Dagur - 27.10.1990, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. október 1990
Formannafundur BSRB:
Sömu laun fjrir
styttri viimuviku
Formannafundur BSRB sem
haldinn var í fyrradag krefst
sömu tekna fyrir dagvinnu til
handa launafólki og það hefur
nú fyrir dagvinnu og yfirvinnu.
Fundurinn bendir í ályktun
sinni á að lífsafkoma hér á
landi byggi á yfirvinnu og alls
konar aukagreiðslum. Ohóf-
legur vinnutími sé orðinn
meinsemd sem standi í vegi
framfara. Það sé brýn þörf á
að aflétta þessu öllu lands-
mönnum til hagsbóta.
í ályktun BSRB er lagt til að
samtök launafólks, atvinnurek-
enda og stjórnvöld hefji þegar
viðræður er miði að framan-
greindum markmiðum. Þá er
minnt á þann ásetning við gerð
kjarasamninga í vetur að kaup-
máttur kauptaxta fari rísandi á
samningstímabilinu.
„Hjaðnandi verðbólga á
undanförnum mánuðum hefur
skilað þeim árangri að undir-
stöðuatvinnuvegir þjóðarinnar
hafa rétt við. Hundruð milljóna
króna hagnaður er kominn í stað
stórfellds tapreksturs.
Hlutur almenns launafólks í
efnahagsaðgerðum síðustu mán-
aða setur þungar skyldur á ríkis-
stjórn og atvinnurekendur. Þjóð-
arsátt er krafa um breytta tekju-
skiptingu í þjóðfélaginu og auk-
inn kaupmátt,“ segir í samþykkt
fundarins.
Minnkandi framlagi ríkisins í
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins
og Lífeyrissjóðs hjúkrunar-
kvenna er harðlega mótmælt.
Þessi skerðing byggi á skammsýni
því með þessu móti sé grafið
undan möguleikum sjóðsins til að
standa við framtíðarskuldbind-
ingar sínar. „Það á að vera liðinn
tími að menn geri út á framtíð-
ina með þessum hætti.“
„Á því er vakin sérstök athygli
að með því að draga úr því fjár-
magni sem rennur í lífeyrissjóð
ríkisstarfsmanna er rýrt það fjár-
magn sem sjóðurinn lánar Hús-
næðisstofnun ríkisins. Samkvæmt
samkomulagi ver lífeyrissjóður-
inn 55% af ráðstöfunarfé sínu til
skuldabréfakaupa af Húsnæðis-
stofnun ríkisins.
Ríkisvaldið er þannig að gera
tvennt í senn: grafa undan Líf-
eyrissjóði starfsmanna ríkisins og
veikja húsnæðiskerfið,“ segir í
samþykkt formannafundar
BSRB.
Sjúkrastofnanir utan Reykjavíkur undir ríkishatt um áramót:
„Okkur þykir að illa hafi
verið staðið að þessu máli“
- segir Sigurlaug Arngrímsdóttir,
formaður Norðurlandsdeildar HFÍ
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sátu fund Norðurlandsdcildar HFI sem haldinn var á Húsavík ■ fyrrakvöld.
Mynd: IM
Minjasafnið á Akureyri:
Margir þekktu fólkið
á gömlu ljósmyndimii
Þátturinn „Hver kannast við
fólkið?“ sem hóf göngu sína í
helgarblaðinu 20. október sl.
Nýr þáttur í helgarblaði:
AkureyrarpistiU
Tryggva Gíslasonar
Tryggvi Gíslason, skólameist-
ari Menntaskólans á Akur-
eyri, mun skrifa Akureyrar-
pistil í helgarblaðið hálfsmán-
aðarlega í vetur og birtist
fyrsti pistillinn í blaðinu í dag.
Tryggvi er kominn heim eft-
ir dvöl í Danmörku en þaðan
sendi hann okkur Danmerkur-
pistla sem lesendur tóku vel.
Nú mun hann beina sjónum
sínum að málefnum hér innan-
lands í skrifum sínum, ekki
síst norðlenskum málefnum.
SS
og verður í öðru hverju helg-
arblaði í vetur hefur þegar
sannað gildi sitt, þ.e. lesendum
tókst að bera kennsl á fólkið á
Ijósmyndinni.
í þessum þætti birtum við
gamlar ljósmyndir úr fórum
Minjasafnsins á Akureyri. Þetta
eru mannamyndir sem eiga það
sammerkt að ekki hefur tekist að
nafngreina alla sem eru á mynd-
unum og var ákveðið að reyna
áhrif Dags í þessu sambandi.
Hörður Geirsson í ljósmynda-
deild Minjasafnsins sagðist hafa
fengið ábendingar frá lesendum
víða á Norðurlandi um fólkið á
fyrstu myndinni og er nú búið að
nafngreina konurnar tíu á þessari
mynd. Hörður kvaðst vera mjög
ánægður með viðbrögð lesenda
og hann vildi koma á framfæri
þakklæti til þeirra sem veittu
safninu upplýsingar. SS
„Okkur finnst að illa hafi verið
staðið að undirbúningi þess að
ríkið yfirtaki rekstur sjúkra-
stofnana utan Reykjavíkur nú
um áramót. Upplýsingar hafa
komið mjög seint til starfs-
fólksins og upplýsingar ráðu-
neytanna hafa stangast á. Okk-
ar helsta áhyggjuefni nú er það
að ekki er búið að ákveða kjör
nýráðins fólks eftir áramót en
það er fyrirsjáanlegt að launa-
munur verður fyrir hendi og
þar af leiðandi erfitt að fá nýtt
fólk,“ segir Sigurlaug Arn-
grímsdóttir, formaður Norður-
landsdeildar Hjúkrunarfélags
Islands vegna þeirra breytinga
sem nú um áramót verða á
sjúkrahúsum utan Reykjavík-
ur þegar ríkið yfirtekur rekstur
þessara stofnana.
Norðurlandsdeild HFÍ efndi
til fundar á Húsavík í fyrrakvöld
þar sem þetta mál var helsta
umræðuefnið. Sigurlaug tók fram
að þetta mál brenni ekki ein-
göngu á sínum félagsmönnum
heldur öllu starfsfólki þessara
stofnana.
Miklum erfiðleikum hefur ver-
ið bundið að ráða í sum störf á
sjúkrahúsum á landsbyggðinni og
nægir þar að nefna skort á hjúkr-
unarfræðingum við FSA. Sigur-
laug segir það ótta starfsfólksins
að þessi yfirtaka ríkisins á rekstr-
inum verði eingöngu til að auka
verulega á þennan vanda.
„Við sjáum hreint enga kosti
við þessa lagabreytingu, hvorki
hvað varðar þjónustu né hagræð-
ingu í rekstrL Að þessu leytinu
liggur við að verr sé af stað farið
en heima setið,“ sagði Sigurlaug.
Sigurlaug segir t.d. að óljóst sé
hvað gerist ef starfsfólk gangi
ekki frá nýjum ráðningarsamn-
ingum fyrir 1. desember auk þess
að svör hafi ekki fengist á hvaða
kjörum nýráðið starfsfólk verði
eftir áramót.
Sigurlaug sagði hér á ferðinni
mjög byggðapólitískt mál.
„Byggðastefnan er á leiðinni í
rúst. FSA er stærsti vinnustaður á
Akureyri og ég hef ekki fundið að
bæjaryfirvöld hafi sérstakar áhyggj-
ur af því þó að fólk muni ekki
ráða sig hér. Það er grátið út af
álverinu en þetta virðist ekki ná
eyrum þeirra. Á einn þátt enn má
benda og hann er sá að allar líf-
eyrisgreiðslur starfsfólks hér hafa
orðið eftir í bænum en við þetta
fara þessir peningar allir í veltuna
á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er
stórt mál í þessu öllu,“ sagði
Sigurlaug. JOH
Hvammstangahreppur:
Miklar breytingar
á starfsmannahaldi
Miklar brcytingar hafa orðið á
starfsmannahaldi Hvamms-
tangahrepps að undanförnu.
Slökkviliðsstjóri, varaslökkvi-
liðsstjóri, verkstjóri, tækni-
fræðingur og sveitarstjóri hafa
Niðurstöður Verkfræðistofnunar HÍ á athugun á Tröllagili 14:
Fyrstu niðurstöður gefa ekki
tilefni til firekari athugunar
Verkfræðistofnun Háskólans
sendi Haraldi Árnasyni, bygg-
ingatæknifræðingi, bréf dag-
sett 19. október sl. þar sem
kynntar eru niðurstöður stofn-
unarinnar af úttekt á Tröllagili
14, blokk þeirri sem SS-Byggir
hefur í smíðum. Bréfið er
undirritað af Ragnari Sig-
björnssyni, forstöðumanni
Verkfræðistofnunar Háskól-
ans og prófessor í byggingar-
verkfræði og Hirti Þráins-
syni, sérfræðingi. Bréf Verk-
fræðistofnunar er eftirfarandi:
„Samkvæmt beiðni höfum við
farið yfir meðfylgjandi teikningar
burðarvirkja Tröllagils 14 á
Akureyri með tilliti til þols gagn-
vart jarðskjálftaáraun. Mat var
lagt á álag, dreifingu láréttra
krafta, áraun og þol burðar-
veggja og gólfplatna. Tekið var
mið af gildandi reglum. Einkum
var þó stuðst við rit CEB
(Comite Euro-International du
Beton), „Seismic Design of
Concrete Structures“ og „CEB-
FIP Model Code for Concrete
Structures."
Helstu niðurstöður eru:
* Eftir því sem best verður séð
brýtur hönnun hússins ekki í
bága við gildandi reglur,
* deilihönnun er vönduð, og
* hönnun steinsteyptra burðar-
virkja uppfyllir ákvæði CEB
varðandi jarðskjálftaþol.
Jarðskjálftagreining sam-
kvæmt CEB var miðuð við
grunngildi yfirborðshröðunar
jafnt og 0,1 g (þar sem g táknar
þyngdarhröðun jarðar), seiglu-
flokk I og steinsteypuflokk C16,
sem svarar til S200. Þetta gefur
lárétt jarðskjálftaálag sem svarar
til 0,125 g, en það er meira en
kröfur IST 13 (tæplega 0,07 g).
Rétt er að taka fram að ofan-
greindar niðurstöður eru byggðar
á lauslegri stöðufræðilegri grein-
ingu og ber því að fara með þær
sem slíkar. Ef óskað er eftir og
ástæða þykir til, má framkvæma
fullkomna hreyfifræðilega jarð-
skjálftagreiningu. Hins vegar
virðast þessar fyrstu niðurstöður
ekki gefa sérstakt tilefni til frek-
ari athugunar.“
allir látið af störfum.
í nýjasta fréttabréfi Hvamms-
tangahrepps, kemur fram að
Ólafur Valdemarsson slökkvi-
liðsstjóri og Magnús Jónsson
varaslökkviliðsstjóri hafa látið af
störfum og við starfi Ólafs hefur
tekið Skúli Guðbjörnsson.
Ólafur Jakobsson tækni-
fræðingur lét af störfum í sumar,
eftir 10 ára starfstíma hjá
hreppnum. Við starfi hans tók
Haukur Árnason tæknifræðing-
ur. Haukur hefur lengst af starf-
að á Akureyri en hann átti og rak
innréttinga- og verktakafyrirtæk-
ið Haga hf. Einnig var hann
stjórnarmaður Norðurverks hf.
og vann að mörgun og fjölbreytt-
um verkefnum á þess vegum.
Ástvaldur Benediktsson lét af
störfum verkstjóra í áhaldahús-
inu í sumar og við starfi hans tók
Haraldur Helgason pípulagninga-
meistari. Ástvaldur sem hefur
sveinspróf í húsasmíði og meist-
araréttindi í pípulögnum, starf-
aði áður sjálfstætt sem verktaki
við pípulagnir á Akureyri.
Loks má geta þess að Bjarni
Þór Einarsson hefur tekið við
starfi sveitarstjóra af Þórði
Skúlasyni, eins og reyndar hefur
áður komið fram í Degi. -KK