Dagur - 23.02.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. febrúar 1991 - DAGUR - 5
Framtíð og staða Háskólans á Akureyri í brennidepli:
Bökum snúið saman
inn mikið hagsmunamál
landsbyggðarinnar
Háskólinn á Akureyri hefur nú
starfað um fjögurra ára skeið
og vaxið talsvert á þcssuni tíma
þó mörgum þyki sem að vöxtur
hans hefði mátt vera enn hrað-
ari. Skólinn stcndur að mörgu
leyti á tímamótum á þessu ári,
fyrstu hjúkrunarfræðinemarnir
útskrifast í sumar eftir fjögurra
ára nám, líkur eru til að í haust
verði hægt að hefja viðbótar-
nám við rekstrardeild, endur-
skoðun laga uin skólann stend-
ur yfir og aukin umræða er um
fraintíðarhlutverk hans í
íslcnsku menntakerfi. Framtíð
og staða háskólans var yfir-
skril't fundar sem Reki, félag
rekstrardeildarnema við hann,
boðaði til á Akureyri síðastlið-
ið niiðvikudagskvöld. Til fund-
ar mætti mikill fjöldi fólks og
þar ríkti greinilega einhugur
um skólann þó ýmsar hug-
myndir séu uppi um hve hröð
upphygging skólans á að vcrða
og hvaða stefnu á að taka í
framtíðinni.
Stofnun sem þarf að vera
virt og eftirsótt
Kristinn Hrcinsson, formaður
Rcka, sagöi að skólinn þurfi á
öllum fáanlegum stuðningi að
lialda svo hyggja megi upp stofn-
un sem veröi virt og eftirsótt
meöal kennara. fræöimanna og
nemenda. „Vegna þess hve upp-
hygging skólans er skarrirht á veg
komin hefur reynst erfitt aö fá
kennara til starfa viö skólann.
Sem dæmi má nefna að innan
skólans hafa veriö lausar stöður
en ekki fengist fólk til starfa. Því
er Ijóst aö gerti þarf átak til aö fá
kennara til starfa viö skóiann. En
hver er ástæöan og livaö er til
ráöa? í fyrsta lagi eru launin lág
og ekki hefur reynst auövelt aö fá
húsnæöi á Akureyri. Latmaþátt-
urinn er og veröur erfiður viöur-
eignar en hæta má úr húsnæöis-
málum, t.d. meö hyggingu nýrnt
stúdentagaröa. Ég tel að með
nýrri hyggingu mætti leysa sam-
eiginlegt luisnæöisvandamál
stúdenta og kennara. Húsalóöir
eru nægar á Akureyri en pening-
ana vantar," sagöi Kristinn.
Húsnæðisvandamálin har oft á
góma á fundinum og hent var á
aö nú eru 116 nemendur í skólan-
um en húsnæði er til ráðstöfunar
fyrir 30 manns. Skýrt var frá
fyrirhugaðri hyggingu stúdenta-
garða við Þórunnarstræti á kom-
andi sumri en svar hefur ekki
horist enn frá Húsnæðisstofnun
ríkisins vegna umsóknar unt lán-
veitingu til verksins.
Húsnæöisskortur háir einnig
skólanum sjálfum því starfsemin
er á þremur stööum í bænurn.
Spurningu unt framtíöarbyggingu
bar því aö vonunt á góma en
menntamálaráðherra benti á aö
eðlilegt væri aö áður en lagt væri
út í byggingu liggi fyrir hvernig
framtíðarskipan skólans vcröi
þannig aö mögulegt sé aö niéta
hve mikil húsnæðisþörfin er.
Raunhæfasta aðgerð síðari
ára í byggðamálum
Mikilvægi skólans fyrir lands-
byggöina har oft á góma á fund-
inum og margir hættu um betur
og sögöu stofnun þessæ skóla og
vöxt hans mikið gæfuspor fyrir
'þjóöina alla. Jón Pór Gunnars-
son, framleiðslustjóri á Akureyri
flutti crindi um mikilvægi skólans
og sagðist telja stofnun hans eina
raunhæfustu aðgerö sem gerö
Itafi veriö í byggöamálum á síð-
ustu árum.
..Þetta var raunar erfiö fæöing
en þegar hún er komin af staö
mun hún gefa mikið af sér. Ég vil
hera þetta saman viö reynslu sem
t.d. Svíar hafa fengiö þar sem
þeir áttu í svipuðum erfiöleikum
og viö hvaö varöar noröurhluta
landsins. Þar var fólksflótti til
stórhorganna en þegar þeir fundu
upp þaö snjallræði aö koma á fót
háskóla þarna norður í landi þá
mynduöust sterkir byggöakjarn-
ar. Ég held ;iö nákvæmlega sama
sé aö gerast hér á Akureyri. Þáö
hefur veriö fólksflótti aö undan-
förnu frá flestum öörum svæöum
en Eyjafjaröarsvæðinu og þar
Iteld ég aö háskólinn ráöi mestu.
Hann hreytir ímynd bæjarins
mikiö. hærinn hefur haft nafn
sem iönaðarbær en mun breytast
yfir í aö vera menntabær," sagöi
Jón Þór.
Áhrif af tilkomu
skolans ná langt
Bent hefur veriö á aö tilkoma
Háskólans á Akurevri breyti ekki
Svavar Gcstsson: Háskólinn þarf ad
gera kröfur til sjálfs sín.
eingöngu miklu um námsmögu-
leika Akureyringa heldur hafi
hann fnikla þýöingu fyrir fólk
langt utan Eyjafjaröarsvæðisins.
Jón Þór sagöi það ekki svo aö all-
ir Itafi jafna möguleika til náms í
landinu þar sem augljóslega sé
þaö kostnaöarsamt fyrir lands-
byggöarfólk aö þurfa aö sækja
nám um langan veg.
„Háskólinn á Akureyri mun
því auövelda fólki af landshyggö-
inni aö ná í háskólagráöu." sagöi
Jón Þór.
Framtíðarmöguleikarnir
í stöðunni eru margir
Margar hugmyndir komu fram á
fundinum unt framtíöarnáms-
hrautir viö Háskólann sem og um
staðsetningu ýmissa stofnana á
Akureyri í framtíöinni. Flestir
viröast sammála um aö umhverf-
issstofnun skuli velja stað á
Akureyri og háværar raddir eru
uppi um tengingu ýmissa rann-
sóknarstofnana á sviöi sjávar-
útvegs á Akureyri þar sem þær
gætu starfaö í tengslum viö sjáv-
arútvegsbrautina. Hugmyndina
um kennaranám viö skólann har
líka á góma og taldi menntamála-
ráöherra hana áhugaveröa. Loks
má nefna hugmyndir Málmfríöar
Sigiirðardóttur. þingmanns
Jón Þór Gunnarsson: Stofnun skól-
ans raunhæfasta aðgerð í byggða-
málum á síðari árum.
Kvennalistans. en hún sagöist sjá
fyrir sér aö í framtíðinni megi
koma á fót námshraut í byggöa-
hagfræöi og hraut í feröamála-
fræöi viö skólann.
Skóli sem þarf að sýna
innri styrk og kraft
Svavar Gcstsson, menntamála-
ráðherra, sagöi í ávarpi sínu aö
hann teldi eölilegt aö deildir
Háskólans á Akureyri hafi sjálf-
stæöi urn hvernig skilgreina beri
Kristinn Hrcinsson: Stófnun sem
þarf að vera eftirsótt nieðal
kennara, fræðimanna og nemenda.
fullnægjandi undirbúning til
nánts viö skólann og sagðist
vænta þess aö slík ákvæöi verði
sett í frumvarp til nýrra laga um
skólann. Hann lagöi hins vegar
mikla áherslu á að ung stofnun
eins og Háskólinn á Akureyri
taki virkan þátt í samstafi við
aöra skóla á háskólastigi, vinni í
samstarfsnefnd háskólastigsins
og verði í góöu sambandi viö
erlenda háskóla. Skólinn megi
umfram allt ekki einangrast.
Svavar sagði aö vissulega þurfi
skólinn á fjármunum að halda til
reksturs en hann veröi líka að
hua yfir miklum innri styrk.
„Skólinn verður að hafa faglegan
innri styrk og það er kannski sá
styrkur, sú útgeislun sem skólinn
þannig nær út í þjóðfélagið, setn
getur skilaö honum fjármunum
og ávinningi til að byggja sig upp
á nýjan leik. Þess vegna mega
menn aldrei horfa á þessa hluti
aöskilda heldur leggja áherslu á
aö ytri umgjörð skólans og innri
styrkur byggjast svo aö segja
hvort á öðru. Því er ekki nóg í
þessu sambandi að leggja á það
áherslu að Akureyringar, Norð-
lendingar og þingmenn Norður-
lands eystra, leggi sig frani í
þessu, sem ég get vitnað um að
þeir hafa allir gert. Þetta er ekki
nóg heldur þarf Háskólinn á
Akureyri sjálfur að hafa inni í sér
stolt og kraft til að gera kröfur til
sjálfs sín, nemenda sinna,
kennara og starfsliðs. Þá rnun
skólinn ná því sem hann þarf,"
sagði menntamálaráðherra.
Mikiö verk óunnið
Sem fyrr segir ríkti einhugur
meðal fundarmanna urn þetta
mál en í lok fundarins benti Sig-
ríöur Stcfánsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar Akureyrar, á að rneðal
sveitarstjórnarmanna á Norður-
landi Itafi ætíð ríkt eining og því
nái samstaða um hann út fyrir
næsta nágrenni við skólann.
„Það er stundum sagt að hálfn-
að sé verk þá hafið er. Ég held að
það sé samt ntjög hættulegt að
halda að við séum hálfnuð. Við
eigunt enn á brattann að sækja og
þó mótbyrinn hafi minnkað þá
held ég að við þurfuin að berjast
fyrir þessa stofnun enn um sinn.
Það er gríðarlegt verk sem er
óunnið og til þess að við getum
enn eflt þessa stofnun, sem ég
held að sé lífsnauðsyn fyrir Akur-
eyri og landsbyggðina, þá megum
við ekki láta deigan síga,“ sagði
Sigríöur Stefánsdóttir. JÓH
Fjölmcnni var á opna fundinum uin Háskólann á Akureyri sl. miðvikudag og augljóslega ríkti samstaða um gildi
þessarar stofnunar fyrir bæinu og landsbyggðina. Myndir; Goili