hélt fyrirlestur um ísland á ráð- stefnunni á Selfossi. Samkvæmt samantekt hennar eru færri kon- ur á giftingaraldri en karlar í öll- um kjördæmum landsins, utan Reykjavíkur og Reykjaness. Skýringuna segir Unnur vera ein- falda: „Nýju störfin á íslandi, sem annars staðar, sem konur sækja í eru í þjónustugreinunum og þeim fækkar alltaf í framleiðslugrein- Húsnæðisnefndir: „Óljóst í lögum hvernig skipa á fuiltrúa verkalýðsfélaga“ beðið um tilnefningar frá sveitar- félögum og verkalýðshreyfing- unni. Félagsmálaráðherra skip- aði einn fulltrúa, og þá varð sá fulltrúi formaður. „Þá var ekki um neina kosn- ingu innan nefndarinnar að ræða. Þess vegna fyndist mér t.d. ekki óeðlilegt, þar sem þessar nefndir eru núna skipaðar af sveitarfélög- um, að sveitarstjórn kysi sína fulltrúa og tilnefndi formann. Síðan kæmu tilnefningar frá verkalýðsfélögunt. Þctta tel ég að gæti að nokkru leyti leyst það sem er að koma upp víða urn landið, að meirihlutinn í sveitar- stjórn hefur ekki meirihluta nefnd- arinnar. Slíkt hefði ekki verið neitt fráleitara en það sem tíðk- aðist í stjórnum verkamanna- bústaða, þegar félagsmálaráð- herra skipaði formenn þessara nefnda. Lögum samkvæmt þá eru þetta nefndir sveitarfélaga, með tilnefningu verkalýðsfélaga, og þá hlýtur það sama að gilda og hjá öðrum nefndum sveitarfé- lagsins, að ákvarðanir þeirra fara fyrir bæjarstjórn," segir Sigríður. Sigríður kveðst álíta það mjög slæmt að óvissan kringum reglu- gerðina skuli hafa skapað tor- tryggni og leiðindi, og sé slíkt afar óheppilegt fyrir þennan mikilvæga málaflokk. „Mér finnst ráðuneytið og þeir sent stóðu að þessari lagasetningu bcra nokkra ábyrgð, því þar hef- ur ekki allt verið hugsað í botn. Þarna kemur enn einu sinni í ljós að vinna verður eftir lögum áður en búið er að setja reglugerð. Það er mjög óljóst í lögunum hvernig á að skipa fulltrúa verka- lýðsfélaganna," segir hún. EHB - segir Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar Sigríður Stehínsdóttir, forseti Þegar félagsmálaráðherra skipaði bæjarstjórnar Akureyrar, telur stjórnir verkamannabústaða var að dráttur á útgáfu reglugerðar um húsnæðisnefndir hafi skap- að tortryggni og haft óæskileg áhrif. Hún telur að komast hefði mátt hjá vandræðum, ef formenn húsnæðisnefnda væru skipaðir af sveitarstjórnum. Sigríður telur mjög óheppilegt að ekki skuli hafa verið sett reglugerð um húsnæðisnefndir, í kjölfar lagasetningarinnarsl. vor. Seinkun á útgáfu reglugerðar bjóði upp á, að lögin séu túlkuð með ógreinilegum hætti. Að sögn Sigríðar er hún ekki sammála því sjónarmiði, að húsnæðisnefndir eigi eingöngu að vera skipaðar af sveitarstjórnum. Hún segist ekki vera á móti því að fulltrúar verkalýðshreyfingar- innar sitji í húsnæðisnefndum. Hvammstangi: Samið um sölu Vertshússins Hópurinn sem vann á vegum Átaksverkefnisins við að kanna grundvöll fyrir hlutafé- lagsstofnun til kaupa á liótel- inu Vertshús á Hvammstanga skilaði málinu frá sér til spari- sjóðsins, sem á hótelið, fyrir nokkru. Ekki tókst að stofna hlutafélag, en samningavið- ræður eiga sér nú stað milli hugsanlegs kaupanda og spari- sjóðsins. Sparisjóður V.-Húnvetninga keypti Vertshúsið á nauðungar- uppboði í sumar og leyfði síðan hóp á vegunt Átaksverkefnisins að vinna í leitinni að hugsanleg- um kaupanda, stofnun hlutafé- lags eða aðila til að reka hótelið. Hópnum tókst ekki að stofna hlutafélag um reksturinn, en skil- aði sparisjóðnum málinu aftur fyrir rúmri viku og benti á hugs- anlegan kaupanda og rekstr- araðila. Ingólfur Guðnason, spari- sjóðsstjóri, sagði við Dag að við- ræður stæðu ýfir við þennan aðila og línurnar skýrðust í vikunni, þá kæmi í ljós hvort af kaupunum yrði eður ei. SBG unum. Það sem gerir þessa þróun svona hraða hér á landi er að nær öll nýju þjónustustörfin sent komið hafa á síðustu 8-10 árum hafa orðið til í Reykjavík. Konur eru orðnar það sjálf- stæðar í dag að þær fara þangað sem þeim bjóðast störf við hæfi. Afleiðingin er sfðan sú að karlar í giftingarhugleiðingum verða að leita á eftir konunum ef þeir ætla ekki að pipra,“ sagði Unnur í samtali við Dag í gær. Sanrkvæmt athugun Unnar er staðan verst á Suðurlandi og næst koma Vestfirðir í röðinni. Síðan kemur Vesturland og á Norður- landi vestra og Austurlandi er ástandið svipað. Skást er hlutfall kvenna á giftingaraldri svo á Norðurlandi eystra af lands- byggðarkjördæmunum. Það sem Unnur segir að þurfi að gera, til að breyta þessari óhagstæðu þróun fyrir lands- byggðarkarlmenn, er að færa opinbera þjónustu mcira út á landsbyggðina. SBG Dalvík: Steftit að opnun nýs veitinga- staðar í desember Viðar Valdiinarsson stefnir að því að opna nýjan veit- ingastað við Skíðabraut 4 á Dalvík í desember nk. Til stóð að opna staðinn í júní sl., en lengri tíma tók að koma húsnæðinu í viðun- andi horf en búist var við. Viðar keypti Skíðabraut 4 af Kaupfélagi Eyfiröinga í maí sl. Þar var áöur til húsa fyrir- tækið Fiskiland og þar áður til fjölda ára kjörbúö KEA. Viðar gerði upphaflega ráð fyrir því að reka skyndibita- stað í húsnæðinu, en í samtali við Dag sagðist hann ekki geta tjáö sig um með hvaða sniði reksturinn yröi. Húsnæðið er á einni hæð og ris. í risinu verður aðstaða fyr- ir starfsfólk, en sjálfur veitingastaðurinn á jarðhæð. Viðar áætlar að hann rnuni taka um 50 manns í sæti. óþh Frá fundi stjórnar Landssambands Sjálfsbjargarfclaga á Húsavík sl. laugardag. Sjálfsbjörg á Húsavík 30 ára: Landssambandsstjórnar- fundur og afmælishóf I stjórn Landssambands Sjálfs- bjargar eiga sæti fulltrúar frá öllum félagsdeildum á landinu. Stjórnin heldur tvo fundi á ári, vor og haust, en þess á milli annast framkvæmdastjórn mál- in. Sl. laugardag var haldinn landssambandsstjórnarfundur á Húsavík og á hann mættu rúmlega 20 manns, fulltrúar frá flestum félagsdeildanna. Fundurinn var haldinn á Húsa- Blönduvirkjun: „Verkin standa vel og vonum framar“ „Veturinn hefur verið mildur við okkur og tíðarfarið í heild, gott sumar og gott haust. Verkin standa vel og sum von- um framar, en í stórum drátt- um er aðeins farið að draga saman seglin enda farið að síga fram á veturinn,“ sagði Sveinn Þorgrímsson, staðarverkfræð- ingur við Blönduvirkjun. Stíflubyggingu hefur nánast verið hætt á vinnusvæði Hagvirk- Jóhannes Geir á Alþingi - í flarveru Guðmundar Bjarnasonar Jóhannes Geir Sigurgeirsson hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Guðmundar Bjarna- sonar, heilbrigðismálaráð- herra. Guðmundur Bjarnason, ráð- herra heilbrigðis- og trygginga- mála, situr þessa dagana alþjóð- lega ráðstefnu heilbrigðismála- ráðherra á Kýpur, en eftir það fer hann í nokkurra daga orlof. Hann verður því fjarverandi frá Alþingi þessa viku og þá næstu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson mun sitja á þingi þann tíma. EHB is og þar er skurðgröftur hafinn. Búið er að fækka starfsmönnum Hagvirkis um tæpt hundrað frá því flest var í sumar, með upp- sögnum. Hagvirki stendur það vel á áætlun að Sveinn sagðist reikna með að þeir tækju sér vetrarfrí um seinnipart nóvem- ber og kæmu ekki aftur fyrr en eftir páska. Fossvirkismenn eru ennþá að hlaða Gilsárstífluna og því verð- ur haldið áfram þar til veður versnar. Þar hefur þurft að ein- angra steypumót síðasta hálfa mánuðinn vegna hættu á frosti. Reiknað er með að Fossvirki geti einnig byrjað á öðrum stíflugarði í október við Friðmundarvatn. Stígandi skilar af sér stjórn- stöðvarhúsbyggingunni t' byrjun nóvember fullbyggðu og innrétt- uðu eins og byggingarverktaka ber að skila húsi. Þá á einungis eftir að koma þar fyrir stjórnbún- aði. SH verktökupr rniðar að sögn Sveins það vel við steypuvinnu á starfsmannahúsinu að það veröur uppsteypt að fullu í nóvember. Eftir það verða mjög góðar aðstæður til að vinna inni í því í vetur. Japanski verktakinn og undir- verktaki þeirra sem sjá um niður- setningu véla í stöðvarhúsinu eru á undan áætlun og í janúar byrja þeir á rafbúnaðinum. Vinnan við Blönduvirkjun gengur því vel og sagði Sveinn að þegar væri starfsfólki farið að fækka. Samt eru þar um 400 manns en í janúar og febrúar býst Sveinn við að ekki verði við virkjunina nema 60-80 manns. „Þetta ár sem nú er að líða hef- ur verið hápunktur bygginga- framkvæmda, því að eftir l.ágúst á næsta ári er nær einungis eftir frágangur við virkjunina," sagði Sveinn Þorgrímsson. SBG vík í tilefni af 30 ára afmæli Sjálfsbjargar á Húsavík og nágrenni á þessu ári. Á laugardagskvöldið var hald- ið afmælishóf og það sátu rétt innan við 70 manns; landssam- bandsstjórnin, félagar Sjálfs- bjargar á Húsavík og fyrrverandi félagar, ásamt nokkrum gestum félagsins. Þar á meðal voru Sigur- veig Buch og Hafliði Jósteinsson sem, að sögn Brynhildar Bjarna- dóttur, veittu sérlega mikla hjálp við framkvæmd landssöfnunar Sjálfsbjargar í fyrra. í afmælishófinu var Jóni Buch veitt viðurkenning. Hann var for- maður Sjálfsbjargarfélagsins á Húsavík um 15 ára skeið og mjög virkur í stjórn landssambandsins. Brynjar Halldórsson var veislustjóri. Meðal þeirra sem ávörpuðu samkomuna var Einar Njálsson, bæjarstjóri. Brynhildur fór með gamanmál og fleiri skemmtiatriði voru heimafengin. Félaginu bárust margar gjafir og blóm. Mikið var sungið og létt og glatt var yfir mönnum í veislunni. Stjórn Sjálfsbjargarfélagsins á Húsavík og nágrenni skipa; Brynhildur Bjarnadóttir, for- maður, Brynjar Halldórsson, varaformaður, Jóhanna Aðal- steinsdóttir, ritari, Þórarinn Vig- fússon, gjaldkeri, Guðrún Jónas- dóttir og Alda Guðmundsdóttir, meðstjórnendur. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.