Dagur - 25.10.1990, Side 1
Akureyri:
Gjaldþrotamálum fer fjölgandi
Mörg nauðungaruppboð eru
auglýst í viku hverri hjá embætti
bæjarfógetans á Akureyri.
Virðist sem um nokkra aukn-
ingu uppboða sé að ræða. Hjá
embættinu fengust einnig þær
upplýsingar að gjaldþrotamál-
um hefði fjölgað.
Erfitt er að segja til um fjölda
nauðungaruppboða á árinu, fyrr
en í árslok. Þó hafa margir á til-
finningunni, að uppboðum hafi
haldið áfram að fjölga allt þetta
ár.
Hvað gjaldþrotamálin snertir
er um aukningu að ræða á þessu
ári. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi
hjá bæjarfógeta, segir að mörg
gjaldþrotamál einstaklinga eigi
rætur að rekja til almennrar
óreiðu í peningamálum. Dæmi
eru um, að ungt fólk hafi orðið
gjaldþrota vegna hálfrar milljón-
ar króna skuldar, en taisverður
hluti þess fólks sem lendir í gjald-
þroti er yngra fólk.
Að sögn Eyþórs kemur alltaf
fyrir af og til að fólk tekur banka-
lán, sem það ræður ekki við að
borga. Lánstraust er oft miðað
við ábyrgðarmenn, en í versta
falli endar dæmið með gjaldþroti.
Þá fyrnast lýstar kröfur ekki fyrr
en eftir tíu ár, en þó er hægt að
endurnýja þær og halda málinu
gangandi miklu lengur. Margir
virðast álíta að gjaldþrot sé ein-
hver lausn, en því er þó ekki
þannig varið, því við gjaldþrot
lengist fyrningarfrestur úr fjór-
um árum upp í tíu. EHB
Akureyri:
Eldur laus í sendibifreið
Sendibifreið á Akureyri
skemmdist töluvert í eldi sem
upp kom í henni sl. þriðjudags-
Loðnuvertíðin:
Fyrsta loðnan til
Vopnafjarðar í gær
Súlan EA landaði í gær 650
tonnum af blandaðri loðnu á
Vopnafirði. Þetta er fyrsta
ioðnan sem þar er landað á
þessari vertíð.
Á síðustu mánuðum hefur ver-
ið unnið að gagngerum endurbót-
um á loðnubræðslunni á Vopna-
firði, sem Pétur Antonsson í
Grindavík og fleiri festu kaup á
af Tanga hf. fyrr á þessu ári.
Fyrirtækið heitir nú Lón hf.
í gær var verksmiðjan prufu-
keyrð með síldarúrgangi og að
því búnu átti að hefja bræðslu á
loðnufarminum úr Súlunni.
Á undanförnum árum hafa
slæm hafnarskilyrði á Vopnafirði
gert stórum loðnuskipum erfitt
fyrir með að leggjast þar að
bryggju. Á þessu verður ráðin
bót á næstunni, en gerður hefur
verið samningur við Köfunar-
stöðina um dýpkun Vopnafjarð-
arhafnar. óþh
kvöld.
Bifreiðin stóð fyrir utan heim-
ili eiganda síns í Ásabyggð þegar
eldur kom upp í henni. Eigand-
anum og lögreglu tókst að ráða
niðurlögum eldsins áður en
slökkvilið kom á staðinn.
Ekki er vitað hvað eldinum
olli, en töluverðar skemmdir
urðu á vél og mælaborði bifreið-
arinnar.
I fyrrinótt var stolið kyrrstæðri
bifreið í Þingvallastræti á Akur-
eyri og fannst hún síðar við Þórs-
völlinn í Glerárþorpi. Engar
skemmdir virtust hafa verið unn-
ar á henni. óþh
Bograð yfir málningunni.
Mynd: Golli
Salan á hlut HlutaQársjóðs í Hraðfrystihúsi ÓlafsQarðar hf.:
Við erum að skoða málið“
- segir Gunnar Sigvaldason hjá Sæbergi hf.
55
Blönduvirkjun:
Deilur um skipulagsmál
- ekkert land undir tengilínu
„Þetta kom okkur á óvart, því
svona lagað hefur ekki tíðkast
annars staðar, en við það er
kannski ekkert við því að segja
þó menn vilji nota þann rétt
sem þeir telja sig hafa,“ sagði
Ólafur Jensson,
yfirstaðarverkfræðingur við
Blönduvirkjun, um mál það er
nú er komið upp í samskiptum
Landsvirkjunar og landeig-
enda þriggja jarða sem leggja
þarf raflínu yfír í Svínavatns-
hreppi.
Að sögn Ólafs var lagning lín-
unnar lögð fyrir sveitarstjórn
vegna þess að hún vildi meina að
línuna þyrfti að leggja fyrir sem
skipulagsmál. Slíkt hefur ekki
tíðkast hingað til í sambandi við
línulagningar og kom Lands-
virkjun því á óvart. Ólafur sagði
að línan hefði svo farið inn á
borð bygginganefndar Svína-
vatnshrepps, sem fjalla átti um
málið sem skipulagsnefnd.
Nefndin felldi erindi Landsvirkj-
unar og nú er lagningin að
stöðvast.
Lína sú sem um ræðir er tengi-
lína milli byggðalínu og Blöndu-
virkjunar. Búið var að semja við
landeigendur á Guðlaugsstöðum
áður en umrætt mál kom upp á,
en leggja þarf línuna í gegnum
land Höllustaða, Ytri- og Syðri-
Löngumýrar að auki. Ólafur
sagði að verktakinn sem sá um að
leggja vegslóða með línunni væri
horfinn frá og fljótlega yrði
verktakinn með undirstöðurnar
búinn að ljúka sínu verki á því
landsvæði sem um má fara.
Sveitarstjórnin á eftir að fjalla
um niðurstöðu nefndarinnar og
að sögn eins hreppsnefndar-
manna mun það trúlega verða
gert fljótlega. Þangað til stendur
niðurstaðan óhögguð og lönd
bæjanna lokuð fyrir línufram-
kvæmdum. Hvort sveitarstjórnin
staðfestir nefndarúrskurðinn er
óljóst eins og er, en ef nefndin
eða henni æðra vald breytir
niðurstöðunni verður trúlega að
auglýsa verkið, samkvæmt skipu-
lagslögum, og fá það samþykkt
að öllu leyti.
Að sögn Ólafs gæti þessi seink-
un, ef hún verður til vors, haft
þau áhrif, ef illa vorar, að fresta
yrði ræsingu virkjunarinnar en
hann sagði jafnframt að ekkert
væri hægt að fullyrða í því sam-
bandi. SBG
„Viö höfum ekki keypt Hrað-
frystihúsið. Hlutafjársjóður
vill hins vegar selja okkur hlut
sinn í því og við fáum frest í tíu
daga til þess að skoða hvort við
viljum kaupa það,“ sagði
Gunnar Sigvaldason hjá
Sæbergi hf. í Ólafsfírði. Eins og
fram kom í Degi í gær hefur
Hlutafjársjóður lýst vilja sín-
um til að selja 49% hlut sinn í
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar til
Sæbergs hf. í Ólafsfírði.
„Við fáum endurskoðanda
okkar norður og munum skoða
fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Það
er margt að skoða í þessu sarm
bandi. Ég viðurkenni að það
kemur mér á óvart að þessi staða
er komin upp. Það kemur mér á
óvart að Hlutafjársjóður skuli
vilja selja hlut sinn svo skömmu
eftir að hann kom með fjármagn
inn í rekstur fyrirtækisins,“ sagði
Gunnar.
Ef Sæberg hf ákveður að
kaupa hlut Hlutafjársjóðs mun
það eignast meirihluta í fyrirtæk-
inu og í framhaldi af því yrði því
kjörin ný stjórn. í núverandi
stjórn sitja Jón Þórðarson, Jón
Ellert Lárusson, Björn Þór
Ólafsson, Bjarni Kr. Grímsson
og Gunnar Þór Magnússon.
Vandi Hraðfrystihússins er
mikill. Fyrirtækið skuldar um
hálfan milljarð króna. Séu birgð-
ir reiknaðar inn í dæmið lækkar
þessi tala um nokkra tugi millj-
óna. Skuldabyrðin er ekki mikil á
frystihúsinu sjálfu, en reksturinn
er þeim mun erfiðari á Ólafi
bekk. Samkvæmt heimildum
Dags nema skuldir á honum á
- segir Hörður
Bændur í Öngulsstaðahreppi í
Eyjafírði heimta illa fé sitt af
Garðsárdalnum, en í haust
vantar mikið af lömbum sem
og fyrir ári. Engin skýring
fínnst og bændur hafa gengið
dalinn þrisvar nú á haustdög-
um.
„Mig vantar ekkert, enda á ég
enga kind, hrossin skiluðu sér
öll,“ sagði Óttar Björnsson,
bóndi á Garðsá, þegar hann var
spurður um heimtur af Garðsár-
dalnum.
Að sögn Óttars hafa bændur
heimt illa af dalnum tvö ár í röð
og enga skýringu er að finna.
Tuttugu og þrjú lömb vantar frá
Svertingsstöðum og einn gemling
og á Hóli vantar þrjátíu og fimm
lömb. Svipaða sögu er að segja af
öðrum bæjum, en sjö bæir nýta
sér afréttina á Garðsárdal. Menn
fjórða hundrað milljónum króna.
Þessar miklu skuldir eru til
komnar vegna kostnaðarsamrar
endurbyggingar skipsins árið
1988. óþh
Guðmundsson
hafa gengið dalinn þrisvar á
þessu hausti, nú síðast í fyrra-
dag, og þá fundust þrjú lömb frá
Mýri í Bárðardal. Gangnamenn
fundu hræ af sex kindum, sem
síðast sáust í fyrra í kjafti Mel-
rakkadals, en hurfu síðan og
fundust ekki. Leitarmenn gengu
fram á hræin í botni Melrakka-
dals og trúlega hafa þessar kindur
drepist úr hungri í vetur sem leið.
„Skýringar fyrir þessum slæmu
heimtum er ekki að finna. í fyrra
vantaði mig 33 lömb af dalnum
og þá datt okkur í hug að garna-
pest væri valdurinn. í vor voru öll
lömb sprautuð gegn garnapest.
Nú vantar 23 lömb, þannig að
pestin er ekki skýringin. Hvergi
finnast hræ, það er sem dalurinn
hafi gleypt lömbin,“ sagði Hörð-
ur Guðmundsson, fjallskilastjóri
og bóndi á Svertingsstöðum. 'ój
Illar heimtur af Garðsárdal:
„Er sem dalurmn
hafi gleypt lömbin“