Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. október 1990 - DAGUR - 3
-i
frétfír
l-
Málmiðnaðarmenn búa sig undir álversframkvæmdir:
Stoftia Sameinaða iðnverktaka með aðild 37 fyrirtækja
aðildarfyrirtækjanna á Seyðis- I Á Siglufirði er um að ræða I smiðjuna Odda hf., Slippstöðina
firði og annað í Vestmannaeyj- Vélaverkstæði Jóns og Erlings, á hf. og Járntækni hf.. Á Húsavík
um. Akureyri er um að ræða Vél- er um að ræða Málm hf. JÓH
Saltfiskmatsmenn á endurmenntunarnámskeiði:
Mikil eftirspum eftir saltfíski
Síðastliðinn föstudag var stofn-
að fyrirtækið Sameinaðir iðn-
verktakar hf. en að þessu fyrir-
tæki standa 37 málmiðnaðar-
fyrirtæki á landinu. Markmið
þessa félags er að afla verkefna
á sviði þjónustu-, verktaka- og
framleiðslustarfsemi innan
lands sem utan og auka sam-
starf íslenskra iðnfyrirtækja
þeirra í millum og við erlenda
samstarfsaðila. Hér er sérstak-
lega horft til möguleika
íslenskra málmiðnaðarfyrir-
tækja á verkefnum tengdum
uppbyggingu og rekstri hugs-
anlegs álvers á Keilisnesi.
í greinargerð um þetta
nýstofnaða fyrirtæki segi'rað þau
málmiðnaðarfyrirtæki sem að
stofnun Sameinaðra iðnverktaka
hf. standa séu alls staðcr af land-
inu. Sérstök áhersla verði lögð á
að dreifa verkefnum um landið
þannig að þensluáhrifum verði að
nokkru létt af höfuð-
borgarsvæðinu. Þannig geti
starfsfólk nýst á heimaslóðum án
þess að það þurfi að flytja á
Reykjanes.
Saman hafa þessi fyrirtæki yfir
að ráða 900 manna sta-rfsliði, þar
af 600 faglærðum iðnaðarmönn-
um. „Samningsstaða þeirra sam-
an ætti því að vera góð gagnvart
erlendum aðilum sem þurfa að
tryggja sér aðstöðu hér á landi til
að geta gefið raunhæf tilboð,“
segir í upplýsingum um hið
nýstofnaða fyriræki.
Geti íslenskur vinnumarkaður
ekki utvegað nægilegt vinnuafl er
ekki hægt að neita erlendum
verktökum um að flytja inn er-
lent vinnuafl. Að mati þeirra sem
standa að þessu fyrirtæki hafa
reynst vanhöld á að þessir
erlendu aðilar greiði sambærileg
laun og greiði gjöld í sameigin-
lega sjóði landsmanna líkt og
þeim beri skylda til. Þess vegna
sé það sameiginlegt áhugamál
innlendra aðila að reynt verði
fyrirfram að stefna á að erlent
vinnuafl sé flutt inn af fslenskum
fyrirtækjum vegna álversupp-
byggingarinnar.
Af þessum 37 fyrirtækjum
koma 19 af höfuðborgarsvæðinu,
4 úr Keflavík, 5 úr Njarðvík, eitt
af Akranesi, eitt úr Stykkishólmi,
eitt frá Siglufirði, þrjú frá Akur-
eyri og eitt frá Húsavík. Þá er eitt
„Þaö fóru tíu milljarðar í gegn-
um hendur þessara matsmanna
á síöasta ári svo það má eyða
dálitlum tíma í námskeiðahald
fyrir þá,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson í samtali við Dag.
Samband íslenskra fiskfram-
leiðenda er þessa dagana með
samræmingar- og endurmennt-
unarnámskeið í saltfiskmati á
Norðurlandi. í dag er nám-
skeið á Sauðárkróki, í gær var
námskeið á Dalvík og á Húsa-
vík í fyrradag. Þar voru saman-
komnir 17 starfandi matsmenn
af svæðinu frá Vopnafirði til
Akureyrar.
Slík námskeið eru haldin
árlega og reynt er að stíla upp á
þann tíma sem dauðastur er í
Á spilakvöldi í Hamri sl. þriðjudagskvöld afhenti Stefán Gunnlaugsson einn eigenda Bautans á Akureyri, verðlaun
fyrir sigur í Bautamóti Bridgefélags Akureyrar sem lauk fyrir skömmu. Mótið var tvímenningskeppni, alls þrjú
spilakvöld og sigurvegarar urðu þeir Anton Haraldsson og Jakob Kristinsson. Á myndinni eru Anton og Jakob með
sigurlaunin og á milli þeirra Stefán Gunnlaugsson með Bautabikarinn sem geymdur er í afgreiðslusal Bautans. Á
gripinn eru rituð nöfn sigurvegara frá upphafi mótsins sem hcfur verið haldið alls 7 sinnum. Mynd: Goiii
Siglufjörður:
Sairaiingur við Vegagerðina um
snjómokstursefMt undirritaður
Undirritaður hefur verið
samningur Siglufjarðarbæjar
og Vegagerðar ríkisins um að
Hreinn Júlíusson, starfsmaður
Siglufjarðarbæjar, hafi eftirlit
með snjómokstri á Siglufjarð-
arvegi fyrir hönd Vegagerðar-
innar.
Samningurinn gildir til reynslu
til eins árs. Hreinn verður eftir
sem áður starfsmaður Siglufjarð-
arbæjar, en Vegagerðin greiðir
bænum fyrir vinnu hans við
snjómoksturseftirlit.
Á undanförnum árum hafa
Siglfirðingar gagnrýnt mjög
framkvæmd snjómoksturs á
Siglufjarðarvegi og hafa þeir gert
kröfu um að heimamenn fái
meira um það að segja hvenær
mokað er í þau þrjú skipti í viku
sem heimild er fyrir snjómokstri.
Nefndur samningur er til kominn
í framhaldi af þessari gagnrýni.
Kristján Möller, forseti bæjar-
stjórnar Siglufjarðar, segir að
þessi samningur sé mjög jákvætt
skref í rétta átt, en eftir sem áður
leggi bæjaryfirvöld áherslu á að.
aðilar á Siglufirði annist mokstur
á þjóðvegum í næsta nágrenni
bæjarins. óþh
bridds
i
Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar:
Sveit Dags leiðir mótið
Sveitakeppni Bridgefélags
Akureyrar hófst sl. þriðjudags-
kvöld í Hamri. Alls spila 12
sveitir og eru spilaðir tveir 16
spila leikir hvert spilakvöld,
tvöföld umferð.
Sveit Dags er með sem fyrr í
keppninni og vann báða sína leiki
í fyrstu umferð örugglega og er
nú efst með 48 stig af 50 mögu-
legum. Röð efstu sveita er þessi:
1. Dagur 48
2. Jakob Kristinsson 40
3. Hermann Tómasson 39
4. -5. Jónas Róbertsson 38
4.-5. Grettir Frímannsson 38
6. Ævar Ármannsson 36
7. Ormarr Snæbjörnsson 31
Næstu tvær umferðir verða
spilaðar í Hamri þriðjudaginn 30
okt. kl. 19.30. Rétt er að geta
þess að aðstaða fyrir áhorfendur
er góð í Hamri og þar er hægt að
kaupa veitingar á vægu verði.
saltfiskverkuninni, því skiljan-
lega er rnæting ekki góð á há-
annatímanum. Dagur hafði
spurnir af því að illa hefði gengið
að finna nægilega marga saltfiska
á Húsavík, til handa mats-
mönnunum að æfa sig í saltfisk-
matinu. Tveir leiðbeinendanna á
námskeiðinu, Bjarni Benedikts-
son, framleiðslustjóri og Júlíus
Bergsson, eftirlitsmaður sögðu
að nægjanlegur fiskur hefði feng-
ist fyrir námskeiðið, en 150-200
fiska þyrfti til að sýna hverjum
nemanda. Hins vegar væri lítill
saltfiskur til, og væru það í raun
bestu meðmælin fyrir SÍF. Mark-
aðsverð væri í toppi, greiðslur
örar og afskipanir færu fram jafn-
óðum, það hefði því ekki verið
jafn lítill saltfiskur til á landinu í
mörg herrans ár.
„Saltfiskverðið er mjög gott
núna, það er eins og best var
þegar best gekk 1986 og ’87. Það
sem er að, er að það vantar fisk,
hráefnið. Menn eru mjög
jákvæðir fyrir söltun en það vant-
ar kvótann," sagði Bjarni. Hann
sagði að nú biðu menn eftir 1.
nóv. en eftir þann tíma fengju
þeir að tvöfalda þann kvóta sem
þeir ættu eftir að veiða.
Aðspurður um breytingar á
saltfiskmatinu frá ári til árs sagði
Bjarni að þær væru ekki miklar.
Samræmdur gæðastaðall væri
milli kaupenda og seljenda og
síðan væri hver staðall til sölu á
því verði sem upp væri sett. En
það væri eilífðarmál að samræma
störfin við matið þar sem um
skynmat væri að ræða. 1M
skák
Hausthraðskákmótið:
Ólafur sigraði eftir
baráttu við Arnar
Ólafur Kristjánsson var sigur-
sæll á mótum Skákfélags
Akureyrar um síðustu helgi.
Hann sigraði í 10 mínútna móti
og einnig í Hausthraðskákmót-
inu eftir harða keppni við Arn-
ar Þorsteinsson.
Alls tóku 20 keppendur þátt í
Hausthraðskákmótinu og sigraði
Ólalur nreð \l'/i vinning. Arnar
varð í öðru sæti með 17 vinninga
en þessi tveir keppendur skáru
sig úr og er töluvert bil í næstu
menn.
í 3. sæti varð Rúnar Sigurpáls-
son með 13'/2 vinning og í 4. sæti
varð Jón Björgvinsson með sama
vinningafjölda, en hann tapaði
fyrir Rúnari í einvígi um þriðja
sætið.
Röð næstu manna varð þessi:
5.-6. Bogi Pálsson og Þórleifur
Karlsson 12'A v. 7.-8. Gylfi Þór-
hallsson og Smári Ólafsson 11 Vi
v. 9.-10. Tómas Hermannsson og
Srnári Teitsson 11 vinningar. SS
Skákfélag Akureyrar:
Opið hús
Skákfélag Akureyrar verður
með opið hús í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, frá kl. 20.00 í fé-
lagsheimili sínu Þingvallastræti
18. Allir eru hjartanlega vel-
komnir og er þetta kærkomið
tækifæri til að kynnast starfi
félagsins.
Að sögn Þórs Valtýssonar er
stefnt að því að halda 15 mínútna
mót á vegurn skákfélagsins næst-
komandi sunnudag kl. 14.00. SS
Haustfundur
Kvenfélagsins Aldan Voröld, verður í
Freyvangi, laugardaginn 27. október
kl. 14.00.
Stjórnin.
■ alíslenska greiðslukortið
Umboð:
Vátryggingafélag íslands hf.
Glerárgötu 24, Akureyri.