Dagur - 18.12.1990, Page 17
hér & þar
í þussari undravcrðu inyndröð sjáiiiu við rauðbrysting að
vciðuiii. Afar óvanalcgt cr að slíkar inyndir náist, cn scin
sagt licr sjáuin við vciði dagsins.
Selma níu ára
gömul móðir
frá Tyrklandi:
„Ég er
hreykin
af syni
mínum“
„Ég er búin að setja allar dúkk-
urnar mínar upp í skáp. Ég þarfn-
ast þeirra ekki lengur. Nýfæddur
sonur er miklu skemmtilegri en
nokkurt leikfang," sagði Selma
Bozca, sem nýlega eignaðist son
aðéins níu ára.
- ' ' :>
„Eg veit að ég er nokkuð ung
til að eignast barn, en ég skamm-
ast mín ekki, þetta er vilji guðs,“
segir Selma, en hún býr í þorpinu
Deverdersi í Tyrklandi. „Pegar
ég held á stráknum og kjassa
hann trúi ég vart að hann sé
minn.“
Tilkynning til launa-
skattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi
launaskatts fyrir nóvember var 17. desember sl. Sé launa-
skattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til
viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu-
manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um
leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytiö.
Ástkær móðir okkar,
RÓSA JÓNSDÓTTIR THORLACÍUS,
fyrrum húsmóðir í Hvassafelli, Eyjafirði,
til heimilis að Tjarnarlundi 15 g,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. desember.
Jarðarförin auglýst siðar.
Halla Benediktsdóttir,
Haukur Benediktsson,
Þuríður Benediktsdóttir,
Einar Benediktsson.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð vegna andláts og útfarar
BRYNJÓLFS HELGASONAR,
Lyngholti 14 b, Akureyri.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyflækningadeildar,
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Anna Guðmundsdóttir,
Guðmundur Brynjólfsson, Halldóra Sævarsdóttir,
Anna Bjarney, Sævar Már, Brynja Björk Guðmundarbörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls,
RÓSU HALLDÓRSDÓTTUR,
frá Tjörnum í Eyjafirði.
Sérstakar þakkir færum við Halldóri Halldórssyni lækni og
starfsfólki Kristnesspítala fyrir góða umönnun.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar,
SIGURRÓSAR ÞORLEIFSDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Hlíð.
Jóhann Bjarmi Símonarson,
Þorbjörg Gigja Símonardóttir.
Selma og foreldrar hennar
höfðu ekki hugmynd um að hún
var ófrísk fyrr en hún var gengin
átta mánuði. Maginn hafði að
vísu blásið út og hún hafði kvart-
að um herping í maganum og því
var farið með hana á sjúkrahúsið.
„Ég varð felmtri sleginn þegar
læknar sögðu mér að stelpan væri
ófrísk og fór því með hana á
Alþjóðlega fæðingarheimilið í
Afyon, hvar hún eignaðist
barnið,“ segir Hassan faðir
Selmu.
„Barnið var tekið með keisara-
skurði því stúlkan gat ekki átt
barnið með eðlilegum hætti, hún
var ekki nægilega þroskuð til
slíks. Selma stóð sig sem hetja og
tók öllu með mikilli ró og yfirveg-
un,“ segir Telek fæðingalæknir.
Selma nefndi son sinn Murat
sem merkir heppni. Faðir barns-
ins er táningur, sem hefur þekkt
Selmu frá því að hún fæddist.
„Faðir barnsins hefur lofað, að
er herþjónustu lýkur og Selma er
orðin nægilega gömul, þá muni
hann kvænast henni. Þar til það
verður munum við annast dóttur
okkar og son hennar," segir móð-
ir Selmu.
„Ég ætla að gera mitt besta og
annast Murat og mamma hjálpar
mér hún hefur reynsluna. Ég er
ekkert bangin og ég er hreykin af
syni mínum og ætla að segja hon-
um með stolti að ég sé með
yngstu mömmum í heiminum,"
segir Selma, hvar hún situr með
son sinn Murat í fanginu.
Trúðu því eða ekki
- spádómar geta haft góð áhrif á þig
Framtíðin felur góða hluti í
skauti sér ef þú trúir á spádóma
og stjörnuspár. Þess vegna getur
verið gott að leita ráða hjá lærðu
fólki í yfirnáttúrulegum hlutum.
Það getur gefið þér jákvætt við-
horf til framtíðarinnar og kvatt
þig þess að fara rétt að hlutunum.
Ef þú trúir á þetta finnst þér
heimurinn vera betri og þér líður
betur sjálfum, sjálfstraustið eflist
og þú ert betur upplagður í að
takast á við vandamál heimsins.
Þeir geta einnig verið uppörvun.
Ef spákona spáir því að þú
munir fá stöðuhækkun getur það
orðið til þess að þú stendur þig
betur og það getur fengið vinnu-
veitandann til að veita þér stöðu-
hækkun. Þú getur jafnvel endur-
nýjað gamlan vinskap og grætt
gömul sár með því að lesa stjörnu-
spána dag hvern. Hún getur örv-
að þig til að hafa samband við
fjarlægan vin eða ættingja. Það
getur haft upplífgandi áhrif á
báða aðila. Mjög oft er spáin ein-
mitt það sem manneskjan þurfti
til að mikilvæg breyting eigi sér
stað.
■r“hv. •
^ _________• - v* ‘ ,
höfundur
Jón Hjaltason
Þeir sem búa utan Akureyrar
og hafa áhuga á að kaupa bókina
geta pantað í síma 27245
+ason söguritari mun árita
ókabúð Jónasar fimmtudaginn
. kl. 16.00-18.00