Dagur - 27.10.1990, Síða 9
Laugardagur 27. október 1990 - DAGUR - 9
Októberþankar 1990
Þegar ég leit í almanakið mitt í byrjun mánaðarins
sá ég að við 1. október stendur: Stýrimannaskólinn
tekur til starfa 1891. Vígður Latínuskólinn í
Reykjavík 1846. Við 2. október stendur: Tækni-
skóli Islands settur í fyrsta sinn 1964. Biskupsstóll-
inn á Hólum lagður niður 1801. Þegar þetta er haft
í huga, er ekki óeðlilegt að hugsa um skólamál og
kristnihald, ekki síst í Hólastifti hinu forna.
Starfandi föðurlandsást
Það var sérlega ánægjulegt að
koma á Hólastað með norrænu
kirkjufólki fyrir skömmu. Dóm-
kirkjan er veglega prýdd, skóla-
húsin reisuleg, fornu og nýju
smekklega tvinnað saman.
Iðandi mannlíf við fjölbreytt
verkefni á vettvangi þar sem
umhverfið er þrungið sögu og
örlögum þjóðar og einstaklinga.
Hingað hefur margur sótt
menntun og manndómsstælingu á
liðnum öldum. Áhrif Hóla og
Hólaskóla ná langt út fyrir stiftið.
Mörgum vöskum Hólamanni
kynntist ég á Skálholtssvæðinu.
Einn sá vaskasti var kvaddur í
Skálholti síðasta laugardag sept-
embermánaðar, og síðan lagður
til hinstu hvíldar í Haukadal. í
garðinum var stansað um stund
og sungið, m.a. Ég vil elska mitt
land. Það er eftirminnilegt og
hughreystandi að láta enduróm-
inn frá söngnum, við undirtektir
árniðarins, í faðmi fannhvítra
fjallanna í Haukadal, fylgja sér
fram á veginn. Þá var sungið:
Pessum holtum ég ann, þessum heiðum ég ann,
þessihraun eru mein, sem aðgræða mér ber.
Þessi fannþöktu fjöll eru fornvinir öll,
og hver fossandi smákkur vinur minn er.
I þessu umhverfi og í þessum
anda lifði Greipur Sigurðsson.
Þannig var hann kvaddur og lík-
ami hans lagður við hlið foreldr-
anna í feðragarði. Blessuð sé
minning hans og þeirra. Blessað-
ar minningar Hólamanna og
Haukdæla vorra tíma.
Sú starfandi föðurlandsást,
sem kemur fram í kvæðinu Ég vil
elska mitt land, hefur mótað líf
margra Hólamanna fyrr og síðar.
Þessi andi mótaði líka norð-
lensku skólana, sem urðu arftak-
ar Hólaskóla, bæði á Möðruvöll-
um og Akureyri. Vonandi verður
hann áfram lifandi þar, í nýjum
stofnum og stofnunum, sem þar
eru að festa rætur.
Háskólinn á Akureyri
og áhrif hans
Háskólinn á Akureyri er mér
ofarlega í huga. Það er gaman að
finna þann sóknarhug sem þar
kemur fram. Sú sókn verður vís-
ast meira til hafs en til heiða. En
„Föðurland vort hálft er hafið,“
og þar munu mestir og bestir
kostir til arðbærra veiða og rækt-
unar. Sjávarútvegsfólk á
Norðurlandi fylkir sér allþétt um
sjávarútvegsdeildina, og áhrifin
þaðan munu berast um allt landið
og miðin. Þau munu einnig ber-
ast til annarra landa, austur, suð-
ur og vestur til Grænlands og
Kanada. Það verður forvitnilegt
að fylgjast með þessu afsprengi
Hólaskóla hins forna, og leggja
lið, ef kostur er.
Norðlendingar verða að taka
verulega á í atvinnumálum. Nú,
þegar ný stóriðja er úr augsýn,
a.m.k. í bili, hljóta menn að
beina athyglinni m.a. að mennt-
unarmálum, sem einni meginstoð
menningar- og atvinnulífs. Hér
vil ég einnig minna á kristnihald-
ið, sem aðra meginstoð atvinnu-
og menningarlífs. Þetta þarf að
skýra nánar.
Vinnusiðgæði og
lúthersk trúarhefð
Á dögunum heyrði ég þátt Ævars
Kjartanssonar frá Eistlandi og
lagði eyrun við þegar talið barst
að vinnusiðgæði heimamanna og
aðkomumanna, Rússa. Leið-
sögumaðurinn eistneski taldi
heimamenn þar mun fremri, og
líklegri til farsældar. Það gætir
sjálfsagt efasemda hjá einhverj-
um sem þetta les. í vor var hér á
ferð sænskur sovétfræðingur, og
flutti fyrirlestra bæði í Háskóla
íslands og Norræna húsinu, um
ástand og horfur í Sovétríkjun-
um. Það vakti athygli mína og
undrun, að hann fjallaði sérstak-
lega um Eistland, og virtist hon-
um það land eiga einna bestu
framtíðina í vændum, vegna þess
góða vinnusiðgæðis sem mótaðist
af mótmælendatrúnni. Mjög
sterk lútherstrúarhefð er í Eist-
landi, en þar eru einnig aðrar
mótmælendakirkjudeildir, auk
Austurkirkjunnar.
Fyrir tíu árum var ég staddur í
Tallin, á lúthersku kirkjuþingi.
Það var undarlegt að uppgötva
samstöðuna í skjóli Dannebrog.
Tallin dregur nafn sitt af Dönum,
og sagt er að Dannebrog hafi fall-
ið af himnum ofan þar. Hann var
nú einu sinni líka okkar fáni, og
rauði krossinn í íslenska fánan-
um minnir sífellt á Dannebrog.
Það er viðeigandi að utanríkis-
ráðherra Dana talar nú máli
þeirra, um aðild á vettvangi
alþjóðamála.
Gefum Hólum tækifæri
í hinu forna Hólastifti hefur
skrefið frá 1801 verið stigið til
Frá biskupsvígslunni á Hólastað 1986 þegar sr. Sigurður Guðmundsson tók
við embætti.
Sr. Ingólfur Guðmundsson.
Mynd: KL
baka, og stefnan sett fram á við,
með nýjum lögum. Nú verður
vígslubiskupssetur á Hólum.
Hvað boðar það fyrir menningar-
líf, atvinnulíf og menntun á
Norðurlandi? Því er ekki auð-
svarað. Það eru nokkrar kirkju-
legar miðstöðvar á svæðinu, og
vandséð hvernig Hólar geta orðið
miðstöð í kristnihaldi þar á ný.
Hér verða menn þó að taka á
málum af opnum huga, og með
góðum vilja, hver sem afstaða
okkar kann að hafa verið til þess-
arar skipanar. Þetta er okkar
tækifæri til að vinna að aðkall-
andi verkefnum, kirkju og þjóö
til heilla. Verkefnin eru ærin,
m.a. í safnaðaruppbyggingu eða
safnaðareflingu. Við verðum að
taka höndum saman, og snúa
bökum saman, og vinna að því að
þessi skipan fái eðlilegt tækifæri
til að verða að gagni fyrir land og
lýð. Hér reynir á samstöðu Hóla-
stiftisfólks. Verkefnin kalla, og
árið 2000 nálgast óðum.
Kirkjan sem farvegur
farsæls mannlífs
Lykilhlutverk kirkjunnar og
kristninnar í farsælu mannlífi er
nú ljósara mörgum en áður hefur
verið, um langt skeið. Nægir hér
að benda á dæmin frá Þýska-
landi, einkum Austur-Þýska-
landi. Ljóst er, að kirkjan hefur
þar verið farvegur baráttu fyrir
mannréttindum, frelsi og réttlæti.
Þess sér nú líka stað hjá stjórn-
völdum þar í landi. Kirkjunnar
menn eru í mörgum mikilvægum
embættum. Óhætt er að fullyrða
að kirkja og kristni hafa mikil
áhrif í öllu því starfi. Auðvitað
mætti benda á fleiri dæmi, t.d.
Suður-Afríku. Tutu erkibiskup
er eitt dæmi í sambandi við
mannréttindi. Annað dæmi, og
þó eldra, er kirkjumaðurinn
Albert Lutuli, sem á sínum tíma
fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir
baráttu sína í Suður-Afríku.
Þessi barátta er nú að bera nokk-
urn ávöxt.
I sameinuðu Þýskalandi hefur
Kristilegi flokkurinn haft forystu
um sinn. Áreiðanlegt er, að á
komandi tímum eru margir ugg-
andi um hvernig hið stóra, sam-
einaða Þýskaland verður, og
þáttur þess í einingarviðleitni
Évrópu. Margur nágranninn
minnist sorglegrar reynslu, og
biður og vonar að betur fari nú
en áður.
Föðurlandsást og
þjóðernisstefna
Mér finnst ástæða til að benda á
lykilmann í þessu nýja Þýskalandi,
þar sem forsetinn er, Richard
von Weizsacker. Við skulum
minnast þess að hann hafði um
áratugi verið leiðtogi í þýsku sið-
bótarkirkjunni, áður en hann
varð forseti. Hann kynntist því
ungur hvað það þýddi að berjast
fyrir mannréttindum og réttlæti,
þegar hann varð að vera málsvari
föður síns við réttarhöldin í
Núrnberg, og vakti þá verulega
athygli. Það væri sannarlega þess
virði að rifja upp ýmis merk
ummæli hans á örlagatímum, við
þáttaskil í sögu þjóðarinnar.
Hann hefur t.d. fjallað um þjóð-
ernisstefnu og föðurlandsást.
Þetta er tvennt ólíkt, og föður-
landsást þarf sannarlega ekki að
leiða til þjóðernisstefnu, eða
þjóðernishroka. Það megurn við
rnuna, og hafa í huga, m.a. við
sönginn Ég vil elska mitt land. í
honum þarl' ekki að felast neinn
þjóðernishroki, en sannarlega á
hann að efla okkur í föðurlands-
ást.
Einnig mætti benda á ummæli
von Weizsakers í sambandi við
afmæli grundvallarlaganna, eða
stjórnarskrárinnar, á síðasta ári.
Þar var þáttur hans veigamikill.
Margar ræður hans eru orðnar
víðfrægar, og sannarlega þess
virði að verða íslenskaðar og
gefnar út, áður en við fáum hann
í opinbera heimsókn. Vonandi
líður óðum að því. Slíkt væri
þjóðinni hvatning til að hyggja að
lýðræðinu og lýðveldinu, og þeim
grundvallarlögum, sem lýðveldið
þarf að hafa.
Ný stjórnarskrá fyrir 1994
Nú er að koma að því að við
íslendingar verðum að setja lýð-
veldi okkar ný grundvallarlög,
áður en lýðveldið verður fimmtíu
ára. Grundvallarlögin verða að
varða vegferð daganna, forða frá
upplausn og sporna gegn ofríki
og valdníðslu framkvæmdavalds-
ins. Nýleg dæmi eru hræðileg.
Þeim sem þráast við að setja okk-
ur grundvallarlög, væri kannski
sæmst að stefna að því að taka
upp konungsstjórn að nýju, því
stjórnarskráin hæfir best slíkri
stjórn. Sumum finnst reyndar, að
forsetaembætti lýðveldis okkar
stefni í þá átt.
Dulin áhrif kristninnar
Hér er dæmi um dulin áhrif
kristninnar, a.m.k. dyljast þau
okkur, sem erum fjarri. Ljóst er,
í sambandi við sameiningu
Evrópu, að hið raunverulega
sameiningarafl, það sem er sam-
eiginlegt með Evrópu og reyndar
Vesturlöndum, er kristnin. Þessu
gleymum við oft, en það verður sí-
fellt ljósara. Einmitt nú, á síðustu
tímum, er okkur þetta e.t.v. bet-
ur Ijóst en áður, vegna átakanna
við íslömsku veldin við Persa-
flóa. Þar eru allt aðrar hugmynd-
ir um mannréttindi, og annar
skilningur sem ræður ríkjum.
Slíkt veldur okkur umhugsun um
hvað okkur er sameiginlegt, og
hvað við erum að verja. Þetta
snýst ekki eingöngu um olíu, eða
völd yfir auðlindum. Málið snýst
að miklum hluta um mannrétt-
indi.
Athyglisvert er að Rauði
krossinn er einn helsti málsvari
mannréttinda í heiminum. Þetta
fer oft dult, en kemur þó stund-
um í Ijós. Það er mikilvægt fyrir
okkur að skilja að Rauði kross-
inn er, eins og nafnið bendir til,
af kristnum rótum. Þetta skilja
líka íslömsku þjóðirnar og aðrir,
því þeirra hjálparhreyfing ber
ekki nafn Rauða krossins. Til
þess er það of kristið. Þeirra
nafngift er Rauði hálfmáninn, og
annars staðar Rauða ljónið. Hér
skal þó á það bent að Rauði hálf-
máninn er ekki hreyfing, sem
berst sérstaklega fyrir mannrétt-
indum, eða til að hyggja að rétt-
indum fanga. Það gerir Alþjóða-
nefnd Rauða krossins, sem er
annar aðili en Alþjóðasamband
Rauða kross félaga. Þetta dylst oft,
og er það til baga. Merkilegt er
að fréttamenn skuli komast upp
meö, hvað eftir annað, að gera
ekki mun á þessum tveimur aðil-
um. Alþjóðanefnd Rauða kross-
ins er fámenn svissnesk nefnd,
sem hefur veigamikið hlutverk
varðandi mannréttindi og frið,
auk þess sem hún hyggur að rétt-
indum fanga, m.a. stríðsfanga.
Alþjóðasamtök Rauða kross
félaga er allt annað fyrirbæri, en
þó skylt. Auðvitað er Rauði hálf-
máninn aðili að þeim samtökum.
Þessar staðreyndir afhjúpa að
nokkru, á hvern hátt kristnin er
rótin að mannréttindaskilningi
okkar, og mörgum þeim hlutum
er okkur finnast vera sjálfsagðir.
Þetta hefur komið berlega í Ijós í
tengslum við átökin við Persa-
flóa.
Sr. Ingólfur Guðmundsson.
Höfundur er settur sóknarprestur í
Akureyrarprestakalli.
JC dagurinn 27. október:
Litabók dreift til 6
ára bama í tileftii dagsins
Um þessar mundir eru JC félagar
um land allt að dreifa litabók til
6 ára barna í skólum landsins.
í tilefni JC dagsins 27. október
ákvað JC hreyfingin á íslandi að
gefa út litabók undir kjörorði
dagsins. „Ungt fólk fyrir heims-
friði“ en það er einng heimsverk-
efni JC hreyfingarinnar.
Litabókin er unnin út frá hug-
myndum barna. Einnig eru
myndir í bókinni sem börn á
Akureyri teiknuðu og sýndar á
sameiginlegri myndlistarsýningu
grunnskólanna sem JC Akureyri
stóð fyrir vorið 1989.
JC félögin á Akureyri, þ.e. JC
Akureyri og JC Súlur, hafa tekið
að sér dreifingu bókarinnar á
Akureyri og nágrenni.
Tilgangur bókarinnar er að
vekja fólk til umhugsunar um frið
í heiminum og hversu brýnt það
e'r að kenna börnum strax í æsku
góða siði og tillitsemi við náung-
ann.
Það er von okkar í JC Akur-
eyri og JC Súlum að foreldrar
taki vel í þetta verkefni okkar og
að þeir aðstoði börnin við að lita
og skilja myndirnar.