Dagur - 18.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 18. október 1990
Húsavík:
Bæjarmála-
punktar
■ Iðnþróunarfélagið hefur
sent beiðni um að bærinn ger-
ist hluthafi í atvinnuþróunar-
félagi sem stofnað verði upp
úr Iðnþróunarfélaginu. í fram-
haldi af því hefur atvinnu-
málanefnd samþykkt að mæla
með því að bæjarstjórn gerist
hluthafi í slíku félagi er taki
yfir svæði er nái frá Vaðlaheiði
að vestan og að Langanesi að
austan. Félagið hafi það að
markmiði að styrkja atvinnu á
þessu svæði og auka samvinnu
í atvinnumálum á svæðinu.
■ Kaupfélag Þingeyinga hef-
ur óskað eftir umsögn bygg-
inganefndar um hugmynd að
stækkun á matvöruverslun KÞ
við Garðarsbraut. Byggingin
yrði á einni hæð norðan og
austan við núverandi bygg-
ingu. Bygginganefnd óskaði
eftir nánari útfærslu á hug-
myndinni.
■ Byggiugancfnd hefur borist
fyrirspurn frá Búseta um lóðir
vegna umsóknar fyrir næsta
ár. Óskað er eftir yfirlýsingu
bygginganefndar um að lóðir
verði til ef eftir verður leitað.
Þessa yfirlýsingu á að senda
Húsnæðisstofnun. Bygginga-
nefnd lýsir því yfir að lóðir
verði til. Jafnframt felur
bygginganefnd byggingafull-
trúa að undirbúa auglýsingu
allra lausra lóða í bænum og
leggja fyrir næsta fund nefnd-
arinnar.
■ Á fundi framkvæmdalána-
sjóðs nýlega gerði bæjarstjóri
grein fyrir nýrri kröfu frá
Glitni, vegna einfaldrar
ábyrgðar sjóðsins á kaupleigu-
samningi sem Naustir hf.
gerðu á sínum tíma vegna
kaupa á pokasaumavélum.
Krafan á sjóðinn hljóðar upp á
kr. 2.405.721.-. Stjórn sjóðs-
ins samþykkti að ganga frá
greiðslu kröfunnar með lán-
töku til eins árs, er komi til
greiðslu með 12 endurgreiðsl-
um á næsta ári. Samþykktin er
bundin því að sjóðurinn fái
umræddar vélar til frjálsrar
ráðstöfunar, án nokkurs
endurgjalds.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá tveimur mæðrum
sem stunda nám við Fram-
haldsskólánn, þar sem óskað
er eftir niðurgreiðslu dagvist-
argjalda af hálfu bæjarins, þar
sem hlutaðeigandi mæður eiga
ekki kost á dagvist á Bestabæ
fyrir börn sín. Bæjarráð sam-
þykkti erindið en með fyrir-
vara um að viðkomandi
nemendur séu í fullu námi við
Framhaldsskólann. Jafnframt
var rætt um að semja tillögu
að reglum um þessi mál.
■ Á fundi bæjarráðs nýlega
var fjallað um hallann á rekstri
sjúkrahússins á síðasta ári,
sem var um 7 milljónir.
Bæjarráð samþykkti að leggja
til við bæjarstjórn að bærinn
taki að sínum hluta, á móti
öðrum aðildarsveitarfélögum,
þátt í hluta rekstrarhalla SH
1989, eða um 1,3 milljónir kr.
gegn þvt að ríkissjóður leggi
fram 5 milljónir kr. og önnur
sveitarfélög 700 þúsund kr.
Sundlaug Akureyrar:
1
fréftir
„Aðsókn yngri borgaranna hefur þrefaldasf
Sundlaug Akureyrar hefur allt-
af jafn mikið aðdráttarafl og
aðsóknin er jöfn og mikil.
Áðsókn yngri borgaranna hef-
ur þrefaldast vegna vatnsrenni-
brautarinnar, sem er þriggja
metra há. Á vordögum eru
fyrirhugaðar framkvæmdir við
- segir Haukur Berg, sundlaugarstjóri
gerð busllaugar og polla á
suðurlóðinni.
Að sögn forstöðumanns Sund-
laugar Akureyrar, Hauks Berg,
fer stór hluti dagsins til skólanna,
en laugin er afar ásetin vegna
kennslu. Nokkuð þröngt er því
um almenning. Sundlaugin er
opnuð hvern morgun kl. 7.00 en
þá mæta morgunhanarnir, til að
hressa upp á sálu og líkama, áður
en farið er til vinnu. Þessi árrisuli
hópur stækkar dag frá degi. Fólk
á öllum aldri stundar morgun-
sundið. í hádeginu mætir alltaf
Verslunardeild Sambandsins
og Mikligarður hf. sameinast
- Ólafur Friðriksson ráðinn framkvæmdastjóri Miklagarðs hf.
A stjórnarfundi Sambandsins í
vikunni var ákveðið að sam-
eina rekstur Verslunardeildar
Sambandsins og Miklagarðs
hf. í eitt fyrirtæki. Með þessari
nýskipan sjá menn fram á
verulega hagræðingu í rekstri.
Nú er unnið að víðtækri endur-
skipulagningu hjá Samband-
inu, í framhaldi af samþykkt
aðalfundar í byrjun júní. Sá
fundur samþykkti tillögur til
stjórnar um meiri háttar breyt-
ingar á öllu skipulagi Sam-
bandsins. Stefnt er að því að
Ijúka þessum breytingum fyrir
áramót.
Ný stjórn var kjörinn á aðal-
fundi Miklagarðs hf. fyrir
skömmu en hana skipa; Guðjón
B. Ólafsson, forstjóri Sambands-
ins, formaður, Þórir Páll Guð-
jónsson, kaupfélagsstjóri Borg-
arnesi, varaformaður, Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri ritari,
Björn Ingimarsson, fjármála-
stjóri Sambandsins, meðstjórn-
andi og Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri meðstjórnandi.
Mikligarður hf. mun leggja
áherslu á smávöruverslun í fimm
stórverslunum á SV-landi en þær
eru: Mikligarður við Sund, Mikli-
garður vestur í bæ, Kaupstaður í
Mjódd, Mikligarður í Miðvangi
Hafnarfirði og Mikligarður í
Garðabæ. Auk þess mun Mikli-
garður hf. annast vöruflutning og
sölu til kaupfélaga. Áætluð sala
fyrirtækisins á næsta ári er 4,5
milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri Miklagarðs
hf. hefur verið ráðinn Ólafur
Friðriksson og tekur hann við
starfinu af Þresti Ólafssyni sem
sagt hefur starfi sínu lausu. Ólaf-
ur var áður framkvæmdastjóri
Verslunardeildar Sambandsins
en tekur við hinu nýja starfi um
Þjóðarflokkurinn:
Landsfundur í Borgar-
nesi 16.-18. nóvember
Landsfundur Þjóöarflokksins
verður að öllum líkindum
haldinn í Hótel Borgarnesi
dagana 16.-18. nóvember nk.
Að sögn Árna Steinars
Jóhannssonar, sem unnið hefur
að undirbúningi fundarins, verð-
ur aðalmál hans mótun kosninga-
stefnuskrár fyrir komandi alþing-
iskosningar, en Þjóðarflokkurinn
hyggst bjóða fram lista í öllum
kjördæmum.
Ekkert er enn ákveðið hvenær
gengið verður frá framboðslistum
flokksins, en Árni Steinar segir
að hvert og eitt kjördæmafélag
annist það og ekki séu fyrirhuguð
prófkjör til að stilla upp fram-
boðslistum. óþh
skák
i
Skákfélag Akureyrar:
Steftit að alþjóð-
legu skákmóti
Aðalfundur Skákfélags Akur-
eyrar var haldinn fyrir
skömmu. Þar var m.a. rætt um
að halda alþjóðlegt skákmót á
næsta ári en fyrirhugað var að
halda slíkt mót á Akureyri í ár.
Páll Hlöðvesson var endur-
kjörinn formaður félagsins. Nýir
í stjórn eru áhaldaverðirnir
Jakob Þór Kristjánsson og Smári
Teitsson, en úr stjórn gengu
Gylfi Þórhallsson og Júlíus
Björnsson, Gylfi eftir langa
stjórnarsetu.
Aðrir í stjórn eru sem fyrr Þór
Valtýsson, varaformaður, Ingi-
mar Friðfinnsson, ritari, Sigur-
páll Vilhjálmsson, gjaldkeri, og
Albert Sigurðsson, meðstjórn-
andi. SS
Akureyri:
Mót á vegum Skákfélagsins
Skákfélag Akureyrar stendur
fyrir 10 mínútna móti í kvöld,
fimmtudagskvöld, og hefst það
kl. 20.00 í skákheimiiinu.
Á sunnudaginn kl. 14.00 fer
fram Hausthraðskákmót Skák-
félags Akureyrar og er það hald-
ið í framhaldi af Haustmótinu.
Þá má minna á æfingar fyrir
börn og unglinga í skákheimilinu
á laugardaginn kl. 13.30. SS
næstu mánaðamót. Núverandi
starfsmannafjöldi er tæplega 600
manns.
Ólafur Friðriksson er fæddur á
Kópaskeri 5. júní 1953. Eftir að
hafa lokið námi í Samvinnu-
skólanun árið 1974, tók hann um
haustið við starfi Kaupfélags-
stjóra hjá Kaupfélagi Langnes-
inga á Þórshöfn. Árið 1976 flutti
hann sig um set og varð kaupfé-
lagsstjóri hjá Kaupfélagi N.-
Þingeyinga á Kópaskeri og þar
var hann í sex ár eða allt til 1.
júní 1982 er hann tók við starfi
framkvæmdastjóra Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Ólafur gegndi því starfi til ársins
1988 en þá tók hann við stöðu
framkvæmdastjóra Verslundar-
deildar Sambandsins. Maki Ólafs
er Freyja Tryggvadóttir og eiga
þau 3 börn.
viss hópur manna og kvenna og
kýs frekar sundið en mat og
hádegislúr.
„Laugin er opnuð fyrir
almenna tíma á mánudögum og
þriðjudögum kl. 17.00 en kl.
16.00 á miðvikudögum, fimmtu-
dögum og föstudögum. Á laugar-
dögum er opið frá kl. 8.00 til
16.00 og á sunnudögum frá kl.
8.00 til hádegis. Barnafólkið nýt-
ir þessa helgaropnun vel, þá sér-
staklega innilaugina fyrir yngstu
borgarana, kornabörnin.
Sundfélagið Óðinn þjálfar sitt
fólk alla daga og oft tvisvar á dag.
Þegar þjálfuninni er þannig hátt-
að hefjast æfingar kl. 6.00 á
morgnana. Keppnissundið er
þjálfað stíft og framförin er mikil
hjá krökkunum. Þau njóta góðra
þjálfara.
Á vordögum er ráðgert að
hefjast handa við gerð busllaugar
og vaðpolla á suðurlóðinni. Mik-
ill hugur er í íþrótta- og tóm-
stundaráðsmönnum um að hrinda
þessari framkvæmd af stað. Við
höfum verið að funda og útlitið
er bjart. Fram komu þrjár tillög-
ur í vor og menn hafa komið sér
saman um hver er heppilegust. Á
næstu misserum verður Sundlaug
Akureyrar tekin út af fagfólki.
Athugað verður um styrkleika
steypunnar í lauginni, en hún var
byggð 1922. Laugin er orðin
gömul. Hún hefur staðið sig vel,
enda stórhuga menn sem
byggðu,“ sagði Haukur Berg. ój
spgU©