Dagur - 06.11.1990, Side 5
myndlist
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 - DAGUR - 5
?-
Fjórtán konur
í tengslum við fund Kvennalist-
ans í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði
dagana 3. og 4. nóvember settu
fjórtán listamenn, allt konur, upp
sýningu verka sinna í húsnæði
skólans. Eins og að líkum lætur
var ekki margt verka frá hendi
hvers listamanns. Þar setti hús-
rými mörk, en sýningin var sett
upp mest á göngum skólans, í
setustofu hans og í matsal.
Konurnar sem áttu verk á sýn-
ingunni á Hrafnagili voru þessar:
Anna G. Torfadóttir, Dröfn
Friðfinnsdóttir, Gréta Berg
Bergsveinsdóttir, Hrefna Harð-
ardóttir, Iðunn Ágústsdóttir, S.
Ingibjörg Arnardóttir, Kristín
Gunnlaugsdóttir, Kristjana F.
Arndal, Margrét Jónsdóttir,
Rósa Kristín Júlíusdóttir, Ragn-
heiður Þórsdóttir, Soffía Árna-
dóttir, Ruth Hansen og Alice
Sigurðsson.
Eins og sjá má af upptalning-
unni hér á undan eru kunn nöfn á
meðal listamannanna fjórtán og
verk sumra þeirra hafa listunn-
endur átt kost á að sjá fyrr á sam-
sýningum og einkasýningum.
Sýningin á Hrafnagili leiddi hins
vegar í ljós að á meðal þeirra sem
þarna báru frarn verk sín eru
ntargar sem miklu of lftiö hefur
frá sést til þessa. Ef til vill er það
einmitt helsta gagnsemi samsýn-
inga að á þeint gefst byrjandi
listamönnum tækifæri til þess að
brjótast út úr þeirri einangrun og
einsemd sem óhjákvæmilega
fylgir starfi hins skapandi ein-
staklings. Þær eru líka gjarnan sá
vettvangur þar sem almenningur
verður fyrst var nýrra liðsmanna í
heimi listanna.
Sýningin í Hrafnagilsskóla var
afar fjölbreytt. Af henni mátti sjá
að mikil vídd er í listsköpun
þeirra kvenna scm þarna báru
frant verk sín. Unnið er nteð
vefjarefni með ýmsum hætti, ofin
verk eru á sýningunni, keramik-
verk sem sum hver mega einna
helst kallast skúlptúrar, grafík af
ýmsu tagi og loks málverk með
fjölskrúöugu stílbragði og unnin
með aðskiljanlegri tækni.
Hér er ekki tækifæri til þess að
fjalla um einstök verk á sýning-
unni svo forvitnileg sem hún þó
var. Nægja verður að geta þess
að margt góðra verka bar fyrir
augu, þó hinu verði ekki neitað
að allmikil breidd virtist vera í
þeim hvað þroska og hæfni
snerti. í þessu sambandi má ekki
láta þess ógetið að húsnæði í
Hrafnagilsskóla er ekki kjörsýn-
ingaraðstaða. Af því leiddi að
margt verkanna naut sín ekki
sem skyldi svo að iðulega var erf-
itt að skoða þau og gera sér grein
fyrir þeim.
Sýningin á Hrafnagili og sú
samvinna listamannanna, sern til
hennar leiddi, mætti gjarnan nýt-
ast áfram. Því væri óskandi að
þessi kvennasamsýning yröi sett
upp aftur artnað hvort öll eða að
hluta við aðgengilcgri kringum-
stæður svo að fleiri mættu líta
hana. Hún var greinilega þess
virði. Haukur Ágústsson.
Verðkönnim á gosdrykkjum og sælgæti
í sl. mánuöi kannaði Verölags-
stofnun verð á drykkjarvörum og
sælgæti í allmörgum söluturnum
og verslunum úti á landi. Sam-
bærileg könnun var gerð á sama
tíma á höfuöborgarsvæðinu og
birtist niðurstaða þeirrar
könnunar í 12. tbl. Verðkönnun-
ar Verðlagsstofnunar.
Gerður hefur verið verðsam-
anburður á ntilli sölustaða á þeim
9 tegundum drykkjarvara og 13
tegundum af sælgæti sem
könnunin náði til.
í töflunni kemur fram lægsta
verð, hæsta verð og meðalverð á
vörutegundunum, annars vegar í
söluturnum og hins vegar í mat-
vöruverslunum. Einnig er sýndur
hlutfallslegur verðmunur á hæsta
og lægsta verði hverrar vöruteg-
undar. Til samanburðar er birt
mcðalverð hverrar vörutegundar
á höfuðborgarsvæðinu.
I annarri töflunni er sýndur
samanburður á meðalverði þeirra
söluturna og verslana sem
könnunin náði til. Til þess að
gefa neytendum hugmynd um
verðlag í einstökum verslunum
var reiknað út meðalverð hverrar
einstakrar vöru í könnuninni.
Þetta meðalverð var síðan notað
sem stuðull til viðmiðunar sem
ákveðinn er 100. Vöruverð á
sölustað með meðaltöluna 100 er
því í meðallagi, en frávik frá því
Samanburður á meðalverði í
nokkrum söluturnum og matv.
verslunum utan höfuðborgar-
svæðisins í (meðalv. = 100) september
SÖLUTURNAR Verö- Fjöldi
samanburður vörutegunda
Olíufélag Útvegsm., (satiröi 93.3 17
Olis, söluskáli, Reyöarfiröi 93.8 21
Hljómborg, Hraungötu 2, isafiröi 96.6 18
Frábær, Mánagötu 1, isafirði 98.7 18
Shell-skáli, Bolungarvík 99.8 21
Sjómann, Eskifiröi 100.0 17
B.S.0, verslun, Strandgötu, Ak. 100.5 18
Söluskáli Esso, Suðureyri 101.0 22
Shellstööin, Fagradalsbr. Egilsst. 101.0 22
Söluskáli, K.H.B.. Egilsstööum 101,0 22
Tröllanaust, sölusk., Neskaupst. 101.0 21
Vitinn, Aðalstræti, ísafiröi 101.3 21
Esso-Patro, Aöalst. 110, Patreksf. 101.5 22
Vegamót, Tjarnarbraut 1, Bíldud. 101.7 18
Hamraborg, Hafnarstræti 7, ísaf. 101.8 22
Shell-skálinn, Neskaupstað 102.0 19
Fínnabær, Bolungarvík 102.9 21
Söluskáli Olís, Neskaupstaö 103.0 20
Fís verslun, Reyöarfiröi 103.0 20
Shell-skálinn, Reyöarfiröi 103.0 21
Esso nesti, Krókeyri v/Leiruv. Ak. 104.2 21
Esso, Tryggvabraut 14, Akureyri 104.3 22
Söluskáli Esso, Eskifirði 104.6 19
Shell-skáli, Eskifirði 104.8 22
Veganesti, (Esso) v/Hörgárbraut 104.9 22
gefa hugmynd unt hvc mörg
prósent hver sölustaður skilur sig
frá meðalverði. Þannig er sölu-
staður mcð útkomuna 105 að
jafnaði 5% yfir meöalverði.
Athuga ber að meðalvcrð ( =
Nætursalan, Akureyri 105.1 20
Esso-skálinn, Flateyri 105.7 18
Glerárstöðin, T ryggvabraut Ak. 105.9 22
Shell-nesti, v/Hörgárbraut, Ak, 106.6 22
ísbúöin, Kaupvangsstræti 3, Ak. 107.3 19
Sölut. göngugötu, Hafnarst. 100b 109.1 21
Borgarsalan, Ráöhústorgi 1, Ak. 109.2 20
Essoskálinn v/Noröurl.v., Blönd. 110.5 21
Blönduskál., Hnjúkab. 34, Blönd. 114.5 18
MATVÖRUVERSLANIR
Hagkaup, Noröurgötu 62, Ak. 86 6 18
Vísir, Húnabraut 21, Blönduósi 88.6 20
Pöntunarfél. Eskf, Eskifirði 91.1 19
Matv.mark. Kaupangi, Akureyri 93.2 18
Eskikjör, Eskifiröi 93.3 19
Kaupfél. Isfirðinga, Isafirði 94.2 17
Kaupfél. A.-Húnv. Blönduósi 94.7 22
Versl. Esja, Norðurgötu 8, Ak. 94.8 20
Garöshorn, Byggöavegi 114, Ak. 95.8 20
Síða, Kjalarsíöu 1, Akureyri 96.2 20
KEA kjörbúð, Byggðav. 98, Ak. 96.3 20
KEA v/Sunnuhliö, Akureyri 96.3 21
KEA Brekkugötu 1, Akureyri 96.5 19
Versl. Bjarna Eiríkss., Bolungarv. 96.5 19
Kjörm. KEÁ, Hrísalundi 5, Ak. 967 19
Brynja, Aöalstræti 3, Akureyri 97.0 20
Fram, Neskaupstaö 97,9 20
Bjarnabúð, Strandgötu, Tálknaf. 98.2 18
Vöruval. Skeiöi. Isafiröi 99.1 22
EinarGuöfinnsson, Bolungarvík 99.3 18
Kjörbúð K.H.B., Egilsstöðum 99.8 18
Hólabúðin, Skipagötu 6, Akureyri 101.5 20
Edinborg, Bíldudal 102.4 17
100) er fengið með útrcikningi úr
bæði söluturnum og matvöru-
verslunum. Einungis eru teknir
meö sölustaðir þar sem fengust
minnst 17 af þeim 22 vörutegund-
um sem könnunin náði til.
Lægsta Söluturnar Meðalverð i Hæsta Verð- Meðal- söluturnum Matvöruverslanir Meðalverð i Lægsta Hæsta Verð- Meðal- i matv.v. Mismunur a meðalverði i söluturnum
verð verð munur verð é höfuðb.sv. verð verð munur verð a höfuðb.sv. og matv.v.
kr. kr. % kr. kr. kr. kr. 0. 0 kr. kr. Or 0
Coca Cola33cl.dos 65 87 34% 77 . 72 61 78 28% 70 66 10%
Coca Cola 1'rltr. plastfl. 175 230 31% 204 189 148 210 42% 188 178 9%
PepsiCola 33 cl dos 68 87 28% 76 71 64 78 22% 69 65 10%
Pepsi Cola V/2 Itr. plastfl. 150 220 47% 198 187 124 200 61% 172 173 15%
Egils appelsin33 cl.dos 62 90 45% 77 71 59 78 32% 70 66 10%
Egils appelsln 1 ’ ? Itr. plastfl 181 220 22% 205 139 148 210 42% 190 179 8%
Egils pilsner 33 cl. dós 75 120 60% 87 77 75 89 19% 79 72 10%
Trópi appelsinusafi ’A Itr. 55 70 27% 64 61 53 66 25% 59 57 8%
Svali appelsinusafi 'A Itr. 34 65 91% 40 37 29 39 34% 33 32 21%
Opal pakki rauður 37 50 35% 42 41 37 50 35% 41 39 2%
Tópas pakki grænn 37 50 35% 42 41 37 50 35% 40 38 5%
Mars súkkulaði 50 62 24% 56 51 . 46 60 30% 53 49 6%
Snickers súkkulaði 50 60 20% 56 51 46 60 30% 52 49 8%
Bounty súkkulaði 52 60 15% 56 51 46 60 30% 53 49 6%
Prince Póló, stórt 46 58 26% 53 51 39 55 41% 50 47 6%
Freyju lakkrísdr. stór 70 84 20% 78 76 66 102 55% 75 71 4%
Eitt sett 40 58 45% 50 48 45 55 22% 48 45 4%
Siríus rjómasúkkulaði 110 140 27% 127 120 107 130 21% 121 114 5%
Freyju Valencia súkkul. 114 130 14% 128 121 98 132 35% 120 113 7%
Orbittyggigúmmi 1 pk 34 60 76% 39 36 30 45 50% 36 34 8%
Appolló lakkrískonfekt 84 120 43% 95 90 80 97 21% 91 83 4%
Maarud skifur 100 gr 118 235 99% 208 196 156 205 31% 185 175 12%
Munurinn er augljós!
Herradeild
FRAMBOÐSLISTAR
til hreppsnefndarkosningar, 17. nóvember 1990, í Eyja-
fjarðarsveit, sem til verður með sameiningu Hrafnagils-
hrepps, Saurbæjarhrepps og Öngulsstaðahrepps.
E Framboðslisti fráfarandi N Framboðslisti Nýrra
hreppsnefndarmanna tíma í Eyjafjarðarsveit
1. Birgir Þórðarson, bóndi
Öngulsstöðum 2, Öng.hr.
2. Ólafur Geir Vagnsson, ráðun.,
Hlébergi, Hrafnag.hr.
3. Sigurgeir B. Hreinsson, bóndi,
Hríshóli, Saurb.hr.
4. Jóhannes G. Sigurgeirsson,
bóndi, Öngulsstöðum 3, Öng.hr.
5. Pétur Helgason, bóndi,
Hranastöðum, Hrafnag.hr.
6. Ármann H. Skjaldarson, bóndi
Skáldsstöðum, Saurb.hr.
7. Benjamín Baldursson, bóndi,
Ytri-Tjörnum, Öng.hr.
8. Anna Guðmundsdóttir, kennari,
Reykhúsum, Hrafnag.hr.
9. Jón Jónsson, bóndi,
Stekkjarflötum, Saurb.hr.
10. Leifur Guðmundsson, bóndi,
Klauf, Öng.hr.
11. Hörður Snorrason, bóndi,
Hvammi 2, Hrafnag.hr.
12. Þorvaldur Ómar Hallsson,
bóndi, Ysta-Gerði, Saurb.hr.
13. Gunnar Jónasson, bóndi,
Rifkelsstöðum, Öng.hr.
14. Guðný Kristinsdóttir, húsmóðir,
Espihóli, Hrafnag.hr.
1. Atli Guðlaugsson, skólastjóri,
Þórustöðum 6, Öng.hr.
2. Jón H. Eiríksson, bóndi,
Arnarfelli 2, Saurb.hr.
3. Hreiðar Hreiðarsson, húsa-
smíðam., Skák, Hrafnag.hr.
4. Helgi Örlygsson, skrifst.st.,
Þórustöðum 7, Öng.hr.
5. Sigurlín H. Birgisdóttir, bóndi,
Gilsá 1, Saurb.hr.
6. Bjarki Árnason, rafv.meist.,
Kristnesi 7, Hrafnag.hr.
7. Guðfinna Nývarðsdóttir, hjúkr-
unarfr., Þórustöðum 5, Öng.hr.
8. Sigrún L. Sigurðardóttir, bóndi,
Torfufelli, Saurb.hr.
9. Ólafur Jensson, rafvirki,
Brekkutröð 4, Hrafnag.hr.
10. Aðalheiður Harðardóttir, bóndi,
Rifk.elsstöðum, Öng.hr.
11. Davíð Ágústsson, bóndi,
Torfufelli 2, Saurb.hr.
12. Guðmundur J. Guðmundsson,
bóndi, Holtsseli, Hrafnag.hr.
13. Davið Jóhannsson, sölustj.,
Brúnalaug 2, Öng.hr.
14. Þorsteinn Eiríksson, ráðsmað-
ur, Kristnesi, Hrafnag.hr.
Yfirkjörstjórn.
SJAUMST
MEÐ
ENDURSKINI!
mIUMFERÐAR
Uráð
ENDURSKINS-
MERKI fást í
apotekum
og viðar.