Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 20. febrúar 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Álævintýrið gæti endað með ósköpmn Samningar um byggingu nýs álvers hér á landi hafa vægast sagt gengið hörmulega. Óhætt er að fullyrða að illa hafi verið að málinu staðið frá upphafi af hálfu íslendinga, með Jón Sigurðs- son, iðnaðarráðherra, í broddi fylkingar. Fyrst var efnt til mikils kapphlaups milli þriggja landshluta um hver þeirra hreppti „hnossið". Fyrst í stað stóð keppnin milli Straumsvíkur, Eyjafjarðar og Reyðarfjarðar. Þegar Straumsvík var úr leik bauð iðnaðarráðherra Keilisnes í staðinn og kapphlaupið magnaðist til muna. Sveitarfélögin á þessum stöðum kepptust við að bjóða niður lóð, höfn og þjónustu hvert fyrir öðru, svo forstjórum erlendu álfyrirtækjanna, sem hér hugðust nema land, var vafalaust skemmt. Á endanum lögðust flestir á eitt um að lofsyngja ágæti Keilisnessins, sem síðan var val- ið úr hópi „umsækjenda". Ekki er að undra þótt að mörgum landsbyggðarmanninum hafi læðst sá grunur að aldrei hafi staðið til að reisa nýtt álver utan suðvesturhorns landsins og að aðdragandi staðarvalsákvörðunarinnar hafi ein- ungis verið sjónarspil. Það sem næst gerðist í þessu einkennilega máli var að í október á síðasta ári undirrituðu iðnaðarráðherra og fulltrúar erlendu álfyrirtækj- anna rammasamning, þar sem gert var ráð fyrir að orkuverð til nýs álvers yrði algerlega bundið heimsmarkaðsverði á áli, án nokkurs verðlág- marks á innlendu orkunni. Auk þess var lítil áhersla lögð á nauðsyn ítrustu mengunarvarna. Stjórn Landsvirkjunnar leist ekki meira en svo á þennan rammasamning, enda var í honum fólg- in gífurleg áhætta fyrir fyrirtækið. Þrautalend- ingin varð sú að stjórn Landsvirkjunar skipaði sérstaka nefnd til að semja upp á nýtt við full- trúa erlendu álfyrirtækjanna um raforkuverð. Hvorki hefur gengið né rekið í þeim samninga- viðræðum og margt orðið til að tefja gang þeirra. Vegna sífelldra tafa á undirritun endanlegra samninga um byggingu nýs álvers á Islandi er svo komið að stofnkostnaður við framkvæmdirn- ar hefur hækkað um 20%, í Bandaríkjadölum talið, frá því sem gert var ráð fyrir í upphafi. Áhætta Landsvirkjunar og íslensku þjóðarinnar í heild vegna fyrirhugaðs álævintýris hefur að sama skapi aukist gríðarlega á skömmum tíma. í sögubókum enda ævintýrin oftast vel. íslenska álævintýrið gæti hins vegar endað með ósköpum. Það er því full ástæða til að staldra við og reikna arðsemi fyrirhugaðra framkvæmda upp á nýtt. íslenska þjóðin hefur ekki efni á að rasa um ráð fram og eiga á hættu að tapa millj- örðum íslenskra króna fyrir vikið. Þá er verr af stað farið en heima setið. BB. Háskólinn á Akureyri - íslensk kennslu- og rannsóknastofnun í kvöld efna nemendur í Háskólanum á Akureyri til fund- ar um stöðu og framtíð skóla síns. Pað er gott til þess að vita að þeir skuli sýna þetta frum- kvæði, vegna þess að hvað sem öðru líður þá verða það nemend- urnir sem munu öðrum fremur skapa orðstír skólans. í fyrstu gera þeir það með starfi sínu að loknu námi og síðar kemur það í þeirra hlut að festa skólann endanlega í sessi þegar þeir verða komnir til áhrifa í atvinnu-, menningar- og stjórnmálalífi landsins. Fram að þeim tíma verða allir velunnarar skólans að taka hönd- um saman um að efla hann til sjálfsbjargar. Hann mun þurfa á öllum fáanlegum stuðningi að halda, því þó að heimafyrir sé víðtæk samstaða uin uppbygg- ingu skólans, eru sterk öfl í þjóð- félaginu sem hafa engan skilning á málinu eða finnst að uppbygg- ing Háskólans á Akureyri ógni hagsmunum sínum. Atriði sem geta skipt sköpum Ég ætla að nefna hér nokkur atriði sem mér finnst að geti skipt sköpurn um framtíð skólans. 1. Háskólinn á Akureyri verð- ur að fá ákveðið hlutverk á sviði rannsókna og kennslu í tengslum við atvinnulífið. 2. Skólinn verður á næstu Jóhannes Geir Sigurgeirsson. misserum að fá aðstöðu til þess að byggja sig upp sent „aka- demísk" stofnun á sínu sviði. 3. Leitað verði eftir erlendum samskiptum sem styrkt geta stöðu skólans og gert honum bet- ur kleift að gegna hlutverki sínu. 4. Skólinn taki að sér hluta almennrar kennaramenntunar í landinu. Tíu ára áætlun Ég ætla að fylgja þessum atriöum eftir með örfáum orðum. 1. liður: Það virðist liggja beinast við að Háskólinn á Akur- eyri taki að sér kennslu og rann- sóknir í tengslum við innlenda matvælaframleiðslu. Þar er stór akur óplægður ef íslendingar ætla að halda áfram að hasla sér völl á erlendum markaði sem fram- leiðendur hágæða matvöru. Það má hugsa sér að sett verði upp 10 ára áætlun með það að markmiði að að þeim tíma liðnum verði höfuðstöðvar allrar kennslu og rannsókna á þessu sviði komnar til Háskólans á Akureyri. Úti- búastefnunni verði í raun snúið við. 2. liður: Alger forsenda þess, sem sett er fram í 1. lið, er að skólinn nái að skapa sér nafn sem vísindastofnun. 3. liður: Margt bendir til þess að erlendis finnist aðilar í kennslu og rannsóknum sem sjái betur en ýnisar innlendar stofn- anir hvaða möguleika staðsetning Háskólans á Akureyri hefur upp á að bjóða. 4. liður: Fátt eitt mun verða fljótvirkara til þess aö skjóta rót- um Háskólans á Akureyri sem víðast en almennt kennaranám viö skólann. auk þess sem kennsla í „fjöldagrein" niun auka umfang hans og um leið mikil- vægi í byggðalegu tilliti. Skóli með sjálfstætt hlutverk Því hefur vetið haldið fram að uppbygging Háskólans á Akur- eyri sé eitt rnesta byggðamál síð- ustu ára. Úr því mun ég ekki draga. Hitt er jafn Ijóst að við megum ekki falla í þá gryfju að líta á skólann sem landsbyggðar- skóla fyrir landsbyggðarfólk. Háskólinn á Akureyri verður að etlast sem íslensk kennslu- og vísindastofnun með sjálfstætt hlutverk. Aö því markmiði verða velunnarar skólans aö vinna, allir sem einn. Jóhannes Geir Sigurgcirsson. Höfundur skipar 3. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjör- dænti eystra í komandi alþingiskosning- um. Bæjarstjórn Akureyrar: „Markvissari vimubragða er þörf' - bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins við afgreiðslu prhagsáætlunar 1991 Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins lögðu fram bókun í nokkrum liðum við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarbæ á fundi bæjarstjórnar í gær. I bókuninni segir að bæjarfull- trúar Framsóknarflokksins standi að samþykkt fjárhagsáætlunar- innar í meginatriðum, en taki eftirfarandi fram til að skýra afstöðu sína til einstakra þátta: „í samstarfssamningi núver- andi meirihluta bæjarstjórnar er nýting tekjustofna ákveðin fyrir kjörtímabilið. Á þennan hátt eru hendur bæjaryfirvalda bundnar og því erfitt að aðlaga ákvarðanir aðstæðum í þjóðfélaginu á hverj- um tíma. Kom þetta berlega í ljós þegar samræma átti ákvörð- un minnihlutans um fasteigna- gjöld núverandi aðstæðum, það er að halda hækkunum innan ramma framlengdra kjarasamn- inga og þjóðarsáttar. Afstaða okkar hefur komið skýrt fram við fyrri umfjöllun þessara mála, þar sem við höfum mótmælt ofan- greindri ákvörðun með hjásetu við ákvörðun. Við teljum að verðlags- og launaforsendur fjárhagsáætlunar- innar séu í rýmra lagi og ítrekum því mikilvægi stöðugrar endur- skoðunar hennar. Við gerð áætl- unarinnar hefur verið beitt hefð- bundnunt aðferðum, þar sem að mestu er um framreikning niður- stöðutalna liðins árs að ræða. Við ítrekum þau sjónarmið okkar að breyttra og inarkvissari vinnu- bragða sé þörf, með það að meg- inmarkmiði að ná fram markviss- ari og ábyrgari fjármálastjórnun, en aukinni hagræðingu og sparn- aði í rekstri og betri nýtingu fjár- magns við framkvæmdir. Tillögur okkar um endurskoð- un tæknisviðs bæjarins, úttekt löggilts endurskoðanda á fjár- hagsstöðu og að byrjað verði fyrr á árinu að vinna að gerð fjárhags- áætlunar, eru í anda ofan- greindra markmiða. Við hörmum það aðgerðaleysi í atvinnumálum sem einkennt hefur störf bæjarstjórnarmeiri- hlutans. Engar tilraunir, sem umtalsverðar geta talist, eru gerðar til að spyrna við fótum gegn fallandi atvinnustigi og vax- andi atvinnuleysi í bænum. Meirihlutinn einblínir á sölu eignarhluta bæjarins í Lands- virkjun en heldur að sér höndum á meðan. Þessi vinnubrögð tefja eðlilega viðleitni bæjarins til nýsköpunar í atvinnumálum." Þá settu bæjarfulltrúarnir fram eftirfarandi skýringar við breyt- ingatillögur sínar sem ekki náðu fram að ganga í bæjarráði: „Til- lagan um 8,5% afslátt af fast- eignagjöldum í stað 5% er fyrst og fremst komin fram sem við- leitni bæjarins til að viðhalda svokallaðri þjóðarsátt. Aukið framlag til unglingavinnu er ætl- að að tryggja 13 ára unglingum áfram aðgang að vinnuskólanum. Vegna nýframkvæmda á árinu teljum við að Síðuskóli eigi að hafa forgang svo hægt verði að taka nýjar kennslustofur í notkun í haust, eins og áætlanir skóla- nefndar gera ráð fyrir.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.