Dagur - 18.12.1990, Side 24

Dagur - 18.12.1990, Side 24
4- Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni ^besta ^Peóíomyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Aflamarksskipin á sjó milli jóla og nýárs Örtröð á pósthúsinu á Akureyri í gær: koma til löndunnar 23. desem- ber, á Þorláksmessu. „Vel hefur gengið að manna skip Útgerðarfélags Akureyringa hf. Við reynum að freista þess að veiða þann kvóta sem Útgerðar- félagið á og því verður afla- marksskipunum haldið að veið- um milli jóla og nýárs. Skipin fara út á annan í jólum kl. 24.00 og verða inni á gamlársdag kl. 16.00. Síðan haida þau til veiða kl. 24.00 á nýársdag ásamt sókn- armarksskipunum þremur," sagði Vilhelm Þorsteinsson. ój Unnið fram á nótt við flokkun á pósti „Þetta er svipaö og var í fyrra. Hingaö kemur stór hluti af jóla- póstinum á einum degi og mér kæmi ekki á óvart þó að hér kæmu inn yfir 50 þúsund bréf í dag,“ sagði Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri í gær en þá var síð- asti dagur til að skila inn jóla- póstinum svo hann komist örugglega á áfangastað innan- lands fyrir jól. þessa síðustu viku fyrir jól. Gísli sagði að þrátt fyrir þenn- an lokadag til að skila inn pósti sé ekki ómögulegt að póstur komist á áfangastað þó að hann komi síðar inn. Þar ráði t.d. veður ntiklu en starfsmenn Pósts og síma reyni allt til að koma póstinum á að- fangadag í tæka tíð. Mikilvægt sé einnig að póstur sé rétt merktur en nokkuð er um að bréf komi illa eða nánast ómerkt í póst. „En fyrsta skrefið er að fólk skili póstinum inn til okkar. Því fyrr því betra," sagði Gísli. JÓH Glerárprestakall: Séra Pétur segir starfl sínu lausu Svona var umhorfs í afgreiðslunni á pósthúsinu á Akureyri í allan gærdag enda síðasti dagur til að skila inn jóla- pÓStÍnum. Mynd: Golli „Sóknarmarksskipin þrjú, Hrímbakur og Sólbakarnir tveir, liggja við festar í Akur- eyrarhöfn, en skipin hafa öll náð sóknarmarki sínu og fara ekki til veiða fyrr en með nýju ári,“ sagði Vilhelm Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa hf. Að sögn Vilhelms verða afla- marksskipin fjögur, Harðbakur, Kaldbakur, Svalbakur og Slétt- bakur, heima um jól og áramót samkvæmt nýjum samningum. Svalbakur kemur til löndunar n.k. miðvikudagsmorgun. Kald- bakur landar n.k föstudagsmorg- un, en Harðbakur og Sléttbakur „Við verðum væntanlega fram á nótt að ganga frá þessum pósti en við bætum við fólki til að sinna þessu. Það má segja að núna sé hver einasti fersentimetri í hús- inu nýttur," sagði Gísli. Marg skólafólk hefur ráðið sig í vinnu á Akureyri til að bera út póst og flokka enda reiknast starfsmönnum pósthússins svo til að um 150.000 bréf fari í dreif- ingu í bænum og nágrenni hans Séra Pétur Þórarinsson, sókn- arprestur í Glerárprestakalli, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu al' heilsufarsástæö- um frá og með næstu áramót- um. Pétur hefur verið í veik- indaleyfi að undanförnu óg í samtali við Dag sagðist hann ekki reikna með að koma til starfa aftur áður en uppsagn- arfresturinn rennur út. Séra Lárus Halldórsson mun því væntanlega brúa bilið uns nýr sóknarprestur verður ráðinn, en Pétur sagðist ætla að flytja kveðjupredikun áður en hann hættir. „Það var alls ekki ljúft að þurfa að taka þessa ákvörðun því það hefur vcrið gott að starfa í presta- kallinu. Ég hef átt frábært sam- starf við starfsfólk kirkjunnar, sóknarnefnd, byggingarnefnd og annað starfsfólk. Það hefur veriö góður vöxtur í safnaðarstarfinu og ntér finnst hastarlegt að þurfa að hætta þegar ég var loks kom- inn vel inn í starfiö," sagði Pétur. Hann segir vinnuálag í þessu fjölmenna prcstakalli of mikið fyrir sig og þaö hafi haft mikil áhrif á heilsufarsástand sitt. Hann hafi því tekið þá ákvörðun í samráði við lækna og sína nán- ustu að segja starfinu lausu og stefna að starfi sem krcfst ekki eins mikillar vinnu. í uppsagnarbréfi sínu til bisk- ups bendir Pétur á aö í sumum prestaköllum séu gerðar allt að því ómanneskjulegar kröfur til prestsins og þá um leið fjölskyldu hans. Yfirstjórn kirkjunnar verði að taka þessi mál alvarlega til athugunar. -Aðspurður kvaðst Pétur telja að Glerárprestakall væri orðið það stórt að full þörf væri fyrir annan prest. Ekki náðist í Inga Þór Jó- hannsson, formann sóknarnefnd- ar, í gær en staða sóknarprests í Glerárprestakalli veröur væntan- lega auglýst laus til umsóknar innan tíðar. SS 1. Ég hef lifað mér til gamans Gylfi Gröndal Kr. 2.780,- 2. Bubbi Silja Aðalsteinsdóttir og Ásbjörn Morthens Kr. 2.980,-/1.980,- 3. Þá hló þingheimur Árni Johnsen og Sigmund Kr. 2.880,- 4. Neistar frá sömu sól Svanhildur Konráðsdóttir Kr. 2.680,- 5. Kristján Garðar Sverrisson Kr. 2.680,- 6. Seiður sléttunnar Jean M. Auel Kr. 3.480,- 7. Saga Akureyrar Jón Hjaltason Kr. 5.000,- 8. Næturverðirnir Alastair MacNeill Kr. 1.788,- 9. Þórhildur Danadrottningi: Ann Wolden Rætinge Kr. 1.990,- 10. Betri helmingurinn* Ýmsir höfundar Kr. 2.480,- Barna- og unglingabækur 1. Tár, bros og takkaskór Þorgrímur Þráinsson Kr. 1.290,- 2. Ráðgátan í víkinni Enid Blyton Kr. 1.148,- 3. Haltu mér, slepptu inér Eðvarð Ingólfsson Kr. 1.390,- 4. Emil, Skundi, Gústi Guðmundur Ólafsson Kr. 998,- 5. Fríða framhleypna* Lykkc Nielsen Kr. 890,- 6. Afi gamli jólasveinn Brian Pilkington Kr. 878,- " 7. Anna í Grænuhlíð 3 L.M. Montgomery Kr. 1.190,- 8. Solla Bolla og Támína - Jólaskemmtunin Elfa Gísla og Gunnar Karlsson Kr. 878,-' 9. Ari lærir að synda* Suzy-Jane Tamier Kr. 590,- 10. Tjúlli* Ingi H. Jónsson, Haraldur Sigurðsson Kr. 990.-^==- Bók er besta jólagjöfín TÖLVUTÆKI BOKVAL | * Nýjar bækur á listanum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.