Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 20.02.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 - DAGUR - 7 (F Húsavík: Gríimiball í barnaskóla Öskudagurinn byrjaði snemma á Húsavík samkvæmt venju, því á þriðjudagskvöld voru haldin grímuböll, bæði í barna- skólanum og Framhalds- skólanum. Dagur leit við á grímuballi barnaskólans þar sem aldeilis var stuð á liðinu og dansað af miklu fjöri. Nokkrir foreldrar höfðu brugðið sér í búninga í tilefni dagsins, bökuðu vöfflur og seldu grimmt inn í kennslustofum. Búningar barnanna voru margir mjög skemmtilegir og í sumum tilfellum var ekki vinnandi vegur að þekkja vini sína innan í umbúðunum, en við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. IM Myndir: Ingibjörg Magnúsdóttir Séra Magnús Bjömsson með fyrirlestra Séra Magnús Björnsson, for- maður Kristilegs félags heil- brigðisstétta, verður staddur á Akureyri dagana 20.-22. febrúar og mun halda fyrir- lestra sem hér segir: Á Fjórðungssjúkrahúsinu mið- vikudaginn 20. febrúar mun hann fjalla um vandamál þjáningarinn- ar, í Háskólanum sama dag og Kristnesspítala verður efnið trú- arlegar þarfir sjúkra tekið fyrir, fimmtudaginn 21. febrúar verður almennur fundur í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju kl. 20 og þar mun séra Magnús halda fyrir- lestur urn lífsviðhorf og giídis- mat. Umræður og kaffiveitingar verða eftir fyrirlesturinn. Allir eru hjartanlega velkomnir. Konudagurinn er nk. sunnudag Blómin og konfektið fáið þið hjá okkur Blómabúðin Laafás Opið: Hafnarstr. Sunnuhlíð laugardag 10-18 10-18 sunnudag 9-18 Ávallt betri og betri búð Framsóknarvist Spilakvöld Þríggja kvölda keppni Annað spilakvöld. Framsóknarvist að Hótel KEA fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld. Góð heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Ath. Mætið tímanlega. Síðast var nálægt því fullt hús. Allir velkomxiir. Framsóknarfélag Akureyrar. HLÍÐARLUNDI 2 Ný og glæsileg verslun í Lundarhverfi Fimmtudaginn 21. febrúar frá kl. 16-19 Kynning á vörum frá Kjarnafæði Kynning á RC-Cola ★ LUNDARKJÖR er staðsett austan við „stóru gulu blokkina“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.