Dagur - 27.10.1990, Page 13
poppsíðan
Laugardagur 27. október 1990 - DAGUR - 13
f---------------
Plata Vaughan bræðra, Family Style:
I senn upphaf og endir
Eins og komið hefur fram í frétt-
um nú fyrr í haust þá lést Stevie
Ray Vaughan í hörmulegu þyrlu-
slysi þann 27. ágúst síðastliðinn.
Var hann að koma af tónleikum
þar sem hann spilaði með Eric
Clapton og fórust þrír vinir Clapt-
ons auk flugmannsins með
Vaughan í slysinu.
Vaughan sem var 35 ára og
bróðir hans Jimmie sem er fjór-
um árum eldri ólust upp í Dallas,
Texas og byrjuðu barnungir að
grúska í plötusafni foreldra sinna
þar sem blústónlistin var í meiri-
hluta. Um leið og tónlistaráhug-
inn vaknaði vaknaði einnig áhug-
inn á að spila sjálfir og hjá báðum
var það gítarinn sem varð fyrir
valinu. Leiðir þeirra bræðra
skildu þegar Jimmie flutti sig um
set til Austin þar sem hann stofn-
aði The Fabulous Thunderbirds
(sem hann hefur nú nýlega yfir-
gefið).
Stevie Ray spilaði til að byrja
með með ýmsum tónlistarmönn-
um í Texas t.d. Lonnie Maack,
Mary Lou Burdon og hljómsveit-
inni Storm and the Cobras, allt
þar til hann stofnaði sína eigin
sveit, Double Trouble, en með
henni kom fyrsta platan, Texas
Flood, út árið 1983. Leiðir þeirra
Umsjon:
Magnús Geir
Guðmundsson
bræðra lágu svo aftur saman við
gerð annarar plötu Stevie Rays
og félaga, Couldn’t stand the
weather, en Jimmie spilaði á
henni og síðan aftur á tónleika-
plötunni Live Alive sem út kom
fyrir tveimur árum.
Það gerðist síðan í ár að það
varð að veruleika sem margir
höfðu beðið eftir að þeir bræður
réðust í að gera plötu saman.
Þeir létu sér þó ekki nægja að
gera eina plötu saman heldur
þekktust þeir boð Bob Dylans um
að spila saman á nýju plötunni
hans Under the red sky og setja
þeir mikinn svip á hana. Family
Style er eins og við mátti búast
blúsplata í fjölbreyttara lagi og
fara Vaughanbræður á kostum
upp og nikður blússkalann. Svo
einhver af stórgóðum lögum
plötunnar séu nefnd þá eru Good
Texan og Hard to be góð dæmi
um hina rokkuðu blúshlið á þeim
bræðrum en ásamt þeim eru lög-
in Brothers og Hillbillies from
outer space bestu lög plötunnar
að áliti poppsíðunnar.
Upptökustjórn er í höndum
Nile Rogers sem þekktur er fyrir
starf sitt með diskórisunum í
Chic. Fyrir vikið gætir áhrifa frá
danstónlist í útsetningum á sum-
um lögum auk þess sem hún
virkar heldur létt upptakan á plöt-
unni. Er þetta helsti galli plötunn-
ar en ekki svo stór að hann
skemmi um of.
Það má segja með nokkrum
sanni að Family Style marki í
senn upphaf og endi því með
henni var annars vegar að hefj-
ast nýr kafli í ferli Jimmies
Vaughan sem síðan á eftir að
ráðast hvernig gengur, hins veg-
ar er hún endir í þeim skilningi að
hún er það síðasta sem Stevie
Ray lét eftir sig. Fyrir það eitt er
því Family Style merkileg og
mun geymast í minni margra
sem slík auk þess að vera hin
ágætasta plata.
Hitt og þetta
Pa ul Simon
Popparinn frægi Paul Simon sem
eitt sinn var annar helmingur
dúettsins Simons & Garfunkel sem
gríðarlega vinsæll var á áttunda
áratugnum, hefur nú sent frá sér
nýja plötu eftir nokkurt hlé en síð-
ast kom frá honum metsöluplat-
an Graceland fyrir nokkrum árum.
Heitir platan Rhythm ol Saints og
líkt og á Graceland kennir þar
mikilla áhrifa frá afrískri tónlist en
nú einnig frá brasilískri tónlist en
þangað fór Simon til að kynnast
henni og leita fanga.
Alice Cooper
Gamli rokkjálkurinn Alice Cooper
(Vincent Furnier heitir hann víst
réttu nafni) er enn uþpveðraður
af velgengni síðustu plötu sinnar
Trash sem seldist í stóru upplagi.
Segist hann staðráðinn í að
reyna að fylgja henni vel eftir og
er nú byrjaður að semja efni á
næstu plötu sem ráðgert er að
komi út í byrjun næsta árs. Hefur
Cooper m.a. fengið til liðs við sig
þá félaga Spike og Guy úr Quire-
boys til að semja með sér eitt eða
tvö lög, en þeir sömdu einmitt eitt
lag fyrir Cooper sem átti að vera á
Trash en ekkert varð af því vegna
þess að lagið varð til of seint.
Alice Cooper byrjaður að vinna að
nýrri plötu.
Mick Jagger og félagar í Rolling
Stones eru ekki beint blankir.
Safn með Jimi Hendríx
Nú þegar tuttugu ár eru liðin frá
sviplegum dauðdaga gítargoðs-
ins Jimi Hendrix, er komið á mark-
að nýtt safn með ferli hans frá
1967-1970 sem kallast Corner-
stones 1967-1970. Mun safnið
geyma flest þekktustu lög Hendrix
s.s. eins og Hey Joe, Purple Haze,
All along the Watchtower o.fl. Á
LP útgáfunni munu lögin alls
vera sextán, en á hljómdisknum
og snældunni verða tvær áður
óútgefnar tónleikauþptökur af
lögunum Fire og Stone Free
Little Richard
Yfirvöld í borginni Macon í
Georgíuríki í Bandaríkjunum
hafa nú nýlega ákveðið að nefna
nýja götu þar eftir rokkónginum
Little Richard en hann er einmitt
fæddur þar. Reyndar var borg-
arstjórinn í Macon í upphafi að
íhuga að kalla götuna eftir hinu
fræga lagi Richards Tutti Frutti en
að betur athuguðu máli var
ákveðið að nefna götuna eftir
Richard sjálfum og heitir hún
Little Richard Penniman Boulevard.
Blúsbræðurnir Stevie Ray og Jimmie Vaughan. Familly Style varð þeirra
fyrsta og eina plata saman.
Stjörnur poppsins ekki á
flæðiskeri staddar
í Bandaríkjunum er það mjög
vinsælt að birta allskyns lista um
allt milli himins og jarðar. Nú
nýlega birti viðskiptatímaritið
Forbes lista yfir fjörutíu tekju-
hæstu skemmtikraftana fyrir árið
1989 og hluta af 1990. Kemur
þar í Ijós að popparar eru í tveim-
ur af þremur efstu sætunum. Eru
það Michael Jackson sem er í
öðru sæti og Rolling Stones sem
eru í þriðja sæti, sem um ræðir
og eru tekjur þeirra engir smá-
aurar eða í tilfelli Jacksons hálfur
sjötti milljaður íslenskra króna,
en hjá Stones heldur minni eða
„aðeins“ 3,2 milljarðar. í fyrsta
sæti mun síðan vera fyrirmynd-
arpabbinn Bill Cosby
Xé^SKATAFELAGIÐ
KLAKKUR
Skátar 15 ára og eldri athugið!
Framhaldsaðalfundur Klakks verður haldinn mánu-
dagskvöldið 5. nóvember og hefst kl. 20.30.
Stjórnin.
Guðspekistúkan
Akureyri
FUNDUR
verður haldinn sunnudaginn 28. október kl. 16.00 í
Hafnarstræti 95 (gengið inn að sunnan, efsta hæð).
Úlfur Ragnarsson, læknir flytur erindi.
Kaffi.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Bændur Norðurlandi
Kynnum nýju CASEIH 695 XLA dráttarvélina með
vökvaskiptingu áfram - afturábak, ásamt fleiri
tækjum á eftirtöldum stöðum:
Véladeild Kaupfélags Þingeyinga, Húsavík, mánud. 29.10. kl. 13.00 til
16.30.
Díselverk hf., Draupnisgötu 3, Akureyri, 30.10. kl. 10.00 til 17.00.
Vélaval hf., Varmahlíð, 31.10. kl. 13.00 til 17.00.
Vélsmiðju Húnvetninga, Blönduósi, 1.11. kl. 13.00 til 17.00.
Vélaverkstæðinu Laugarbakka, 2.11. kl. 13.30 til 16.00.
Notið tækifærið og kynnið ykkur þessa nýju og
glæsilegu dráttarvél, ásamt snjóblásara og
öðrum tækjum sem við kynnum.
Vélar og þjónusta hf.