Dagur - 27.10.1990, Page 17

Dagur - 27.10.1990, Page 17
efst í huga í frumskógi eyfirskra byggða Ekki endilega af því aö mér sé þaö efst í huga en mér fannst hún dálítið skondin sagan sem ég heyrði af sölukonu úr Reykjavík nú í vikunni. Sú hin sama þurfti nefnilega að bregða sér bæjarleið norður til Ólafsfjarðar og Dalvíkur og það kostaði að sjálfsögðu að nú þyrfti að komast leiðar sinnar í frumskógi lands- byggðarinnar þarna hinum megin við hana Esju. Sennilegast af því að konan vissi ekki að annað flugfélag væri til en Flugleiðir þá komst hún aldrei að því að hægt væri að fljúga beina leið til Ólafs- fjarðar. Og ekki eru nú Dalvíkingar þeir stórkallar að hafa yfir að ráða flugvelli. Svo blessuð konan afréð að fljúga til Akureyrar og taka þar á leigu bíl til aö hossast á út Árskógsströnd og fyrir Múlann. Nú var ekið sem leið lá. Ekki kippti konan sér upp við það þó að vegur gerð- ist holóttur og illur yfirferðar en þegar skyndilega kom að hliði þvert yfir veginn varð þeirri fyrrnefndu allri lokið. Fram um veginn gat að líta hálfgerðan torfæru- slóða og umhverfið vart þesslegt að í nágrenni leyndust einhverjir útvegsbæir eða Múlagöng. Jú, rétt var það að sjó hafði hún ekki séð lengi. Konan játaði sig sigraða og hélt aftur sama veg til Akureyrar þar sem hún komst að hinu sanna. Hún hafði þá verið komin hálfa leið inn á hálendi í stað þess að fara út með honum Eyjafirði í átt til Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sagan af blessaðri konunni er ágæt en hún minnti mig á þann tíma sem ég hef á ævinni búið í höfuðborginni okkar. Á stundum þótti mér innfæddir vita óþægilega lítið um þetta land sem við búum öll í. Þrátt fyrir að okkur hér úti á hjaranum þyki sem Reykjavíkin sé and- stæðingur annað veifið þá viljum við flest eiga góða höfuðborg og að þeir sem þar búa telji sig eiga góða landsbyggð. Auð- vitað er það áhyggjuefni ef höfuðborgin ætti sem mest að einangrast frá öðrum hlutum landsins. Á því er nefnilega hætta, fyrst og fremst vegna þess að margir þeirra sem þar búa vilja einangra sig frá þessari illræmdu landsbyggð. Satt besta að segja er mörgum nákvæm- lega sama hvort Ólafsfjörður er þar hann er eða bara upp undir Hofsjökli. Jóhann Ó. Halldórsson I kýrhausnum gamansogur, sannar og uppdiktaðar Enginn garðyrkjumaður Arnulf Överland, hið fræga norska skáld, var handtekinn af Þjóðverjum 1941 og sendur til Grinifangelsisins. Dag nokkurn var öllum föngunum stillt í eina röð og tilkynnt var að sá af þeim sem væri garðyrkjumaður skyldi stíga fram úr röðinni. Enginn hreyfði sig. - Er þá enginn garðyrkjumað- ur meðal ykkar? öskraði þýski foringinn. Enginn fanganna mælti orð. En allt í einu heyrðist hin rólega rödd Överlands: - Væri ekki hægt að handtaka garðyrkjumann? Rotþró Dag nokkurn 1941 sat Överland inni á Leikhúskaffihúsinu í Ósló nteð kunningja sínum, rithöfund- inum Finn Bö. Þeir ræddu um svikarana norsku og hvað gera skyldi við þá er Þjóðverjarnir væru farnir úr landinu. - Hver er tillaga þín í málinu? spurði Bö. Överland hugsaði sig um sem snöggvast og sagði svo: - Niðri við Skarpsno er víst eitthvað sem kallað er rotnunar- tanki eða rotþró. Hvernig væri að koma þeim þar fyrir og láta vatn- ið úr klóökunum þvo þá hreina? Málstríðið Löngum hefur ríkt málstríð í Noregi sem helgast af mismun- andi mállýskum. Arnulf Över- land tók mikinn þátt í þessu stríði og í fyrirlestri senr hann hélt í Danmörku vorið 1956 lýsti hann baráttunni á heimavígstöðvunum þannig: - Við höfum þrjú mál í Noregi: Ríkismál, landsmál og slagsmál (rigsmaal, landsmaal og slagsma- al). Málaferlin í hinum nafntoguðu málaferlum gegn Oscar Wilde reyndi ákær- andinn við yfirheyrslurnar sífellt að láta líta svo út sem Wilde væri mjög spilltur maður. Hann kom með ótal spurningar sem Wilde svaraði óðara af hinni mestu snilld og oft af gamansemi, svo að ákærandinn átti erfitt með að stjórna skapi sínu. Lítum á dæmi: Ákærandinn: Drekkið þér kampavín? Wilde: Já, ískalt kampavín er einn af eftirlætisdrykkjum mín- um þó að læknir minn ráði mér frá því að drekka það. Ákærandinn: Rétturinn hefur engan áhuga á að vita hvað lækn- ir yðar segir. Wilde: Ekki ég heldur. Gegnum nefið Á ferðalagi sínu um Bandaríkin var Wilde sýnd fræg myndastytta af Washington. - Þetta var sannarlega mikill maður, sagði leiðsögumaðurinn. Aldrei heyrðist af vörum hans eitt einasta ósatt orð. - Nú, hann hefur þá bara talað í gegnum nefið eins og allir aðrir Ameríkumenn, sagði Wilde. Fullkominn hálfviti Lincoln forseti gagnrýndi mjög ýmsar ákvarðanir eins hershöfð- ingja síns. Að lokum missti hers- höfðinginn stjórn á skapi sínu og sagði: - Forsetinn álítúr auðsjáan- lega að ég sé fullkominn hálfviti. - Nei, það held ég nú ekki, sagði Lincoln, en bætti svo við eftir dálitla þögn: - En mér getur auðvitað skjátlast. Hneturnar Lincoln gekk einu sinni á götu í Springfield og leiddi stráka sína tvo, sem báðir hágrétu. - Nei, herra Lincoln, sagði kunningi sem mætti þeim, hvað gengur að blessuðum drengjun- um? - Nákvæmlega það sama og gengur að öllum heiminum, svar- aði Lincoln. Ég á þrjár hnetur og hvor um sig vijl fá tvær. Brúðkaupsnóttin Bruun Juul Fog, Sjálandsbiskup (d. 1896), var nafntogaður fyrir það hve gleyntinn hann var og utan við sig. Sagt er að morgun- inn eftir brúðkaupsnóttina hafi hann risið upp við dogg og horft skelfingar- og undrunaraugum á stúlkuna í rúminu. - Hamirigjan góða! Hvernig í ósköpunum stendur á því að þér eruð komnar hingað, ungfrú Munter? SS tók saman Laugardagur 27. október 1990 - DAGUR - 17 Athugið! Aður boðaður aðalfundur Knattspyrnudeildar Þórs verður þriðjudaginn 6. nóvember í Hamri, félags- heimili Þórs, kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Sala - kynning Umboðsaðili fyrir hágæða franskar snyrtivörur óskar eftir áhugasömu fólki um land ailt sem vill starfa sjálfstætt við að selja og kynna snyrtivörur á heima- kynningum á kvöldin og um helgar. Há sölulaun. Umsóknir sendist í pósthólf 9333,129 Reykjavík. Akureyri - Húsavík - Sauðárkrókur Húsfélög athugið! Hinn reglubundni háþrýstiþvottur og sótthreinsun á sorpgeymslum og sorprennum verður framkvæmdur dagana 26. okt. - 4. nóv. Vinsamlegast staðfestið áframhaldandi þjónustu í síma 91-687995 og 96-27785. Með kærrí kveðju, Benedikt Ólafsson, Hermann H. P. Aspar, Róbert Ólafsson. BÍLASALA Opnum bílasölu fyrir nýja og notaða bíla að Glerárgötu 36, 1. nóvember nk. kl. 13.00. Vantar bíla á skrá. BILASALA Akureyri-Dalvík-Ólafsfjörður Sérleyfishafi: Ævar Klemensson VETRARÁÆTLUN 1990-1991 1.október-14. maí: S M Þ M F F Frá Ólafsfirði til Akureyrar 19.30 08.30 08.30 08.30 Frá Dalvík til Akureyrar 20.00 13.00 09.00 09.00 09.00 09.00 Frá Dalvík til Akureyrar 06.30 15.00 Frá Árskógssandi til Akureyrar 20.15 13.15 09.15 09.15 Frá Akureyri til Dalvíkur 21.00 15.30 08.00 12.30 12.30 Frá Akureyri til Dalvíkur og 12.30 12.30 Ólafsfjarðar 1700 15. maí-30. júní: Frá Ólafsfirði Frá Dalvík Frá Árskógsströnd Frá Akureyri Frá Akureyri 08.30 09.00 09.15 12.30 08.30 09.00 12.30 08.00X 08.30 09.00 09.15 12.30 08.30 09.00 12.30 08.30 09.00 09.15 12.30 Afgreiðsla á Akureyri: ( Umferðamiðstöðinni Hafnarstræti 82. Upplýsingar um ferðir í síma 24442. Vörumóttaka í síma 24729. Opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00 á vörum til Hríseyjar, Grímseyjar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ferðir til Ólafsfjarðar breytast eftir að göngin opnast. Afgreiðsla á Dalvík: Ævarog Bóas sf. Sandskeiði 14. Sími vöruafgreiðslu 61597. Sérleyfis- og hópferðir símar 61124 og 61654. x Aðeins ekið til Dalvíkur. Afgreiðsla Óslafsfirði: Söluskálinn við Ægisgötu simi 62272. Ólafsfirðingar þurfa að panta far í ferðina kl. 19.30. Á sunnudag fyrir kl. 18.00.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.