Dagur - 06.11.1990, Side 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 6. nóvember 1990
íþróttir H
Anders Iimpar bjargaði Arsenal
Á laugardaginn fóru fram 9
leikir í 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar, en mörgum fannst
laugardagurinn þunnur þar
sem glansliöin Liverpool og
Tottenham léku ekki. i’rátt
fyrir það voru margir athygl-
isverðir leikir á dagskrá og viö
skulum líta nánar á þá.
Á Old Trafford í Manchester
mættust lið Utd. og Crystal Pal-
ace sem léku til úrslita um FA-
bikarinn sl. vor. Búist var við
hörkuleik þar sem Palace hafði
ekki tapað leik í 1. deild og Man.
Utd. hafði slegið Liverpool úr
deildabikarnum fyrr í vikunni.
Áhorfendur urðu ekki fyrir von-
brigðum, leikurinn var mjög fjör-
ugur og í fyrri hálfleik léku heima-
menn mjög vel. Á 12. mín. náði
Utd. forystu með marki Neil
Webb eftir góðan undirbúning
Lee Sharpe. Ekki þurftu áhorf-
endur lengi að bíða eftir næsta
marki því á 20. mín. bætti Danny
Wallace öðru marki við fyrir
Utd. með glæsilegu skoti eftir
sendingu frá Webb. Síðari hálf-
leikurinn var mjög fjörugur og
minnti mest á bikarleik, en hvor-
ugu liðinu tókst þó að bæta við
mörkum og fyrsta tap Palace í
deildinni hafði því litið dagsins
ljós.
Colin Harvey framkvæmda-
stjóri Everton var rekinn fyrr í
vikunni eftir tap liðsins í deilda-
bikarnum gegn Sheffield Utd.
Við stöðu hans tók þjálfarinn
Jimmy Gabriel til bráðabirgða og
það bar góðan árangur gegn
Q.P.R. um helgina. Everton
hafði þó heppnina með sér í
leiknum, á 22. mín. virtist Mike
Neweíl rangstæður er hann slapp
í gegnum vörn Q.P.R. og skoraði
gegn gangi leiksins. Roy Wegerle
var ekki á skotskónum hjá
Q.P.R. í leiknum, en liðið lék
góða knattspyrnu framan af. Pat
Nevin bætti öðru marki Everton
við er 15 mín. voru liðnar af síð-
ari hálfleik og liðið náði völdun-
um í leiknum og Neil McDonald
bætti þriðja markinu við á síð-
ustu mín. leiksins. Brottrekstur
Harvey hafði lengi legið í loftinu
og ef til vill verður hann til þess
að bjartari tíð sé framundan hjá
liðinu.
Arsenal lék erfiðan leik á úti-
velli gegn Coventry og með sigri
hafði liðið tækifæri til að minnka
Úrslit 1. deild
Chelsea-Aston Villa 1:0
Coventrj-Arsenal 0:2
Derby-Luton 2:1
Everton-Q.P.R. 3:0
Leeds Utd.-Nottingham For. 3:1
Man. Utd.-Crystal Palace 2:0
Nonvich-Sheffield Utd. 3:0
Sunderland-Manchcster City 1:1
Wimhledon-Southainpton 1:1
Toltenham-Liverpool 1:3
2. deild
Blackburn-Millwall 1:0
Bristol City-Watford 3:2
Charlton-Plymouth 0:1
Hull City-Newcastle 2:1
Ipswich-Brighton 1:3
Middleshrough-Barnsley 1:0
Notts County-West Ham 0:1
Oxford-Leicester 2:2
Portsmouth-Wolves 0:0
Sheffield Wed.-Oldham 2:2
Swindon-Port Vale 1:2
W'.B.A.-Bristol Rovers 3:1
Úrslit í vikunni:
Notts County-Charlton 2:2
- Crystal Palace tapaði leik - 2. deildin blasir við Sheffield Utd.
Svíinn Anders Limpar gerði bæði
mörk Arsenal gegn Coventry og
leikur mjög vel um þessar mundir.
forskot Liverpool í eitt stig. Alan
Smith miðherji Arsenal fór
meiddur út af í fyrri hálfleik og
lengst af virtist Coventry líklegra
liðið til að sigra í leiknum. David
Seaman í marki Arsenal hafði í
nógu að snúast gegn sókndjörf-
um leikmönnum Coventry, en
vörn Arsenal varðist vel. Það var
síðan 7 mín. fyrir leikslok að þol-
inmæði Arsenal bar árangur og
Anders Limpar skoraði fyrir liðið
með fallegu langskoti. Limpar
bætti síðan öðru marki við fyrir
Arsenal undir lokin af stuttu færi
eftir góðan undirbúning Nigel
Winterburn og þessi sigur Arsen-
al setti því pressu á Liverpool fyr-
ir leik þeirra gegn Tottenham á
sunnudag.
Sunderland fékk slæma útreið í
deildabikarnum er liðið tapaði
6:0 gegn Derby, en leikmönnum
tókst þó að næla í stig eftir 1:1
jafntefli gegn Manchester City á
laugardag. Miðherji Sunderland
Marco Gabbiadini átti slæman
dag gegn City og misnotaði dauða-
færi fyrir liðið strax á 4. mín., en
sást varla eftir það. Leikurinn
þótti slakur og lítt spennandi, en
Peter Davenport náði forystu fyr-
ir Sunderland með marki af
stuttu færi á .30. mín. Lið Man.
City hafði ávallt undiríökin í
leiknum og náði að jafna á 53.
mín. með marki David White.
Tony Norman í marki Sunder-
land varði þrívegis mjög vel og
kom í veg fyrir sigur Man. City í
leiknum.
Leeds Utd. tók á móti Notting-
ham For. á Elland Road og nú
léku heimamenn einn besta leik
sinn í vetur. Des Walker mið-
vörðurinn sterki hjá Forest var
meiddur og það nýtti Lee Chap-
man sér vel er hann náði forystu
fyrir Leeds Utd. eftir sendingu
Gordon Strachan. Strachan bætti
síðan öðru marki Leeds Utd. við
úr vítaspyrnu rétt fyrirhlé. Gary
McAllister skoraði þriðja mark
Leeds Utd. með glæsilegu skoti,
hans fyrsta rnark fyrir félagið, en
Nigel Jemson náði að laga aðeins
stöðuna fyrir Forest með eina
marki liðsins undir lokin. Slæmur
dagur hjá Brian Clough stjóra
Forest sem rekinn var frá Leeds
Utd. á sínum tíma og horfði nú á
Chapman sem hann seldi til Leeds
Utd. skora ásamt Gary McAIlist-
er sem hann reyndi að kaupa til
Forest, en varð að horfa á eftir til
Leeds Utd.
Derby virðist vera að komast í
sitt gamla góða form, en þó var
enginn glans yfir sigri liðsins gegn
Luton. Liðið átti ekki skot á
mark fyrsta hálftímann, en eftir
að Luton hefði getað verið búið
að skora tvö mörk náði Derby
forystu. Skot frá Mike Forsyth
var varið á línu af David Preece
sem notaði hendurnar til þess og
Dean Saunders skoraði úr víta-
spyrnunni. Leikmenn Luton gáf-
ust þó ekki upp og eftir 3 mín. í
síðari hálfleik hafði liðið náð að
jafna. Dean Saunders átti skot í
slána hjá Luton, Phil Gee náði
boltanum en skalli hans fór
framhjá og Luton fékk mark-
spyrnu. Lars Elstrup fékk bolt-
ann úr markspyrnunni, óð upp
hægri kant og sendi vel fyrir mark
Derby þar sem Kingsley Black
skoraði af öryggi framhjá Peter
Shilton. Sigurmark Derby kom á
65. mín. er Nigel Callaghan láns-
maðurinn frá Aston Villa skoraði
með glæsilegu langskoti.
Chelsea vann sanngjarnan sig-
ur á heimavelli gegn Aston Villa í
1:0 leik sem sást í sjónvarpinu.
David Platt og Gordon Cowans
lykilmenn Villa voru í strangri
gæslu í leiknum og Tony Daley
fór meiddur útaf. En Chelsea
gerði mcira en koma í veg fyrir
að Villa næði sínum eðlilega leik,
því sóknarleikur Chelsea var
góður og liðið hefði hæglega get-
að.unnið stærri sigur. Sigurmark-
ið skoraði Graeme Le Saux fyrir
Chelsea eftir aðeins 5 mín. leik
eftir undirbúning Gordon Durie
og Dennis Wise. Le Saux átti síð-
an skot í stöng og Wise og Kevin
Wilson fengu góð marktækifæri
fyrir Chelsea sem þeim tókst ekki
að nýta.
Mjög slökum leik Wimbledon
og Southampton Iauk með 1:1
jafntefli. Um miðjan síðari hálf-
leik komst Wimbledon yfir með
furðulegu marki. Mickey Adams
leikmaður Southampton ætlaði
að hreinsa frá marki, en tókst
ekki betur til en svo að hann
spyrnti boltanum í markvörð sinn
Tim Flowers og af honum fór
boltinn í netið og markið skrifast
á Flowers. Roger Joseph var síð-
an nærri að skora sjálfsmark hjá
Wimbledon er hann skallaði rétt
framhjá rnarki sínu, en Sout-
hampton náði síðan að jafna 10
mín. fyrir leikslok og tryggja sér
sanngjarnt stig úr leiknum. Matt-
hew Le Tissier skoraði úr víta-
spyrnu.
2. deildin virðist blasa við
Sheffield Utd. nú þegar, liðið er
á botni deildarinnar með aðeins 3
stig og ekkert gengur hjá leik-
mönnum liðsins. Á laugardag
í vikunni fór 3. umferð deildabik-
arsins fram og urðu úrslit sem hér
segir:
Aston Villa-Millwall 2:0
Chelsea-Portsmouth 0:0
Coventry-Hull City 3:0
Crystal Palace-Leyton Orient 0:0
Derby-Sunderland 6:0
Ipswich-Southampton 0:2
Leeds Utd.-Oldham 2:0
Manchester City-Arsenal 1:2
Manchester Utd.-Liverpool 3:1
Middlesbrough-Norwich 2:0
Oxford-West Ham 2:1
Plymouth-Nottingham For. 1:2
Q.P.R.-Blackburn 2:1
Sheffield Utd.-Everton 2:1
Sheffield Wed.-Swindon 0:0
Tottenham-Bradford 2:1
Liverpool tapaði hér sínum
fyrsta leik á tímabilinu er Man.
Utd. sigraði örugglega 3:1 í stór-
leik umferðarinnar. Steve Bruce,
Mark Hughes og Lee Sharpe
skoruðu mörk Utd. í leiknum, en
eina mark Liverpool gerði Ray
Houghton.
Að þessum leikjum loknum
var dregið um hvaða lið leika
saman í 4. umferð keppninnar
sent verður leikin í lok mánaðar-
ins. Drátturinn er þannig:
Sheffield Utd.-Tottenham.
Shefficld Wed./Swindon-Derby.
Southampton-Crystal Palace/Leyton
Orient.
Aston Villa-Middlesbrough.
Oxford-Chelsea/Portsmouth.
tapaði Sheffield 3:0 á útivelli
gegn Norwich þar sem Tim Sher-
wood náði forystunni á 30. mín. í
síðari hálfleik skoraði Vinnie
Jones sjálfsmark og kom þar með
Norwich í 2:0 og lokaorðið átti
David Phillips með þriðja marki
Norwich í leiknum.
2. deild
• Toppslagurinn í 2. deild var
milli Sheffield Wed. og Oldham.
Leiknum Iauk með 2:2 jafntefli
eftir að þeir Nick Henry og
David Currie höfðu komið Old-
ham í 2:0, en tvær vítaspyrnur
John Sheridan tryggðu Sheffield
Wed. jafnteflið.
• West Ham er í öðru sæti, liðið
náði að sigra Notts County með
marki undir lok leiksins.
• Paul Kerr tryggði Middles-
brough sigurinn gegn Barnsley.
• Peter Swan skoraði sigurmark
Hull City gegn Newcastle.
Þ.L.A.
Q.P.R.-Leeds Utd.
Arseital-Manchester Utd.
Coventry-Nottingham For.
Man. Utd. er því enn á ný þátt-
takandi í aðalleik umferðarinnar
er liðið mætir Arsenal. Deilda-
bikarmeistarar Nottingham For.
mæta Coventry í erfiðum leik á
útivelli. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Liverpool 11 10-1-0 25: 7 31
Arsenal 11 8-3-0 20: 5 27
Tottenham 11 6-4-1 18: 7 22
Crystal Palacc 11 5-5-1 17:11 20
Manchester City 11 4-6-116:1318
Manchester Utd 11 5-2-415:1417
Lceds Utd. 11 4-4-3 16:12 16
Luton 11 4-2-5 12:17 14
Aston Villa 11 3-4-4 13:11 13
Nottinghain For 11 3-4-414:1613
Chelsea 11 3-4-4 14:18 13
Noruich 11 4-1-6 14:19 13
Wimbledon 11 2-6-3 12:14 12
Q.P.R. 11 3-3-5 16:19 12
Soothampton 11 3-3-5 14:18 12
Coventry 11 3-2-6 11:15 11
Everton 11 2-4-5 16:17 10
Sunderland 11 2-4-5 13:17 10
Derbv 11 2-3-6 8:17 9
Sheffíeld Utd. 11 0-3-8 6:22 3
2. deild
Oldham 15 10-5-0 28:13 35
W'cst Ham 15 9-6-0 25: 9 33
Sheffield Wed. 14 8-5-1 31:14 29
Millwall 14 7-4-3 25:15 25
Middlesbrough 14 7-3-4 23:12 24
Wolves 15 6-6-3 24:15 24
Barnsley 14 6-4-4 25:17 22
Notts County 15 6-3-6 21:19 21
Brighton 14 6-3-5 24:27 21
Ipswich 15 6-3-6 18:23 21
Bristol City 13 6-2-5 20:22 20
Plymouth 15 4-7-4 16:17 19
Portsmouth 15 5-4-6 21:23 19
W.B.A. 14 4-6-417:17 18
Port Vale 15 5-3-7 23:2618
Newcastle 14 4-5-5 14:15 17
Blackburn 15 5-2-8 20:23 17
Swindon 15 4-4-7 19:26 16
Bristol Rovers 13 4-2-7 17:20 14
Hull City 15 3-5-7 20:34 14
Leicester 15 4-2-9 20:35 14
Oxford 14 2-5-7 18:26 11
Charlton 15 2-4-9 16:23 10
Watford 14 2-3-9 11:21 9
Öruggt hjá Liverpool
Stórleikur helgarinnar var á
sunnudag er Tottenham og
Liverpool mættust. Þeir sem
héldu að Liverpool væri að
gefa eftir vegna tapsins í
deildabikarnum gegn Man.
Utd. í vikunni voru snarlega
leiðréttir.
Þrátt fyrir að John Barnes færi
meiddur út af hjá Liverpool
spemma í leiknum hafði það eng-
in áhrif á liðið sem var mun sterk-
ari aðilinn í leiknum. Ian Rush
skoraði eina mark fyrri hálfleiks-
ins á 38. mín. fyrir Liverpool er
hann lyfti laglega yfir Erik Thorst-
vedt markvörð -Tottenham eftir
sigraði Tottenham 3:1
góða sendingu frá Jan Mplby.
Leikmenn Tottenham vildu þó
meina að um rangstöðu hefði
verið að ræða.
Aðeins 3 mín. voru liðnar af
síðari hálfleik er Rush hafði bætt
við sínu öðru marki eftir góða
sendingu David Burrows og Liv-
erpool virtist hafa tryggt sér
sigurinn. En aðeins 2 mín. síðai;
lagaði Gary Lineker stöðuna fyr-
ir Tottenham með marki eftir að
David Howells hafði átt þrumu-
skot í stöng Liverpool marksins.
Paul Gascoigne átti slakan leik
hjá Tottenham að þcssu sinni og
barðist meira af kappi en forsjá
og tókst ekki að drífa lið sitt
áfram til að jafna leikinn. Það var
síðan Peter Beardsley sem kom
inn á fyrir Barnes sem varamaður
sem bætti þriðja marki Liverpool
við á 67. mín. Gary Ablett lék
fram völlinn, sendi út á vinstri
vænginn til Rush sem sendi fyrir
mark Tottenham og þar kom
Beardsley og skoraði af öryggi.
Guðni Bergsson var í byrjun-
arliði Tottenham, en átti fremur
daufan leik og var skipt útaf í
leikhléi. Sigur Liverpool var
mjög sanngjarn og liðið heldur
því enn fjögurra stiga forskoti í 1.
deild. Þ.L.A.
Deildabikarinn:
Iiverpool úr leik