Dagur - 06.11.1990, Page 11
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 - DAGUR - 11
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur:
Skákmót gmnnskólanemenda
Síðastliðinn laugardag stóð
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur
á Akureyri fyrir skákmóti fyrir
grunnskólanemendur með
aðstoð Skákfélags Akureyrar.
Mótið fór fram í Lundarskóla.
Þátttakendur voru alls 122 og
fengu þeir allir viðurkenning-
arskjal, en þrír efstu í hverjum
aldursflokki fengu verðlauna-
peninga.
Lítum þá á úrslit í einstökum
flokkum. I 1.-2. bekk voru 11
keppendur og úrslit þessi: 1.
Helgi Jónsson með 9 vinninga. 2.
Valgarður Reynisson 81/: og 3.
Jóhann Már Valdimarsson 8 v.
I 3. bekk voru 10 keppendur
og efstu menn þessir: 1. Sverrir
A. Arnarson 9 vinningar. 2.
Guðlaugur B. Magnússon 8 v. 3.
Viktor Þórisson 7 v.
I 4. bekk voru 8 keppendur. 1.
Börkur Heiðar Sigurðsson. 2.
Heimir Örn Jóhannesson. 3.
Valdimar Pálsson.
í 5 bekk var 21 keppandi og
efstir uröu þessir: 1. Björn Finn-
bogason 81/’ vinningur. 2. Davíð
Stefánsson 7 v. 3. Steingrímur
Sigurðsson 6+1 (50 stig). 4.
Eiríkur Karl Ólafsson Smith 6+1
(49 stig).
Flestir keppendur voru í 6.
bekk eða alls 29. Röð efstu
manna varð þessi: 1. Hafþór Ein-
arsson 8 vinningar (48,5 stig). 2.
Halldór Ingi Kárason 8 v. (47,5
stig). 3. Bárður Sigurðsson IVi v.
I 7. bekk voru 15 kcppendur.
1. Einar Jón Gunnarsson 7 vinn-
ingar. 2. Héðinn Jónsson 6,5 v. 3.
Gunnþór Jónsson 6 v.
1 8. bekk voru 6 keppendur. 1.
Magnús Dagur Ásbjörnsson. 2.
Páll Pórsson. 3. Gestur Einars-
son.
í 9.-10. bekk voru 11 kcppend-
ur og efstir uröu þessir: 1. Pór-
leifur Karlsson. 2. Pétur Grétars-
son. 3. Örvar Arngrímsson.
Loks er það stúlknaflokkur, en
11 stúlkur leiddu saman hesta
sína. Efstar urðu þessar: 1. Þor-
björg Þórsdóttir með 10 vinninga
af 10 mögulegum. 2. Þórhildur
Kristjánsdóttir 9 v. 3. Auður
Franklín 6 v.
Kaldbaksmenn vilja þakka öll-
um sem aðstoðuðu þá við fram-
kvæmd mótsins og þá sérstaklega
Mjólkursamlagi KEA og Lund-
arskóla fyrir þeirra stuðning. SS
Myndir: SS
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
Krabbameinsleit
Konur! Munið eftir að panta ykkur tíma í
skoðun.
Síminn er 25511 frá kl. 08.00 til 17.00 alla
daga.
Krabbameinsleit.
Þórs-
peysur
í öllum stæröum til sölu á eftirtöldum stööum:
Hallarportinu (á laugardögum kl. 11 -16), Allir sem 1,
íþróttavöruverslun, Strandgötu 6 og hjá öllum deildum
Þórs.
Þórspeysa er góð og falleg gjöf.
Kartöfluframleiðendur!
Óskum eftir að gera fasta samninga við nokkra
kartöfluframleiðendur þ.e. magn, afhendingu,
verð og greiðslu.
Kaupum allar tegundir þ.e. gullauga, rauðar íslensk-
ar, Helgu, bintjé, premier og bökunarkartöflur.
Gerum ennfremur verðtilboð í óflokkaðar kartöflur.
ÖNGULL HF.
Staðarhóli, 601 Akureyri.
Símar 96-31339, 31329 og 985-31346.
Staða leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar er
laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 23. nóv.
1990.
Umsóknir skulu berast formanni Leikfélags Akureyr-
ar Sunnu Borg sem gefur allar nánari upplýsingar í
síma 25073.
Leikfélag Akureyrar
Hafnarstræti 57, 600 Akureyri.