Dagur - 27.10.1990, Page 19

Dagur - 27.10.1990, Page 19
Laugardagur 27. október 1990 - DAGUR - 19 Ljósmyndasamkeppni Dags og Pedromynda „Var lengi búinn að sigta upp á þetta myndefiii“ - segir Aðalgeir Ó. Jónsson, verðlaunahafi í flokki landslagsmynda Guðrún Hjaltadóttir hjá Pedromyndum afhendir Aðalgeiri vcrðlaunin á hlaðinu á Hólum. Aðalgeir Ó. Jónsson, bóndi á Hólum í Saurbæjarhreppi, hlaut 1. verðlaun í flokki landslagsmynda. Mynd hans er sérlega góð með tilliti til lita og uppbyggingar og gefur gamli bærinn til hægri henni skemmtilegan svip. Vélarnar í forgrunni draga kannski úr heildaráhrifunum en myndin þótti bera af í þessum flokki. Aðalgeir var að vonum ánægð- ur er hann tók við verðlaunun- um, forláta Chinon Genesis myndavél frá Pedromyndum. Hann var inntur eftir því hvort hann væri mikill áhugamaður um ljósmyndun. „Já, ég hef gaman af því að taka myndir en ég hef aldrei lært neitt í ljósmyndun og er enginn dellukarl. Pegar ég keypti myndavélina sem ég tók þessa mynd á var mér ráðlagt að taka fullkomnari myndavél en ég þorði það ekki, hélt hún væri of margbrotin fyrir mig. Svo var ég nú búinn að hugsa um að festa kaup á svona vél en þá kemur hún allt í einu upp í hendurnar á mér,“ sagði Aðalgeir. - Pú hefur náð sérlega skemmtilegum litum í verðlauna- myndinni. Hvenær er þessi mynd tekin? „Já, það er satt, litirnir voru skrýtnir þennan dag. Ég tók myndina síðastliðinn vetur, ,13. desember 1989. Ég var lengi búinn að sigta upp á þetta myndefni og eitt sinn á leiðinni út sneri ég við, sótti myndavélina og kom þessu í verk. Myndin var því ekki tekin sérstaklega fyrir keppnina.“ Aðalgeir tók myndina heima hjá sér á Hólum og beindi vélinni út Eyjafjörðinn. Tunglið er á lofti í norðri og segir Aðalgeir að myndin sé tekin um kl. 10 að morgni. - Fannst þér sjálfum þetta ekki vera góð mynd þegar þú fékkst hana í hendurnar? „Jú, mér fannst það strax og áður en þessi ljósmyndasam- keppni kom upp var ég búinn að ákveða að láta stækka hana. Þeg- ar ég setti myndina í umslag til að taka þátt í keppninni var ég meira að segja svo kokhraustur að segja að þetta væri myndin sem hlyti verðlaun, en þegar ég fór að hugsa mig betur um var ég búinn að gefa þá von upp á bátinn. Ég vissi að miklu færari myndasmiðir en ég myndu taka þátt í keppninni. En tilviljun ,ræður,“ sagði Aðalgeir, lítillátur að lokum. SS „Fuglamir eru í uppáhaldi hjá mér“ - segir Ríkarður Ríkarðsson, sigurvegari í flokki lifandi myndefnis Ríkarður Ríkarðsson tekur hér við verðlaunum sínum í verslun Pedromynda á Akureyri. Ríkarður Ríkarðsson, lögreglu- þjónn á Húsavík, sendi inn bestu myndina í flokki lifandi myndefnis að mati dómnefnd- ar. Myndin sýnir kríu á flugi yfir gullnu grasi og er hún vel unnin auk þess sem litirnir eru skemmtilegir. Krían kemur vel út og er í góðum fókus og hún náði að slá út hinar fjölmörgu manna- og dýramyndir sem dómnefndin fékk í hendurnar. Ríkarður skaust til Akureyrar til að taka við verðlaunum sínum, Chinon myndavél frá Pedromyndum, og kvaðst hann vera mjög ánægður með þessa viðurkenningu. - Segðu mér aðeins frá verð- launamyndinni. Hvenær var hún tekin og kostaði ekki umstang að ná henni? „Myndin er sennilega tekin í sumar, frekar en í fyrrasumar. Það tók töluverðan tíma að ná henni. Ég var að keyra hérna í nágrenninu og leita að fuglum, eins og ég geri ævinlega, og sá kríu á sveimi yfir túni neðan við bæ sem er skammt sunnan við sjó. Krían var með eitthvað í kjaftinum og átti greinilega unga í nágrenninu. Ég lagði bílnum og beið. í fyrstu kom krían ekki en þegar hún var búin að venjast bílnum birtist hún aftur og ég gaf mér góðan tíma til að stilla fókus- inn. Það er töluvert gras á bak við og myndin því væntanlega tekin fyrir slátt,“ sagði Ríkarður. - Ertu mikill dellukarl í ljós- myndun? „Já, það má eiginlega segja það að ég sé dellukarl. Ég tek aðallega myndir af fuglum og ýmsum hlutum í náttúrunni. Hins vegar er ég ekkert mikið fyrir það að taka myndir af fólki, nema þá gömlu fólki. Fuglarnir eru í uppáhaldi hjá mér og skúlptúrar í náttúrunni, eins og ég kýs að kalla það, og ég er sérstaklega hrifinn af gaddavír og staurum.“ Ríkarður segist eingöngu taka litmyndir. Hann einbeitir sér að einfaldleikanum þegar hann vel- ur sér form í náttúrunni og hann hefur líka gaman af því að teikna einfaldar myndir. Hann sendi all- margar myndir í ljósmyndasam- keppnina og það kom honum á óvart að krían skyldi bera sigur úr býtum því hann hafði lagt traust sitt á aðra mynd. Þetta er í fyrsta sinn sem Ríkarður fær viðurkenningu á þessum vett- vangi en hann hefur tvisvar áður tekið þátt í ljósmyndasam- keppni. Fuglar eru ekki auðvelt mynd- efni en heillandi, að mati Ríkarðs. Hann á myndir af 70-80 fuglategundum og ein þessara tegunda færði honum fyrstu verð- laun í ljósmyndasamkeppni Dags og Pedromynda. SS Félag málmiðnaðarmanna Akureyri undarboð Félag málmiönaöarmanna Akureyri heldur félags- fund, miövikudaginn 31. október kl. 17.00 í Alþýðu- húsinu. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kjara- og atvinnumál, Örn Friöriksson formaöur M.S.Í. 3. Skipulagsmál M.S.Í. 4. Eftirmenntunarmál málmiðnaðarmanna, Nicolai Jónasson. 5. Á aö stofan einn lífeyrissjóð fyrir launþega á Noröurlandi, Þóra Hjaltadóttir. 6. Önnur mál. Stjórnin. Framsóknarfólk á Húsavík Framvegis verður skrifstofa flokksins í Garöari, Garöarsbraut 5, opin á laugardagsmorgnum milli kl. 11.00 og 12.00. Heitt á könnunni. Lítum inn og ræðum málin! Framsóknarfélag Húsavíkur. Röskan og handlaginn starfskraft vantar til lager- og afgreiðslustarfa. Ráöningartími er til áramóta. Upplýsingar leggist inn á afgreiöslu Dags fyrir 1. nóvember merkt: Röskur. Atvinna Óskum eftir að ráða þjón eða aðila með mikla reynslu í veitingasal okkar um helgar. Einnig vantar aðstoðarfólk með reynslu, um helgar og í miðri viku. Upplagt fyrir skólafólk ekki yngra en 18 ára. (Herbergi gæti fylgt). Upplýsingar á staönum föstudaginn 26. október frá kl. 17.00 til 18.00 og mánudaginn 29. október frá kl. 17.00 til 18.00. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andiát og jarðarför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR SIGTRYGGSDÓTTUR, Grundargerði 6 e, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Jóhann Guðmundsson, Sigurlína Jóhannsdóttir, Jón Bjartmar Hermannsson, Hólmfriður Jóhannsdóttir, Þórarinn Sveinn Thorlacius, Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir, Ólöf María Jóhannsdóttir, Þórður Þórðarson og barnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs sonar okkar, unnusta, bróður, mágs og tengdasonar, KARLS JAKOBS HINRIKSSONAR, sem lést af slysförum 13. október s.l. Guð blessi ykkur. Svava Karlsdóttir, Hinrik Þórarinsson, Elín Karitas Bjarnadóttir, Pálína Hinriksdóttir, Svavar Ásmundsson, Þórunn H. Sigurðardóttir, Bjarni Bogason.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.