Dagur - 23.02.1991, Page 10

Dagur - 23.02.1991, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 23. febrúar 1991 Fengu sér fjallabíl og hund og drífu sig norður í land - Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð rœða um leiklistina, sönginn, „Dag eftir dag - œvintýrið", höfuðborgarstressið og margt fleira au búa í raðhúsi við Eini- BH^Iund á Akureyri. Eiga ^ Lödu sport og svart- an Labrador-hvolp. Vinna allan liðlangan daginn í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem þau œfa ásamt vöskum hópi fólks nœsfa verkefni Leikfélags Akureyrar, „Kysstu mig Kata“. Hann er leikari að mennt en auk þess leikritahöfundur, leik- stjóri og tónlistarmaður. Hún hefur Iftið komið nálœgt leik- listinni en er betur þekkt sem söngkona og útvarpskona á rás 2 Ríkisútvarpsins. Þetta eru Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Pau Guðrún og Valgeir fluttu sig norður yfir heiðar úr höfuðborgarstressinu sl. haust. En af hverju Akureyri? Valgeir verður fyrir svörum. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri, hringdi í mig í fyrravor og spurði hvort ég vildi ekki koma hingað norður og starfa hjá Leikfélagi Akureyrar. Málið var sett í nefnd og það varð ofan á að við ákváðum að taka þessu tilboði og flytjast norður. Við komum í lok október, í þann mund er æfingar hófust á Ættarmótinu. Þetta var ansi klemmt. Ég var að setja upp rokksöngleikinn „Skítt með það“ hjá Leikfélagi Kópavogs og kom norð- ur tveim dögum eftir frumsýningu á honum.“ Og Guðrún bætir við: „Þetta hent- aði okkur ágætlega. Hann fékk vinnu við leikhúsið og ég gat haldið áfram að vinna á rás 2 í hljóðstofu Útvarps Norðurlands. Okkur langaði að breyta til og víkka sjón- deildarhringinn.“ Valgeir: „Letta var líka kærkomið tækifæri til þess að skipuleggja leikárið í heild. Lað hafði ég ekki getað áður. Maður hefur verið í þessum „free lance“ bransa og honum fylgir alltaf visst óöryggi. Suma mánuðina er brjálað að gera en síðan koma tímabil þegar ekkert er að gera.“ Fastráðinn hjá LA frá 15. mars Valgeir verður fastráðinn leikari hjá Leik- félagi Akureyrar frá og með 15. mars nk. og ákveðið er að hann verður hjá félaginu að minnsta kosti til vors 1992. „Ég hef aldrei áður fengið fastráðningu við atvinnu- leikhús. Það er dálítið skrýtin tilfinning að upplifa slíkt atvinnuöryggi. Þó er þetta dálítið tvíeggjað. Kannski hefur fast- ráðningin það í för með sér að það slakni á sköpunargleðinni. Það á eftir að koma í ljós.“ Þau Valgeir og Guðrún eru bæði alin upp við ysinn og þysinn á höfuðborgarsvæðinu. Valgeir er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur en Guðrún er Kópavogsbúi. Valgeir segist ekkert hafa þekkt til hér nyrðra, en Guðrún segist hins vegar eiga skyldfólk á Akureyri. Því hafi hún stundum komið hingað norður sem krakki og af þeim sökum ekki verið bænum alveg ókunnug. „Svo var ég úti í Hrísey á hverju sumri þeg- ar ég var lítil. Fjölskyldan leigði þar hús, sem við bjuggum í í góðu yfirlæti. Pabbi réri á trillu og þetta var allt mjög skemmtilegt," segir Guðrún og bætir því við að hún hafi lítið verið hér nyrðra frá tólf ára aldri. Guðrún og Valgeir segjast bæði hafa ver- ið mjög til í að flytjast norður. „Enda svo sem ekkert sem bindur hendur okkar fyrir sunnan, engin húseign eða neitt slíkt,“ segir Valgeir. Afstressuðust hægt og bítandi En hvernig skyldi þeim svo líka þessi breyt- ing? „Mér finnst hún góð,“ segir Guðrún undir eins. „í rauninni hefur lítið breyst hjá mér,“ segir Valgeir. „Þetta hefur verið alveg ofboðslega stíf vinna. Satt best að segja hef ég lítið verið heima síðan 1. sept- ember. Það er fyrst núna sem ég er að lenda,“ bætir hann við. Og Guðrún heldur áfram: „Okkur finnst þessi breyting að því leyti góð að við erum rólegri. Hér gefst meiri tími til að gera hlutina en fyrir sunnan. Við vorum fyrst úr takti við allt hér. Á föstudögum flýttum við okkur út í Mat- vörumarkað til þess að versla inn til helgar- innar, ofsalega uppspennt og stressuð. Fyrir sunnan er maður vanur því að rubba inn- kaupunum af og komast heim sem fyrst. Hér spjallaði fólk hins vegar saman í búð- inni og okkur til mikillar furðu voru engar raðir við búðarkassana. Smátt og smátt tröppuðum við okkur nið- ur og núna líkar okkur mjög vel þessi róleg- heit. Við verðum fyrst áþreifanlega vör við hversu mikil breyting þetta er þegar við skreppum suður. Það er eins og enginn hafi tíma þar. Hér hefur fólk tíma og sjálfur gef- ur maður sér líka tima til þess að gera hlut- ina, þrátt fyrir að hér sé ekkert minna að gera en fyrir sunnan.“ Eins og svart og hvítt Þeir sem á annað borð hlusta á rás 2 ættu að kannast vel við rödd Guðrúnar Gunnars- dóttur. Lengst af stjórnaði hún dægurmála- þættinum Dagskrá með Stefáni Jóni Haf- stein, Ævari Kjartanssyni og Sigurði G. Tómassyni. í vetur hefur hún ásamt fleirum stýrt miðdegisþættinum Níu-fjögur. Síðustu vikur hefur ekkert heyrst til Guðrúnar, enda er hún á fullu við æfingar á „Kysstu mig Kata“ hjá Leikfélagi Akureyrar. Guðrún dregur ekki dul á að það hafi ver- ið mikil breyting að fara úr hamaganginum á Ríkisútvarpinu við Efstaleiti í Reykjavík og hefja störf í höfuðstöðvum Útvarps Norðurlands á Akureyri. „Það er ekki hægt að bera þetta saman, þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Guðrún og hlær dátt. „Mér finnst mun þægilegra að vinna hér. Fyrir sunnan eru ofsaleg hlaup og stress allan daginn. Hér er allt svo miklu minna í snið- um og fólk afslappaðra. Fyrir mig er þetta mjög góð tilbreyting, maður var orðin svo- lítið þreytt á þessu stressi. Svo er ég viss um að útvarpslega séð hef ég haft mjög gott af þessu. Manni fannst Reykjavík vera nafli alheimsins og það fólk sem máli skipti byggi allt fyrir sunnan. Núna sér maður hlutina í öðru samhengi og skilur margt miklu betur," segir Guðrún. Úr dægurmálunum í leikhúsið í stað þess að tala í hljóðnemann syngur Guðrún í hann þessa dagana á fjölum Sam- komuhússins á Akureyri, þar sem verið er að æfa söngleikinn „Kysstu ntig Kata“. Laugardagur 23. febrúar 1991 - DAGUR - 11 Valgeir tekur einnig þátt í uppfærslunni, þannig að nú snýst allt um leiklistina á heim- ilinu. Guðrún segist hafa mjög gaman af því að takast á við þetta nýja og spennandi verkefni. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af leikhúsi. í vinnunni hjá dægurmáladeild rás- ar 2 var mér yfirleitt falið að taka viðtöl í leikhúsunum og greina frá því sem þau voru að gera. Mér líkaði það mjög vel. Leikhúsið hefur allaf heillað mig og ég hef einu sinni áður stigið á leiksvið. Þetta var í sýningunni Galdra Lofti hjá Leikfélagi Menntaskólans í Kópavogi," segir Guðrún. í „Kysstu mig Kata“ þenur Guðrún radd- böndin, enda ekki óvön slíku. Hún hóf söngferilinn í MK-kvartettinum svokallaða og síðar færði hún sig yfir í poppið og hefur komið víða við, bæði sungið ein og með öðrum. „Veistu að mér finnst þetta alveg æðislega gaman,“ svarar Guðrún og lilær þegar hún er spurð um hvernig henni falli að syngja leikhústónlist á fjölum Samkomuhússins. „Það má skipta leikurum í sýningunni í tvennt, annars vegar aðalleikarar og hins vegar hópur aukaleikara eða „statista", sem kemur fram í hópsenum. Ég tilheyri þeim síðarnefndu. Þarna fæ ég tækifæri til að dansa, nokkuð sem ég hef ekki gert áður. Ég held að þetta verði skemmtileg sýning, bæði fjörug og fyndin." Að skipta sér í hundrað parta Valgeir hefur skiljanlega meiri sviðsreynslu en Guðrún. Hann lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla íslands árið 1987 og hefur síðan tekið þátt í fjölda leiksýninga, m.a. í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Leik- listarbakterían hafði lengi blundað í Val- geiri og hann tók þátt í fyrstu leiksýningunni á Akranesi samhliða tónmenntakennslu þar. Frá því að Valgeir útskrifaðist sem leikari hefur hann tekist á við gamanhlutverk jafnt sem alvörugefin hlutverk. Hann gerir ekki þar upp á milli. „„Kómedían" byggir alltaf á „dramatík". Chaplin var svo góður gaman- leikari af því að hann gerði allt svo alvar- lega.“ Valgeir segist ekki hafa neinar fyrirmynd- ir í leikarastétt, „ef svo er þá er það ómeð- vitað. Maður reynir að koma sér upp sínum eigin stíl, að vera maður sjálfur. Það er það eina sem maður hefur að byggja á.“ Ekki er orðum aukið að Valgeir sé fjöl- hæfur listamaður. Jafnframt því að Ieika og leikstýra nýtir hann frístundir sínar vel til þess m.a. að skrifa leikrit og semja tónlist. „Maður skiptir sér í hundrað parta," segir hann þegar spurt er hvernig þetta fari allt saman. „Ég hef alltaf tíma til að skrifa. „Bresti" skrifaði ég til dæmis á hálfum mán- uði og hafði þó fullt annað að gera. Maður fær hugmynd, kemst í ham og setur íslensku leikverki hjá LA verið slegið. Valgeir túlkar léttlyndan stigamann í verkinu, sem þröngv- ar sér inn á ættarmótið á fölskum forsend- um. En hvernig skyldi hann undirbúa sig fyrir hverja sýningu? „Ég kem ekki inn á sviðið fyrr en í öðrum þætti, þannig að það nægir mér að vera kominn niður í leikhús hálftíma áður en sýning hefst. Ég byrja á að setjast niður og fá mér kaffisopa og spjalla við kol- lega mína. Skömmu eftir að sýningin hefst færi ég rnig inn í förðunarherbergið og geri mig kláran fyrir sýninguna." Valgeir segir að það séu engar tvær sýn- ingar eins og áhorfendur sjái yfirleitt ekki það sem miður fer á hverri sýningu. Hann rifjar upp að á einni sýningunni á Ættarmót- inu fyrir skömmu komst hann heldur betur í hann krappan. „í miðri dramatískri senu ríf ég upp gullúr, sem ég á að hafa stolið. Á þessari sýningu vildi svo til að það var ekk- ert úr í vasanum. Ég hafði gleymt að setja það þar. Þá voru góð ráð dýr. Ég einfald- lega hljóp út af sviðinu og sótti það. Ég hugsa að áhorfendur hafi ekki orðið varir við þessi mistök.“ Valgeir segist vart hafa átt von á svo góðu gengi Ættarmótsins. „Ég spáði því að verk- ið yrði sýnt tuttugu sinnum, en sýningarnar eru nú orðnar yfir þrjátíu. Ég var dálítið lengi að finna flöt á leikritinu og fá yfirsýn yfir það. Það er margt ekki augljóst í hand- riti, en í þessu verki sannast enn einu sinni að leikrit á pappír er allt annað en leikrit á sviði. Ég kveikti ekki strax á þessum hárfína húmor Böðvars. Ég er algjört borgarbarn og þekkti ekki sveitamóralinn sem birtist svo vel í Ættarmótinu. Það sem gerir Ættar- mótið svona vinsælt er að leikhúsgestir hafa pínulítinn húmor fyrir sjálfum sér. Þarna er potað í ættarrembuna og útlendingasnobb- ið. Fólk þekkir þetta allt saman og hefur gaman af því.“ Góður andi í Samkomuhúsinu Samkomuhúsið á Akureyri er Valgeiri að skapi. Hann segir að þar svífi góður vinnu- andi yfir vötnum. „Húsið minnir um margt á gamla Iðnó. Það er eitthvað við það sem ekki er svo auðvelt að útskýra.“ Æfingar hófust á söngleiknum „Kysstu mig Kata“ um miðjan janúar og hefur verið æft stíft síðan. Valgeir er í einu burðarhlut- verkanna, túlkar léttlyndan Broadway- steppara. Frumsýning verður unt miðjan næsta mánuð. Valgeir vill litlu ljóstra upp um þennan fræga söngleik, en lofar leikhús- gestum góðri skemmtun. Auk þess að leika í „Kötu“ kemur Val- geir við sögu ( uppfærslu á Skrúðsbónda Björgvins Guðmundssonar í Akureyrar- kirkju í lok apríl. Guðrún reiknar með því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á rás 2 þegar sýningum lýkur á „Kysstu mig Kata“. Ætluðu að stunda skíðin - en snjóinn vantar Auk þess að æfa daglangt í Samkomuhúsinu tekur Guðrún þátt í uppfærslu, „showi“ á útlensku, í Sjallanum, sem einmitt verður frumsýnd í kvöld. Hún ber nafnið „Friður fyrir botni Sjallans" og er sambland tónlist- ar- og leikuppfærslu. Tónlistin er að uppi- stöðu frá blómaskeiði hippaáranna, árunum 1968 til 1972. Guðrún hefur aldrei tekið þátt í slíku og segist vera spennt að glíma við rokkið. „Ég hef aldrei sungið þessa músík, kannski vegna þess að ég hef aldrei verið neinn rokkari í mér,“ segir hún. En hvað skyldi leiklistarparið Guðrún og Valgeir gera fyrir utan hið daglega brauð? „Ekkert,“ svarar Guðrún að bragði og hlær. „Við reynurn að njóta þess að vera saman með dætrunum og hundinum þær fáu stund- ir sem gefast. Við eigum í rauninni ekkert áhugamál,“ segir Guðrún og Valgeir bætir við. „Mig hefur lengi dreymt urn að korna mér upp einhverju áhugamáli. Við höfðum til dæmis ákveðið að kaupa skíðabúnað og fara oft á skíði. Ég hef hins vegar ekki séð snjóinn ennþá.“ Guðrún segir að þau hafi verið viðbúin hinu versta eftir hryllingssög- ur frá síðasta vetri og fjárfest í Éödu sport til þess að vera alveg viss um að komast á milli húsa. Af skiljanlegum ástæðum hefur hins vegar lítið reynt á fjallabílinn, að minnsta kosti enn sem komið er. Þó er ekki öll von úti. Texti: Óskar Þór Halldorsson Mynd: Golli Valgeir: „í miðri dramatískri senu ríf ég upp gullúr, sem ég á að hafa stolið. A þessari sýningu vildi svo til að það var ekk- ert úr í vasanum. Eg hafði gleymt að setja það þar. Þá voru góð ráð dýr. Ég einfald- lega hljóp út af sviðinu og sótti það. Ég hugsa að áhorfendur hafi ekki orðið varir við þessi mistök.“ Guðrún: „Það var margt öðruvísi við þessa keppni en við héldum. Maður fær voða- lega lítið fyrir sinn snúð. Kjóllinn sem ég söng í fór fyrir brjóstið á mörgum og haft var á orði að hann hafi eyðilagt lagið. Ég get ekki neitað því að ég var dálítið skúff- uð yfir því að þetta skyldi vera kjólakeppni en ekki söngvakeppni."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.