Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. október 1990
Að móta hugarfóstur í leir
- litið inn á Keramikverkstæði Kolbrúnar Ólafsdóttur á Hauganesi
Yfir Hauganesi við Eyjafjörð hvílir ró smá-
þorpsins. Ró sem er vel til þess fallin að skapa
og móta. Einstaka maður á ferli - kona að bera
heim poka fullan af nauðþurftum til heimilis-
ins. Fátt rýfur kyrrðina nema gargið í múkkan-
um. í þessu andrúmslofti situr Kolbrún Ólafs-
dóttir leirkerasmiður löngum stundum og mót-
ar hugarfóstur sín í leir. Einangrar sig með leir-
inn á milli fingranna í kjallara undir hverf-
isversluninni, hvar áður var verslun kaupfé-
lagsins, en nú rekin af þrem dugmiklum
konum. Hún lætur sér vel líka að sitja ein með
leirnum. Viðskiptavinirnir láta ekki á sér
standa. Keramikið frá Kolbrúnu hefur spurst
út um allt land og hún annar vart eftirspurn.
Leirinn sem Kolbrún inótar í er breskur og fær hún hann í litlum sekkjum.
Hér er hún að móta litla skó, vettlinga og sokka, sem hugsanlega verða ■ ein-
hverjum jólapökkum í ár.
„Núna í nóvember eru sex ár
síðan ég byrjaði á þessu,“ sagði
Kolbrún þegar hún var beðin um
að lýsa aðdraganda þess að hún
helgaði sig leirnum. „Ég fór á
kvöldnámskeið í Myndlista-
skólanum, síðan í inntökupróf og
fékk 10 í því. Ætli ég hafi ekki
ofmetnast,“ sagði hún og hló.
Úr bflskúr í kjallara
Kolbrún er Akureyringur, en
fluttist út á Hauganes fyrir 15
árum. Eiginmaðurinn er frá
Árskógsströnd, stýrir nú
Árskógarskóla. „Það var annað-
hvort að hanga heima, eða skapa
sér sjálf atvinnu. Þetta var það
sem mig langaði helst að gera,“
útskýrði Kolbrún.
Hún kom sér fyrst fyrir í bíl-
skúrnum heima, en með tíð og
tíma varð hann of lítill og nú hef-
ur verkstæðið fært sig um set í
kjallarann undir verslun staðar-
ins. Þar er allt mun rýmra en
áður, en Kolbrún segist ekki enn
hafa komið sér þar almennilega
fyrir.
„Mér fannst í sjálfu sér ekki
mikið átak að hefja þénnan
atvinnurekstur. Ofninn er að vísu
dýr, en að öðru leyti er kostnað-
urinn ekki mjög mikill. Ég vissi
auðvitað ekki út í hvað ég var að
fara, en þetta hefur gengið alveg
ótrúlega. Ég hef ekkert þurft að
auglýsa mig. Þetta hefur spurst
út.“
Kolbrún sagðist vinna upp í
pantanir, aldrei gæfist tími til að
vinna á lager. Þetta gæfi vísbend-
ingu um að eftirspurn eftir „þessu
smádóti“, eins og hún vill kalla
það, sé mikil.
Plattarnir hittu í mark
í byrjun sagðist Kolbrún hafa
prófað sig áfram með postulín,
en það væri vandmeðfarið og af-
föllin meiri en í keramikinu. Síðar
einbeitti hún sér að smærri
hlutum, vösum, litlum skraut-
munum til að hengja upp á vegg
og ekki síst plöttum með áletrun.
Þeir hittu svo sannarlega í mark
og renna út eins og heitar
lummur. „Áletrunin virðist hafa
mikið að segja. Svo virðist sem
áletrunin hafi ekki minna að
segja en sjálfir plattarnir."
En út á hvað gengur vinna á
keramikverkstæði? „Fyrst þarf
að móta í leirinn og síðan er hann
látinn þorna við stofuhita. Leir-
inn er að stærstum hluta tví-
brenndur Fyrst er hraðbrennsla
og að því búnu glerjað og síðan
Plattar með áletrunum eru langvinsælustu hlutirnir úr hugskoti Kolbrúnar. Hún skrifar á þá málshætti eða önnur
stutt spakmæli, sem gefur þeim gildi. Hér gefur að líta nokkur sýnishorn af plöttunum.
í matvöruverslun SofRu Jónsdóttur, Soffíu Ragnarsdóttur og Bjarkar Brjáns-
dóttur er horn með keramikvörum Kolbrúnar. Reyndar er stutt að ná í
keramikið, því Kolbrún hefur aðsetur í kjallara undir versluninni. Myndih óþh
brennt aftur. Vinnslutíminn á
hverjum hlut er mismunandi
langur, en vika að meðaltali er
ekki fjarri lagi,“ sagði Kolbrún.
Hlutirnir eru mislengi í
brennsluofninum, það fer eftir
hitastigi. Átta tíma brennsla er
ekki óalgeng, en um tíu tíma tek-
ur að kæla þá niður.
Jólavertíðin að hefjast
Það þarf hugmyndaflug til þess
að móta allskyns furðuverur í
leir. Kolbrún segist oftast teikna
furðuverkin fyrst á blað og síðan
taki mótunin við. „Ég hef stund-
um selt þessar keramikvörur í
göngugötunni á Akureyri og
heyri á viðskiptavinunum hvað
þeim líkar og hvað ekki. Ég tek
að sjálfsögðu mið af óskum
þeirra. Málsháttaplattarnir eru
langvinsælastir og þá selst tölu-
vert af litlum samstæðum
flíkum.“
Af öllum þeim minnisblöðum
um pantanir, sem hanga uppi á
vegg, má ráða að Kolbrún hafi
nóg að gera. Hún dregur ekki úr
því og segir að bæði verslanir,
fyrirtæki og einstaklingar vfðs
vegar um land hafi samband við
sig og biðji um hinar ýmsu
keramikvörur. Þær eru að sögn
Kolbrúnar langmést keyptar til
gjafa, jólagjafamarkaðurinn er
ekki síst gjöfull. „Jólavertíðin er
að byrja. Það er alltaf mest að
gera fyrir jólin, allan nóvember
og fram í miðjan desember.
Janúar er síðan frekar rólegur,
en segja má að aðrir mánuðir séu
jafn erilsamir," sagði Kolbrún.
Langur vinnutími
Vinnutíminn er langur yfirleitt
situr hún við frá hádegi og fram
eftir kvöldi. í jólavertíðinni er
vinnutíminn lengri, allt að 12-14
tímar. En hvernig gengur að
samræma svo langan vinnutíma
heimilishaldi? „Þetta er að koma.
Á þessum sex árum hefur heim-
ilisfólk lært að bjarga sér sjálft.
Herrarnir eru farnir að strauja
skyrturnar sjálfir,“ sagði Kolbrún
og hló.
Eins og áður segir selja versl-
anir víðs vegar um land keramik
frá Kolbrúnu, en hér á Eyjafjarð-
arsvæðinu er einungis ein verslun
sem selur það, staðarverslunin á
Hauganesi. Þar er eitt horn helg-
að keramiki Kolbrúnar. í stað
þess að hafa umboðsverslun á
Akureyri segist hún heldur vilja
selja keramikið þar sjálf. Þannig
nálgist hún viðskiptavinina, eins
og nauðsynlegt sé. óþh
Eftir að þrjár konur á Hauganesi tóku matvöruversiun KEA á leigu nú á
haustdögum flutti Kolbrún sig úr bílskúrnum í kjallara verslunarhússins. Þar
er mun rýmra um alla starfsemi en áður.