Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 - DAGUR - 9 dagskrárkynning Sjónvarpið Fimmtudagur 21. febrúar Fréttum frá Sky verður endurvarpað frá klukkan 07.00 til 10.00 og frá klukkan 12.00 til 13.00. 07.30, 08.30 og 12.45 Yfirlit erlendra frétta. 17.50 Stundin okkar (16). 18.25 Þvottabirnirnir (1). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fjölskyldulíf (46). 19.20 Steinaldarmennirnir (1). 19.50 Jóki björn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 íþróttasyrpa. Fjölbreytt íþróttaefni úr ýmsum áttum. 21.00 Ríki arnarins (3). Þriðji þáttur: Sigrast á fenjunum. (Land of the Eagle.) 22.00 Evrópulöggur (11). Framliðnir ferðast ekki. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Uns sól er sest. (För solen gár ned.) Heimildamynd um dvalarheimili fyrir rosknar ekkjur í Kenýa. 00.05 Dagskrárlok. Að dagskrá lokinni verður fréttum frá Sky endurvarpað til kl. 01.00. Sjónvarpið Föstudagur 22. febrúar Fréttum frá Sky verður endurvarpað frá klukkan 07.00 til 10.00 og frá klukkan 12.00 til 13.00. 07.30, 08.30 og 12.45 Yfirlit erlendra frétta. 17.50 Litli víkingurinn (19). (Vic the Viking.) 18.15 Brúðuóperan (1). Rigoletto. (Tales From the Puppet Opera.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Tiðarandinn (3). 19.20 Betty og börnin hennar (2). (Betty's Bunch.) 19.50 Jóki björn. 20.00 Fréttir, veður og Kastljós. 20.50 Gettu betur. Spurningakeppni framhaldsskólanna. 21.35 Bergerac (3). 22.35 Illur fengur. (Flashpoint.) Bandarísk bíómynd frá 1984. I myndinni segir frá tveimur vörðum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Annar þeirra finnur jeppa grafinn í sand og í honum riffil og dularfullan fjársjóð. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Treat Williams og Kevin Conway. 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Að dagskrá lokinni verður fréttum frá Sky endurvarpað til klukkan 01.00. Sjónvarpið Laugardagur 23. febrúar 08.00 Fréttir frá Sky. Fréttum frá Sky verður endurvarpað þar til íþróttaþátturinn hefst. 08.30 og 12.45 Yfirlit erlendra frétta. 14.30 íþróttaþátturinn. 14.30 Úr einu í annað. . 14.55 Enska knattspyrnan - Bein út- sending frá leik Arsenal og Crystal Pal- ace. 17.10 Handknattleikur. 17.50 Úrslit dagsins. 18.00 Alfreð önd (19). 18.25 Kalli krít (12). 18.40 Svarta músin (12). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. 19.25 Háskaslóðir (19). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '91 á Stöðinni. 21.00 Fyrirmyndarfaðir (20). 21.25 Fólkið í landinu. „Ég finn fyrir sjálfum mér - núna." Leifur Hauksson ræðir við Rafn Geirdal nuddara. 21.45 Spegilmyndin. (Mirrors.) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1985. Myndin fjallar um unga konu sem leitar frægðar og frama á Broadway. Aðalhlutverk: Marguerite Hickey, Anthony Hamilton og Timothy Daly. 23.20 Hinn dauðadæmdi. (A Halálraítélt.) Ungversk bíómynd frá 1990. Myndin gerist árið 1958 og fjallar um ungan mann sem hefur verið dæmdur til dauða fyrir þátttöku sína í uppreisninni. Hann bíður þess að dómnum verði full- nægt og rifjar upp liðna tíð á meðan. Aðalhlutverk: Péter Malcsiner, Barbara Hegyi, István Bubik og Gábor Máthé. 00.60 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Að dagskrá lokinni verður fréttum frá Sky endurvarpað til klukkan 01.30. Sjónvarpið Sunnudagur 24. febrúar 08.00 Fréttir frá Sky. Fréttum frá Sky verður endurvarpað þar til Meistaragolf hefst. 08.30 og 12.45 Yfirlit erlendra frétta. 14.00 Meistaragolf. 14.55 Hin rámu regindjúp. Þriðji þáttur. 15.20 Tónlistarmyndbönd ársins 1990. (MTV Music Awards.) í þættinum koma m.a. fram Janet Jackson, Aerosmith, M.C. Hammer, Mot- ley Crue, Madonna, Phil Coilins, Inxs og Living Colour en kynnir er Arsenio Hall. 16.55 Kósakkar í knattleik. Sovésk teiknimynd um hermenn sem ákveða að hætta að berjast og fara þess í stað að leika knattspyrnu. 17.20 Tónlist Mozarts. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Stundin okkar (17). 18.30 Gull og grænir skógar (3). (Guld og grönne skove.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Heimshornasyrpa (5). Alegrias í Púertó Real. (Várldsmagasinet - Hoppet.) í þættinum er fylgst með kennslu í flamenkódansi. 19.25 Fagri-Blakkur (16). (The New Adventures of Black Beauty.) 20.00 Fréttir, veður og Kastljós. 20.50 Þak yfir höfuðið. Fjórði þáttur: Timburhúsatímabilið. í þessum þætti er fjallað um timburhús á íslandi en segja má að einokunarverslun- in og þróun timburhúsa hér í þessu skóg- lausa landi hafi haldist í hendur. 21.20 Ungur að eilífu. (The Ray Bradbury Theatre.) 21.50 Ófriður og örlög (19). (War and Remembrance.) 23.25 Úr Listasafni íslands. I þættinum verður fjallað um listaverkið Kvöld í Sjávarþorpi eftir Jón Engilberts. 23.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Að dagskrá lokinni verður fréttum frá Sky endurvarpað til klukkan 00.30. Stöð 2 Fimmtudagur 21. febrúar 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 MeðAfa. 19.19 19.19. 20.10 Óráðnar gátur. (Unsolved Mysteries.) 21.00 Paradisarklúbburinn. (Paradise Club.) 21.55 Gamanleikkonan. About Face.) 22.20 Réttlæti. (Equal Justice.) 23.10 Dóttir kolanámumannsins. (Coal Miner’s Daughter.) Óskarsverðlaunahafinn Sissy Spacek fer hér með hlutverk bandarísku þjóðlaga- söngkonunnar Lorettu Lynn. Loretta Lynn er dóttir kolanámumanns og aðeins þrett- án ára gömul var hún ákveðin í að verða fræg söngkona. Aðalhlutverk: Sissy Spacek, Tommy Lee Jones, Beverly D’Angelo og Levon Helm. 01.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 22. febrúar 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Túni og Tella. 17.35 Skófólkið. 17.40 Lafði Lokkaprúð. 17.55 Trýni og Gosi. 18.15 Krakkasport. 18.30 Bylmingur. 19.19 19.19 20.10 Haggard. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum um siðlausa og skuldum vafna tilveru drykkfellda óðalseigandans Haggard. 20.35 McGyver. 21.25 Annar kafli.# (Chapter Two.) Þessi mynd er byggð á leikriti Neil Simon og segir hún frá ekkjumanni sem er ekki alveg tilbúinn að ganga inn í annað ástar- samband. 23.30 Kræfir kroppar.# (Hardbodies.) Aðalhlutverk: Grant Cramer, Teal Roberts og Gary Wood. Stranglega bönnuð börnum. 01.00 Samsæri. (The Town Bully.) Friðurinn er úti í bænum þegar Reymond West, einn mesti yfirgangsseggur bæjar- ins, er óvænt látinn laus ur fangelsi. Hann tekur strax til við að hóta bæjarbúum og kúga þá en gætir þess vandlega að brjóta aldrei lögin. Þegar hann finnst myrtur fimm dögum síðar á lögreglan i miklum erfiðleikum með að handtaka morðingj- ann því bæjarbúar þegja allir sem einn. Aðalhlutverk: Bruce Boxleitiner og David Graf. 02.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 23. febrúar 09.00 Með Afa. 10.30 Biblíusögur. 10.55 Táningarnir í Hæðagerði. 11.20 Krakkasport. 11.35 Henderson krakkarnir. 12.00 Þau hæfustu lifa. (The World of Survival.) 12.25 Framtíðarsýn. (Beyond 2000.) 13.15 Hún á von á barni. (She Is Having a Baby.) Myndin segir frá ungum hjónum sem eiga von á barni. Eiginmaðurinn er ekki alls kostar ánægður með tilstandið og tekur til sinna ráða. Aðalhlutverk: Kevin Bacon og Elizabeth McGovern. 15.05 Ópera mánaðarins. Kata Kabanova. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. 18.30 Björtu hliðarnar. 19.19 19.19. 20.00 Séra Dowling. 20.50 Fyndnar fjölskyldumyndir. (America’s Funniest Home Videos.) 21.40 Tvídrangar. (Twin Peaks.) 22.30 Allan sólarhringinn.# (All Night Long.) Gene Hackman er hér í hlutverki manns sem hefur ástarsamband við eiginkonu nágranna síns þegar hann er lækkaður í starfstign og látinn stjórna lyfsölu sem opin er allan sólarhringinn. Bönnuð börnum. 23.55 Rauð á.# (Red River.) Myndin segir frá hóp manna sem hafa það að atvinnu að reka kýr frá einum stað til annars. Þegar einn þeirra gerir upp- reisn gegn foringjanum fer allt úr bönd- unum. Aðalhlutverk: James Arness, Bruce Box- leitner og Gregory Harrison. Bönnuð börnum. 01.30 Bílabrask. (Repo Man.) Ungur maður fær vinnu við að endur- heimta bíla frá kaupendum sem standa ekki í skilum. Hann nýtur aðstoðar gam- als refs í bransanum. Aðalhlutverk: Emilio Estevez og Harry Dean Stanton. Stranglega bönnuð börnum. 03.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 24. febrúar 09.00 Morgunperlur. 09.45 Sannir draugabanar. 10.10 Félagar. 10.35 Trausti hrausti. (Rahan.) 11.00 Framtíðarstúlkan. 11.30 Mímisbrunnur. (Tell Me Why.) 12.00 Síðasti gullbjörninn. (Goldy: The Last of the Golden Bears.) Gamall gullleitarmaður og lítil stúlka kynnast skógarbirninum Goldy sem er á flótta undan miskunnarlausum veiði- mönnum. 13.30 Popp og kók. 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.45 NBA karfan. 17.00 Listamannaskálinn. Barry Humphries. 18.00 60 mínútur. (60 Minutes.) 19.19 19.19. 20.00 Bernskubrek. (Wonder Years.) 20.25 Lagakrókar. (L.A. Law.) 21.15 Björtu hliðarnar. 21.45 Equus.# Myndin segir frá sálfræðingi sem fenginn er til að kanna hugarástand ungs manns sem tekinn var fyrir að blinda sex hesta með flein. Aðalhlutverk: Richard Burton og Peter Firth. 00.00 Börn götunnar. (The Children of Times Square.) Fjórtán ára drengur ákveður að hlaupast að heiman vegna ósættis við stjúpföður sinn. Frelsið heillar til að byrja með og brátt er hann farinn að selja eiturlyf. Þeg- ar besti vinur hans verður fyrir hrottalegri árás af götugengi ákveður hann að snúa blaðinu við. En það reynist erfiðara en hann heldur. Aðalhlutverk: Howard E. Rollins, Joanna Cassidy og David Aykroyd. Bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 25. febrúar 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Depill. 17.35 Blöffarnir. 18.00 Hetjur himingeimsins. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19.19. 20.10 Dallas. 21.00 Á dagskrá. 21.15 Hættuspil. (Chancer.) 22.10 Quincy. 23.00 Fjalakötturinn. Sinnaskipti.# (Allonsanfan.) Myndin greinir frá öfgasinna sem vill draga sig út úr þeim samtökum sem hann er í. Það reynist honum erfitt og er hann neyddur til að taka þátt í skemmdarverk- um sem hópurinn ætlar að framkvæma á Norður-Ítalíu. 00.40 Dagskrárlok. ||«| Almennur félags- w fundur FUFAN Félag ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni heldur almennan félagsfund á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 90, í kvöld kl. 19.30. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Nýir félagar velkomnir. Stjórn FUFAN. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtök til tryggingar eftirtöldum gjöldum, álögðum eða áföllnum 1990 og 1991 á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjaðrarsýslu. Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. I. nr. 45/ 1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. I. nr. 90/1987 fyrir 11. og 12. greiðslutímabil 1990 og 1. greiðslutímabil 1991 með eindögum 15. des., 15. jan. og 15. febrúar sl. Vanskilafé og álag skv. 1. nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt fyrir september til 31. des. 1990 með ein- dögum 5. des. 1990 og 5. febr. 1991. Einnig tekur úrskurðurinn til viðbótarsöluskatts og söluskattshækkana til þessa dags og stöðvunar- brotsgjalds skv. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ennfremur tekur úrskurðurinn til þungaskatts sam- kvæmt mæli af díselbifreiðum fyrir mánuðina októ- ber, nóvember, desember og janúar sl. Loks tekur úrskurðurinn til þinggjaldahækkana, dráttarvaxta og kostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 18. febrúar 1991. Yf irsj ú kraþjálfara vantar að Kristnesspítala frá 1. júní. Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi. Starfið er fjölbreytt og spennandi. Samvinna fagfólks (teymisvinna) til fyrir- myndar. Markvisst er unnið að uppbyggingu Kristnes- spítala sem virkri endurhæfingarmiðstöð fyrir Norður- land. Umhverfi spítalans býður upp á ýmsa mögu- leika. Gott húsnæði og barnaheimili á staðnum. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari, sími 96- 31100. Háskólinn á Akureyri Lausar eru til umsóknar tvær stöður lektora í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild Háskól- ans á Akureyri. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ræki- lega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil sinn og störf. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður heil- brigðisdeildar í síma 96-27855. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri 15. mars nk. Háskólinn á Akureyri. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, VERNHARÐS SVEINSSONAR, fyrrverandi mjólkursamlagsstjóra, Laugargötu 2, Akureyri. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. María Sveinlaugsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, KRISTÍNAR BJARGAR PÉTURSDÓTTUR, Langholti 21, Akureyri. Guð blessi ykkur öll! Jón Ingvi Sveinsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.