Dagur - 17.10.1990, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 17. október 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttlr),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGA RSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Astandið í A-flokkimimi
Með myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar á
haustdögum 1988 gafst A-flokkunum kærkomið tækifæri
til að vinna saman. Nokkuð hafði borið á röddum um að
tímabært væri að þessir erkifjendur í íslenskri alþýðu-
pólitík færðu sig nú nær hvor öðrum. Lag væri til þess þar
sem eldri forystumenn, sem lifað höfðu sögulega átaka-
tíma þessara flokka, væru ýmist gengnir á vit feðra sinna
eða hættir að hafa afskipti af stjómmálum af öðrum orsök-
um. Hinir ungu formenn A-flokkanna virtust taka þessa
hugsjón alvarlega til að byrja með. Þeir þeyttust um land-
ið og héldu fjöruga og oft skemmtilega fundi. Þeir kenndu
ferðalög sín við rautt ljós, litinn í kratarósinni og roðann
í austri þótt rautt ljós tákni stöðvun í þeirri umferð sem
flestir landsmenn lifa og hrærast í daglega. Víst voru
bundnar vonir við að þetta starf formanna A-flokkanna
bæri nokkrun árangur. Stjórnmálaflokkar á Alþingi
íslendinga eru þegar orðnir of margir og mynda margs-
konar erfiðleika við myndanir ríkisstjórna og allt starf
þjóðþingsins. Af þeim sökum væri æskilegt að meiri
samstaða næðist milli skyldra hugmynda um þjóðmál og
hér störfuðu færri og öflugri stjórnmálaflokkar. En vonin
brást. Rauða ferðaljós formannanna slokknaði. Að
minnsta kosti um stund. Ef litið er til ástandsins sem nú
ríkir innan þessara flokka er ólíklegt að það verði tendrað
í bráð.
Mikil átök hafa átt sér stað innan Alþýðubandalagsins
að undanförnu. Á yfirborðinu virðist tekist á um menn.
Undir niðri er tekist á um grundvallarviðhorf í stefnu
flokksins. Hrun kommúnismans hefur skilið eftir sig sár
innan Alþýðubandalagsins eins og annarra stjórnmála-
flokka sem höfðu fræði Karls Marx að leiðarljósi. Átök fara
því fram milli manna sem erfitt eiga með að losa sig úr
viðjum hugmynda er hafa gengið sér til húðar og jafnað-
armanna sem aldrei hafa trúað á Kommúnistaávarpið en
kosið að fylgja Alþýðubandalaginu. Misjöfn sjónarmið
Alþýðubandalagsmanna virðast því ósættanleg. Á með-
an svo verður er tæpast hægt að ræða um flokkinn sem
hluta af stærri heild íslenskra jafnaðarmanna.
Átök eiga sér einnig stað innan Alþýðuflokksins. Ann-
ars vegar takast á jafnaðarmenn, sem hrifist hafa af hug-
sjón uppanna og eiga sér meðal annars það markmið að
koma íslandi á borð Evrópubandalagsins, að því er virðist
án tillits til þess hvað við myndum bera úr býtum innan
slíkra samtaka. Hins vegar eru þeir jafnaðarmenn, sem
enn leggja áherslu á félagslega uppbyggingu með
Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Rimma for-
manns og varaformanns Alþýðuflokksins á nýafstöðnu
þingi hans er einstök fyrir samstarf í forystusveit stjórn-
málaflokks. Þótt Jón Baldvin hafi sagt að rifrildi skerpi
ástina í sinni fjölskyldu fer ekki hjá því að flokksþing
Alþýðuflokksins skilur eftir sig fregnir um djúpa gjá, sem
nær allt inn í miðja forustusveit flokksins.
Með þetta veganesti ætluðu formenn A-flokkanna að
ganga til þess leiks að sameina flokkana undir birtu hins
rauða ljóss. Með þetta veganesti ætla þeir að efla nauð-
synlega atvinnuuppbyggingu á íslandi. Með þetta vega-
nesti ætla þeir að skapa stóraukinn hagvöxt í framtíðinni.
Með þetta veganesti ætla þeir að bjóða landsmönnum
áframhaldandi þjónustu sína, hvor í sínu lagi eða í fleiri
flísum sem hugsanlega læðast frá móðurskipum þeirra á
vordögum. ÞI
Námskeið um hjónabandið og fjölskylduna
- hjónabands- og ijölskylduráðgjafinn Eivind Froen
í heimsókn á Norðurlandi öðru sinni
í lok októbermánaðar eiga Norð-
lendingar, von á góðum gesti, en
þá fáum við í heimsókn hjóna-
bands- og fjölskylduráðgjafann
Eivind Frden. Hann mun flytja
fyrirlestra um hjónabandið og
fjölskylduna í þremur kirkjum að
þessu sinni.
í nýútkomnu safnaðarblaði
Glerárkirkju (3. tbl. 5. árg.) er
m.a. ritað um þessi námskeið:
Hjónabandið er einn af horn-
steinum þjóðfélags okkar. Og
víst er að fátt er mikilvægara en
að þessi hornsteinn standi traust-
ur. Þess vegna er mikilvægt að
hjónabandinu sé sinnt og það eflt
innan frá.
í júní sl. kom í heimsókn í
Glerárkirkju hjónabands- og
fjölskylduráðgjafinn Eivind
Fr0en og hélt mjög gott nám-
skeið með hjónum (og einstakl-
ingum). Umsagnir þátttakenda
eftir námskeiðið eru besti dómur á
hversu vel Eivind tekst til.
„Hann opnaði leið fyrir okkur
hjónin að nálgast hvort annað af
meiri einlægni en venjulega,“
sagði einn þátttakenda.
„Við hjónin upplifðum svo
Eivind Freen.
margt úr eigin hjónabandi þegar
Eivind var að lýsa sínum vand-
kvæðum,“ sagði ung kona og hún
bætti við: „Ég teldi það nauðsyn-
legt að ungt fólk sem ætlar að
fara að giftast eða er nýlega gift,
sæki svona námskeið. Það var
ekkert sérstakt að í hjónabandi
mínu, en námskeiðið breytti
samt heilmiklu. Þetta var meiri-
háttar."
Námskeiðin eru m.a. fyrir þá
sem:
- Vilja fræðast um mikilvæg
atriði í hjónabandinu og fjöl-
skyldulífinu.
- Vilja gera gott hjónaband og
fjölskyldulíf enn betra en það er
nú.
- Eiga við einhvern vanda að
stríða og vilja finna bestu leiðina
út úr honum.
- Hyggja á hjúskap í náinni
framtíð.
Námskeiðin verða í fyrirlestr-
arformi og verður allt mál fyrir-
lesarans túlkað jafnóðum á
íslensku. Þau eru tveggja kvölda
frá kl. 20 til 23 hvort kvöld og
verða í Glerárkirkju 29.-30. okt.,
í Siglufjarðarkirkju 31. okt.-l.
nóv. og í Húsavíkurkirkju 4.-5.
nóv.
Skráning fer fram hjá hlutað-
eigandi sóknarprestum og hjá
umsjónarmanni námskeiðanna
Þorsteini Kristiansen í síma
27585. Námskeiðsgjald er kr,
1.500,- á mann (3.000,- á hjón).
(Fréttatilkynning.)
Akureyri:
Félagslegar eignaríbúðir við Litluhlíð
Um mánaðamótin síðustu skilaði
byggingarfyrirtækið Trétak hf.,
Akureyri, frá sér til Hús-
næðisnefndar Akureyrarbæjar
fjórum félagslegum eignaríbúð-
um (áður verkamannabústaðir),
sem byggðar eru að Litluhlíð 5a
til 5d.
fbúðirnar eru fjögurra her-
bergja, 110 m2 að stærð, í einnar
hæðar raðhúsi. Framkvæmdir
hófust ekki fyrir alvöru fyrr en í
ágúst 1989 og hefur húsið því ris-
ið að mestu leyti á 13 mánuðum.
Húsið er byggt úr steinsteypu og
afhendist, eins og lög og reglur
um félagslegar eignaríbúðir gera
ráð fyrir, fullfrágengið að utan
sem innan ásamt lóð með bíla-
stæðum. Húsið er byggt í grónu
hverfi á góðum stað í bænum og
fellur vel inn f umhverfi sitt, þar
sem það stendur á grænu svæði
milli Litluhlíðar og Seljahlíðar.
Til gamans má geta þess að
þetta hús er með þeim fyrstu á
Akureyri (ef ekki það fyrsta), þar
sem nær öll hönnun (arkitekta og
burðarþol) og gerð útboðsgagna
er gerð með aðstoð tölvu. Öll
gögn varðandi verkið voru unnin
skv. viðurkenndu útboðsgagna-
kerfi, sem auðveldaði mjög allt
byggingar- og greiðslueftirlit með
framkvæmdinni.
Hönnuður húss og innréttinga
er Höskuldur Sveinsson, arkitekt.
Burðarþols- og lagnahönnun var
í höndum Guðna F. Guðjónsson-
ar, byggingartæknifræðings, en
hönnuður raflagna var Stefán
Sigtryggsson, tæknifræðingur
(Rafa-el, Akureyri). Eins og
ofan greinir annaðist byggingar-
verktakinn Trétak hf., Ákureyri,
allar byggingarframkvæmdir.
Sjallinn á Akureyri:
Stórsýningin Rokk - Trúður
og Trylltar Meyjar í loftið
Stórsýningin Rokk - Trúður og
Trylltar Meyjar er nú að fara í
loftið í Sjallanum á Akureyri.
Frumsýning verður laugardaginn
20. október nk., og verður sýn-
ingafjöldi takmarkaður.
í sýningu þessari er fylgst með
ungum sveitapilti, Lúðvík Ling-
dal og fyrstu ferð hans til höfuð-
borgarinnar. Lúðvík er saklaus
sveitapiltur sem lendir í hinum
ýmsu ævintýrum þegar í borgina
er komið.
Höfundur sýningarinnar er
Jóhannes Bachmann sem ásamt
mótdansara sínum, Maríu Huld-
arsdóttur, er fslandsmeistari í
rokki, og sýna þau nýja sveiflu í
rokkinu sem ekki hefur sést áður
á íslandi.
Urvalslið söngvara og dansara
ásamt hljómsveitinni Rokkband-
inu sjá um að sveifla rokksins
haldist sleitulaust, og gullaldar-
tónlistin hljómi inn í hjörtu gesta
Sjallans. Söngvarar sýningarinn-
ar eru: Bjarni Ara, Júlíus Guð-
mundsson, Berglind Björk Jón-
asdóttir og Rúnar Þór.
Kynnir og sögumaður er engin
önnur en Rósa Ingólfsdóttir.
Miðaverð með glæsilegum
þríréttuðum kvöldverði er kr.
3.500,- Miðasala og borðapant-
anir eru daglega í Sjallanum í
símum 9.6-2.2770 og 96-22970.