Dagur - 18.12.1990, Page 21
Þriðjudagur 18. desember 1990 - DAGUR - 21
r
■\
af nýslátruðu
xwþjom.
hlýleg jólagjöf
TILBOÐ
á hreinu
autahakki
Byggðamál á Norðurlöndum
Gallery AllraHanda
Af því tilefni er sérstök kynningar- og söiusýning
í Hafnarstræti 107 (áður Islandsbanki).
Frábært úrval af íslenskum listmunum úr
tré, járni, leir, silfri og gleri.
Einnig myndir eftir 19 íslenska myndlistamenn.
Gallery AllraHanda.
Þegar minnst er á skipulag sveit-
arstjórnarmála, fyrirkomulag
heimastjórnar í landinu, er ýmist
vitnað til sjálfsforræðis hinna
mörgu sveitarfélaga í landinu eða
farið á vit heiðríkjuvaðals og
málskrúðs um hlutverk héraðs-
nefnda og landshlutasamtaka,
sem nánast leika lausum hala í
tómarúminu.
Svo virðist sem að ísland dragi
enn dám af því að hafa verið stifti
í Danmörku. Reykjavík er eina
stjórnsýslumiðstöðin í landinu.
eins og áður var, þegar landið var
danskt stifti.
Á svonefndu landshöfðingja-
tímabili þróuðust ömtin í það að
verða landshlutastjórnir. Þetta
átti sér fyrirmynd í danskri
stjórnsýslu og á hinum Norður-
löndunum. Með heimastjórninni
1904 steig þjóðin út úr þessari
götu og geröi þar með eina af-
drifaríkustu skyssu, sem sctt hef-
ur mark sitt á býggðaþróun á ís-
landi.
Skýringar á þessu eru vafalaust
margar, en líklegast er þó, að hér
hafi ráðið miklu að kjördæma-
skipan fylgdi lögsagnarumdæm-
urn og síðar svæðum sýslunefnda
og kaupstaða. Hinir nýju valda-
höfðingjar, sýslumenn og sveitar-
höfðingjar voru andsnúnir skipt-
ingu landsins í stór heimastjórn-
arsvæði. Þetta er skýringin á því
að margir forystumenn sjálf-
stæðishreyfingarinnar vildu ömt-
in feig, vcgna þess að þau voru
talin dönsk uppfinning.
Tillögur Hannesar Hafsteins
um svæðakjördæmi hlutu heldur
ekki náð fyrir augum Alþingis,
þar sem þær stefndu að myndun
landshluta í líkingu við ömtin.
Óþarft er að lýsa valdatilfærslu
frá minnkandi sveitarfélögum og
héruðum, sem eru nú svipur hjá
sjón, eftir áratuga byggðaröskun.
Dæmin eru deginum ljósari m.a.
með aukinni tilhneigingu lands-
byggðarinnar um aukna fjárhags-
lega ríkisforsjá sem vilja þó hafa
forræði sömu mála áfram. Niður-
stöður þessara blekkingar eru á
einn veg. Forræði fylgir ætíð yfir-
ráðum fjármagns, og þannig er
um verkefni sem færast til ríkis-
ins frá sveitarfélögum.
Rit Útvarðar „Byggðamál á
Norðurlöndum" er holl hugvekja
nú þegar landsbyggðarmönnum
er að verða ljóst að ekki er mögu-
legt að rétta við hlut landsbyggð-
ar, nema með stjórnsýslubyltingu
í landinu.
Andstaða gegn millistjórnstigi
á íslandi hefur byggst á tvennu
þ.e. ótta sveitarstjórnarmanna
við að forræði þeirra verði skert
og andstöðu alþingismanna, þar
með stjórnkerfisins í landinu við
að missa völd og áhrif. Þeim
áróðri hefur verið dreift að vax-
andi andstaða sé á Norðurlönd-
um gegn ömtum, fylkjum og lén-
um, einkum frá sveitarstjórnar-
mönnum, sem ekki vilja lúta milli-
stiginu og telja það til trafala.
Bókin „Byggðamál á Norður-
löndum" upplýsir, að með þeirri
breytingu að kjósa beint til milli-
stigs í almennum kosningum hafi
aukist bilið á milli þess og sveitar-
félaganna og verkefnaskil orðin
gleggri.
Við lestur bókarinnar „Byggða-
mál á Norðurlöndum" er þess
virði aö athuga fordæmi Finna.
Þar tengjast sveitarfélögin ekki
lénskerfinu, en heyra beint undir
ríkið. Lénsskrifstofurnar fara
einkum með málefni á vegum
ríkisins, sem tengja má heima-
stjórn á verkefnum ríkisvaldsins.
I Finnlandi eru svonefnd
byggðasamlög. Þau annast ýmis
verkefni sveitarfélaga. Á
Norðurlöndum er verið að efla
millistigið. Ekki á kostnað for-
ræðis sveitarfélaga, heldur með
tilfærslu frá ríkisvaldi til heima-
stjórnsýslu.
Reynslan af síðustu verkefna-
tilfærslu milli ríkis og sveitarfé-
laga kallar á leiðréttingu á hlut
landsbyggðarinnar, sem aðeins er
möguleg, með lýöræðislegu milli-
stigi. Millistig er eina tiltæka ráð-
ið til að færa heim í hérað stóru
verkefnin frá ríkisvaldinu, svæö-
isbundið og tengt þjónustu við
fólkið í landinu. Þetta er reynsla
Norðurlandaþjóðanna. Hér. er-
um við eftirbátar þeirra.
í ritinu „Byggðamál á Norður-
löndunt" er sumt sem betur má
fara. Ónákvæmni gætir í kaflan-
um um innlenda stjórnsýslu. Það
er eins og höfundur hafi ekki gef-
ið sér tíma til að sannreyna heim-
ildir, með því að leita til þeirra,
sem best þekkja til. Bókin hefði
þurft að vera auðveldari aflestrar
t.d. með atriðaskrá og saman-
burðaryfirliti. Vonandi leitar
„Útvörður" víðar fanga í þessum
efnum, en á Norðurlöndum og
gefur síðar út heilstæðara rit um
þessi efni.
Byggðahreyfingin „Útvörður"
hefur unnið merkilegt starf aö
byggðamálum, óháö pólitískum
flokkum. Slík hreyfing er nauö-
synleg til að vekja skilning og
áhuga. Þetta er framlag, sem
skylt er að þakka og meta.
„Byggðamál á Norðurlöndum"
sanna að öðruvísi fórum við að,
en frændur okkar. Raunin er sú
að við erum verr staddir í
byggðamálum en þeir. Úti í
landshlutunum vantar lýðræðis-
lega kjörið stjórnskipulegt vald.
sem er nægilega öflugt tæki fólks-
ins til framþróunar og varnar
gegn vaxandi miðstýringu. Ekki
þarf spámann til að sjá það, að
þjóðin veröur að stilla strengi
sína upp á nýtt. ef ckki á illa að
fara.
Jónas Guðmundsson, formað-
ur Sambands ísl. sveitarfélaga.
skrifaði grein í „Sveitarstjórn-
armál", þar sent hann fullyrti að
það hefði verið rangt að leggja
niður ömtin. Þessi grein var rituð
á öndverðum fimmta áratugnum.
Hann benti á að ein sterkasta
vörn gegn byggðaröskun væri
heimastjórnarvald og lagði því til
að tekin yrðu upp fylki á íslandi.
Byggðahreyfingin „Útvörður"
hefur með útgáfu sinni sýnt fram
á það að Jónas Guömundsson
hafði rétt fyrir sér. Við erum
eftirbátar annarra um nútíma
stjórnhætti í landinu.
Áskell Einarssun.
Höfundur or framkvícmdastjóri Fjóröungs-
Sambands Norölondinga. •
Jólaskreytingar -
Hyacinthuskreytingar
Venjulegar,
öðruvísi og allt öðruvísi.
Gjafavöruúrvalið okkar er einstakt og
sumir segja hvergi betra.
Blómabúðin Laufásl
þar sem úrvalið er. f
Blómabúðin Laufás óskar viðskiptavinum sinum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
-> Stinga ekki
júr fínustu merinóull
->Mjög slitsterk
4 Má þvo viö 60°C
W
EYFJORÐ
Hjaltuyrargotu 4 Simi 22275
1 kg í pakka
30% afsláttur
Verð aðeins
kr. 595j“ kg
^Kjörbúðir