Dagur - 19.12.1990, Page 13

Dagur - 19.12.1990, Page 13
Miðvikudaqur 19. desember 1990 - DAGUR - 13 t- p » > I \ * bara saumaður yfir til að leyfa útþenslu. Andlit mannsins var afskræmt af kvölum og angist, sem minnti á „Óp“ Edvards Munch. Hann gat ekkert gert nema æpt. Ég opnaði töskuna, tók upp fimm millilítra sprautu og setti nál á. Maðurinn fylgdist með mér með útstæðum, ranghvolfdum augum, sem virt- ust ætla að springa út úr tóftun- um. Ég hlóð sprautuna fulla af demeróli, sem er tvisvar og hálf sinnum venjulegur skammtur, eða 250 milligrömm. Ég leit spyrjandi á fólkiö sem skildi og beygði höfuð til samþykkis. Síð- an leit ég á manninn sem virtist sýna kröfuharða áfergju gegnurn þjáningarsvipinn. Ég bretti upp erminni með aðstoð konunnar og rak nálina í axlarvöðvann og sprautaði öllum skammtinum inn, hægt en ákveðið. Hann hélt áfram ópunum en það bráði af honum örlítið eftir nokkrar mínútur. Þá tók hann að æpa enn hærra af æöisgengnum hryllingi og reiði, svo nú varð kvaíaópið að öskri. Hann starði á mig með ásökunarfullu augnaráði. Öskrin jukust og fólkið fór að tvístíga og hrista höfðin. Ég beið í fimmtán mínútur og benti þá konunni að koma aftur. Fyllti ég nú spraut- una á ný, setti gúmmíband um upphandlegg og stakk í æð. Leit þá aftur til mannsins og allra. sem sýndu samþykki. Bandið var losað og ég fór að sprauta demer- ólinu inn, hægt og hægt. Smám saman fóru þjáningarnar að réna, ópin að lækka og svipur af- þreyingar tók við af angistarfullri reiði og kvölum. Ég bætti 50 milligrömmum við. Þá bráði af honum, ópin hættu, hann leit til allra með þakklæti og söknuð í augum. Þau færðu sig að rúminu, tóku í hendur hans, kysstu hann og krupu við rúmstokkinn. Hann gaf frá sér langa og þreyjufulla stunu og hætti að anda. Augun störðu í sljórri ró, afskræmissvip- brigðin eyddust og friður færðist yfir ásjónuna. Eftir þrjár mínútur hætti hjartað að slá og ég lokaði augum hans. Tárin streymdu nið- ur andlit fólksins, jafnvel börn- unum virtist vera hægara um hjarta. Enginn mælti orð. Lítil glös voru fyllt af horjúka og tæmd í skál til mín og mannsins, sem haldinn var til heljar. Þau tóku öll þegjandi í hönd mér og eftir bolla af sterku kaffi var lagt út í bylinn. En nú var hann ekk- ert ógnandi, fremur friðþægjandi og röandi. Ekki hafði mig órað fyrir að köllun mín mundi taka þessa stefnu. Þótti mér illa horfa ef læknishlutverk mitt yrði að taka líf í stað þess að vernda. Misskilið siðgæði Ég mæli engan veginn með neins konar lagasetningu varðandi líknardeyðingu og vitna þar helst í ummæli Lord Horners í breska þinginu á fjórða tugnum. Þau segja allt sem segja þarf og ég hafði nýlega lesið þau í litlum pésa. Hjúkrunar- og læknalið má aldrei taka á sig ógnarsvip von- leysis og dauða af kaldri yfirveg- un um örlög sjúklings. Það lið verður að bjóða þjáðum von og líkn þrauta til hinsta andartaks. Sé óhjákvæmilegt að flýta þeirri stund verður það að ráðast við banabeð af þeim sem er treyst til fulls. Til fullrar líknar fyrir sjúkl- inginn fremur en aðstandendur. Fyrir kvalir hins sjúka frekar en kvalræði aðstandenda. Sé sjúkl- ingurinn „líffræðilega" löngu dáinn er ekki um neina líknar- deyðingu að ræða. Hún hefur þegar átt sér stað. Mótmæli slíkr- ar aðgerðar eru því mannskemm- andi látalæti og misskilið siðgæði. En í því falii þarf lagasetningu til að fyrirbyggja misnotkun líknar- deyðingar á þeim sem kunna að eiga sér von eða að hún sé fram- kvæmd öðrum til hagnaöar." (Millifyrirsagnir cru blaðsins) þú 0q á annarri hæð finnur iólatré at ýmsum stærðum og 'gerðum/iólaskrautogkortsvo %itthvaðséneínt...asamt myndiistarsyningu, en viö sýnum verk sem bornin hata sent jólasveinum KEA'. Innangengt á nii ala deiWa Veriö velkomin

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.