Dagur


Dagur - 18.12.1990, Qupperneq 4

Dagur - 18.12.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 18. desember 1990 ........ ............................ VELSMIÐJA STEINDORS HF. tr 96-23650 ■ Frostagötu 6A • Akureyri 10% staðgreiðsluafsláttur til jóla Mikið úrval af öryggishjálmum, fyrir vélsleðamenn og bifhjólamenn, ásamt leðurfatnaði, hönskum, vara- og fylgihlutum í bifhjól. VERSLUNIN í VÉLSMIÐJU STEINDÓRS HF. Sími 96-23650 • Frostagötu 6A J BÓKABÚÐ JÓNASAR Petta verða „BÓKAJÓL“ Því veldur íjöldi vandaðra bóka ásamt verðlældom á milli ára Verid velkoxnin. kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason í slæmum félagsskap Borgarbíó sýnir: í slæmum félagsskap (Bad Influence). Leikstjóri: Curtis Hanson. Aðalhlutverk: Rob Lowe og James Spader. Colombia Pictures 1990. Ekki verður annað sagt en að vel hafi tekist til um val leikara í aðalhlutverk þessarar nýjustu myndar Curtis Hansons. Rob Lowe er hinn áferðarfallegi ungi maður, hann sprettur upp úr engu; við fáum ekkert að fræðast um bakgrunn hans eða æsku - hann bara er. Og það er svo sannarlega orð að sönnu - hann bara er - ekki snefill af siðferðis- kennd virðist búa með honum. Rétt eða rangt verða ekki einu sinni afstæð hugtök í huga Lowes. Hann lætur í einu og öllu að löngunum sínum og girndum. Hann lifir, ekkert fær að skyggja á þá staðreynd, ekki gripdeildir eða morð. Það er einmitt þetta algjöra taumleysi sem laðar James Spader að Lowe. í fyrstu virðist Spader algjör andstæða Lowes, hann er ungur maður á uppleið í stóru tölvufyrirtæki. Hann á huggulega unnustu, framúr- stefnulega íbúð og digran sjóð í banka. Bróðir Spaders, hippi og eiturlyfjaneytandi, er eina púslan sem ekki fellur inn í þessa mynd fullkomleika hins unga uppa. Von bráðar verða þær þó fleiri, Spader lætur ánetjast af Lowe, taumhaldið brestur um stundar- sakir og þegar Spader reynir að ná jafnvægi á nýjan leik byrja hörmungar hans fyrir alvöru. Lowe er ekki reiðubúinn að Rob Lowe leiðir James Spader á villigötur, hann er vondi félagsskapurinn sem þessi kvikmynd leikstjórans Curtis Hansons dregur nafn af. hætta gamninu og / slæmum I vænlegan spennutrylli í anda félagsskap breytist í fremur ógn- Hitchcocks. K&C&ÍP JÍiÍ'VdbK Hafnarstræti 108 Sími 96-22685 Við höfum ekki efni á fleiri vinstri stjómum Miklar annir eru nú á Alþingi eins og jafnan fyrir jólin. Fjár- lagafrumvarpið og fylgifrumvörp þess eru fyrirferðamikil. En þau færa okkur ekki neina gleði eða hamingju. Þvert á móti endur- spegla þau þá staðreynd að við getum ekki gengið lengra á þeirri braut eyðslu og hárra skatta, sem eru afleiðing vinstri stjórna eða félagshyggjustjórna, sem raunar er það sama. Til skýringar minni ég á þá staðreynd, að á tveim síð- ustu árum hafa skattar hækkað um 120 þús. kr. fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu í land- inu. Samt sem áður heldur hall- inn á ríkissjóði áfram að vaxa. Þegar við tölum um það, hvort lífskjör séu góð eða vond, erum við að hugsa um samanburð. Ef hann er tekinn við lönd Austur- Evrópu, lifum við sældarlífi. Þó það nú væri! En svo er guði fyrir að þakka, að okkur nægir ekki að sækja samanburðinn þangað. Við horfum okkur nær til þeirra þjóða. sem við eigum mest við- skiptaleg og menningarleg sam- skipti við. Og þá verður annað uppi á teningnum, - einkanlega ef við horfum til framtíðar. Þar fara lífskjör batnandi frá ári til árs. Hér á landi hafa þau snögg- versnað og ekki fyrirsjáanlegt, að við getum endurheimt fyrri kaup- mátt. 1. febrúar náðist það sam- komulag á vinnumarkaðnum, sem kallað hefur verið þjóðar- sátt. Það felur í sér, að kaup- máttur verði aðeins lakari yfir árið í heild en hann var í janúar. Laun munu hækka frá 1. desember fram á mitt næsta ár um 8% í Halldór Blöndal. krónutölu eða svo, sem allt verð- ur þó tekið til baka í hærra vöru- verði, sköttum og þjónustugjöld- um til ríkisins. 1. september renna kjarasamningarnir út. Þá reynir á, hvort við berum gæfu til að gera enn betur en gert var í febrúar eða hvort við föllum aft- ur í sama gamla farið. Orðið þjóðarsátt gefur fyrir- heit um framhald. Það felur í sér, að allir leggi af mörkum og fórni einhverju til þess að sættin takist. Það höfum við séð gerast á vinnu- markaðnum. Launþegar viður- kenna þá staðreynd að afrakstur þjóðarbúsins hefur minnkað og atvinnurekendur hafa reynt að halda kostnaði niðri og vöruverði í hófi. Ríkisstjórnin á hinn bóg- inn lætur sér ekki segjast. Hún heldur áfram að eyða um efni fram og er svo aðsópsmikil á inn- lendum peningamarkaði, að raunvextir hafa hækkað verulega frá því að þjóðarsáttin var gerð. Þó svo að fiskverð á erlendum mörkuðum hafi hækkað upp í 30% milli ára, eru ýmsar blikur á lofti í sjávarútvegi. Sum byggðar- lög, sem áður voru sterk, standa höllum fæti. Hvergi örlar á neinu, sem hægt er að kalla minnsta vísi að atvinnustefnu fyr- ir landsbyggðina. í umræðum um byggða- og at- vinnumál endurtekur forsætis- ráðherra í síbylju, að allt sé betra en frjálshyggjan. Skipbrot þjóð- anna í Austur-Evrópu sýnir best merkingarleysi þessara orða, en með þeim er verið að gefa fyrir- heit um, að framleiðslan þurfi ekki að taka tillit til markaðarins. Með þeim er jafnframt verið að gefa í skyn, að hægt sé að reka atvinnustefnu, sem ekki byggir á því, að einstök fyrirtæki sýni hagnað. Það hættulega við byggða- stefnu Framsóknarflokksins er einmitt þetta að hún er reist á því að misnota opinbert fé til þess að halda uppi ónýtum rekstri. Þessi stefna hefur leikið samvinnu- hreyfinguna grátt og veikt lands- byggðina í heild. Kosningaundirbúningur er að hefjast. Línurnar eru óvenju skýrar núna. Þrístirnið Stein- grímur, Ólafur Ragnar og Jón Baldvin, er að reyna að skína á hinum pólitíska himni. Þess er ekki að vænta, að meirihluti þjóðarinnar kjósi að hafa það sér að leiðarljósi næstu fjögur árin. Halldór Blöndal. Höfundur cr ulþingismaðúr í Noröurlundskjör- dæmi cystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.