Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 3
fréttir
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 - DAGUR - 3
m-------------------------------------
Síðari umræða um prhagsáætlun Akureyrarbæjar:
Flatur niðurskurður á
rekstrarútgjöldum bæjarins um 1%
- er meðal þeirra breytinga sem samþykktar hafa verið
Við endurskoðun á frumvarpi
að fjárhagsáætiun fyrir Akur-
eyrarbæ 1991 urðu nokkrar
breytingar á einstökum liðum
frá fyrri umræðu. Bæjarstjórn
fjallaði í gær um þær við síðari
umræðu um frumvarpið.
Aður hefur verið greint frá við-
ræðum bæjarráðs og forystu
verkalýðshreyfingarinnar á
Akureyri, en fulltrúar launþega
mótmæltu ákaft hækkun fast-
eignagjalda. Bæjarráð leggur til
að veita 5% afslátt af þessum
gjöldum á íbúðarhúsnæði á þessu
ári. Samkvæmt þessari ákvörðun
verða þær breytingar á tekjuhlið
rekstraráætlunar að skattar af
fasteignum lækka um 6,5 milljón-
ir, fráveitugjöld lækka um 2,3
milljónir og tekjur af fasteignum
unt 800 þúsund krónur.
Öll útgjöld rekstraráætlunar
lækka um eitt prósent. Þessi
lækkun nær einnig til launa, en
nefndum bæjarins og forstöðu-
mönnum einstakra sviða er falið
að útfæra niðurskurðinn í sam-
ráði við hagsýslustjóra. Gjald-
færður stofnkostnaður var einnig
lækkaður um einn af hundraði.
Verðlagsforsendur eru óbreyttar.
Liðurinn „fastafjármunir og
fjárfestingar" hækkar um tæpar
30 milljónir króna, og verður 270
milljónir, en auk þess er tekin inn
í hann 70 milljóna króna fjárfest-
ing í leiguíbúðum. Þessurn hækk-
unum er mætt með nýjum lántök-
um til langs tíma, að upphæð
38,5 milljónir króna. Þannig
hljóðar liðurinn „langtímalán, ný
langtímalán" samtals upp á 143,5
milljónir, en tekinn er upp nýr
liður, „ný langtímalán vegna
leiguíbúöa," sem er upp á 60
milljónir króna.
Fj ölmiðlakönnun menntamálaráðuneytisins:
Lítið horft á Sky og CNN
- langflestir vilja að stjórnvöld setji reglur um
þýðingar á erlendu efni sjónvarpsstöðvanna
í skoðanakönnun sem Félags-
vísindastofnun Háskóla Is-
lands gerði fyrir menntamála-
ráðuneytið kemur fram að
fremur lítið virðist horft á
útsendingar erlendu sjónvarps-
stöðvanna Sky og CNN. 40%
aðspurðra höfðu aldrei horft á
jþær og 44,8% höfðu ekki horft
á þær í vikunni fyrir könnun-
Umferðaróhapp varð í
Langadal í Austur-Húnavatns-
Akureyri:
liðlega 200
böm fermast
ívor
Nú fer að styttast í fermingar
og að sögn prestanna á Akur-
eyri verða liðlega 200 börn
fermd á Akureyri á vori
komanda.
Séra Þórhallur Höskuldsson í
Akureyrarkirkju sagði að þar
yrði fermt á skírdag 27. mars og
annan páskadag, 1. apríl, tveir
hópar hvorn dag. Nokkrir yrðu
svo fermdir seinna. Alls fermast
135-140 börn í Akureyrarkirkju
um páskana.
Séra Þórhallur sagði að nýlega
hefði tekið gildi reglugerð um
fermingar og fermingarfræðslu,
en samkvæmt henni er aðalreglan
sú að ekki skuli fermt fyrr en um
mánaðamótin mars/apríl. í ár er
gefin undanþága til að ferma á
skírdag en prestarnir í Akureyr-
arkirkju hafa ekki getað orðið
við beiðni þeirra mörgu sem
vildu láta ferma börn sín á
pálmasunnudag. Sagði Þórhallur
að með þessunt reglum væri verið
að freista þess að samræma ferm-
ingartímann urn allt land.
Séra Lárus Halldórsson í Gler-
árkirkju sagði að þar yrði fermt á
pálmasunnudag og skírdag, tveir
hópar hvorn dag. Alls verða 76
eða 77 börn fermd í Glerárkirkju
á þessu ári. -ÞH
ina. Einnig kom fram að 16%
landsmanna telja að óvenju-
mikill vandi steðji að íslenskri
menningu um þessar mundir.
Ráöuneytið ákvað að gera
þessa könnun í framhaldi af þeim
breytingum sem gerðar voru á
reglugerð um útvarp og sjónvarp
17. janúar sl. en þá var slakað á
hömlum á því að sýna erlent efni
sýslu á sunnudag. Bílstjóri
jcppahifreiðar missti stjórn á
henni og hafnaði utan vegar.
Fjórir menn voru í bílnum og
meiddust tveir þeirra en þó
hvorugur alvarlega. Bifreiðin
sem var af Range Rover gerð
er ónýt eftir útafkeyrsluna.
Óhappið átti sér stað viö bæinn
Geitaskarö í Langadal urn hádeg-
isbiliö á sunnudag. Nokkur hálka
er á vegum í Húnavatnssýslum að
sögn lögreglu á Blönduósi og því
full ástæða fyrir ökumenn að
gæta að hraðanum.
Veruleg hálka var á Vatns-
skarði í gær að sögn Vegagerðar-
innar á Sauðárkróki og einnig var
mikil hálka á veginum um Öxna-
dalsheiði. kg
Stefán G. Jónsson og Lilja
Mósesdóttir sækja um stöðu
forstöðumanns rekstrardeildar
og Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson og Sigríður Hall-
dórsdóttir um stöðu forstöðu-
manns heilbrigðisdeildar
Háskólans á Akureyri.
Umsóknafrestur um stöðurnar
rann út 15. febrúar sl.
Umsækjendur unt stöðu for-
stöðumanns rekstrardeildar
þekkja vel til innan veggja
Háskólans. Stefán er núverandi
forstöðumaður deildarinnar og
Lilja kennir við hana.
Guðmundur Heiðar Frímanns-
bejnt og óþýtt. Af þeim sent
horfa töldu 41% sig skilja „svo til
allt" efni erlendu stöðvanna. Og
ekki voru merkjanleg nein áhrif
þessara útsendinga á notkun
manna á íslenskum fréttum sjón-
varps- og útvarpsstöðvanna.
Þegar spurt var um hvort rétt
hefði veriö af menntamálaráð-
herra að leyfa þessar útsendingar
töldu 72,8% að hann hefði gert
rétt en 16,6% töldu að hann
hefði átt að loka fyrir þær. Hins
vegar vilja 80,4% að stjórnvöld
setji reglur um þýðingar í stöðv-
unum, en 15,7% vilja að stöðv-
arnar ráði sjálfar hvort efni sé
þýtt. 65,3% telja að þýðingareigi
að vera meginreglan, cn aö heim-
ila megi undantekningar þegar
sérstaklega stendur á.
Einnig var kannaö hver
aðgangur landsmanna er að
erlendu sjónvarpsefni og reynd-
ust 4,4% sjá erlcndar fréttasend-
ingar vegna tengingar við kapal
eða gervihnött. Það þýðir að um
10.000 mannsséu í sambandi sem
er heldur lægri tala en Póstur og
sími hefur látið frá sér fara. Af
þeim sem spurðir voru reyndust
tæp 60% hafa myndlykil og um
70% áttu myndbandstæki.
í frétt frá menntamálaráðu-
neytinu segir að í framhaldi af
þessari könnun muni ráðherra
leggja drög að frumvarpi um
breytingar á útvarpslögum fyrir
ríkisstjórnina í þessari viku.
son hefur MPhil í siðfræði og er
um þessar mundir að Ijúka
doktorsprófi í sömu fræðum. Sig-
ríður Halldórsdóttir er með MS-
próf í hjúkrunarfræði.
Margrét Tómasdóttir, núver-
andi forstöðumaður heilbrigðis-
deildar sækir ekki um stööuna.
Dómnefndir munu fjalla um
umsóknir umsækjenda. Deildar-
fundur kýs síðan forstöðumann
hvorrar deildar úr hópi umsækj-
enda sem fullnægja hæfniskröf-
um. Háskólanefnd staðfestir að
síðustu tilnefningu deildar og
ræður í stöðurnar til þriggja ára.
óþh
Langidalur:
Útafkeyrsla um helgina
- mikfl hálka á vegum
-ÞH
Háskólinn á Akureyri:
Stefán, Ulja, Guðmundur
og Sigríður sækja um
Liðurinn „atvinnumál" er
sundurliðaður í áætluninni með
hliðsjón af tillögum atvinnumála-
nefndar, en liðnum hefur verið
breytt til samræmis við tillögur
um breytingar á samþykktum fyr-
ir Framkvæmdasjóð og atvinnu-
málanefnd. EHB
Þorrablót
Þorrablót íþróttafélagsins Þórs verður
haldið í Hamri laugardaginn 23. febrúar
og hefst kl. 19.00.
Berglind Jónasdóttir og Níels Ragnarsson
skemmta með spili og söng og hljómsveitin Hreinir
sveinar leikur fyrir dansi.
Miðasala fer fram í Hamri í kvöld, miðvikudag og
á morgun, fimmtudag frá kl. 19-21.
Allir Þórsarar og aðrir velunnarar
félagsins eru hvattir til að mæta.
Kvennadeild Þórs, húsnefnd Hamars.
U.M.F. Skriðuhrepps
Aðalfundur
Aðalfundur U.M.F. Skriðuhrepps verður haldinn að
Melum Hörgárdal föstudaginn 22. feb. og hefst kl.
20.30 stundvíslega.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Tilboð óskast
í viðgerð á Galant 2000, árg. 1989.
Bifreiðin verður til sýnis við Verslunarmiðstöðina
Sunnuhlíð, fimmtudaginn 21. febrúar frá kl. 13.00-
17.00.
Tilboðum skal skila til Tryggingar hf., Sunnuhlíð fyrir
kl. 17.00, föstudaginn 22. febrúar.
TRYGGING HF
Sunnuhlíð12 Simi 96 - 21844
Félag málmiðnaðarmanna
Akureyri
Fundarboð
Aðalfundur Félags Málmiðnaðarmanna Akureyri
verður haldinn, laugardaginn 23. febrúar 1991 kl.
13.00 í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. 50 ára afmæli félagsins, fjármál.
★
Kl. 15.30 sama dag hefst kaffisamsæti í
tilefni af 50 ára afmæli félagsins fyrir félags-
menn og maka þeirra.
Stutt skemmtidagskrá.
Fjölmennið!
Stjórnin.