Dagur


Dagur - 18.10.1990, Qupperneq 4

Dagur - 18.10.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 18. október 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTi iR, HEIMASIMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Framtíðarsýn vantar íslendingar ætla ekki að taka þátt í heimssýningunni Expo 92, sem haldin verður í Sevilla á Spáni og þjóðir heimsins eru nú að undirbúa þátttöku í. Ástæða þess er sögð vera mikill kostnaður. Þegar íslenskum stjórnvöld- um var boðin þátttaka í sýningunni, var svarið jákvætt og okkur úthlutað lóð á einum besta stað á sýningarsvæð- inu. Málinu var vísað til Útflutningsráðs og efnt var til samkeppni þriggja hópa arkitekta og verkfræðinga um gerð sýningarskála. Hópur undir stjórn Guðmundar Jóns- sonar, arkitekts í Noregi, bar sigur úr býtum. Hönnun húss sem gefur táknræna hugmynd um sögu landsins er nú lokið. Þegar Jóhann Karl Spánarkonungur kom í opinbera heimsókn til íslands, spurðist hann fyrir um hvort við myndum ekki taka þátt í heimssýningunni í Sevilla. For- seti Islands, sem hafði staðfestingu frá stjórnvöldum um að svo yrði gert, svaraði konungi að sjálfsögðu játandi. Ríkisstjórnin ákvað síðan í haust að ekkert verði úr áform- um um þátttöku og setti okkur um leið á bekk með Alban- íu, eina ríki Evrópu fyrir utan okkur sem stendur utan sýningarinnar. Árið 1939 tóku íslendingar þátt í heimssýningunni í New York. Vilhjálmur Þór, Haraldur Árnason og Ragnar Kvaran voru skipaðir til að hafa veg og vanda af framtaki íslendinga. Sýningin var opnuð 11. maí það ár, 17. júní var þjóðhátíðardagur íslands og borgarstjóri New York borgar flutti ræðu í sýningarskála íslendinga. Þátttaka íslands í þessari heimssýningu kostaði um 450 þúsund krónur. Sama haust, eða 15. október, var fyrsti hluti Lax- árvirkjunar tekinn í notkun og kostaði sá áfangi virkjun- arinnar um 3 milljónir króna. Enginn vafi er á því að þátt- taka okkar í heimssýningunni í New York var geysileg landkynning fyrir ísland og kom viðskiptum okkar til mikilla góða á þeim erfiðleikaárum er þá fóru í hönd. Árið 1992, sama ár og Expo 92 verður haldin í Sevilla, tekur sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins gildi. Markaður Evrópubandalagsins mun skipta okkur miklu máli hvernig sem samningum og samskiptum við Evr- ópulönd verður háttað í framtíðinni. Talið er að þátttaka okkar í sýningunni nú myndi kosta um 250 milljónir króna. Til samanburðar má nefna að smíði meðalstórs frystitogara kostar ekki undir 500 milljónum króna. Ráð- gert er að um 40 milljónir gesta skoði sýninguna. Reikna má með að allt að 10% þeirra komi á íslenska sýningar- svæðið, sem eru um 4 milljónir gesta á þeim sex mánuð- um sem sýningin stendur yfir. í því sambandi má varpa þeirri spurningu fram hvort ísland hafi efni á að sleppa landkynningu þar sem reiknað er með um 30 gestum á mínútu að meðaltali. íslendingar eru óvanir að afla sér stuðningsaðila eða bakhjarla við stór verkefni. Þess má geta að Norsk Hydro, sem meðal annars framleiðir ál, hefur gerst stuðnings- aðili við byggingu menningarmiðstöðvar í Lillehammer í Noregi í tilefni af vetrarólympíuleikunum þar. Byggingin verður að nokkru úr áli. Eflaust hefði verið unnt af fá fyrir- tæki til stuðnings við þátttöku okkar í Expo 92 ef eftir því hefði verið leitað. Af ákvörðunum um að hætta við þátt- töku í heimssýningunni í Sevilla á upphafsári sameigin- legs markaðar Evrópu sést að okkur skortir þá framtíðar- sýn sem nauðsynleg er ef við ætlum að lifa í þessu landi við þau lífskjör sem við kjósum. ÞI Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra um álversmálið: Telur bæði EjjaJQörð og Keilis- nes óheppilega kosti - bendir á Austurland sem heppilegan landshluta, og að eyfirsk fyrirtæki gætu sótt verkefni þangað í tengslum við álver Umræðan um álversmálið hef- ur ekki legið niðri undanfarið, og m.a. verið mikið rætt um málið á Alþingi. Blaðamaður hafði samband við Steingrím J. Sigfússon, samgönguráðherra, og spurði um álit hans á ýms- um þáttum álmálsins. Stein- grímur kveðst ekki vera sáttur við að álverið verði byggt á Keilisnesi. Hins vegar telur hann einnig ýmsa meinbugi á að álverinu hefði verið valinn staður við Eyjafjörð, og bendir á Austurland sem heppilegri kost. Steingrímur J. var fyrst spurður að því, hvort hann væri persónu- lega sáttur við að álverið yrði byggt á Keilisnesi. „Nei, ég er ekki sáttur við það,“ segir hann. „Ég hef marg- lýst því yfir að ég telji, að ef að þessu eigi að verða þá sé mjög mikilvægt að álverið rísi einhvers staðar utan þéttbýlissvæðisins á suðvesturhorninu, til að verka til mótvægis við streymi fólks og fjármagns inn á það svæði. Af- staða mín hefur ekkert breyst, og ég set það tvímælalaust ókost- anna megin, ef þetta ætlar að verða niðurstaðan. Ég vísa líka til þeirrar afstöðu sem þingflokk- ur Alþýðubandalagsins hefur markað í þessum efnum, og ntinni á stjórnarsáttmála. Það ber allt að sama brunni, ég á ákaflega erfitt með að sjá, að þetta sam- rýmist með góðu móti þeim áherslum sem lagðar hafa verið í þessu stjórnarsamstarfi, bæði af þingflokki og ríkisstjórninni í heild.“ Eyjafjörður viökvæmur fyrir stóriöju - Studdir þú eindregið að álver yrði byggt hér við Eyjafjörð? „Ég tók aldrei neina afstöðu til þess hvar úti á landsbyggðinni álver ætti að rísa. Ég hef frá upp- hafi vitað og bent á, jafnt í Eyja- firði sem annars staðar, að Eyjafjörður væri einn af þeim stöðum á landinu sem hvað við- kvæmastur væri fyrir staðsetn- ingu stóriðju af þessu tagi. Það þyrfti að vanda mjög til allrar vinnu, sem að því lyti. Ég tók að sjálfsögðu ekki heldur afstöðu til þess fyrirfram, enda hef ég aldrei rekið þetta mál á þeim forsend- um, að einn staður væri öðrum Steingrímur J. Sigfússon: Eyjafjörð- ur einn af þeim stöðum á landinu sem hvað viðkvæmastur er fyrir staðsetningu stóriðju af þessu tagi. fremri á landsbyggðinni. Ég hef fyrst og fremst rekið það á almennum, byggðapólitískum forsendum, sem sagt þeim að ef svona fyrirtæki eigi að rísa, þá eigi það að gerast utan suðvestur- hornsins, því annars muni það sannarlega, bæði beint og vegna óbeinna áhrifa, valda enn óhag- stæðari hlutföllum milli lands- byggðarinnar og þéttbýlisins við Faxaflóa. Auðvitað hefur maður að vissu leyti sérstakar áhyggjur af Eyja- fjarðarsvæðinu í heild í þessum efnum. Ekki vegna þess að þar sé byggðin veikari en annars staðar í landinu, - þvert á móti er þetta sterkasta byggðasvæði lands- byggðarinnar, - en hitt er stað- reynd, sem menn verða að hafa í huga, að á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri eru einmitt helst til staðar þær starfsgreinar, í ein- hverjum mæli, sem sérstaklega tengjast framkvæmdum af þessu tagi, t.d. málmiðnaður, bygg- ingaiðnaður o.s.frv. Af þessum sökum er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af Eyjafjarðarsvæðinu en flestum öðrum byggðarlögum landsins. Víða annars staðar er ekki svo miklum mannafla á þessu sviði til að dreifa. En það helsta sem eftir er af slíku á landsbyggð- inni er þar, og ekki annars staðar. Ég tel, að staðsetning álvers á Austurlandi hefði verið mun hag- stæðari fyrir Eyjafjörð, en það hefði þó ekki verið það sem margir heimamenn hefðu helst viljað kjósa. Ég tel mig geta rökstutt, að mun hægara hefði verið fyrir eyfirsk fyrirtæki að sækja vinnu til Austurlands og þau staðið sterkar að vígi í sam- keppninni þar en þau gera gagn- vart framkvæmdum af þessu tagi á suðvesturhorninu. Auk þess tel ég meiri líkur, á að einhver hluti af margfeldisáhrifum hefði kom- ið fram úti á landsbyggðinni, á Norðurlandi, ég tala nú ekki um ef menn hefðu gert það sem skynsamlegt væri að gera í leið- inni; að stórbæta samgöngur og koma á heilsársamgöngum milli Norðurlands og Austurlands. Stóru mistökin í álmálinu Stóru mistökin í staðsetningar- málunum eru tvenn: Þau fyrri eru, - og ég ætla ekki að þvo hendur mínar af ábyrgð á því, að auðvitað hefði átt að setja það sem skilyrði í upphafi viðræðn- anna að staðsetningin yrði utan suðvesturhornsins. Á þeim for- sendum átti að bjóða til viðræðn- anna, og að staðsetning á þéttbýl- issvæðinu þar væri útilokuð. Seinni mistökin voru þau að menn þrengdu staðarvalið niður í alltof fáa kosti, strax í byrjun. Það eru auðvitað fjölmargir aðrir staðir úti á landi, t.d. við Skaga- fjörð, Húnaflóa eða Skjálfanda, og víðar á Austurlandi við ströndina eru staðir sem vel geta komið til greina, og eru ekki jafn vandasamir frá umhverfis- legu tilliti eins og þessir þröngu firðir, Eyjafjörður og Reyðar- fjörður.“ - Finnst þér þá að málum sé svo komið að vafasamt sé að fara út í álversbyggingu í dag? „Ég ætla ekki að hafa um það önnur orð en þessi: Það standa auðvitað óbreyttar þær kröfur sem við eigum að gera til svona starfsemi hvað snertir hag- kvæmni, umhverfismál o.s.frv., og þegar menn að endingu gera upp hug sinn til svona mála hljóta þeir að vega og meta kostina og gallana. Ef gallarnir eru orðnir fleiri og þyngri en kostirnir þá eiga menn að taka ákvarðanir út frá þeirri staðreynd, en ekki blekkja sig, stinga hausnum í sandinn og samþykkja samt, eins og sumir vilja gera.“ EHB Námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Rauða krossins: Margt imi að vera fram til áramóta Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands stendur fyrir fjölbreyti- legum námskeiðum fram til ára- móta og nýlega kom út bæklingur með yfirliti yfir námskeiðin. Þau eru af ýmsum toga og ber fyrst að nefna skyndihjálparnámskeið sem haldin eru víða um landið. Markmið RKÍ er að þjálfa 10.000 manns til skyndihjálpar en nú hafa hátt á þriðja þúsund manns lokið námskeiðunum. Deildir RKÍ sem eru 47 víðs vegar um landið hafa lagt megináherslu á skyndihjálparkennslu og barn- fóstrunámskeið en Fræðslumið- stöð hefur skipulagt og haldið fjölda annarra námskeiða sem tengjast mannúðarmálum. Námskeiðið „Aðhlynning aldr- aðra og sjúkra" verður haldið í Stykkishólmi. Fjórar deildir í nágrenninu standa sameiginlega að námskeiðinu og er það jafn- framt í fyrsta sinn sem námskeið- ið er haldið utan höfuðborgar- svæðisins f núverandi mynd. Það stendur yfir í tvo daga og er eink- um ætlað ófaglærðu fólki sem annast aldraða og sjúka í heima- húsum og á stofnunum. í Reykja- vík hefur námskeiðið verið vel sótt bæði af íbúum á höfuðborg- arsvæðinu og utan þess. Af öðrum námskeiðum sem í boði verða á haustönn má nefna „Starfslok" þar sem tekið er á ýmsum þáttum er snerta síðari hluta æviskeiðisins. Á námskeiði fyrir foreldra ungra barna er fjall- að um samskipti foreldra og barna, slysavarnir og skyndi- hjálp, tannvernd, barnasjúk- dóma og heilsuvernd. Sjúkra- flutninganámskeið verður í Reykjavík í lok október og byrj- un nóvember og er ætlað sjúkra- flutningamönnum alls staðar af landinu. Ungmennahreyfing Rauða krossins gengst fyrir „Grunnnámskeiði 1“ sem ætlað er til að þjálfa ungt fólk til sjálf- boðaliðastarfa innanlands og utan og námskeiði fyrir þá sem áhuga hafa á að starfa sem sjálf- boðaliðar í tengslum við Rauða- krosshúsið, néyðarathvarf fyrir börn og unglinga.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.