Dagur - 18.10.1990, Síða 9
Fimmtudagur 18. október 1990 - DAGUR - 9
Konungsskuggsjá og Sverrissaga og bók um galdrastafi og rúnir ofan á.
Hjalti með Steinsbiblíu.
Safnahússins. Slíkt magn af
gögnum hafði borist til safnsins
að það var orðið á mörgum stöð-
um innan hússins og aðstaða fyrir
það að öllu leyti ófullnægjandi.
Ákveðið var að flytja það á neðri
hæð hússins og hafist handa við
framkvæmdir í október á síðasta
ári.
Hvað er héraðsskjalasafn?
Eldtraust skjalageymsla með
stórum færanlegum hilluskápum
á teinum er orðin að veruleika og
segir Hjalti það hafa verið stórt
skref sem stigið var með þessari
breytingu. Vinnuaðstaða er öll
orðin betri og þó að eldsvoði
verði eru hin miklu verðmæti
ekki í mikilli hættu. En hvað er
héraðsskjalasafn?
Hjalti Pálsson við teinahillurnar.
í grein Kristmundar, sem áður
hefur verið vitnað í, segir hann
m.a. þetta um skjalasöfn:
„Tilgangur skjalasafna er
margþættur, svo sem almennt
fræðilegt gildi varðandi sögu og
skyldar greinar svo og hagnýtt
gildi fyrir samtíðina eins og í hag-
fræðilegum og læknisfræðislegum
efnum og í dómsmálum. Þau
spegla þúsund ára reynslu fólks-
ins af landinu og landsins af fólk-
inu.“
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
inniheldur, líkt og önnur slík
söfn, bæði skjalasafn og hand-
ritasafn. í skjalasafni eru hin
opinberu gögn eins og gögn
hreppsfélaga, oddvita og hrepp-
stjóra, ásamt gögnum ýmissa fé-
lagasamtaka. Allt það er lýtur að
stjórnsýslu innan héraðs. Sumu
má halda eftir í safninu, en annað
fer suður á Þjóðskjalasafn og um
það gilda ákveðnar reglur. Afrit
er þó reynt að taka af því sem
mestu þykir skipta áður en það er
sent suður. Sú lagaskylda hvílir á
þeim félögum sem notið hafa
opinbers styrks að skila gögnum
sínum til héraðsskjalasafna eða
Þjóðskjalasafns.
Handritasafnið er annars eðlis.
Þar er um að ræða svokölluð
einkagögn, t.d. sendibréf, dag-
bækur, ljóð, líkræður og yfirleitt
flest það er menn hafa skrifað hjá
sér. Þegar Dagur var á ferðinni
hjá Hjalta hafði safninu nýlega
borist einkagögn úr gömlu búi. í
því kenndi ýmissa grasa; jarða-
bréf, endurminningar, samtín-
ing um fjallvegi o.fl. mátti sjá
þegar flett var hratt í gegnum
það. Að sögn Hjalta er búið að
skrásetja yfir 2500 slík númer í
safninu svo trúlega er handrita-
safnið hið stærsta á einum stað
utan Reykjavíkur.
Dýrgripirnir
Þegar hér er komið sögu er
blaðamaður farinn að brenna í
skinninu að berja augum eitthvað
af dýrgripum safnsins svo að
gengið er inn í hina eldtraustu
geymslu þess. Þar má sjá hillur
fullar af alls kyns skjölum og
bókum. Próf úr skólum, fundar-
gerðabækur, skinnslitur, biblíur,
ljóðabækur að ógleymdum göml-
um klöddum úr skólum Skaga-
fjarðar þar sem hægt er að sjá
skólaferil fólks sem og mætingu.
Hjalti tekur fram Steinsbiblíu
prentaða á 18. öld á Hólum.
Hana fékk safnið að gjöf frá
gömlum Sauðárkróksbúa, Ottó
Michelsen, en hann hefur hyglað
safninu mörgum verðmætum
ritum. Upp úr kassa dregur hann
síðan elstu bók safnsins, kirkju
ordinata, prentaða á Hólum árið
1635.
Handrit frá um 1660
Elsta handrit safnsins er Kon-
ungsskuggsjá og Sverrissaga á
einni bók. Það handrit er skrifað
af Magnúsi Þórólfssyni fyrir
Magnús Jónsson digra í Vigur um
1660. Ekki er vitað hvenær safnið
eignaðist handritið, en árum
saman var bókin í láni, m.a. í
Kaupmannahöfn. Heim til Hér-
aðsskjalasafns Skagfirðinga kom
handritið svo uppdubbað eftir
hreinsun og viðgerð.
í grein Kristmundar segir m.a.:
„. . . í safninu eru leifar af því
veganesti, sem horfnar kynslóðir
þurftu á lífsgöngu sinni: bænir,
sálmar, stólræður, líkræðusöfn
og predikana-, tækifærisræður,
ævisöguþættir, kvæði og kviðling-
ar, þættir úr atvinnusögu, rfmur
og þulur, dagbækur og einka-
bréfasöfn, o.s.frv.“
Á áttunda þúsund
mannamynda
En það eru ekki einungis rituð
gögn sem fyrirfinnast í safninu á
Sauðárkróki. Ein ljósmynd segir
miklu meira heldur en mörg orð
og í ljósmyndasafninu er að finna
margar merkilegar heimildir.
Búið er að skrá hátt á áttunda
þúsund mannamynda og atburða-
og umhverfismyndir eru einnig
margar til. Hjalti segir eitt af
markmiðum safnsins vera að
eignast myndir af öllum Skagfirð-
ingum, en oft er leitað til þess
þegar gamalla mynda er þörf
t.a.m. við gerð einhverra rit-
verka.
„Við erum sérstaklega sólgnir í
myndir af gömlum bæjum og
ýmsum atburðum. Oft fáum við
lánaðar myndir til eftirtöku, en
heilu myndasöfnin koma einnig
til okkar t.d. úr dánarbúum. 1
sambandi við það vil ég koma þvf
á framfæri að fólk merki sínar
gömlu myndir. Við verðum fyrir
því hvað eftir annað að komið er
með gamlar ómerktar myndir og
erfitt getur verið að afla upplýs-
inga um það eða þá sem á mynd-
unum eru, en ef ekkert er vitað
um efni myndar er hún lítils
virði. Einnig held ég að merktum
ljósmyndum sé ógjarnan hent svo
þetta getur líka verið lífsspurs-
mál fyrir myndirnar,“ segir
Hjalti.
. andlegt veganesti
kynslóðanna“
Lengi er hægt að eyða tíma í
skoðun á dýrgripum Héraðs-
skjalasafns Skagfirðinga og orð-
um í útlistun á þeim. Það verða
hinsvegar þeir að gera upp á eigin
spýtur sem lyst hafa til, en þessa
grein er tilhlýðilegt að enda á
orðum Kristmundar Bjarnason-
ar, sem nú vinnur að endurskoð-
un handritaskrár safnsins og
nafnalyklagerð að henni með
styrk úr Vísindasjóði til verksins:
„Ymsir líta svo á, að handrita-
söfn séu aðeins sótt af eldra fólki,
sem gengið er í barndóm, lifir í
fortíðinni. Slíkt er vitaskuld mis-
skilningur. Geta má þess t.a.m.,
að ljóðskáld og sagnaskáld
íslenzk hafa beint eða óbeint sótt
til fanga í handritasöfn. Safnið
hér sækir fólk á öllum aldri. Þeir,
sem þangað koma til að stunda
stefnulaust grúsk, gætu eflaust
farið verr með tímann. Það er
menningarleg skemmtun að
grúskinu, forvitnilegt að kynna
sér andlegt veganesti kynslóð-
anna.“
Myndir og texti:
Skúli Björn
Gunnarsson
Tilboö!
D-Discount kaffi
500 g 169 kr.
WC 8 rúllur
152 kr.
Nemli þvottaefni
5 kg 370 kr.
Nemli mýkingarefni
5 lítrar 156 kr.
Nemli hreingerningalögur
2 lítrar 85 kr.
Verslið
hagstætt
Krónan er verðmikil hjá okkur
Kjörbúð KEA
Brekkugötu 1