Dagur - 17.10.1990, Side 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 17. október 1990
myndasögur dags
Arland
ANDRÉS
Allar upplýsingar, hvert
einasta orö í öllum
þessum bókum... '
HERSIR
SKUGGi
Ég myndi stinga af til London,
Rómar, Parisar... ásamt því
sem geymt er bak viö hurðina.
m
# Þeir gömlu
góðu tímar
Sú var tíðin að maður gat
gengið að dagskrá ríkisút-
varpsins sem vísri. Miðdegis-
sagan var á vísum stað og
Daglegt mál einnig og maður
vissi hvenær von var á léttum
lögum af hljómplötum og gat
þvt stokkið til og slökkt áður
en ósköpin hófust. Breyting-
ar voru illa séðar og hlust-
endur virtust kunna þessu
vel enda þekktu þeir fátt
annað.
í dag er öldin önnur. Fjöl-
míðlasprengja leystist úr
læðingi og allt í einu virtust
forráðamenn ríkisútvarpsfns
ekki vita hvað sneri upp eða
niður á tilverunnf. Rás tvö
varð tii og eftir að aðrar
útvarpsstöðvar komu til
sögunnar skelltu forráða-
menn hennar sér út í æðis-
gengið vinsældakapphlaup
sem ekki er enn séð fyrir end-
ann á. Þrátt fyrir að árin hafi
smátt og smátt færst yfir
asoiMr
„Rásína“ virðíst hún enn ekki
vera búin að finna sér hlut-
verk eða markmið, dagskráin
er stöðugum breytingum
undirorpin og hlustendur vita
sjaldnast á hvaða þátt þeir
eru að hlusta. Reyndar skiptir
það í fæstum tilfellum nokkru
máli þar sem þeir eru flestir
eins.
# Hvar er
Jóhanna?
Morgunþátturinn og síðdeg-
isútvarpið „Dagskrá" hafa
verið föstu punktarnir í
dagskrá „Rásarinnar" upp a
síðkastið og teljast orðnir
verulega aldraðir í saman-
burði við aðra þætti á þessari
stöð. Aðrir þættir koma og
fara en breytingarnar felast
yfirleitt í því að skipt er um
nöfn og umsjónarmennirnir
kannski færðir á annan
útsendingartíma þar sem
þeir ryðja út úr sér sömu
„spekinni“ og spila sömu lög-
in en dagskrárkynningarnar
breytast lítillega.
Oftast er ómögulegt að átta
sig á tilgangi breytinganna.
Ekki alis fyrir löngu fór t.d.
Jóhanna Harðardóttir af stað
með neytendaþátt fyrir
hádegi sem náði strax mikl-
um vinsældum, reyndar
óskiljanlega miklum, en um
leið og hann var að festast í
sessi var honum breytt, hann
færður til og það aftur nú fyrir
skömmu þannig að ritari S&S
hefur ekki hugboð um hve-
nær Jóhanna ræður ríkjum
um þessar mundir.
Og eitt enn. Nú er komin nýr
þáttur á dagskrá -sem mun
heita niu fjögur eða eitthvað í
þá áttina. Hann er að mati
S&S afbragðs dæmi um
hvernig útvarspþættir eiga
ekki að vera en látum það
liggja á milli hluta. Það sem
vekur eftirtekt er að þrjár „út-
varps“ konur sjá um þáttinn.
Það hlýtur að vera mannekla
á útvarpinu fyrst ekki var
Jiægt að hafa þær fleiri.
dagskrá fjölmiðla
Sjónvarpið
Midvikudagur 17. október
17.50 Síðasta risaedlan (25).
(Denver, the Last Dinosaur.)
18.15 Einu sinni var... (4).
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 í lausu lofti (4).
(The Adventures of Wally Gubbins.)
19.25 Staupasteinn (9).
(Cheers.)
20.00 Fróttir og veður.
20.35 Grænir fingur (26).
Síðasti þáttur: Haustið í garðinum.
í þættinum verður rætt við Sigurð Albert
Jónsson forstöðumann Grasagarðs
Reykjavíkur og einnig verður fjallað um
lýsingu i görðum.
20.50 Ógöngur.
(Never Come Back.)
Annar þáttur.
21.40 Dansleikur á Púertó Ríkó.
(La Gran Fiesta.)
Þessi fyrsta bíómynd Púertó Ríkómanna
gerist í spilavíti þar í landi árið 1942.
Haldinn er stórdansleikur þar sem allir
heldri borgarar koma saman og skemmta
sér í skugga stríðsins. Undir gljáfu.gðu
yfirborðinu eiga sér stað harðvítug valda-
barátta og vafasöm ástarsambönd.
Aðalhlutverk: Daniel Lugo, Miguelangel
Suarez og Raul Julia.
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Dansleikur á Púertó Ríkó - fram-
hald.
23.30 Dagskrárlok.
Stöð 2
Miðvikudagur 17. október
16.45 Nágrannar.
17.30 Tao Tao.
17.55 Albert feiti.
18.20 Draugabanar.
18.45 Vaxtarverkir.
(Growing pains.)
19.19 19:19.
20.10 Framtíðarsýn.
(Beyond 2000.)
21.00 Lystaukinn.
21.30 Spilaborgin.
(Capital City.)
22.20 ítalski boltinn.
Mörk vikunnar.
22.50 Tíska.
(Videofashion.)
23.20 Duflað við demanta.
(Eleven Harrowhouse).
Demantakaupmaður rænir heimsins
stærstu demantamiðstöð sem er rekin af
hinum karldrifjaða og óskekula manni,
Meecham. Þetta er spennandi og háðsk
mynd með úrvals leikurum.
Aðalhlutverk: Charles Grodin, Candice
Bergen, James Mason, Trevor Howard og
John Gielgud.
00.55 Dagskrárlok.
Rás 1
Miðvikudagur 17. október
MORGUNÚTVARP KL. 6.45-9.00
6.45 Veðuríregnir • Bæn.
7.00 Fréttir
7.03 Morgu > ittur Rásar 1
Fjölþætt m Jistarútvarp og málefni líð-
andi stu- u.
- Soffií f .rlsdóttir og Þorgeir Ólafsson.
7.32 Segou mér sögu.
„Anders á eyjunni" eftir Bo Carpelan.
Gunnar Stefánsson les þýðingu sína (13).
8.00Fréttir og Morgunauki kl. 8.10. Veður-
fregnir kl. 8.15.
ÁRDEGISÚTVARP KL. 9.00-12.00
9.00 Fréttir.
9.03 Laufskálinn.
Létt tónlist með morgunkaffinu og gestur
lítur inn.
Umsjón: Sigrún Björnsdóttir og Ólafur
Þórðarson.
9.45 Laufskálasagan.
„Frú Bovary" eftir Gustave Flaubert.
Arnheiður Jónsdóttir les þýðingu Skúla
Bjarkan (13).
10.00 Fréttir.
10.03 Við leik og störf.
Fjölskyldan og samfélagið.
Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá
Akureyri).
Leikfimi með Halldóru Björnsdóttur eftir
fréttir kl. 10.00, veðurfregnir kl. 10.10,
þjónustu og neytendamál og ráðgjafa-
þjónusta.
11.00 Fréttir.
11.03 Árdegistónar eftir Jón Ásgeirsson.
11.53 Dagbókin.
HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.30
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.01 Endurtekinn Morgunauki.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.48 Auðlindin.
Sjávarútvegs- og viðskiptamál.
12.55 Dánarfregnir. Auglýsingar.
13.05 í dagsins önn.
MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.30-16.00
13.30 Hornsófinn.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan:
„Ríki af þessum heimi" eftir Alejo Carp-
entier.
Guðbergur Bergsson les þýðinug sína (5).
14.30 Miðdegistónlist.
15.00 Fréttir.
15.03 í fáum dráttum.
SIÐDEGISUTVARP KL. 16.00-18.00
16.00 Fréttir.
16.05 Völuskrín.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Á förnum vegi.
í Reykjavík og nágrenni með Ásdís Skúla-
dóttir.
16.40 Hvundagsrispa.
17.00 Fréttir.
17.03 Vita skaltu.
17.30 Tónlist á siðdegi eftir Atla Heimi
Sveinsson.
FRÉTTAÚTVARP KL. 18.00-20.00
18.00 Fréttir.
18.03 Hér og nú.
18.18 Að utan.
18.30 Auglýsingar • Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.35 Kviksjá.
TÓNLISTARÚTVARP KL. 20.00-22.00
20.00 í tónleikasal.
21.30 Nokkrir nikkutónar.
Leikin harmonikutónlist af ýmsum toga.
KVÖLDÚTVARP KL. 22.00-01.00
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Orð kvöldsins • Dagskrá morgun-
dagsins.
22.30 Úr síðdegisútvarpi liðinnar viku.
23.10 Sjónaukinn.
24.00 Fréttir.
00.10 Miðnæturtónar.
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Rás 2
Miðvikudagur 17. október
7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins.
Leifur Hauksson og félagar h'efja daginn
með hlustendum.
8.00 Morgunfréttir.
- Morgunútvarpið heldur áfram. Heims-
pressan kl. 8.25.
9.03 Níu fjögur.
Dagskrárútvarp Rásar 2, fjölbreytt dæg-
urtónlist og hlustendaþjónusta.
11.30 Þarfaþing.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Níu fjögur.
Dagsútvarp Rásar 2 heldur áfram. 14.10
Gettu betur! Spurningakeppni Rásar 2
með veglegum verðlaunum. Umsjónar-
menn: Guðrún Gunnarsdóttir, Eva Ásrún
Albertsdóttir og Gyða Dröfn Tryggva-
dóttir.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
- Þjóðfundur í beinni útsendingu, sím: 91-
686090.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Lausa rásin.
20.00 íþróttarásin.
22.07 Landið og miðin.
00.10 í háttinn.
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9,
10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22
og 24.
Næturútvarpið
1.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur.
2.00 Fréttir.
2.05 Á tónleikum.
3.00 í dagsins önn.
03.30 Glefsur.
4.00 Vélmennið.
04.30 Veðurfregnir.
Vélmennið heldur áfram leik sínum.
5.00 Fréttir að veðri, færð og flugsam-
göngum.
5.05 Landið og miðin.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
6.01 Morguntónar.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Miðvikudagur 17. október
8.10-8.30 Útvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Útvarp Norðurlands.
Bylgjan
Miðvikudagur 17. október
07.00 Eiríkur Jónsson.
09.00 Páll Þorsteinsson.
11.00 Valdís Gunnarsdóttir.
14.00 Snorrí Sturluson.
17.00 ísland í dag.
18.30 Þorsteinn Ásgeirsson.
22.00 Haraldur Gíslason.
23.00 Kvöldsögur.
24.00 Haraldur Gíslason.
02.00 Þráinn Brjánsson.
Hljóðbylgjan
Miðvikudagur 17. október
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson.