Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 12
Umboð og þjónusta Skálafell sf. Draupnisgötu 4 • Akureyri • Sími 22255 Kaupfélag Langnesinga: Þrír sækja um stöðu kaupfélagsstjóra Þrír sækja um stöðu kaupfé- lagsstjóra Kaupfélags Lang- nesinga, en umsóknafrestur rann út 7. febrúar sl. Viðræður eru hafnar við einn umsækj- enda og vonast Sigtryggur Þor- láksson, stjórnarformaður KL, til að í næstu viku skýrist hvort hann verði ráðinn. Sigtryggur vildi á þessu stigi ekki gefa upp nöfn umsækjenda. Hann sagði að einn umsækjenda þætti áiitlegastur og vonast væri til þess að samningar tækjust við hann. Pað myndi væntanlegast ráðast í næstu viku. Kristján Karl Kristjánsson, núverandi kaupfélagsstjóri, hefur sagt upp störfum og er gert ráð fyrir að hann láti af störfum um mánaðamótin aprfl-maí. óþh Húsmóðir á Akureyri: Fékk 7 millj. í lottóinu - „mér varð voðalega mikið um“ Skýrslur tveggja nefnda um byggðamál kynntar í gær: Stefiit að auknu jafiivægi í byggð landsins - róttækar tillögur um aukið vald sveitar- félaga og breytingar á Byggðastofnun Forsætisráöherra kynnti í gær skýrslur tveggja nefnda um byggðamál á Islandi. Þar er að finna róttækar tillögur, m.a. um breytingu á starfsemi Byggðastofnunar og aukið vald til sveitarfélaga á lands- byggðinni og viðkomandi kjör- dæma. TiIIögurnar miða að því að sporna við hinum umfangs- miklu þjóðflutningum af lands- byggðinni til höfuðborgar- svæðisins, eins og nefndar- menn komast að orði. Önnur nefndin hóf störf í des- ember 1989 undir forsæti Stefáns Guðmundssonar, alþingismanns. Henni var gert að gera tillögu um skipulag Byggðastofnunar og fyrstu aðgerðir í byggðamálum. Fram koma eftirfarandi tíu til- lögurfrá nefndinni: 1. Meira vald verði fært til héraða og samstarf sveitarfélaga aukið. 2. Komið verði á fót héraðsmiðstöðvum í öllum kjördæmum á landsbyggð- inni. 3. Stefnumótandi áætlana- gerð með virkri þátttöku heima- manna verði tekin upp á sviði byggðamála. 4. Meirihluti nýrra starfa í opinberri þjónustu verði til á landsbyggðinni. 5. Sveitar- félög verði sameinuð. 6. Atvinnu- þróunarfélög verði efld og atvinnuþróunarsjóðir styrktir í kjördæmum landsbyggðarinnar. 7. Jöfnun raforkuverðs og sam- eining orkufyrirtækja. 8. Skipu- lag farþegaflutninga verði endur- skoðað og samræmt. 9. Byggða- sjónarmiða verði gætt í almennri efnahagsstjórn. 10. Fjárhagur Byggðastofnunar verði efldur. Byggðanefnd forsætisráðherra hét hin nefndin og hefur hún starfað í rúmt ár undir for- mennsku Jóns Helgasonar, al- þingismanns. Megintillaga nefnd- arinnar er að breyta lögum um hlutverk og störf Byggðastofnun- ar. Þar er lagt til að Byggðastofn- un geri byggðaáætlun til fjögurra ára í senn. Einnig er kveðið á um aukinn stuðning stofnunarinnar við atvinnuþróun. Lagt er til að í hverju kjördæmi verði starfandi atvinnuráðgjafi og eitt eða fleiri atvinnuþróunarfélög sem Byggða- stofnun veitir stuðning við ráð- gjöf og þróunarstarf. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, lét í ljós ánægju sína með störf nefndanna tveggja á blaðamannafundi í gær og sagði að fljótlega myndi hann leggja fram frumvarp á Alþingi um Samningur um sölu Sjálfs- bjargar á Akureyri á fyrirtæk- inu Ako hf., sem framleiðir plastpoka undir vörumerkinu Akopokinn, er að sögn Ásgeirs Péturs Ásgeirssonar, formanns Sjálfsbjargar, fyrsta skrefið í endurskipulagningu á Á dögunum varð vart við tvær óþekktar kindur í fjárhópi' Ágústar Guðröðarsonar, bónda á Sauðanesi í Norður- Þingeyjarsýslu. Þarna voru þá komnar tvær ær frá Saurbæ á Langanesströnd, sem ekki höfðu verið heimtar af fjalli sl. haust og hafa því gengið breytingar á lögum um Byggða- stofnun. Þá sagði hann að áhersla yrði lögð á að tilllögur nefndanna fengju afgreiðslu fyrir þingiok í vor. „Með þessari vinnu stefnum við að jafnvægi í byggðum landsins. Fiutningar hafa verið afar miklir til höfuðborgarsvæðis- ins síðasta áratug þrátt fyrir mikl- ar samgöngubætur og bætur í fjarskiptum. Það verður aldrei hjá breytingum komist á lands- byggðinni, en þær þurfa að gerast þannig að við vitum að hverju við stefnum og hvað við viljum," sagði Steingrímur. bjb fjárhag félagsins. Fyrirtækið verður að líkindum selt fimm einstaklingum á Akureyri og er gert ráð fyrir að þeir taki við rekstrinum þann 1. mars næst- komandi. Sjálfsbjörg hefur rekið plast- pokafrantleiðsluna frá árinu úti í allan vetur. Ágúst sagði í samtali við Dag að ærnar væru báðar veturgamlar og hafi önnur þeirra verið tölu- vert aflögð. „Þær voru ekki mikið styggari en ærnar mínar. Ég smalaði þeim 20. desember og hélt þeim og svo hurfu þær jafn- harðan aftur.“ óþh Guðlaug Jóhannsdóttir, hús- móðir á Akureyri, datt heldur betur í lukkupottinn sl. laugar- dag. Hún var ein með fimm töl- ur réttar í lcttóinu og fékk að launum rétt um sjö milljónir króna, nánar tiltekið 6.993.607 krónur. Guðlaug sagðist í samtali viö Dag hafa keypt sjálfvalsmiða á vinnustað sínum, kjörbúð KEA við Byggðaveg á Akureyri. Hún fylgdist ekki með útdrættinum á laugardagskvöldið og það var ekki fyrr en að morgni sl. mánu- dags sem hún uppgötvaði að hún hefði verið ein með fimm réttar tölur. „Mér varð voðalega mikið um. Þetta skeði allt svo snöggt á mánu- dagsmorguninn. Ég tók miðann minn með mér í vinnuna og ætlaði að athuga á lottókassanum hvort ég hefði unnið eitthvað. Þá kom þetta í Ijós og allt fór upp í loft," sagði Guðlaug. Hún sagði að þessir peningar kæmu í góðar þarfir. „Ég er nú ekki búin að ákveða hvort ég fer 1986. Á þessum tíma hefur hluti véla verið endurnýjaður. Þegar ákvörðun var tekin um að selja fyrirtækið var starfsmönnum sagt upp og byrjar þriggja mánaða uppsagnarfrestur þeirra að líða þegar nýju eigendurnir taka við. Framleiðslan er í húsi Sjálfs- bjargar við Bugðusíðu og verður þar til næstu áramóta. Salan á plastpokaframleiðsl- unni er, að sögn Ásgeirs Péturs Ásgeirssonar, formanns Sjálfs- bjargar, fyrsta skrefið í endur- skipulagningu á fjárhag félagsins. „Meginmálið er að losna úr þess- um rekstri því við erum að endurskipuleggja alla starfsemi Sjálfsbjargar. Þetta er fyrsti leik- ur í þessari endurskipulagningu sem við reiknum með að sjáist fyrir endann á um mitt ár. Þá ætti félagið að vera komið á lygnan sjó,“ sagði Ásgeir Pétur. JÓH út í íbúðaskipti eða nota pening- ana í annaö," sagði Guölauu. óþh Sauðárkrókur: Viðræðurumsölu á heitu vatni Mikill áhugi virðist vera í ná- grannahreppum Sauðárkróks að ná samningum um kaup á heitu vatni frá Hitaveitu Sauð- árkróks. Fyrir skömmu sóttist Rípurhreppur eftir viðræðum við bæjarstjórn á Sauðárkróki um kaup á vatni og nú hafa Staðar- og Skarðshreppur fylgt í kjölfarið. Hreppsnefndir Skarðs- og Staðarhrepps hafa skipað nefndir til að eiga viðræður við bæjaryfir- völd og Hitaveitu Sauðárkróks um kaup á heitu vatni af Hita- vcitu Sauðárkróks. Á næstunni verður haldinn viðræðufundur og verður þá rædd gerð fjárhags- áætlunar fyrir hugsanlega lagn- ingu hitaveitu í Borgarsveit og áfram á næstu bæi í Staðar- hreppi. Bæjarstjórn og bæjarráð Sauð- árkróks hafa samþykkt að taka upp þessar viðræður við Staðar- og Skarðshrepp og ákveðið er hverjir munu vera í viðræðu- nefnd fyrir hönd Sauðárkróks. Líklegt er að könnun á heim- taugagjöldum og rekstrarkostn- aði við lögn heita vatnsins verði framkvæmd. Hvort Hitaveita Sauðárkróks treystir sér til að leggja hitaveitu og selja íbúum Borgarsveitar vatn á sama verði og íbúum Sauðárkróks kemur væntanlega í ljós á næstu misser- um. kg Byggingarvísitalan: Arshækkunin 5,3% Hagstofan hefur reiknað út vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan febrúar 1991 og gildir hún fyrir marsmánuð. Reyndist hún vera 177,1 stig eða 0,2% hærri en í janúar. Síðustu tólf mánuði hefur byggingarvísi- talan hækkað um 5,3%, en síð- ustu þrjá mánuði um 1,7% og samsvarar það 7,1% árshækkun. -ÞH Sjálfsbjörg: Plastpokaframleiðslan í hendur nýrra eigenda um næstu mánaðamót Langanes: Tvær kindur koma fram

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.