Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 13.12.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. desember 1990 - DAGUR - 3 fréffir i Stjórn Víkurplasts hf. á Svalbarðseyri fer fram á gjaldþrotaskipti: „Rekstrargrundvöllur fyrirtækisins var aldrei sérstakur“ - segir Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. „Guðfeðurnir hjá Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðar hf. gerðu allar frumathuganir varðandi rekstur Yíkurplasts hf. á Sval- barðseyri og það er þeirra að svara spurningum er varða fyrirtækið,“ sagði Bjarni Hólmgrímsson, bóndi að Sval- barði á Svalbarðsströnd, þegar hann var spurður um rekstur fyrirtækisins og ákvörðun stjórnar að fara fram á gjald- þrotaskipti. Að sögn Sigurðar P. Sig- mundssonar, framkvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., var samþykkt á síðasta stjórnarfundi Vfkurplasts lif. að Aðalfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiðja: Mótmælir áformum um aukna skatta á atvinnulíílð - Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, tekinn við formennsku í félaginu Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja mótmælir harðlega áformum um aukna skattlagn- ingu á atvinnulífið og hvetur til að haldið verði áfram að end- urgreiða íslenskum skipasmíða- iðnaði uppsafnaðan söluskatt. Þá vill félagið að breytt verði lögum frá árinu 1922 um fisk- veiði í landhelginni og þannig verði rutt úr vegi hindrun fyrir að erlend skip sem stunda veið- ar utan fiskveiðilögsögu ís- lands geti komið hér til hafnar til viðgerða og þjónustu. Samþykkt um þessi atriði var gerð á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Á þessum fundi tilkynnti Jósef H. Þorgeirsson, sem gegnt hefur for- mennsku í félaginu um 6 ára skéið, að hann gæfi ekki kost 'á sér til endurkjörs og var þá Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, kosinn formaður félagsins. Núverandi aðstæður í íslensk- um skipasmíðaiðnaði og framtíð- in var til umfjöllunar á fundinum. Rætt var um hvernig fyrirtækin sjálf geti brugðist við þeim erfiðu aðstæðum sem upp eru kontnar í kjölfar mikils samdráttar í fjár- festingum í sjávarútvegi. í álykt- un fundarins segir að fyrirtæki í íslenskum skipasmíðaiðnaði vinni nú að ýmsum verkefnunt til að treysta rekstur sinn og njóti í sumum tilvikum til þess stuðn- ings yfirvalda í iðnaðarmálum. „Þessar aðgerðir eru í eðli sínu langtímaverkefni, sem fyrirtækj- unum cr því aðeins mögulcgt aö sinna vel að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að jafna sveiflur á innlendum Almannavarnanefnd Húsavíkur: Rætt um húsnæði fyrir stjómstöð Sveinbjörn Lund var kjörinn formaöur almannavarnanefnd- ar Húsavíkur á fundi nefndar- innar sem var nýlcga haldinn. Vilhjálmur Pálsson var kjörinn varaformaöur. Á fundinum fóru fram umræð- ur um skipulag og framkvæmd neyðaráætlunar. Rædd var nauð- syn þess að taka formlega ákvörðun um staðsetningu stjórnstöðvar og samþykkt að biðja staðgengil lögreglustjóra að Heillandi ævi- saga rokk- kóngsins Elvis Presley er komin i allar bókabúðir, bráðskemmtileg og fogur giof handa þúsund- um aðdáenda. Metsolubók sem allir vilfa svo gjarnan eiga. Verð að> eins kr. 2280 gera úttekt á því hvað þyrfti til að konta stjórnstöð Almanna- varna fyrir í húsnæði sýsluskrif- stofunnar, og gera einnig tíma- setta áætlun varðandi uppsetn- inguna ef mögulegt og rétt teldist. Frarn kom sú hugmynd að láta fylgjast með viðbúnaði og rann- sóknum sem fram fara vegna hugsanlegs Suðurlandsskjálfta og ætlar sýslumaður að fá viðkom- andi skýrslur frá Almannavörn- um. IM Sendum Elvis i póstkröfu, hvert sem er. Fjölvi, Njörvasund 15 A, Siml 688-433 markaði, treysta samkeppnisskil- yrði fyrirtækjanna og tryggja að ekki verði með stuðningi opin- berra sjóða eða banka leitað til útlanda með verkefni án þess að bjóða þau jafnframt út hér á landi. Um þetta þarf cinnig að takast gott samstarf við hags- munaaðila í sjávarútvegi," segir í ályktuninni. JÓH óska eftir gjaldþrotaskiptum til embættis sýslumanns Suður- Þingeyjarsýslu á Húsavík. Þessi beiðni er nú til umfjöllunar hjá embættinu. Eignaraðilar Víkurplasts hf. eru Svalbarðsstrandarhreppur að 50%, Iðnþróunarfélag Eyjafjarð- ar hf. að 10% og ýmsir aðilar á Svalbarðsströnd að40%. Hlutafé Víkurplasts hf. er 2 milljónir króna. „Reksturinn hófst síöla árs 1986. Víkurplast hf. framleiddi ýmsar neytendapakkningar fyrir veitingahús, sjúkrahús og fleiri aöila svo sem SH. Framleiðslan varð aldrei ntikil. Þegar best gekk 1988 seldi fyrirtækið fram- leiðsluvörur sínar fyrir 5-6 millj- ónir króna. en 1989 fyrir tæpar 4 milljónir króna. Rekstri var liætt um síðastliðin áramót. Tolla- breytingar, sem urðu á tímabil- inu, höföu afgerandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Innflutning- ur á svipaðri vöru og þeirri er framleidd var í verksmiðjunni náöi yfirhöndinni á markaðinum. í dag er búið að selja allar vélar Víkurplasts og eftir standa skuld- ir að upphæð 5 milljónir króna. Stjórnarmenn Víkurplasts hf. og Svalbarðsstrandarhreppur koma til með að taka verulcgan hluta tapsins á sig samkvæmt ábyrgð- urn og undirskriftum. Rekstur Víkurplasts hf. er kennslubókar- dæmi um erfiðleika í iðnrekstri á íslandi. Rekstrargrundvöllur fyrirtækisins var aldrei sérstakur. Fyrirtækiö var of lítið til að vera sjálfstæð eining," sagði Sigurður P. Sigmundsson. ój Ljósritunarvélar ¥ Bókabúðin Edda Hafnarstræti 100 AKureyri Simi 24334 CfiLs FYRIR NÚTÍMA KARLMENN HERRADEILD SIMI23599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.