Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 tónlist Lúsíuhátíð Þaö hafa gerst miklir atburðir í málefnum karlakóranna á Akur- eyri síðastliðin fáein ár. Karlakór Akureyrar og Karlakórinn Geys- ir voru komnir í talsverðan vanda sakir þess, hve illa gekk að manna kórana söngmönnum. Svo var komið, að kórarnir höfðu ekki meira en svo liðsafla til starfa og starfsemi þeirra lá niðri að hluta til eða að fullu nokkur tímabil. Fyrir nokkrum árum var fariö að ræða, hvort ekki væri ráð að sameina kórana í einn öflugan kór. Eins og vænta mátti var þetta ekki auðveld ákvörðun ýmsum þeim, sem í kórunum störfuðu. Hefðir og liðin starf- semi stóðu fyrir brjósti ýmissa. í vetur leið æfðu kórarnir sam- an og unnið var að samræmingu laga og annarra atriða. Þessu starfi lauk með því, að stofnaöur var einn kór undir nafninu Karla- kór Akureyrar - Geysir. Söng- stjóri var ráðinn Roar Kvam og undirleikari Guðrún A. Kristins- dóttir. Framan af yfirstandandi starfs- ári hefur kórinn æft af kappi fyrir fyrsta verkefni sitt. Það var hin hefðbundna Lúsíuhátíð, sem hef- ur verið fastur liður í tónlistarlífi Akureyringa í mörg ár. Lúsíuhátfðin var frumflutt I3. desentber og endurtekin 15. des- ember. Auk karlakórsins komu fram Óskar Pétursson, tenór. Sigríður Helga Ágústsdóttir. sópran, sem var í hlutverki Lúsíu, og barnakór Lundarskóla undir stjórn Elínborgar Lofts- dóttur. Hljóðfæralcikarar voru Guðrún A. Kristinsdóttir, píanófeikari, Helga Kvam, sem lék á hljómborð, og Jóhann Baldvinsson, sem lék á orgel. Það er ánægjulegt, að geta sagt með fullum sanni, að Lúsíutón- leikarnir gengu talsvert vel. Karlakórinn söng á margan hátt ágætlega. Þróttur hans var góöur. hljómar almesnnt hreinir og radd- irnar yfirleitt ákveðnar og fullar. Vald kórsins á styrkbreytingum var eftirtektarvert. Þessi atriði skiluðu sér vcl í ýmsum þeirra laga, sem kórinn flutti, svo sem í „Pílagrímakórnum" eftir R. Wagner, hollenska þjóðlaginu „Þakkargjörö", í „Ö, heilög nótt" eftir A. Adam og víðar. Nokkrir gallar voru á flutningi kórsins. Nefna má. að fyrir brá óstyrk og óákveðni. Þetta henti til dæmis í lagi Björgvins Guð- mundssonar, „Þey. þey og ró, ró". Þá var flutningur kórsins stundum ekki nógu þýður og samfelldur. svo sem f naptMfska laginu „Santa Lucia". í laginu „Týndur hljómur" var undirleik- ur og kór ósamtaka einkum i byrjun. Fleira rnætti til tína. þótt ekki verði gert hér. Eftir stendur þó, aö hér var f heildina vel að verki staðið. Óskar Pétursson söng einsöng með karlakórnúm í nokkrum lögum. Ekki er ástæða til að tíunda einstök atriði varðandi frammistöðu Óskars. Það nægir að taka það fram, að hann stóö sig með prýöi. Rödd hans var þjál og virtist aldrei skorta þrótt eða öryggi. Barnakór Lundarskóla setti Ijúfan svip á Lúsíuhátíðina. Kór- inn söng þýtt og fallega. Tónninn var yfirleitt öruggur, en ekki hefði sakað. að nokkuð meiri þróttur hefði verið í söngnum. Undirleikur var yfirleitt við hæfi. Guðrún A. Kristinsdóttir fylgdi kórnum og studdi hann af kunnáttu og smekkvísi. Jóhann Baldvinsson gerði yfirleitt ágæt- lega, en fyrir kom þó að viss óöryggis virtist gæta. Helga Kvam átti smekklegan þátt í flutningi snoturrar og nokkuð forvitnilegrar útsetningar söng- stjórans á „Heims um ból". Full ástæða er til að fagna því, að nú sknli aftur hljórna karla- kórasöngur á Akureyri. sem ekki er vansæmd að og sem gefur tilefni til þess að ætla, að upp kunni að renna nýtt tímabil af- reka á þessu sviði tónlistar. Enn er þó mikið verk óunnið. Von- andi bera kórjélagar í Karhikór Akureyrar - Geysi gæfu til að starfa af þcim metnaði, sem til þarf jafnt í flutningi sem verk- efnavali, bænum og tónlistarlífi í honum til sóma og eflingar. Haukur Ágústs.son. ::: Mjólkursamlag KEA Ahureyn Simi 96-21400 Glerárprestakall: Séra Pétur lætur af störftun Svo sem kunnugt er hefur sókn- arpresturinn í Glerárkirkju, sr. Pétur Þórarinsson, átt við nokkra vanheilsu að stríða nú að undan- förnu. Hefur hann af þeim sök- um verið í veikindafríi og leitað sér lækninga. Af því hefur orðið nokkur árangur en læknar hans telja nú að hann þurfi á lengri hvíld að halda og ráðleggja hon- um að láta af frekari prestskap fyrst um sinn. Sr. Pétur hefur því ritað biskupi íslands bréf þar sem hann óskar eftir að verða leystur frá frekari störfum við Glerár- kirkju. Sóknarnefnd Lögmannshlíðar- sóknar harmar mjög þessar mála- lyktir þar sem svo virtur og vin- sæll þjónn kirkjunnar á í hlut. Hefur samstarf sóknarnefndar við sr. Pétur verið með miklum ágætum og allt starf hans við GJerárkirkju verið unnið af slíkri samviskusemi og vandvirkni að á betra verður vart kosið. Sóknarnefnd flytur honum alúðarþakkir fyrir fórnfúst starf og óskar honum og fjölskyldu hans allrar blessunar um ókomna framtíð. f forföllum sr. Péturs hefur sr. Lárus Halldórsson þjónað í Gler- árkirkju og verður svo fyrst um sinn og væntanlega fram yfir fermingar. Viðtalstímar sr. Lárusar verða áfram í Glerárkirkju á sama tíma og áður. (Frcttatilkynning frá sóknarnefnd Lögmanns- hlíðarsóknar.) Leiðréttíng í bæjarmálapunktum frá Akur- eyri í gær var farið rangt með föðurnafn Sigríðar, sem sagt hef- ur lausu starfi sínu sem ritari við Tónlistarskólann. Hún er Sigurð- ardóttir en ekki Guðmundsdótt- ir. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.