Dagur - 27.10.1990, Síða 20
Þormóður rammi hf.:
Yflrvinna í frystihúsinu í
fyrsta sinn síðan í júlí
- afli hefur glæðst undanfarið - saltfiskverkun hafin á ný
Sigluvík og Stálvík, togarar
Þormóðs ramma hf., hafa veitt
ágætlega undanfarið, enda
hefur vinnutíminn í frystihús-
inu verið lengdur, og er unnin
eftirvinna í fyrsta sinn frá því í
júlí. Látravík frá Patreksfirði
veiðir hluta af þorskkvóta
Stapavíkur, á móti togurum
Þormóðs ramma. Um 300 tonn
eru eftir af kvóta Stapavíkur-
innar.
Sigluvík kom til Siglufjarðar í
gærmorgun með 140 tonn, þar af
voru 100 tonn þorskur, en
afgangurinn ufsi og ýsa. Stálvík
landaði á mánudag 65 tonnum af
þorski og ýsu. Bæði skipin lönd-
uðu 11. þ.m. samtais 155 tonnum
af þorski og ufsa.
Látravíkin frá Patreksfirði hef-
ur veitt upp í kvóta Stapavíkur-
Reykjavík-Húsavík-Reykjavík:
Amarflug innanlands og
FN sóttu um flugleyfi
Arnarflug innanlands hf. og
Flugfélag Norðurlands hf.
sóttu um leyfi til áætlunarflugs
á flugleiðinni Reykjavík-Húsa-
vík-Reykjavík en umsóknar-
frestur rann út í fyrradag.
Flugleiðir hafa sérleyfi á þess-
ari flugleið til áramóta en þá
breytist leyfi þeirra í leyfi til
almenns áætlunarflugs og gild-
ir til loka árs 1997.
Samgönguráðherra, Stein-
grímur J. Sigfússon, mun veita
leyfi til þessa áætlunarflugs með
farþega, vörur og póst fyrir tíma-
bilið 1. janúar nk. til ársloka
1997. Samkvæmt upplýsingum
frá samgönguráðuneytinu í gær
verða þessar umsóknir nú teknar
til athugunar og leitað eftir áliti
heimamanna á málinu áður en til
úthlutunar leyfisins kemur.
Öll þessi félög standa nú í við-
bótum og endurnýjun flugflota
sinna, Arnarflug hefur nýverið
fest kaup á nýrri flugvél og sama
Veðrið á Norðurlandi:
Veturiim
kemur
eftir helgi
Áfram verður milt og gott veður
á Norðurlandi um helgina en
síðan má búast við norðangarra
og éljagangi, enda veturinn
brostinn á samkvæmt almanak-
inu.
í dag spáir Veðurstofa íslands
austlægri átt á landinu, víðast
golu eða kalda. Skýjað verður
um mestallt land og víða rigning,
en einkum um sunnan- og aust-
anvert landið. Hiti verður á bil-
inu 5-10 stig.
Á sunnudag er búist við fremur
hægri austlægri átt. Þokusúld
verður við strendur austanlands
og á annesjum norðanlands,
skúrir sunnanlands en þurrt að
mestu í öðrum landshlutum. Hiti
3-8 stig.
Á mánudag skipast veður í
lofti. Þá kemur stíf norðaustan
átt með kólnandi veðri og éljum
norðanlands. SS
er að segja um Flugfélag Norður-
lands en endurnýjun innanlands-
véla Flugleiða stendur fyrir
dyrum. JOH
innar þennan mánuð, og reiknað
er með að hún haldi þeim veiðum
áfram fram undir jól a.m.k., en
300 tonn af þorski eru ennþá eftir
af kvótanum. Síðast landaði
Látravík á þriðjudaginn, 60 tonn-
um af þorski. Skipið veiðir fyrir
Þormóð ramma samkvæmt sér-
stökum samningi.
Sigurður R. Stefánsson,
útgerðarstjóri, segir að veiðin
hafi glæðst undanfarið, en afli
togaranna var búinn að vera
fremur rýr frá því í júlí.
Vegna aukins afla togaranna
hefur vinna í frystihúsi Þormóðs
ramma aukist, og er unnið til
klukkan 18.00 daglega. Saltfisk-
verkunin fór af stað eftir langt hlé
á þriðjudaginn, en hún hefur leg-
ið niðri síðan í júní. Ekki hefur
verið unnið um helgar í frysting-
unni frá því í júlí, en næsta laug-
ardag verður unnið af fullum
krafti f húsinu. EHB
Tröllagil 14, blokkin umdeilda, sem vcrktakinn skal skila í ágúst á
Samkvæmt niðurstöðu Verkfræðistofnunar Háskólans stenst
kröfur.
næsta ári.
hún allar
Mynd: Golli
Verkfræðistofnun Háskóla íslands:
TröDagil 14 á Akureyri stenst
allar kröfur um jarðskjálftaþol
- þetta mál hefur skaðað SS-Byggi mjög, segir Sigurður Sigurðsson
Samkvæmt úttekt Verkfræði-
stofnunar HÍ stenst átta hæða
blokk sú í Tröllagili 14 á Akur-
eyri, sem verktakafyrirtækið
SS-Byggir er með í smíðum,
kröfur um jarðskjálftaþol. I
bréfi Verkfræðistofnunar til
Haraldar Árnasonar, bygg-
ingatæknifræðings og hönnuð-
ar hússins, segir að húsið brjóti
ekki í bága við gildandi reglur.
Tekiö er fram að deilihönnun
sé vönduð og hönnun stein-
steyptra burðarvirkja uppfylli
ákvæði CEB um jarðskjálfta-
þol.
Forsaga þessa máls er sú að í
september voru Haraldur Árna-
son, hönnuður umræddrar blokk-
ar, og Sigurður Sigurðsson, bygg-
ingaverktaki, kallaðir á fund
eftirlitsmanns Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins þar sem þeim var til-
kynnt að hún stæðist ekki jarð-
skjálftaþol. Magnús Garðarsson,
byggingaeftirlitsmaður húsnæðis-
nefndar Akureyrarbæjar, hafði í
ágúst haft efasemdir um útreikn-
inga á jarðskjálftaþoli byggingar-
innar og bar þá undir Eirík
Jónsson, hjá Verkfræðiskrifstofu
Norðurlands, sem einnig er bygg-
ingaeftirlitsmaður húsnæðis-
nefndar.
í samtali við Dag tók Sigurður
Sigurðsson fram að embætti
byggingafulltrúa á Akureyri hafi
hvorki gert athugasemdir við
teikningar að blokkinni áður en
hafist var handa við byggingu
hennar eða á byggingartíma.
Sigurður sagðist gagnrýna þá
málsmeðferð byggingaeftirlits-
manns harðlega að fara með
nefnda útreikninga inn á Verk-
fræðiskrifstofu Norðurlands. í
framhaldi af því hafi verið
breiddar út kjaftasögur um að
byggingin stæðist ekki jarð-
skjálftaþol, „eingöngu til að
klekkja á Haraldi og SS-Byggi.“
Haraldur Arnason segir að
þessir útreikningar hafi átt að
fara beint til Húsnæðisskrifstof-
unnar á Akureyri, vegna þess að
bróðurpartur íbúðanna í blokk-
inni heyri undir hana, en ekki til
verkfræðiskrifstofu í bænum.
Næsta skref í málinu var að
málsaðilar leituðu til fyrirtækisins
Línuhönnunar í Reykjavík ■ um
faglega hlutlausa niðurstöðu á
burðar- og jarðskjálftaþoli húss-
ins og síðan var leitað til Verk-
fræðistofnunar Háskólans og
niðurstaða hennar liggur nú fyrir,
eins og áður segir.
Þegar efasemdir komu upp um
blokkinaí Tröllagili voru greiðsl-
ur frá Húsnæðisstofnun til SS-
Byggis stöðvaðar. Kostnaður við
bygginguna nemur nú um 50 millj-
ónum króna en búið er að greiða
17 milljónir króna.
Sigurður segir að þetta mál
hafi vitaskuld skaðað fyrirtækið
SS-Byggi mjög. Bæði hafi það
orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og
þá verði skaðlegur orðrómur um
það ekki metinn til fjár. Langan
tíma geti tekið að vinna upp
traust sumra viðskiptavina. Þá sé
ekki hægt að meta tjón undir-
verktaka, sem ekki hafi heldur
fengið greitt fyrir sína vinnu.
Sigurður telur að rótin að þessu
máli öllu sé að SS-Byggir hafi
tekið tilboði Haraldar Árnasonar
í hönnun húsaþyrpingar upp á 60
íbúðir (tvær átta hæða blokkir og
raðhús á einni hæð), sem var
lægst, en Verkfræðiskrifstofa
Norðurlands hafi setið eftir með
sártennið. „Teiknistofa Haraldar
hefur unnið að mörgum hönnun-
arverkum fyrir fyrirtækið og sam-
skipti þar á milli hafa verið til
fyrirmyndar. Ég vil ekki trúa að
allir innan Verkfræðiskrifstofu
Norðurlands vilja vinna eins og
fram kom í þessu máli,“ sagði
Sigurður.
Haraldur Árnason taldi að
svona sögur gætu skaðað starf-
semi teiknistofu sinnar og því
nauðsynlegt að réttar upplýsingar
yrðu birtar. Haraldur vildi einnig
vara við svona vinnubrögðum
eftirlitsmanna Húsnæðisskrifstof-
unnar þar sem þeir væru bundnir
trúnaði við sína vinnuveitendur,
s.s. vegna þagnarskyldu. „Mér
virðist að þarna hafi það
brugðist,“ sagði Haraldur.
Eiríkur Jónsson, hjá Verk-
fræðiskrifstofu Norðurlands,
sagðist ekki hafa séð niðurstöður
Verkfræðiskrifstofu Háskólans
og gæti því ekki tjáð sig um þær.
Hann sagði rétt að Verkfræði-
skrifstofan hefði boðið í teikning-
arnar, en ekki kannaðist hann við
að rót málsins væri sú að hún
hefði ekki fengið verkið. Þá neit-
aði Eiríkur þvf að hann og Verk-
fræðistofa Norðurlands hafi
breitt út sögur um að umrædd
blokk í Tröllagili væri ónýt.
Magnús Garðarsson, bygginga-
eftirlitsmaður, segir að ekki megi
gleyma því hvert var upphaf
þessa máls. „Það voru lagðir
fram rangir jarðskjálftaútreikn-
ingar. Þeir voru kveikjan að
þessu máli. Mér fannst að ég
þyrfti að fá úr því skorið og ég
taldi eðlilegt að leita til verk-
fræðiskrifstofu í bænum til að
leita álits á útreikningunum. Mér
fannst ekki skipta máli hvort leit-
að væri til VN eða Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsen.
Ég hef haft mikil samskipti við
starfsmenn VN og hef ekkert
nema gott af þeim að segja.
Ég tel að nú sé fengin sú niður-
staða sem sóst var eftir, þ.e. að
þetta hús væri í lagi,“ sagði
Magnús.
Guðríður Friðriksdóttir, for-
stöðumaður Húsnæðisskrifstof-
unnar á Akureyri, tekur undir
þau orð Magnúsar að jarðskjálfta-
útreikningarnir hafi verið rangir
og því hafi þessi úttekt ekki verið
gerð að óþörfu. Guðríður sagðist
vilja taka fram að hún bæri fullt
traust til Magnúsar Garðarssonar
og hann hefði staðið í öllu rétt að
málinu.
Bréf Verkfræðistofnunar Há-
skólans til Haraldar Árnasonar
er birt á bls. 2. óþh