Dagur - 13.12.1990, Page 4

Dagur - 13.12.1990, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 13. desember 1990 Launafólk Eyjafirði! Jólainnkaupin krefjast árvekni, verslum þar sem launin nýtast best. Verkalýðsfélögin Eyjafirði LEGO - RLAYMOlP 1ER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY Snjóþotur nokkrar gerðir með 15% afslætti í kjallara föstud. kl. 13-18 laugard. kl. 13-22 V j; ( PfiRIS Leikfangamarkaóurinn Hafnarstræti 96 sími 27744 BÍLABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MQDEL - RAMBO Jólatréssala Kaupangi - Rauðgreni - Blágreni - Stafafura - Fjallaþinur - Normansþinur - Grenibúnt og greinar Opið: Laugardag frá kl. 10.00-22.00. Sunnudaa frá kl. 10.00-18.00. aupangi • Akureyri 4800 og 24830 Matvöruverslunin ísland er Grímsey Evrópu Það er oft á tíðum erfitt fyrir íslendinga, sem lifa og hrærast í straumiðu alþjóðlegra mála að skoða sjálfa sig og sín eigin málefni í þeirri smæð sem raun- verulega á við. Við fjöllum gjarn- an um hugsanlega aðild íslands að Evrópubandalaginu rétt eins og það mál sé skoðað í Brussel á svipuðum grundvelli og hugsan- leg aðild Svíþjóðar. Á sama tíma líta sömu Reyk- víkingar á málefni Grímseyjar sem hvert annað byggðavanda- mál, sem auðvelt megi vera að leysa, til dæmis með því að flytja fólkið suður. Þetta eru þrátt fyrir allt ekki nema um hundrað hræð- ur og ódýrast að flytja þær bara inn á Akureyri eða suður á Keil- isnes. Grímsey og EB Á sama tíma og við krefjumst þess sem forsendu fyrir viðræð- um við fulltrúa Evrópubanda- lagsins að þeir virði sérstöðu okk- ar varðandi fiskveiðar ákveða Bjarni Sigtryggsson. sömu Reykvíkingar að Grímsey- ingar, sem eiga allt sitt undir sjávarsókn, skuli sitja við sama borð varðandi skertan rétt til fiskveiða og íbúar annarra byggðarlaga, sem eiga flestir hverjir aðgang að fjölbreytilegu atvinnuumhverfi. Ef Grímseyingar stæðu í svip- uðum samningaviðræðum um að- ild að íslandi eins og íslendingar gera gagnvart Evrópubandalag- inu, þá er ekki að efa að rök þeirra vægju jafn þungt. Lítið sjávarsamfélag á fiskislóð lengst norður í hafi, hálfur þúsundasti af íbúafjölda heildarinnar, en landfræðilegur útvörður hennar. Álver í Grímsey? Látum vera, ef álveri hefði verið valinn staður á Grímsey. Þá hefði kannski síður komið að sök, þótt trillukvótinn færi niður í 10 kíló á kopp. Það er varhugavert fyrir ís- lendinga að virða ekki þá sér- stöðu sem Grímseyingar búa við, en krefjast þess að aðrar þjóðir og miklu stærri í Evrópu sýni okkur sams konar skilning. Grímsey er á söluskrá, segja eyjarskeggjar og senda íslensku þjóðinni alvarlega ábendingu. Hvenær kemst ísland á söluskrá? Bjarni Sigtryggsson. Kvikmyndahátíð á Akureyri 1990 í Borgarbíói 10.-15. des. í dag kl. 19.00 verður sýnd kvik- myndin „Líknarhöggið" (Der Fangschuss). Leikstjóri er Volk- er Schlöndorff og með helstu hlutverk fara: Matthias Habich, Margarethe von Trotta, Rudiger Kirchstein, Matthieu Carriere, Valeska Gert, Marc Eyraud, Frederik Zichy, Bruno Thost, Henry van Lyck. Sýningartímf 97 mín., gerð 1976. Fyrir utan smásöguna um stúlk- una sem býður ást sína pilti sem afþakkar hana, fjallar kvikmynd- in „Líknarhöggið“ aðallega um sameiginlega tegund fólks, sam- eiginleg örlög þriggja vera sem eru á valdi sömu afla; eiga við sama skort að stríða og mæta sömu hættum. Eric og Sophie líkjast sérstaklega, þau eru óbil- gjörn og hafa bæði ástríðufullan áhuga á að láta reyna að fullu á sín eigin takmörk. (Úrdráttur úr formála á „Líknarhögg- inu“ (Le coup de grace) eftir Marguerite Yourcenar.) „Líknarhöggið“ var valin til keppni í opinberu samkeppninni á kvikmyndahátíðinni í París 1976. Hún hlaut aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Naples' 1977, en forseti dómnefndar var René Clair (1898-1981) sem var einn af virtustu kvikmyndagerð- armönnum Frakklands. Skipað í stjóm Kvikmyndasjóðs Menntamálaráðherra hefur skip- að í stjórn Kvikmyndasjóðs Is- lands til næstu þriggja ára. For- maður stjórnar sjóðsins er Ragn- ar Arnalds alþingismaður en aðr- ir stjórnarmenn eru. Lárus Ymir Óskarsson tilnefndur af Félagi Kimarr Hafnarstræti 20 Jólasteikin er komin á tilboði sem þú getur ekki hafnað Bayonneskinka áður kr. 1389 nú kr. 1251. Úrb. svínakambur áður kr. 1330 nú kr. 1197. Einnig þessa viku kindabjúgu áður kr. 618 nú kr. 494. Höfum einnig gott úrval af jólavörum s.s. konfekt, kerti, servíettur, dagatöl, jóiakort, merkispjöid, jólapappír og ýmislegt fleira. Tökum pantanir í laufabrauð og rjúpur Bændur munið bláu nótumar Kiman í jólaskapi - sími 25655 Opið virka daga kl. 9-22 laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 kvikmyndagerðarmanna, Hrafn Gunnlaugsson tilnefndur af Sam- bandi íslenskra kvikmyndafram- leiðenda, Friðbert Pálsson til- nefndur af Félagi kvikmynda- húsaeigenda og Edda Þórarins- dóttir tilnefnd af Bandalagi ís- lenskra listamanna. Varamaður formanns er Þór- unn J. Hafstein deildarstjóri en aðrir varamenn eru: Jón Her- mannsson tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, Ágúst Guðmundsson tilnefndur af Sam- bandi íslenskra kvikmyndafram- leiðenda, Grétar Hjartarson til- nefndur af Félagi kvikmynda- húsaeigenda og Erlingur Gísla- son tilnefndur af Bandalagi ís- lenskra listamanna. Þegar fjallað er um málefni Kvikmyndasafns taka þátt í stjórnarstörfum: Árni Björnsson tilnefndur af Þjóðminjasafni ís- lands og Karl Jeppesen tilnefnd- ur af Námsgagnastofnun. Vara- menn þeirra eru: Gróa Finns- dóttir tilnefnd af Þjóðminjasafni íslands og Anna G. Magnúsdótt- ir tilnefnd af Námsgagnastofnun. Verðlaunasamkeppni fyrir farþega Samvinnuferða-Landsýnar Samvinnuferðir-Landsýn efnir til verðlaunasamkeppni fyrir alla farþega ferðaskrifstofunnar. Keppnin heitir „Sprelllifandi minningar“ og byggist á því að farþegar, ungir sem aldnir, sendi inn hugleiðingar eða minningar- brot úr ferðalagi sínu með Sam- vinnuferðum-Landsýn. Keppnin er sérstæð að því leyti að þátttakendum er frjálst að senda inn minningar sínar í hvaða formi sem er. Til dæmis er lýst eftir teikningum eða teikni- myndasögum, ljósmyndum, vís- um eða ljóðum, smásögum, stutt- um myndböndum eða kvikmynd- um, lagstúfum eða hljóðsnæld- um. Sérstök dómnefnd velur 7 athyglisverðustu verkin sem ber- ast og þeir sem þau gerðu fá að launum utanlandsferð fyrir alla fjölskylduna. Síðan verða þrír aukavinningshafar dregnir úr nöfnum allra sem senda inn efni og fá þeir einnig í verðlaun utan- landsferð fyrir alla fjölskylduna. Samtals verða því veittir í verð- laun 10 glæsilegir fjölskylduvinn- ingar. Efni sendist til Samvinnuferða- Landsýnar, Austurstræti 12, 101 Reykjavík merkt „Sprelllifandi minningar“. Skilafrestur er til 15. janúar 1991. Fréttatilkynning.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.