Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 - DAGUR - 11 -4 íþróttir íþróttafélagið Akur á Akureyri: Fjórir keppendur tóku þátt í Malmö Open Slelán Thorarensen, Jón Stcfánsson, Elvar Thorarcnscn og Sigurrós Karlsdóttir voru fulltrúar ÍFA á stórinóti í Svíþjóð. MymJ: SS íslandsmót íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum: Ágætur árangur náðist á mótinu Dagana 9.-10. febrúar si. tóku fjórir félagar í íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri þátt í miklu íþróttamóti í Svíþjóð, Malmö Open ’91. Akureyrsku keppendunum gekk vel og komu heim reynslunni ríkari. Dagur ræddi við þá skömmu eftir heimkomuna. Þeir sem tóku þátt í mótinu frá ÍFA voru Elvar Thorarensen, sem keppti í borðtennis, og Jón Stefánsson, Sigurrós Karlsdóttir og Stefán Thorarensen, en þau kepptu í sveitakeppni í boccia. Alls fóru 37 manns frá íslandi og eru þá fararstjórar og aðrir fylgd- ármenn meðtaldir. - Hvernig gekk ykkur í keppn- inni? Elvar: „Ég var settur í rangan flokk, með þeim sem voru minnst fatlaðir. Ég fékk því breytt en lenti aftur í röngum flokki og reyndar var allt borðtennisliðið frá íslandi flokkað bandvitlaust. Ég náði ekki að vinna neinn leik en hékk þó í andstæðingunum." Stefán: „Það voru fjórar sveitir í riðlinum og víð urðum efst ásamt annarri sveit en töpuðum í oddaleik." Þau sögðust ekki hafa keppt á slíkum stórmótum áður, nema Sigurrós, og.sögðu að þaö væri nauðsynlegt að keppa viö aðra. ekki bara hvert við annað. Þátt- taka í stærri mótum gæfi þeim góða reynslu og væri jafnframt mikilvæg hvatning. Við vikum að aðstæðum til æfinga hér heima. Jón sagði að þær væru nokkuð góðar. Elvar Þegar einni umferð er ólokið í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik, er Ijóst hvaða sex lið leika til úrslita um Islandsmeistaratitilinn og hvaða sex leika í fallkeppninni. Víkingur hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en lið- in fimm sem leika í úrslitakeppn- inni til viðbótar, eru Valur, Stjarnan, Haukar, FH og ÍBV. Víkingar fara með 4 stig í úrslita- keppnina, Valsmenn 2 og Stjarn- an 1 stig. sagðist æfa þrisvar í viku og það væri full lítið. Þau æfa borðtenn- is, boccia og sund. „Ég fer nú bara í pottinn," sagði Elvar, en Sigurrós hefur unnið mörg afrek í sundi en segist hafa dregið mjög úr sundiðkun. „Ég er farin að minnka það mikið. Það er ekki hægt að vera í öljum greinunum, maður verður að velja," sagði Sigurrós. „Ég hef líka verið að hlaupa og keppt í hlaupum," sagði Stefán. Næstu mót sem íþróttafólkið stefnir á eru íslandsmót og Hængsmótið. Hvað varðar mót á erlendri grundu gátu þau ekkert sagt um en þau vonuðust til að komast aftur á slíkt mót. „Þetta gekk mjög vel í Svíþjóð og við komum heim reynslunni ríkari," sögðu þau. Elvar, Stefán, Jón og Sigurrós vildu koma á framfæri þakklæti til fyrirtækja sem styrktu þau í mtiraþonkeppni í boccia sem haldin var á Bjargi í vetur eh þar söfnuðu þau fé til fararinnar. Þröstur Guðjónsson, íþrótta- kennari, fór með íþróttafólkinu á Malmö Open. Hann var mjög ánægður með ferðina og frammi- stöðu sinna manna. „Þetta var í fyrsta sinn sem þau tóku þátt í slíku stórmóti og þeim gekk mjög vel. Þarna þurfa kepp- endur að leggja mikið á sig til að komast áfram í keppninni. Krakkarnir voru óheppnir, boccia- sveitin var alveg við þaö að kom- ast áfram og Elvar stóð sig vel þótt hann hefði lent í röngum flokki. Ég er nijög ánægður með ferðina," sagði Þröstur. SS I fallkeppninni leika KR, KA, Grótta, ÍR, Selfoss og Fram. KR og KA berjast um 7. sætið í deildinni, sem tryggir fjögur stig í fallkeppnina. Liðið í 8. sæti fer rneð 2 stig í keppnina. KR er með 18 stig en KA 17. KR leikur gegn Víkingi í síðustu umferð- inni en KA sækir Gróttu heim. Grótta fer hins vegar í keppnina mcð 1 stig. 2. deild: HK varð deildarmeistari í 2. íslandsmót íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram um síðustu helgi. Keppt var í flokkum þroskaheftra 1. og 2. flokki, flokki sjónskertra og flokki hreyfihamlaðra, sitjandi og standandi flokki. Þessi röðun í flokka er ekki sambærileg við það sem gerist erlendis en vegna fámennis þarf t.d. að sameina alla flokka hreyfi- hamlaðra í tvo flokka, sitjandi og standandi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessu þegar árangur er deild og fer með 4 stig í úrslita- keppnina. Þórsarar urðu í 2. sæti og fara með 2 stig og UBK með 1. stig. Hin þrjú liöin sem keppa um sætin tvö í 1. deild að ári, eru UMFN. ÍBK og ÍH eða Völsung- ur. Völsungar eiga tvo leiki eftir í deildinni en ÍH hefur lokið sínum leikjum. Vinni Völsungur annað hvort Ármann eða UBK um næstu helgi, tryggir liðið sér þátt- tökurétt í keppninni um 1. deild- arsætin tvö á kostnað ÍH. -KK skoðaður. Þar sem mjög fáir keppa ennþá á Islnndi í frjálsum íþróttum, flokki hreyfihamlaðra, er besti árangur hvers einstakl- ings oft íslandsmet, samkvæmt norrænu og alþjóðlegu flokkun- arkerfi. Árangur varð ágætur á mótinu og kornu fram efnilegir íþrótta- nienn úr rööum þroskaheftra og hreyfihamlaðra sem þarna tóku þátt í íslandsmóti í fyrsta skipti. Þátttakendur í þessu móti voru 53 frá 8 félögum. Fulltrúar Kiwanisklúbbsins Esju afhentu verðlaun í mótslok en klúbburinn hefur styrkt íslandsmót ÍF í mörg ár. Urslit í einstökum greinum og flokkum uröu þessi: 1‘roskaheltir: 511 m hlaup ka. 1. fl. Aðalsteinn Fríðjónssun, Eik 7.3 sek. 5(1 m hlaup ka. 2. fl. Jón Guövarðarson. Ösp 8.1) sek. 511 m Irlaup kv. 1. fl. Bára B. Erlingsclóttir. Ösp 8.3 sek. 511 m hlaup kv. 2. 11. Steinunn Indriöadóttir, Suðra 8,8 sek. 2(1(1 m hlaup ka. Aöalsteinn Friðjónsson, Eik 30.4 sek. 2(1(1 m hlaup kv. Bára B. Erlingsdóttir. Ösp 38.0 sek. Langst. ka. 1.11. Aðalsteinn Friðjónsson, Eik 4.84 m Langst. ka. 2. ti. Jón E. Guðvarðarson, Ösp 3,74 m Langst. kv. 1. tl. Bára. E. Erlingsdóttir, Ösp 3.77 m Langsl. kv. 2. 11. Anna Ragnarsdóttir. Eik 3.09 m Langst. án atr. ka. 1. tl. Kristóíer Astvaldsson. Viljanum 2.47 m Ltingst. án atr. ka. 2. 11. Sævar Bergsson. Eik 2,10 m Langst. án atr. kv. 1. tl. Bára B. Erlingsdóttir. Ösp 2.19 m l.angst. án atr. kv. 2. 11. Guðrún Ólafsdóttir. Eik 2.10 m Hást. ka. 1. fl. Aðalsteinn Friðjónsson. Eik 1,38 m Hást. ka. 2. 11. Valdimar Sigurösson, Eik 1,15 m Hást. kv. 1. 11. Sigrún H. Hrafnsdóttir. Ösp 1,25 m Ktilus. ka. 1. fl. Haukur Stefánsson. Ösp 10.55 m Kulm. ka. 2. 11. Gunnar J. Halldórsson, Suöra 10.50 m Kúluv. kv. 1. fl. Bára B. Erlingsdótlir. Ösp 7.81 m Kúluv. kv. 2. 11. Steinunn Indriðadóttir. Suðra 4,80 m Hreyfihamlaðir: 50 m hlaup ka. Geir Sverrisson. UMFN 6.5 sek. 50 m hjólast. akstur ka. Arnar Klemensson. Viljanum 10.5 sek. Kúluv. ka. standandi Geir Sverrisson. UMFN 11.95 m Kúlu\ ka. sitjandi Rcynir Kristófersson. ÍFR 7.35 m Sjónskertir: 50 m lilaup kv. Svava Sigurðarsdóttir. ÍFR 7.9 sek. 200 m hlaup kv. Svava Sigurðardóttir. IFR 35.7 sek. Langst. án atr. Svava Sigurðardóttir, ÍFR 1,89 m Handbolti 1. deild: KA-merai leika í fallkeppninni Handknattleikur: Jakobi Jónssyni gengur vei í Noregi - skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Viking Fyrir skömmu undirritaði handboltamaðurinn Jakob Jónsson nýjan tveggja ára samning við norska liðið Vik- ing frá Stavanger. Jakob er Akureyringur sem hefur leikið með Viking sl. tvo vetur en áður lék hann með KA eins og menn muna. Jakob kann vel við sig í Noregi og hefur átt góðu gengi að fagna í íþrótt sinni en hann segist þó reikna með að koma heim að tveimur árum liðnum. Vikingliðinu hefur reyndar ekki gengið sem skyldi í vetur og er nú í 5.-6. sæti, fjórum stigum frá 4. sætinu sem gefur sæti í úr- slitakeppni um titilinn. Sjö umferðir eru eftir og þar af á Vik- ing eftir fimm útileiki. „Þetta hefur ekki gengið alveg nógu vel hjá liðinu. Prógrammið sem er eftir er óneitanlega nokk- uð strembið en það getur allt gerst. Árangur okkar í fyrra var heldur ekki nægilega góður. Við erum með danskan þjálfara sem að nær að mínu mati ekki nægi- lega mikið út úr þessum mannskap. Hins vegar gæti orðið breyting á þessu næsta ár. Þá verður skipt um þjálfara þar sent sá danski þarf að fara heim og forráðamenn liðsins eru að vinna í að fá örvhenta skyttu frá Júgó- slavíu eða Sovétríkjunum og góðan línumann. Það á að byggja upp sterkt lið og það var meðal annars þess vegna sem mig lang- aði til að vera hérna lengur,1' sagði Jakob. Annar markahæstur í liðinu Honum sjálfum hefur hins vegar gengið flest í haginn eftir nokkuð erfitt tímabil í fyrra. „Ég spilaði minna í fyrra en ég er vanur að gera. Það er danskur spilari vinstra megin fyrir utan og hann var notaður og ég verð að viður- kenna að ég var ekki sáttur við það. Hann getur skotið en ekkert annað og ég tel mig vera betri spilara. En þjálfarinn hefur auð- vitað trú á sínum manni. Seinni hlutann í fyrra fór ég síðan að spila í vinstra horninu og hef gert það í vetur." Jakob hefur átt gott tímabil í vetur og hann skoraði t.d. átta mörk gegn nágrannaliðinu Sta- vanger á dögunum. „Já, mér persónulega hefur gengið ágæt- lega í vetur og ég kann vel við mig í horninu. Reyndar er sá danski við hliðina á mér og hann er með leppa fyrir augunum og sér eitthvað lítið. Maður fær nán- ast enga bolta frá honum og þarf því að gera hlutina upp á eigin spýtur. Það hefur gengið vel og ég er núna annar markahæstur í liðinu. Þá er þetta besta árið mitt hingað til sem varnarmaður. í síðustu fimm leikjum hafa horna- mennirnir á móti mér skorað tvö inörk." Heim eftir tvö ár Jakob segist kunna vel við sig í Noregi. Hann býr í stóru einbýl- ishúsi fyrir utan Stavanger og kona lians rekur snyrtivörubúð sem þau keyptu fyrir nokkru. Jakob er í svokallaðri hálf- atvinnumennsku, vinnur 24 tíma á viku auk þess að æfa og spila handbolta. Eins og fyrr segir skrifaði hann nýlega undir tveggja ára samning við félagið en hefur möguleika á að fara eftir eitt ár. „Við reiknum með að vera hérna næstu tvö árin en ég held að það sé alveg öruggt að við komum heim þá. Það er auðvitað fullsnemmt að segja hvað maður gerir þá en það er sennilegast að rnaður fari norður og spili með KA,“ sagði Jakob Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.