Dagur - 18.10.1990, Síða 7

Dagur - 18.10.1990, Síða 7
Fimmtudagur 18. október 1990 - DAGUR - 7 Til að halda okkar striki megum við hvergi slaka á - setningarræða Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, sl. þriðjudag Fiskeldi er enn ung atvinnugrein á íslandi, þar sem blasa við allt í senn andstreymi, bernskubrek og stórbrotnir möguleikar. Reyndar ætluðum við íslendingar að koma þessari grein á hér á landi með rykk og áhlaupi eins og mörg dæmi eru um í okkar atvinnu- sögu. En hremmingar þær sem laxeldi á nú í vegna offramboðs og verðfalls mega alls ekki draga úr okkur kjark til að kanna nýjar leiðir og halda okkar striki í fiskeldi. Við eigum ekki að láta staðar numið eða gefast upp á lax- og silungseldi. Á því sviði verðum við að vinna ötullega að því að verða samkeppnisfærir, með því að ná keppinautum okk- ar í kynbótum og öðrum fram- leiðsluþáttum. En spurningin er hvort samkeppnisstaða okkar geti ekki orðið betri í eldi ýmissa annarra tegunda þar sem m.a. þekking okkar á vinnslu og sölu á fiski kæmi að góðum notum. Ég tel að við eigum að vinna ötullega að aukinni þekkingu á eldi sjáv- arýra á breiðari grundvelli en hingað til, en það er einmitt við- fangsefni þessarar ráðstefnu. Eldi sjávardýra er yfírgripsmikið svið Afrakstursgeta heimshafanna er nánast fullnýtt með hefðbundnum veiðum en eftirspurn eftir fiski heldur áfram að vaxa. Bilið verð- ur fyrst og fremst brúað í fram- tíðinni með auknu eldi, bæði ferskvatns- og sjávarfiska. Pann- ig er því spáð að heildarfram- leiðsla og eldi muni allt að því þrefaldast á næstu tuttugu árum, úr u.þ.b. tíu milljónum tonna í þrjátíu milljónir tonna á ári. Þessa staðreynd verður veiðiþjóð eins og íslendingar að horfast í augu við í fullri einurð og alvöru. Reyndar er ég sannfærður um að ekki verður fylgst með þessari þróun með öðru móti en virkri þátttöku og eigin rannsókna- og þróunarstarfi. Reynslan úr lax- eldi sýnir að byggja verður upp haldgóðan innlendan þekking- argrunn áður en farið er út í viða- miklar fjárfestingar. Eldi sjávardýra er yfirgrips- mikið svið og getur fræðilega spannað allt frá litlum krabba- dýrum, eins og rækju, upp í stór- lúðu og jafnvel hvali. Einnig get- ur eldið átt sér stað með mjög mismunandi hætti; í kerum, í lónum, í innfjörðum eða jafnvel með ræktun og viðhaldi villtra úthafsstofna. Oft er því slegið fram að til að mæta meiri eftir- spurn eftir fiskmeti verði þróunin í vaxandi mæli frá sjávarútvegi til sjávarbúskapar. Landbúnaður hefur þróast að mestu leyti frá hjarðmennsku til ræktunar og án efa munu þau viðhorf einnig gilda í auknum mæli við nýtingu auðlinda hafsins. Mörgum spurningum ósvarað Hér á landi búum við svo vel að framleiðni á mann í íslenskri útgerð er talin sú hæsta sem þekkist, þannig að fyrirsjáanlegt er að hefðbundnar veiðar munu halda samkeppnistöðu sinni gagnvart eldi lengur en víðast annars staðar. Engu að síður ber okkur að líta á fiskimið okkar sem hafbeitarstöð sem verður að umgangast með ræktunarsjón- armið að leiðarljósi. Séð í þessu ljósi má segja að skipulag og stjórn fiskveiða sé liður í eldi sjávardýra. Sem fiskveiðiþjóð verðum við m.a. að spyrja okkur eftirfarandi spurninga: Verður hægt að ala hefðbundnar tegundir eins og þorsk, ufsa og steinbít svo ódýrt að draga muni verulega úr eftir- spurnarverðhækkunum á veidd- um fiski? Verður alinn sjávarfisk- ur hugsanlega eftirsóknarverðari á fiskmörkuðum en veiddur vegna meiri ferskleika og stöðug- leika í gæðum og útflutningi? Er Island ekki í sérstakri aðstöðu til ræktunar í sjónum vegna ein- angrunar landsins og 200 mílna efnahagslögsögu allt í kringum landið? Væri raunhæft í framtíð- inni að taka einhvers konar rækt- unargjald af handhöfum afla- heimilda, sem myndi standa und- ir ræktun og eflingu á nytjastofn- um sjávar? Erfíð bernska íslensks fískeldis íslenskt lax- og silungseldi á .sér ekki nema tíu til fimmtán ára sögu. Upphaf greinarinnar byggðist nær eingöngu á seiðaeldi og voru um tíma starfandi fast að 90 seiðaeldisstöðvar. Eins og kunnugt er olli lokun seiðamark- aðarins í Noregi, Skotlandi og írlandi því að allt of margir fóru of fljótt í matfiskeldi. Þannig var farið út í framleiðsluna til að leysa framleiðsluvanda, en ekki samkvæmt kalli markaðarins. I dag eru flestir stærstu fram- leiðendanna í íslensku laxeldi orðnir gjaldþrota og er líklegt að samanlögð framleiðslugeta þess- ara fyrirtækja sé 50-60% af heild- arframleiðslugetu greinarinnar. En hvers vegna fór svona fyrir íslensku fiskeldi í frumbernsku? Skýringarnar eru eflaust margar, en m.a. má nefna þessar. Sú staðreynd að sala og verð keppi- nautanna ræður verðinu á okkar vöru hefur ekki verið virt sem skyldi. Á tímum offramboðs, þegar verð nálgast æ meir fram- leiðslukostnað ræður kostnaðar- verð keppinautanna alfarið afkomu íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Það sem íslendingar hafa álitið staðarkosti, s.s. jarð- hita, er oft á tíðum lítið meira en mótvægi við samkeppnislegt óhagræði sem fellst í norðlægri legu landsins og er því oft ofmet- ið þegar ráðist er í framkvæmdir. Mikilvægi erfðafræði og kynbóta fyrir arðsemi starfseminnar hefur verið vanmetið og ekki nægjan- lega sinnt. Uppbygging fyrir- tækja hefur í litlum mæli grund- vallast á markaðsspá og markaðs- greiningu. Fjárfestingar hafa í miklum mæli byggst á lánsfé sem gerir reksturinn of viðkvæman fyrir verðsveiflum afurða. Sígandi lukka er best Þessi atriði eru víti til varnaðar. Gildir það um allt eldi, hvort sem um er að ræða sjávardýr eða ferskvatnsfisk og í reynd um ann- an atvinnurekstur. En fráleitt væri að gefast upp að svo komnu. Við eigum að vinna áfram hægt og sígandi á þessu sviði, jafn- framt því sem við víkkum þekk- ingu okkar og förum inn á nýjar brautir eins og eldi á sjávarfisk- um. Þannig gætu t.d. eldisrann- sóknir á helstu nytjafiskum sjáv- ar stóraukið líffræðilega þekk- ingu okkar á þessum stofni. í Noregi er eldisfiskur nú um 35% af verðmæti allra sjavarafurða og er verðmæti eldislax meira en verðmæti þorskaflans þar. í öðr- um nágranna- og viðskiptalönd- um okkar, s.s. Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi, eru framleiddar þúsundir tonna af silungi meðan við íslendingar komumst vart á blað í þessum efnum. Metnaður Norðmanna til byltingar í eldi sjávarfiska er í samræmi við hinn ótrúlega upp- gang laxeldis þar í landi. Þar er nú unnið ötullega að rannsókn- um á þorskeldi ásamt áframhald- andi tilraunum með lúðueldi. Mjög margar stofnanir og ráðu- neyti vinna saman að samræmdri áætlun í norskum eldisrannsókn- um. Þau vinnubrögð væru okkur verðug fyrirmynd og norskir ráðamenn hafa boðið upp á nána samvinnu við íslendinga um þessi mál. Staðarkostir á íslandi Hér á landi hafa farið fram til- raunir á síðustu fimm til sex árum um eldi á hörpudiski, kræklingi, sæeyra og síðast en ekki síst lúðu. Á þessu stigi hafa ekki fengist svör um hagkvæmni þessa eldis miðað við núverandi verð- forsendur. Ólíkt því sem var í frumbernsku íslensks laxeldis hefur eldi sjávardýra frá upphafi miðast við matfiskeldi. Ljóst er að eldi getur aldrei borgað sig nema einhver lágmarks verðmæti séu í boði. Þess vegna mun ekki borga sig að ala ódýrari fiskteg- undir. Tegundir eins og þorskur geta þó hugsanlega stórhækkað í verði í framtíðinni, þannig að eldi þeirra verði arðsamt síðar meir. Og sums staðar mun jafn- vel marhnútur í hávegum hafður þótt ótrúlegt sé. í fljótu bragði virðist eldi kald- sjávarfiska eins og lúðu, steinbíts og sandhverfu liggja beint við miðað við íslenskar aðstæður. Svona til hvatningar má geta þess að í síðustu viku seldist stórlúða á Fiskmarkaði Suðurnesja á 500 krónur kílóið á meðan laxinn fór á sama markaði á 165 krónur kílóið. ísland býr ótvírætt yfir fjölmörgum staðarkostum í eldi kaldsjávarfiska. í því sambandi má m.a. nefna eftirfarandi atriði: íslendingar eru vel settir í öflun fóðurs vegna loðnuveiða, síld- veiða og úrgangs frá fiskvinnslu. Fóður er einmitt sá framleiðslu- þáttur sem hugsanlega gæti orðið takmarkandi í framtíðinni ef fiskeldi vex eins mikið og spáð er. Á íslandi er nægt framboð af hreinum sjó, gæðavatni ásamt jarðhita á mörgum stöðum. Þekking og orðspor á fisk- mörkuðum er traust og gamal- gróið hér á landi. Umhverf- isvandamál tengd eldi eru hverf- andi við okkar aðstæður. Miklir möguleikar eru fyrir hendi í tengslum við íslenskan sjávar- útveg, á framhaldseldi á ýmsum aukaafla, einkum flatfiska. Til viðbótar við hefðbundið eldi vaknar sú spurning hvort hafbeit þorsks á innfjörðum gæti ein- hvern tímann orðið raunhæfur kostur við íslenskar aðstæður, t.d. í Eyjafirði. Til að svara því þarf að gera víðtækar merkingar- tilraunir jafnframt klaktilraun- um. Ef í ljós kemur að þorskur er ekki nægilega staðbundinn, en menn ná þó að klekja þorski í miklum mæli, þá vaknar spurning hvort selja ætti heimildir til veiða á sleppiþorski. Að sama skapi hlyti þá að koma til greina að ákveðinn hluti af verðmæti úthlutaðra veiðiheimilda færi í rannsóknir og ræktun á viðkom- andi fisktegund, sem myndi þannig stuðla að varanlegu gildi slíkra heimilda. Unnið að mótun meginstefnu á vegum sjávarútvegsráðuneytisins Mörg dæmi sanna að umgengni mannsins við auðlindir lands og sjávar lýtur í meginatriðum sömu lögmálum. í Svíþjóð og Noregi hefur sú kvöð t.d. lengi gilt að fyrir hvert tré sem hoggið er, er gróðursett annað. Kemur ekki einhvern tímann að því að afrakstur úr auðlindum sjávar verði háður svipuðum kvöðum, þó með öðrum hætti verði? Til að halda okkar striki á þessu sviði megum við hvergi slaka á í því starfi sem hefur verið unnið á vegum Hafrannsóknastofnunar og Fiskeldis Eyjafjarðar á undan- förnum árum. Fjárþörf til að halda skriði á þessari starfsemi nemur nokkrum tugum milljóna á ári, sem er þó lítilræði miðað við það sem í húfi er. Ég er sann- færður um að þessi ráðstefna mun þjappa okkur saman um að efla rannsóknir á eldi sjávardýra. Ég er einnig viss um að erindin sem hér verða flutt í dag og á morgun munu stórauka innsæi okkar og yfirsýn á þessu sviði. Um þessar mundir vinnur sjávar- útvegsráðuneytið einmitt að því að móta meginstefnu í rann- sókna- og þróunarstarfi í sjávar- dýraeldi. Það er von mín að frá þessari ráðstefnu komi mikilvæg- ir vegvísar í íslenska rannsókna- áætlun um eldi sjávardýra. Ég vil sérstaklega bjóða vel- komna hingað gesti okkar frá Noregi, John Haug, Snorre Til- seth og Rolf Engelsen. Starfshópi sjávarútvegsráðuneytisins, sem undirbjó þessa ráðstefnu með miklum ágætum og öðrum fyrir- lesurum vil ég færa sérstakar þakkir. Fjöldi þátttakenda sem hér er staddur segir allt sem þarf um þann áhuga sem að baki býr og þýðingu þessa málefnis. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) UNNUHte Opið Tilboð Fiskborgarar var 577 nú 481 Kiwi 9 stk. í poka kr. 163 Perur kg kr. 151 Kínakál kr. 99 Nýtt! Sælkerabökur 6 réttir. Sérlega gómsæt nýjung. Beint í ofninn. Grillaðir kjúklingar 597 per. stk. frá kl. 9-20 frá mánudagi til föstudags. Laugardag kl. 10-20. Sjáumst í Sunxi uhlíð ! Sunnuhlíð 12

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.