Dagur


Dagur - 06.11.1990, Qupperneq 4

Dagur - 06.11.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 6. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÚRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRl'MANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Háskólinn á Akureyri Sú spurning er býsna áleitin hvernig framtíðar- skipan atvinnumála og búsetu verði á Norður- landi næsta áratuginn. Margir hafa orðið til að spá í spilin, og leiða getum að því hvert stefni. Þegar stórt er spurt, verður oft lítið um svör. Þó er ástæða til að rifja upp ákveðna staðreynd sem máli skiptir í framvindu atvinnumála á svæðinu, ekki síst við Eyjafjörð. Akureyri er miðdepill verslunar, þjónustu og iðnaðar í Eyjafirði. Háskólinn nýstofnaði er merkilegur vaxtarbroddur, sem á vafalaust eftir að hafa geysilega þýðingu í byggðalegu tilliti. Margir eru fyrst að opna augun fyrir þessari staðreynd nú. Mikilvægt er að stjórnvöld haldi rétt á málum Háskólans, og þeirri stefnu verði fylgt að efla hann með ráðum og dáð. Nokkrar mismunandi leiðir er hægt að fara til stefnu- mörkunar í þeirri uppbyggingu sem fyrirséð er. í fyrsta lagi er hægt að efla Háskólann á Akur- eyri sem sérstaka stofnun, sem býður upp á kennslu og rannsóknir í greinum sem ekki eða lítt eru kenndar við Háskóla íslands. í öðru lagi er hægt að flytja tilteknar deildir eða starfsemi frá Háskóla Islands til Akureyrar. í þriðja lagi væri eflaust unnt að láta þessar tvær stofnanir starfa meira og minna samhliða, með samþætt- ingu greina og námsefnis. Síðasti kosturinn er eflaust sá lakasti, því íslenska þjóðin er ekki það fjölmenn að hún hafi efni á að láta tvo háskóla bítast um nemendur með framboði á sama eða svipuðu kennsluefni og starfsréttindum að námi loknu. Fyrir þá, sem efast um mikilvægi Háskólans á Akureyri, er hollt að líta til upphafs háskóla- kennslu á íslandi, og stofnunar Háskóla íslands. Fyrstu árin voru háskóladeildir aðeins þrjár, lagadeild, læknadeild og guðfræðideild. Nemendur voru aðeins örfáir, miðað við þann fjölda sem stundar nám í H.í. í dag. Hefði nokk- urn órað fyrir því hvernig þróunin átti eftir að verða við þá stofnun síðar, á fyrstu áratugum aldarinnar, eða geta menn séð höx'uðborgina fyrir sér háskólalausa? Háskólinn á Akureyri á eftir að draga mikið fé og aukna velmegun til Akureyrar, byggðanna við Eyjafjörð og Norðurlands alls. Það er að vísu rétt að háskólar flokkast ekki undir frumvinnslu- greinar, sem skapa verðmæti til útflutnings, sbr. fiskiðnað og veiðar. Hinu má heldur ekki gleyma, að oft verður bókvitið í askana látið, í nokkuð bókstaflegri merkingu. Verði rétt á mál- um haldið mun Háskólinn á Akureyri verða mót- vægi við byggðaröskun og mikil. blessun fyrir atvinnulífið. EHB Ólygiiin sagði mér! Mér varö talsvert um þegar ég las í málgagni okkar Akureyringa - Degi - þann 30. okt. ’90 að ég hefði flutt „sóknarræðu ákæru- valds" á hendur Degi á Hljóð- bylgjunni 22. okt. ’90. Mér varð enn meira um þegar ég las í sömu grein að Gróa á Leiti hefði náð þeim tökum á mér sem blaðið gefur í skyn og við Gróa urðum alveg orðlausar þeg- ar málið barst að Matlock lög- reglumanni og kviðdómi. Stefán Þór Sæmundsson birtir glefsur úr svokallaðri „ákæru- ræðu“ minni og leggur út af þeim á sinn hátt. Mér tókst eins og Stefáni að komast yfir upptöku af viðtalinu og sé niig tilneydda að birta þann hluta þess sem Stefán vitnar í „kviðdómi" til frekari fróðleiks. Pálmi Guðmundsson spyr: „Pað eru ekki allir á sama máli um hvort menningar- og listastarf- senii eigi að njóta opinberra styrkja eða standa undir sér. Hver er þín skoðun?“ Þórey svarar: „Hún getur bara aldrei staðið undir sér, það er ósköp einfalt mál, ef við viljum listir og menningu þá verðum við að styrkja hana, þetta er eins og að halda að skólar geti staðið undir sér eða barnaheimili, því miður það er bara ekki hægt. Ég verð alltaf mjög undrandi þegar ég heyri úrtöluraddir, ja Akur- eyringa, um það hvort atvinnu- leikhús eigi að vera hér eða ekki, það sé of dýrt og hvort það nægi ekki að hafa áhugaleikhús. Akur- eyringar ættu að reyna að standa saman og halda utan um þau fyrirtæki sem draga fjármagn til bæjarins, (ekki veitir okkur af) og skapa atvinnu, þegar vel geng- ur hjá okkur þá græða jú hinir, eins og við töluðum um áðan. Dagur, málgagn okkar Akur- eyringa hefur talsvert mikla til- hneigingu til þess að velta sér upp úr fjárhagsvandamálum Leikfé- lags Akureyrar og við erum satt að segja orðin hálfleið á þessu sultarhljóði í þeim, t.d. þann 17. október þá er forsíðufrétt, „Samningar stranda á vanskila- skuld við ríkið“, svo kemur bak- síðufrétt næsta dag á eftir, „Vandi L.A. á borð fjárveitinga- nefndar“ og svo kemur innsíðu- frétt 20. október „Línudans yfir peningagjá". Þórey Aðalsteinsdóttir er hér í gervi Gróu á Leiti á fjölum Samkomu- hússins á Akureyri. Við verðum stundum hálfleið á þessu. Auðvitað er reksturinn enginn dans á rósum en í raun- inni er ekki um neinar vanskila- skuldir að ræða hjá okkur, þetta er allt saman gert í samráði við þá sem eiga peninga hjá okkur. Við skuldum í rauninni aðallega ríkinu og það er í samkomulagi, þar til samningar hafa verið gerðir. Þannig að við erum bara ánægð með okkur! En - við erum með hirðskáld í leikhúsinu, hann heitir Hall- mundur Kristinsson, og þegar ég var svona hálffýld og úldin eftir lestur blaðsins, þá gerði hann tvær vísur handa mönnunum á Degi. Og ég læt þær bara flakka út í loftið. Það eiga víst flestir sín uppáhaldssvið einn úr klaufunum slettir. Blaðamenn Dags eru bestir við að búa til vondar fréttir. Til að gera sér lífið létt og leika við eigin duldir best er að hafa fasta frétt sem fjallar um vanskilaskuldir. En, hérna, þetta er nú bara grín og þeir mega alls ekki móðg- ast á Degi, þeir skrifa oft alveg ljómandi vel um okkur og eru duglegir að auglýsa félagið. Þannig að þeir fyrirgefa mér þetta vonandi." Þannig hljóðaði „sóknarræða ákæruvalds" orðrétt í beinni útsendingu, ekki sérlega vel að orði komist, enda er undirrituð ekki þjálfuð í útvarpsviðtölum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri að ákæra neinn með þessum orðum um blaðið. Öllu heldur ætlaði ég að tjá til- finningar þess sem fer með fjár- mál og reynir að halda í horfinu, en les stöðugt fréttir af því hve illa gangi. Ef til vill er ég ein um það að leiðast margendurteknar fréttir um sama mál. Trúlega verður orðið „van- skilaskuldir" þeim hvimleiðast sem stöðugt reynir að ná endum saman. Sennilega hefði ég ekki átt að senda vísurnar hans Hallmundar í loftið, en mér fannst þær vel gerðar og skemmtilegar og von- aðist til að þær kynnu að gleðja eyru þeirra sem enn kunna að meta þá þjóðaríþrótt að senda glettin skilaboð í bundnu máli. Af minni hálfu var þetta græsku- laust grín. Það er ósk mín Leikfélagi Akureyrar og Degi til handa að þessi gamalgrónu fyrirtæki á Akureyri megi framvegis sameig- inlega standa að góðum fréttum um bættan fjárhag og öflugt list- rænt starf. Að lokum vil ég óska blaðinu og sérstaklega Stefáni Þór Sæ- mundssyni alls góðs í framtíð- inni. Með bestu kveðju, Þórey Aðalsteinsdóttir. „Sæbjargarbikariim“ - farandgripur til eflingar áhuga sjómanna um öryggismál Jóhann Páll Símonarson, sjó- maður um fjölda ára og nú starf- andi háseti á m/s Brúarfossi hefur afhent Slysavarnafélagi íslands fagran bikar til eflingar áhuga sjómanna um fræðslu og þjálfun um björgunar- og öryggismál eins og fram fer í Slysavarnaskóla sjómanna „Sæbjörgu". Forseti SVFÍ, skólastjóri og leiðbeinend- ur Slysavarnaskólans velja ár hvert það skip og þá skipshöfn, sem sem sýnt hefur sérstakan áhuga í námi og starfi að öryggis- málum. Eins og áður er getið er hér um farandbikar að ræða, sem veitist í fyrsta sinn á sjómannadaginn 1991 og að síðustu árið 2000, en eftir það verður hann í vörslu Slysavarnaskóla sjómanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann Páll sýnir öryggismálum sjómanna áhuga, skilning og ræktarsemi. Á sjómannadaginn í Reykja- vík og Hafnarfirði sl. tvö ár hafa verið afhentir tveir farandbikarar til skipa, skipstjóra og áhafna, sem sýnt hafa sérstaka reglusemi urn æfingar, umhirðu og eftirlit öryggisbúnaðar um borð í skipum. Þessi gjöf Jóhanns Páls hefur verið veitt far- og fiskiskipum skráðufn frá þessum tvcini útgerðarbæjum. Með „Sæbjarg- arbikarnum" er gefandinn að hvetja félaga sína í sjómannastétt í öllum útgerðarbæjum landsins, bæði farmenn og fiskimenn að sameinast í átaki á vettvangi öryggismála til að fækka slysum meðal sjómanna. SVFÍ þakkar Jóhanni Páli þessa veglegu og fögru gjöf og þá velvild sem að baki býr og væntir þess fastlega að hún verði til að uppfylla óskir gefandans. (Frcttatilkynning SVFI) Jóhann Páll afhendir forseta SVFÍ Örlygi Hálfdanarsyni hinn glæsta grip í viðurvist forstjóra félagsins, skólastjóra og starfsmanna Slysavarnaskólans.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.