Dagur - 23.02.1991, Page 6

Dagur - 23.02.1991, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 23. febrúar 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 A MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.),_______ KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bœtt vinnubrögð og njjjar áherslur í bœjarsijórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar lauk afgreiðslu fjárhagsáætlunar í vikunni sem nú er að enda. Fjárhagsáætlun er stærsta einstaka verkefni bæjarstjórn- ar á hverju ári, og í tengslum við hana fara fram umræður og skoðanaskipti milli fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem mynda bæjarstjórn. Bæði fyrri og seinna umræða um fjárhagsáætlun einkennd- ist af miklum umræðum og á tíðum skörpum skoðanaskipt- um meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn. Langur vegur var frá að nein lognmolla ríkti við þessar umræður. Bæjarfulltrú- ar Framsóknarflokksins bók- uðu ítarlegar athugasemdir og fluttu breytingatillögur, sem að vísu voru flestar felldar. Undantekning á því var tillaga Jakobs Björnssonar um að láta fara fram ítarlega athugun á fjármálum Akureyrarbæjar, en hún var samþykkt og útfærð nánar eins og greint hefur ver- ið frá hér í blaðinu. Það mikla aðhald sem bæjar- fulltrúar Framsóknarflokksins veita meirihlutanum í bæjar- stjórn hefur þegar skilað árangri. Eins og menn muna virtu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags Fram- sóknarmenn ekki viðlits eftir kosningar, og léðu ekki svo mikið sem máls á því hvort grundvöllur væri fyrir meiri- hlutaviðræðum við ótvíræða sigurvegara kosninganna. Meirihlutaflokkarnir urðu þó báðir fyrir umtalsverðu fylgis- tapi í kosningunum. Þessi málsmeðferð hefur orðið til að stappa stálinu í framsóknar- fólk á Akureyri, sem rekur blómlegt flokksstarf og tekur virkan þátt í mótun bæjarmála, þótt í minnihluta sé. í umræðum um fjárhagsáætl- un hafa framsóknarmenn sýnt og sannað að þeir bera hag hins almenna bæjarbúa fyrir brjósti, og vilja gera róttækan uppskurð á bæjarapparatinu. í umræðum um fjármál Akur- eyrarbæjar og vangaveltur um hversu mikið fé er til ráð- stöfunar til framkvæmda og margvíslegra verkefna stendur ein mikilvæg staðreynd upp úr: Svigrúm bæjarins til fram- kvæmda og nýrra fjárfestinga er afar takmarkað, fer jafnvel minnkandi milli ára. Hlutfall rekstrarkostnaðar er afar hátt, og setur sveitarfélaginu þröngar skorður. ítrasta aðhalds er þörf í þessu efni, og nauðsynlegt er að tryggja að framkvæmdir eins og fyrirhug- að Listagil verði ekki til að keyra upp fastan rekstrar- kostnað bæjarins. Þeir sem þekkja til nútíma- reksturs vita hversu áætlana- gerð er nauðsynlegur þáttur til að tryggja öryggi og koma í veg fyrir rangar fjárfestingar. Tillaga bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins um að láta vinna framkvæmdaáætlun vegna nýframkvæmda og við- haldsverkefna þeirra sem ráð- gerð eru í fjárhagsáætlun er þörf, en þessi tillaga liggur nú fyrir bæjarráði. í henni segir ennfremur að verktaka skuli að jafnaði velja á grundvelli útboða. Þessi tillaga er eitt dæmi um nýjar áherslur og bætt vinnubrögð sem Fram- sóknarmenn beita sér fyrir í bæjarstjórn Akureyrar og rekstri bæjarins. EHB ísl enska og arðsemi dagblaða Haft er eftir forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni formanni okkar fram- sóknarmanna, í umræðum á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjárfest- ingar erlendra aðila, að íslensk dagblöð - og aðrir fjölmiðlar - væru ekki svo arðbær, að hann hefði af því áhyggjur, að útlendingar sæktust eftir að eignast þau. Þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar er liður í undirbúningi að stofnun innra markað- ar Evrópusamfélagsins EEC og hugsan- legri aðild íslendinga að Evrópska efna- hagssvæðinu ESS og fjórfrelsinu marg- fræga. Fyrir skömmu afnam menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, málgagns sósíalisma, þjóð- frelsis og verkalýðshreyfingar, þýðinga- skyldu á erlendum fréttum og fréttatengdu efni í sjónvarpi. íslendingum var með þeim hætti opnaður gluggi til umheims- ins. Ungir og aldnir, lærðir og leikir geta nú horft á beinar útsendingar enskra og bandarískra sjónvarpsstöðva í íslenskum ríkisfjölmiðlum af stríðsrekstri skillítilla manna við Persaflóa. En vegna ummæla forsætisráðherra um íslensk dagblöð Iangar mig til að benda á, að dagblöð og aðrir fjölmiðlar heimsins eru ekki reknir vegna arðsem- innar einnar, heldur eru þetta áhrifamikil tæki; upplýsingastofnanir, áróðursstöðv- ar - og skólar - allt í senn. Verði frum- varp ríkisstjórnarinnar um fjárfestingar erlendra aðila að lögum, gætu fjölþjóða- fyrirtæki hins nýja auðmagns stofnað sjónvarpsstöð eða útvarp á íslandi eða gefið út dagblað til þess að afla kenning- um sínum fylgis. Þá kann að þrengjast fyrir dyrum okkar búandkarla fyrir norðan, og til þess væri leikurinn þá ef til vill gerður, að vondar skoðanir féllu í skuggann fyrir góðum kenningum, en eins og menn vita hefur sá besta kenn- ingu sem á góða skó og hefur nóg að eta, eins og Halldór Laxness orðar það í Paradísarheimt. Ef útlendingum sýnist, geta þeir stofn- að Rás 3 - eða rás í þriðja veldi - og opn- að augu okkar fyrir nýjum sannleik, sem á ekkert skylt við þröngsýna stefnu okkar framsóknarmanna fyrir norðan, og ef kenning Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV er rétt, eigum við líka kost á að flytja inn frá útlönduni fréttamenn og ódýrari og betri fréttir og frásagnir en við búum til hér heima. Pá getum við auk íslensks landbúnaðar lagt niður Tímann og Dag og Morgunblaðið og DV og sparað okkur fé og fyrirhöfn. En til þess þurfum við auðvitað öll að geta skilið erlenda málið, enskuna til jafns við ísl-enskuna. Og þá kemur glugginn menntamála- ráðherra til sögunnar. Glugginn sá getur með skjótum hætti kennt öllum að tileinka sér enskar fréttir - og tala um heimsmálin á ensku - og það er full- komnað. Þetta er þá ef til vill nokkur graður leikur allt saman, eins og menn segja hér fyrir norðan. En ef ráðherrar halda að íslensk tunga þoli, að enskt sjónvarpsefni flæði inn um glugga okkar til umheimsins dag og nótt, ár og síð, þekkir sá hinn sami ekki sögu þjóða og tungumála heimsins. Tungumál koma og fara eins og kynslóðirnar. Ekki svo að skilja, að þjóðtunga li'ði undir lok í einni svipan. En þegar menn hætta að nota tungu sína við öll störf og alla iðju í samfélaginu veslast hún upp og missir þrótt af megurð, og að lokum deyr hún hægt, og enginn verður þess var frekar en þegar Dolly Pentreath gamla dó árið 1777 102 ára gömul í húsi sínu Mouse- hole á Cornwall og með henni tungumál- ið kornvelska sem eitt sinn var höfuðmál á þeim slóðum. íslensk tunga hefur ekki varðveist fyrir einhverja tilviljun örlaganna, heldur af því að menn voru sér þess meðvitaðir lengi að berjast þarf fyrir tungunni - og menningunni. Sú staðreynd breytist ekki, þótt nýjar kenningar um viðskipti og verslun komi fram. Ef menn hætta að nota móðurmál sitt nema til þess að tala við hundinn sinn, líður hún undir lok. Ekki svo að skilja, að lífið sjálft líði undir lok. Pað heldur auðvitað áfram í sinni margbreytilegu mynd. Höfuðviðfangsefni Alþingis er að varðveita tungu, menningu og fullveldi Islendinga. í umræðu um aukin samskipti og samvinnu þjóða - sem eru sjálfsögð og eðlileg og óumflýjanleg - verður því að taka tillit til fleiri þátta en hins fjóreina frelsis Evrópusamfélagsins EEC. Pað frelsi er mér að vísu ekki sá fagnaðarboð- skapur sem mörgum góðum manninum. Ef þingmenn og ráðherrar trúa því hins vegar, að stjórnvöld Evrópusamfélagsins EEC í Bruxelles ráði betur við vanda íslendinga en íslendingar sjálfir, er steinn hruninn úr varnarvegg íslensks fullveldis og erfitt mun reyna að gelda upp í hann aftur. Örðugt verður Alþingi þá að tryggja, að tungan glatist ekki og svo íslensk menning. Trúin á töframátt útlendinga getur nefnilega orðið skeinuhætt íslensku full- veldi. Auðmagn fjölþjóðafyrirtækja set- ur ekki fyrir sig nokkurra króna tap á rekstri dagblaðs á íslandi, ef í boði eru auðugustu fiskimið Atlantshafs, orka íslenskra fallvatna og jarðvarmi. Ef þingmenn og ráðherrar vilja greiða götu erlends fjármagns og erlendra aðila í landinu, verða þeir að gera sér ljósar staðreyndir, sem gilda um tungumál þjóða, menningu þeirra og fullveldi. Þjóðríki og þjóðernisvitund eru nefni- lega ekki dauð ennþá. Pað sannar barátta fólks um allan heirn fyrir þjóðtungu sinni, sérstakri menningu - og fullveldi. Akur- eyrar- pistill Tryggva Gíslasonar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.