Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 - DAGUR - 5
Um
Nú liggur fyrir Alþingi þings-
ályktunartillaga, breyting á 10.
gr. reglugerðar nr. 290 frá 13.
júní 1986, reglugerð um sölu og
veitingar áfengis.
Pingsályktunartillaga þessi gerir
ráð fyrir þeirri breytingu að hætt
verði að miða aðgang gesta við
afmælisdag er hann verður 18
ára, eins og reglugerðin gerir ráð
fyrir. en miðað verði við fæðing-
arár, þannig að sami árgangur fái
að fylgjast að.
10. grein reglugerðarinnar
hljóðar svo:
10. gr.
Ungmennum yngri en 18 ára er
óheimil dvöl eftir kl. 20.00 á veit-
ingastaö, þar sem áfengisveitingar
eru leyfðar, nema í fylgd meö for-
eldrum sínum eða maka. Dyra-
verðir, eftirlitsmenn og fram-
reiðslumenn skulu láta ungmenni,
er koma á slíka staði eða dveljast
þar eftir kl. 20.00 án samfylgdar
foreldra sinna eða maka, sanna
aldur sinn á þann hátt að sýna
nafnskírteini með mynd eða á
annan fullnægjandi hátt, enda sé
ástæða til að ætla, að hlutaðeig-
andi hafi ekki náð 18 ára aldri.
Grein þessi er í raun ágæt og
gott að vinna eftir henni og í
reynd hafa verið hverfandi vanda-
mál með að jafnaldrar séu að
reyna að komast inn, þótt slíkt sé
alltaf til staðar. Undirritaður hef-
ur í nokkur ár starfað sem eftir-
litsmaður vínveitingahúsa á
Akureyri og því nokkuð kunnug-
ur þessum hlutum. í reynd hefði
ég viljað sjá okkar ágætu þing-
menn taka þarna á öðrum hlutum
en þessum. Með því að samþykkt
verði að árgangur skuli fá aðgang
að vínveitingastöðum er sá vandi
sem er hvað mesti vansi að í dag
aðeins aukinn.
Lítum nú á 16. gr. áfengislag-
anna.
16. gr.
Áfen'gi má ekki afhenda né veita
neinum, sem er bersýnilega ölv-
aður.
Óheimilt er að selja þeim manni
áfengi, er sekur hefur gerst um
óleyfilega sölu eða bruggun
áfengis. Skylt er að tilkynna
útsölustöðum Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins jafnóðum.
hverjir gerst hafa sekir um óleyfi-
lega sölu eða bruggun áfengis.
Yngri mönnum en 20 ára má ekki
selja, veita eða afhenda áfengi
með nokkruni hætti. Ávallt þegar
ástæða er til að ætla, að kaupandi
eða viðtakandi áfengis hafi ekki
náð þessum aldri, skal sá, sem
selur, veitir eða afhendir það, láta
hlutaðeiganda sanna aldur sinn á
þann hátt að sýna nafnskírteini
mcð mynd eða á annan fullnægj-
andi hátt.
Áfengisauglýsingar eru bannaðar.
Nánari ákvæði skal setja í reglu-
gerð.
Eins og sjá má, má ekki með
nokkrum hætti selja, veita eða
aflienda mönnum 20 ára eða
yngri áfengi. Samt má veita
aðgang að vínveitingahúsum
þeim sem náð hafa 18 ára aldri
og ef breyting sem nú liggur fyrir
hinu virðulega Alþingi nær fram,
aukum við þennan fjölda sem
inni má vera, en mega neyta
fæstra þeirra veiga sem þar eru á
boðstólum.
Með góðu samstarfi við dyra-
verði áfengishúsanna hér í bæ
hefur náðst ágætur árangur í því
að halda frá þeim sem ekki hafa
náð 18 ára aldri. Það verður þó
alltaf svo að einhverjir komist inn
sem ekki hafa náð aldri og kemur
það nokkrum sinnum fyrir að
undirritaður vísar þessum ung-
mennunt út af stöðunum.
Það hins vegar, að koma í veg
fyrir að þessi ungmenni sem
mega vera inni, fái ekki á nokk-
urn hátt áfengi, er alls óvinnandi.
Nú á þeim tímum þegar seldur
er t.d. bæði áfengur og óáfengur
bjór er næsta óvinnandi að gera
sér grein fyrir því hvort um
áfengan eða óáfengan bjór er að
áfengismál
Þorsteinn Pétursson.
ræða, þótt tilfinningin sé á þá
vegu að flestir séu með sterkan.
Ég gerir mér grein fyrir því að
erfitt getur verið fyrir barþjóna
að sjá milli 20 ára og 19 ára sem
eru af sama árgangi og jafnvel 18
ára og afgreiðsla gengf hægt
ef stöðugt yrði spurt um nafn-
skírteini. Og nú ef reglugerðar-
breyting nær fram fara að standa
framan við barborðið þeir sem
eru rúmlega 16 ára.
Fyrir nokkrum árum skrifaði
undirritaður bréf til dómsmála-
ráðherra út af þessum aldursmun
sem ég tel alls óforsvaranlegt að
sé til staðar. Pað er og verður
óvinnandi að koma í veg fyrir að
ungmennin 18 og 19 ára komist
ekki yfir áfenga drykki, ekki bara
inni á vínveitingahúsunum, held-
ur almennt.
Það hefði verið hin rétta
„þingsályktunartillaga“
að breyta áfengis-
lögunum og jafnframt til
að auðvelda eftirlit
með húsunum, hafa aldur
18 ára, upp á dag og
aðrir því ekki innandyra
en þeir sem neyta
mega veiganna.
1973 kosningarétt til Alþingis í
vor og svo er einnig með bílpróf,
þar er miðað við þann dag er
menn verða 17 ára.
Því er þessi tillaga nú, að mið-
að verði við árgang en ekki dag.
aðeins til þess að auka vandann.
Ég sem sjálfur er bindindis-
maður en þó ekki fanatískur á vín
hvet því þingmenn til þess að
þora að taka á málinu eins og
þarfogfæra áfengisaldur í 18 ár.
Það er hins vegar svo að eig-
endur vínveitingastaðanna hafa
sumir í fullri alvöru hugleitt það
að hækka aldur gesta sinna í
a.m.k. 20 ár. Þannig hefur Þráinn
Lárusson eigandi Uppans sagt
mér að hann hafi hugleitt þetta til
að reyna að fá eldra fólk til að
sækja staðinn meira. Ef til vill
getur hann framkvæmt þetta með
auknu húsnæði og boðið upp á
rólegri stað fyrir þá sem eldri eru.
Auðvitað munu allir góðir
stúkumenn mótmæla þessu, en
það breytir ekki þeirri staðreynd
að áfengisaldur er í dag 18 ára -
hvað sem öllum lögum líður.
Þorsteinn Pétursson.
Höfundur er eftlrlitsmaður vínveitinga-
húsa á Akureyri.
Spariskírteini
ríkissjóös
22. febrúar nk. rennur út
frestur til þess að kaupa
spariskírteini ríkissjóos
með skiptiuppbót
Sölugengi veröbréfa þann 20. feb.
Einingabréf 1 .. 5.374,-
Einingabréf 2 .. 2.905,-
Einingabréf 3 .. 3.527,-
Skammtímabréf .. 1,801
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700
Undirritaður telur reyndar
með hliðsjón af neyslu landans
að færa ætti áfengisaldur í 18 ár
og fullyrði ég að áfengisneysla
mundi ekki á nokkurn hátt breyt-
ast þótt áfengisaldur yrði 18 ára.
Ég tel reyndar að sá sem er orð-
inn 18 ára og hefur fengið öll rétt-
indi og skyldur sem þegn þessa
lands - þ.e.s. lögráða - eigi rétt á
því að kaupa áfengi eins og aðrir
þegnar. Ég veit ekki hvernig litið
yrði á það ef þeir, sem eru 70 ára
og eldri, misstu rétt til að kaupa
áfengi. Sjálfsagt yrði fjallað um
það sem mannréttindabrot, en er
þá ekki rétt að álíta að það sé
mannréttindabrot á hinum
endanum?
Það hefði verið hin rétta
„þingsályktunartillaga" að breyta
áfengislögunum og jafnframt til
að auðvelda eftirlit með húsun-
um, hafa aldur 18 ára, upp á dag
og aðrir því ekki innandyra en
þeir sem neyta mega veiganna.
Meðan annað viðgengst verður
allt eftirlit erfitt og bíður upp á
misnotkun.
í sjálfu sér hefur undirritaður
óverulega meðaumkun með því
þótt ungt fólk þurfi að bíða
nokkra daga með að geta sótt
þessa staði. Benda má á að þann-
ig hafa ekki allir sem fæddir eru
HERRADEILD
GRÁNUFÉIAGSGÖTU 4 • SlMI 2 35 99