Dagur - 18.10.1990, Side 1
Mynd: KL
Skýrsla iðnaðarráðherra um álmálið:
Mótmæli greiddu ekki fyrir
staðsetningu við EyjaQörð
Lögð hefur verið fram á Al-
þingi skýrsla Jóns Sigurðsson-
ar, iðnaðarráðherra, þar sem
hann gerir grein fyrir stöðu
álmálsins.
Ráðherrann ræðir í skýrslunni
um þá möguleika sem uppi hafi
verið um staðsetningu við Eyja-
fjörð og víkur einnig máli sínu að
mótmælum íbúa úr hreppum við
Góð sala hjá Hegranesinu
Skagfirski togarinn Hegranes
seldi í gær rúm 147 tonn á
Þýskalandsmarkað. Heildar-
verðmæti aflans var um 14,1
milljón.
Aflinn var nær eingöngu karfi
og mestur hluti hans fór á 110
króna meðalkílóverði. Er það
hæsta verð sem fengist hefur í
Bremerhaven í vikunni. Gísli
Svan Einarsson, útgerðarstjóri
Fiskiðjunnar, segir að siglingin
hafi gengið vel og þótt verðið hafi
ekki verið metverð geti þeir verið
nokkuð ánægðir með það. Búist
var við að Hegranes héldi heim-
leiðis í gærkvöld. SBG
Eyjafjörð og segir að þessi mót-
mæli sem send hafi verið forsætis-
ráðherra og Atlantsál-fyrirtækj-
unum „hafi ekki greitt fyrir stað-
setningu álvers í Eyjafirði.“
í skýrslunni segir ráðherrúnn
að athuganir hafi í upphafi mið-
ast við að nýju álveri yrði valinn
staður á Dysnesi við Eyjafjörð.
Kostnaður við lóð á þessum stað
hefði hins vegar orðið hærri en
fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir og
því hafi verið beint sjónum að
lóð í landi Hvamms. Sú lóð sé þó
„hvorki talin góð né hagkvæm
auk þess ýmsir óvissuþættir fylgja
staðsetningunni," segir orðrétt í
skýrslunni. JÓH
Hvammstangi:
Stafrænt símkerfi og ljósleiðari
Nýlega var tengdur á Hvamms-
tanga svokallaöur „llakkari"
sem er færanleg stafræn sím-
stöð á vegum Pósts og síma. Á
meðan „flakkarinn“ sinnir
símnotendum er búnaður sím-
stöðvarinnar endurnýjaður og
stafrænum búnaði komið fyrir.
Ljósleiðari var tengdur um leið
og „flakkarinn“ svo að símasam-
- „flakkarinn“ þjónar fólki
dreifðist síðan jafnt og þétt um
dreifbýlið fram yfir 1980. í tengsl-
um við opnun stafrænu stöðvar-
innar er tilboðsverð á stafrænum
símtækjum á Hvammstanga og
segir Magna fólk notfæra sér það
óspart.
Ekki er ljóst hvenær lokið
verður við uppsetningu stafræna
kerfisins í símstöð staðarins, en á
meðan vinnur „flakkarinn“ sitt
verk. SBG
Froststrá.
Rafverktakar í Ólafsfirði eru reiðir Vegagerð ríkisins:
Gagnrýna að verktaki á Akureyri
setji upp lýsingu í Múlagöngum
- bæjarstjórn Ólafsflarðar með harðorða ályktun um málið
band símnotenda stöðvarinnar á
Hvammstanga er nú allt annað
en áður var. Magna Magnúsdótt-
ir, stöðvarstjóri, segir sambandið
vera betra, öruggara og að fólki
finnist mikill munur á að ná
sambandi til annarra landshluta.
Einnig gefst því kostur á að not-
færa sér ýmsa sérþjónustu sem
stafræna kerfið býður upp á.
„Þetta er stórt skref og ég
hugsa að mörgum finnist þetta
álíka stökk og að fara úr hand-
virka símanum í þann sjálfvirka á
sínum tíma,“ sagði Magna.
Sjálfvirki síminn kom fyrst á
Hvammstanga árið 1968 og
Á bæjarstjórnarfundi á Sauð-
árkróki sl. þriðjudag bar m.a.
salmonellumálið svonefnda á
góma. Þar kom fram að beðið
er eftir opinberri greinargerð
um málið frá Hollustuvernd
ríkisins, en talað var um það, á
fundi yfirvalda í Skagafirði og
Hollustuverndar, að unnin
yrði frekari greinargerð sem
síðan kæmi til með að birtast í
blöðum.
Á bæjarstjórnarfundinum var
einnig kosið í þriggja manna við-
ræðunefnd af hálfu Sauðárkróks-
Mikil óánægja er meðal raf-
verktaka í Ólafsfirði vegna
þeirrar ákvörðunar Vegagerð-
ar ríkisins að ganga til samn-
inga við Rafiðn á Akureyri um
uppsetningu á lýsingu í Múla-
bæjar til viðræðna við fulltrúa
Skarðshrepps um lögsögumál og
samstarf sveitarfélaganna. Tólf
ár eru frá því slíkar viðræður
hófust, en lítið hefur þokast. í
þessa nefnd bæjarins voru kosnir
þeir Knútur Aadnegard, Stefán
Logi Haraldsson og Björn Sigur-
björnsson.
í fundargerð frá húsnæðis-
nefnd kom fram að samþykkt
hefði verið að sækja um 26 lóðir
sem á verður byggt næstu tvö
árin. Þar af eru 20 íbúðir til við-
bótar við Laugatún fyrir 10
félagslegar eignaríbúðir og 10
almennar kaupleiguíbúðir. SBG
göngunum. Gagnrýna þeir að
rafverktökum í Ólafsfírði
skyldi ekki gefínn kostur á að
bjóða í verkið og þannig að
sitja við sama borð og aðrir
rafverktakar. Málið kom inn á
borð bæjarstjórnar Ólafsfjarð-
ar sl. þriðjudag þar sem um
það var samþykkt harðorð
ályktun.
Ályktunin sem borin var fram
af Sigurði Björnssyni og sam-
þykkt með 7 atkvæðum er svo-
hljóðandi: „Bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar mótmælir harðlega þeirri
ákvörðun Vegagerðarinnar að
afhenda rafverktökum á Akur-
eyri vinnu við uppsetningu á lýs-
ingu í Múlagöngum. Þess er kraf-
ist að ákvörðunin verði endur-
skoðuð og verktökum í Ólafsfirði
verði gefinn kostur á verkinu.
Vísað er á bug rökum umdæmis-
verkfræðings á minnisblaði frá
9.10. 1990 og telur bæjarstjórn að
vegna óvissu um tímamörk á
verkinu mundi það leiða bæði til
sparnaðar og hagræðis að semja
við heimamenn. Þá vill bæjar-
stjórn upplýsa umdæmisverk-
fræðing um að rafverktakar í
Ólafsfirði hafa áratuga reynslu og
hafa starfað með ágætum með
hönnuðum frá Akureyri og
Reykjavík.“
I bókuninni er vísað til minnis-
blaðs Guðmundar Svafarssonar,
umdæmisverkfræðings Vegagerð-
arinnar á Akureyri til vegamála-
stjóra. t>ar kemur m.a. fram að
vegna þess hve verkið er lítið
(kostnaður upp á 1,5 milljónir)
hafi ekki þótt svara kostnaði að
efna til útboðs á því sem kynni
að kosta um 300 þúsund krónur.
Þá segir að vegna hins stutta
verktíma hafi verið lögð áhersla á
að „fá vana menn til verksins.“
Rafiðn hafi verið með lægsta til-
boðið í lýsingu í jarðgöngunum í
Blönduvirkjun ásamt Ljósgjafan-
um og nýverið lokið því verki. Þá
segir Guðmundur að eina fyrir-
tækið sem hafi spurst fyrir um
þessa vinnu hafi verið Rafiðn. í
síðasta minnispunkti segir: „Ef til
vill hefði mátt lækka milliferða-
kostnað með því að ráða fyrir-
tæki úr Ólafsfirði í verkið. Því
hefur verið komið á framfæri við
Rafiðn, að þeir taki rafvirkja úr
Ólafsfirði í vinnu, þurfi þeir á
aðstoð að halda við verkið."
Gunnlaugur J. Magnússon,
rafvirki hjá Raftækjavinnustof-
unni sf. í Ölafsfirði, segir að hún
og Björn Guðmundsson, rafvirki
í Ólafsfirði, hafi ætlað að samein-
ast um að bjóða í verkið, en þeim
hafi aldrei verið gefinn kostur á
því. Hann sagðist ekki geta fallist
á allar röksemdir Vegagerðarinn-
ar í þessu máli. Meðal annars
mætti benda á að verktakar í
Ólafsfirði hafi átt mjög gott sam-
starf við Raftákn á Akureyri og
starfsmaður þess sem hannaði
lýsinguna hafi lært hjá Birni
Guðmundssyni í Ólafsfirði. Þá
segir hann ekki rétt að aðeins
Rafiðn hafi spurst fyrir um
verkið. „Við vorum einnig búnir
að spyrjast fyrir um það, en feng-
um alltaf þau svör að það yrði
boðið út og biðum eftir því,“
sagði Gunnlaugur. Ennfremur
sagði hann að ekki komi til greina
af hálfu rafverktaka í Ólafs-
firði að gerast undirverktaki raf-
verktaka á Akureyri við uppsetn-
ingu lýsingar í göngunum.
Guðmundur Svafarsson segir
að búið sé að ganga frá samning-
um við Rafiðn um umrætt verk
og því verði héðan af erfitt að
stokka upp spilin. Um ástæðu
þess að gengið var til samninga
við Rafiðn sagði Guðmundur:
„Það var nýbúið að fara fram
útboð á svona lýsingu í Blöndu-
göngum og þeir voru þar lægstir
og skiluðu sinni vinnu með ágæt-
um. Við álitum að þetta væru
bæði vanir og góðir menn, enda
höfum við af þeim góða reynslu,“
sagði Guðmundur. óþh
Sauðárkrókur:
Greinargerðar frá
Hollustuvemd beðið
-viðræðunefnd við Skarðshrepp skipuð