Dagur - 18.10.1990, Page 14

Dagur - 18.10.1990, Page 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 18. október 1990 Bridge - Bridge Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar hefst nk. þriðjudag kl. 19.30 að Hamri. Tilkynningar um þátttöku sveita þarf aö tilkynna fyrir kl. 20.00 föstudaginn 19. október í síma 24624 (Ormarr). Athugið! aðstoð er veitt við myndun sveita. Allt spilafólk velkomið! Bridgefélag Akureyrar. Þið gerið betri mtarkaup ÍKEANETTQ Flóru poppmaís 500 g.............. 87 kr. Flóru kakó 400 g.................. 186 kr. Flóru kakókvikk 500 g............. 198 kr. Flóru súpujurtir.................. 55 kr. Flóru þykkni m/appelsínubragði % 1. 139 kr. Flóru þykkni m/appelsínubragði 21. 315 kr. TILBOÐ Fanta 2 1 100 kr. Kjúklingar 444 kr./kg Kjúklingavængir stubbar.... 150 kr./kg Bruður 250 g 116 kr. WC pappír m/8 rúllum ........ 149 kr. Atlwgið opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. KynnSst NElTTÓ-verðE a KEA NETTÓ Útgáfubækur Bókaforlags Odds Bjömssonar 1990 Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur út á næstu vikum 7 bækur, sem allar eru mjög áhugaverðar og höfða til mjög fjölmenns hóps lesenda. Hestamenn og áhugafólk um íslenska hestinn fær til aflestrar tvær bækur. Ættbók og saga íslenska hests- ins 6. bindi, eftir Gunnar Bjarna- son. í þessu bindi er lýsing stóð- hesta frá nr. 1141 til 1174 og lýs- ing á hryssum frá nr. 4717 til 8072. Þar með hefur Gunnar unnið það afrek að koma í eina aðgengilega ritröð öllum hryssum sem hafa fengið dóma og ættbók- arnúmer fyrir maílok 1990 og öll- um stóðhestum sem hafa fengið dóma og ættbókarnúmer fyrir júlílok 1990. Hvergi annars staðar geta hestamenn og áhugamenn um hrossarækt gengið að öllum þess- um upplýsingum. Gunnar reið á vaðið - og komst fyrstur yfir. Jódynur 2. bindi, hestar og mannlíf í Austur-Skaftafells- sýslu. Árið 1988 kom út fyrsta bindi af ritverkinu Jódynur, sem hlaut mjög góðar viðtökur og staðfestir það hinn almenna áhuga fyrir meiri kynnum á þess- um landshluta. Hestar, menn og svaðilfarir er hluti af daglega líf- inu og um það vilja menn fræðast. í þessu bindi Jódyns er fjöldi greina sem allar eru tengd- ar hornfirska hestinum og því nána sambandi sem myndast hef- ur milli fólksins og hestsins. Meðal efnis er grein eftir Egil Jónsson, „Til móts við nýja öld“. Þorkell Bjarnason skrifar um ræktun hornfirskra hrossa, Stein- unn B. Sigurðardóttir um Hóla- hestana, Guðmundur Jónsson um Fornustakkahrossin, Einar E. Gíslason um stofnræktun í Borgarfirði, Steinþór Gestsson um áhrif hornfirskra hesta á hrossarækt í Árnessýslu, Úlfar Antonsson urn hesta og fólk í Árnesi og Óskar Indriðason um Blakk 129. Eins og í fyrsta bindinu hefur þessi bók að geyma fjölda greina um baráttu manna og hesta við náttúruöflin og má þar m.a. nefna íslandsævintýri, sem er ferðasaga fjögurra enskra vís- indamanna á Vatnajökul árið 1932, Björgun úr Jökulsá í Lóni eftir Sigrúnu Eiríksdóttur, Einn á ferð yfir Skeiðarársand eftir Örn Ó. Johnson, Minnisverð fjöru- ferð eftir Sigurð Björnsson, Þor- bergur Þorleifsson eftir Steinunni B. Sigurðardóttur og er þá aðeins NámskeiÖ í notkun TOSHIBA örbylgjuofna Leiðbeinandi: Dröfn Farestveit, hússtjórnarkennari. Námskeiðin verða haldin 19v 20. og 21. október. Skráning þátttakenda í Járn- og glervörudeild. Takmarkaður fjöldi. Járn- og glervörudeild. hluti greina upptalinn. Börnin fá sitt lestrarefni. Depill gistir eina nótt, eftir Eric Hill. Ný barnabók um Depil, sem nú fær að gista eina nótt hjá Stebba vini sínum. Eins og fyrri bækurnar um Depil, er þessi bók tilvalin fyrir börn sem byrjuð eru að lesa og ekki síður fyrir foreldra til að lesa fyrir börn. Bókaforlag Odds Björnssonar gleymir ekki unnendum ljóða, en forlagið gefur út tvær bækur í þeim flokki. / Fqrsæiudal, eftir Ólaf Sigfús- son. í þessari bók eru ljóð og lausavísur eftir Ólaf í Forsælu- dal, en hann er löngu landsþekkt- ur fyrir ljóð sín og lausavísur. Söngelskir íslendingar sem koma saman og taka lagið, hvort heldur er í réttum, á hestamannamótum eða í heimahúsum, vilja syngja um ást sína á landinu, gróðri þess og draumalöndum og er þá næsta víst að margt af því sem sungið er, er eftir Ólaf í Forsæludal. Ólafur er maður tilfinninga og hafði næmt fegurðarskyn eins og mörg ljóð hans bera vott um. Ólafur var fjórði maður frá Bólu- Hjálmari, en margir niðjar hans eru vel hagmæltir og lék Ólafi hagmælskan snemma á tungu. Af erlendum tungum, ljóða- þýðingar eftir Braga Sigurjóns- son. Að þessu sinni sendir Bragi frá sér bók með 67 ljóðum, sem hann hefur þýtt úr ensku, dönsku, sænsku og norsku. Öllum, sem fylgst hafa með Ijóðagerð Braga, er fagnaðarefni að fá nú í hendur þýðingar hans á erlendum ljóðum. Þær koma fæstum á óvart, því að í þrem ljóðabókum af níu, sem Bragi hefur sent frá sér frá árinu 1947, er að finna þýðingar, er bera vitni öruggum tökum skálds og orð- snjalls þýðanda. Hann er trúr þeim erlendu verkum, sem hann glímir við, og stíll og hættir frum- gerðanna fara aldrei forgörðum, heldur blómstra í áhrifamiklum íslenskum búningi. Spennusögurnar í ár er tvær, Síðustu fréttir, eftir Arthur Hailey og Martröð á miðnætti, eftir Sidney Sheldon. Síðustu fréttir segja frá hinni þrungnu spennu, sem liggur í loftinu á fréttastofu CBA sjón- varpsstöðvarinnar. Tveir reynd- ustu fréttamennirnir, sem báðir voru í Víetnam ungir menn, eru þar í sviðsljósinu. Skelfilegur atburður í lífi fjölskyldu annars þeirra færir sögusviðið vítt um heim þar sem skæruliðaforingi frá Kólumbíu setur á miskunnar- lausan hátt svip á atburðarásina. Þetta er ósvikin spennubók eft- ir höfund bókanna Hótel, Banka- hneykslið, Hinsta sjúkdóms- greiningin, Gullna farið (Air- port), Skammhlaup og Sterk lyf. Sidney Sheldon, sem er mest' lesni skáldsagnahöfundur í Bandaríkjunum, sendir nú frá sér nýja skáldsögu og tekur upp þráðinn um Catherine Douglas úr bókinni „Fram yfir miðnætti“. Það er grískur auðjöfur, Demir- is, sem hefur örlög hennar í hendi sér, en hann þarf einnig að afmá spor sem ekki mega sjást. Atburðarásin er hröð og spenna mikil, því öll meðul eru notuð til að koma fram vilja sínum. Sidney Sheldon kann þá list að koma lesandanum á óvart, það þekkja þúsundir íslendinga sem notið hafa lesturs bóka hans undanfarin ár. Styrkjum úr Frímerkja- og póstsögusjóði úthlutað Á Degi frímerkisins, 9. október sl. var úthlutað styrkjum úr Frí- merkja- og póstsögusjóði, sem stofnaður var með reglugerð nr. 449, 29. okt '^er 1986. Var þetta fjórða úthlu i n sjóðsins. Tilgangu” Frímerkja- og póst- sögusjóðs.r, er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frí- merkjafræða og póstsögu og Örn og Örlygur: Maðuriun - Líkaiiiiiui í máli og myndum Örn Og Örlygur hafa sent frá sér aðra útgáfu af bókinni MAÐUR- INN - Líkaminn í máli og myndum. Stefán B. Sigurðsson íslenskaði frumútgáfuna en Hálfdan Ómar Hálfdanarson, Heimir Hálfdanarson og Þuríður Þorbjarnardóttir endurskoðuðu textann fyrir 2. útgáfu. MAÐURINN - Líkaminn í máli og myndum - er 110 blað- síður að stærð með skýrum og vel gerðum litmyndum sem sýna gerð og starfsemi helstu líffæra og líffærakerfa. Blandað er saman teikningum, ljósmyndum og iínu- ritum svo að fram komi auðskil- inn, aðgengilegur og lifandi texti sem samsvarar nútíma kröfum til fræði- og kennslubóka. Þótt bókin sé ítarleg veitir hún einnig stutt og greinargóð svör. Bókin svarar einstökum spurn- ingum - en gefur auk þess heildaryfirlit um uppbyggingu líkamans og starfsemi hans. hvers konar kynningar- og fræðslustarfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Ennfrem- ur er það hlutverk sjóðsins að styrkja sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póst- sögu. Samtals úthlutaði sjóðurinn til greiðslu á þessu ári styrkjum fyrir 4,3 millj. kr. til ýmissa verkefna. Jafnframt staðfesti stjórn sjóðs- ins fyrri samþykkt um uppgjör á greiðslum til Sýningarnefndar Frímerkjasýningarinnar Nordía ’91. Þessir aðilar fengu styrki: 1) Sýningarnefnd Frímerkjasýn- ingarinnar Nordía ’91 til að greiða kostnað við frímerkjasýn- inguna. 2) Landssamband ísl. frímerkja- safnara til ýmissa verkefna. 3) Ólafur Elíasson og Kristian Hopballe til útgáfu rits um póstmál á íslandi 1939-1945. 4) Félag frímerkjasafnara til að efla starf fyrir börn og unglinga, m.a. til kaupa á áhöldum og tækjum og til útgáfustarfsemi. 5) Klúbbur Skandinavíusafnara til að efla unglingastarf. 6) Frímerkjafélagið Akka á Dal- vík til unglingastarfs í skólum. 7) Frímerkjaklúbburinn Askja á Húsavík til leiðbeiningar og fræðslu um frímerkjasöfnun í grunnskóla Húsavíkur. 8) Iceland Review til útgáfu bókar á ensku um íslensk frí- merki. Formaður stjórnar sjóðsins er Halldór S. Kristjánsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneyt- inu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.