Dagur - 01.03.1991, Side 5

Dagur - 01.03.1991, Side 5
Föstudagur 1. mars 1991 - DAGUR - 5 Til hamingju með Múlagöng Olafsfirðingar og landsmenn allir. Húsavíkur- kaupstaður Það er niikiö vandaverk að koma sprengiþráðunum fyrir í göngun- um þannig að bergið brotni niður eftir settum reglum. Við spreng- ingarnar vann vaskur hópur Norðmanna og íslendinga. Mynd: tlv Þefta gekk út á að sofa og vinna - spjallað við Tryggva Jónsson, staðarstjóra Kraftaks sf. Tryggvi Jónsson: „Það sem kom okkur hvað mest á óvart var vatns- lekinn í göngunum. Vegagerðin áætlaði 20-30 sekúndulítra vatns- rennsli, en þegar mest var var vatnsflauinurinn yfir 200 sekúndulítr- ar.“ „Já, við áttum frekar von á því,“ svaraði Tryggvi. „Við urðum varir við mikinn áhuga fólks á jarðgangagerð þegar við unnum við Blöndu. Hins vegar áttum við varla von á að svo nákvæmlega yrði fylgst með gangi mála hér. Það á þó sínar skýringar. Þetta verk er, ef svo má segja, miklu nær fólki en Blönduvirkjun. Ólafs- Qarðargöngin eru mikil sam- göngubót, sem fólk kann vel að meta. Ólafsfirðingar hafa verið mjög vinsamlegir í okkar garð. Fólk hefur iðað í skinn- inu að taka göngin í notkun. Ég skil mæta vel þá fegins- tilfinningu Ólafsfirðinga að fá jarðgöngin. Ég hef sjálfur lent í smá snjóflóði í Múlanum og skynja því vel hversu mikil samgöngubót göngin eru fyrir Ólafsíjörð." Tryggvi telur engan vafa leika á því að sú staðreynd að vinnan við Ólafsíjarðargöngin gekk mjög vel, eigi eftir að ýta ntjög undir jarðgangagerð á íslandi. Slegið hafi töluvert á efasemdaraddir og ráðamenn þjóðarinnar hafi sannfærst um að þetta sé það sem koma skal til að bæta úr erfiðum samgöngum víða um land. „Ég sé fyrir mér að árið 2000 verða komin veggöng á Vestíjörðum. Þá tel ég nokkuð ljóst að HvalQarðargöngin verða komin. Búið er að stofna hlutafélag um byggingu og rekstur þeirra. Spurningin er hins vegar hvort verður ofan á að gera jarðgöng eða botnstokk undir Hvalfjörð. Það fer eftir jarðlögunum þarna. Þá er hugsanlegt að fyrir aldamót verði byrjað á gerð ganga á Austfjörðum, sem ætlað er að tengja Egils- staði, NorðQörð, Seyðisfjörð og Mjóaíjörð." óþh „Það sem kom okkur hvað mest á óvart var vatnslek- inn í göngunum. Vegagerðin áætlaði 20-30 sekúndu- lítra vatnsrennsli, en þegar mest var var vatns- flaumurinn yfir 200 sekúndulítrar. Það er ekki fjarri lagi að þetta sé álíka magn og Akureyringar nota. Vatnsrennslið tafði verkið nokkuð, en þegar upp var staðið voru gangasprengingarnar nokkurn veginn á áætlun,“ sagði Tryggvi Jónsson, staðarstjóri Krafttaks sf., verktakafyrirtækisins sem sá um jarðgangafram- kvæmdirnar í Ólafsfjarðarmúla. Krafttak sf. er íslenskt/norskt samstarfsfyrirtæki og saman- stendur af Ellert Skúlasyni hf. og Aker Entreprenör. Krafttak var með lægsta tilboðið í gerð Ólafsljarðarganganna og að því tilboði var síðan gengið. Góð samvinna íslendinga og Norðmanna Krafttak sf. hefur fengist við jarðgangagerð hér á landi síð- an 1984 þegar vinna við jarð- göng Blönduvirkjunar hófst og Aker Entreprenör hefur ára- langa reynslu af jarðganga- gerð í Noregi. Tryggvi lét vel af samstarfi fyrirtækjanna við gerð Múla- ganganna og sagði það hafa gengið snurðulaust. Starfs- mennirnir hafi fengist við slíka vinnu áður og reynsla þeirra komið að góðum notum. Krafttak sf. bauð 537 millj- ónir króna í gerð jarðgang- anna í Ólafsfjarðarmúla, sem reyndist vera lægsta tilboðið þegar þau voru opnuð á vor- dögum árið 1988. Gengið var frá samningum þann 1. júlí sama ár. Tryggvi sagði að framreiknað til dagsins í dag væri þessi tala á milli 900 og 950 milljónir króna með virð- isaukaskatti. Hann sagði ekki liggja fyrir endanlegt uppgjör, en ljóst væri að verktakanum hafi tekist að vinna verkið inn- an tilboðsmarka. Verk staðarstjóra var umfangsmikið. í hans hlut kom að fylgjast með verkinu dag frá degi og gera verkáætl- anir í samráði við eftirlits- menn Vegagerðar ríkisins. Tryggvi sagði þetta hafa verið skemmtilega en oft erfiða vinnu. Hann fékk á sínum tíma að kynnast slíkri „útlaga- vinnu“ í Blönduvirkjun, en þar vann hann fyrir Ellert Skúla- son hf. í hálft íjórða ár. En hvernig skyldi vinnu- andinn hafa verið á meðal starfsmanna þegar dvalið var svo vikum skipti íjarri ætt- mennum? „Það er mjög mismunandi og fer eftir því hvernig menn eru skapi farnir. Þegar líða tók á þriggja til fjögurra vikna vaktir voru menn oft orðnir mjög fúlir, en síðustu þrjá til Qóra dagana áður en menn komust í frí tóku þeir yfirleitt gleði sína á nýjan leik og léku á als oddi. Það má segja að þetta hafi gengið út á að vinna og sofa. Á laugardagskvöldum gerðu menn sér síðan glaðan dag.“ Tvö slys við jarðgangagerðina Jarðgangavinna er að sjálf- sögðu hættuleg og menn þurfa að gæta fyllstu varúðar. Tvö slys urðu þó við gerð Múla- ganganna. Annars vegar slas- aðist íslendingur á baki þegar hann vann við ásprautun á bergið. Það hrundi úr loftinu og yfir hann. Tryggvi segir að aðeins fyrir snarræði vinnu- félaganna hafi ekki farið verr. Þeir hafi verið fljótir að átta sig á aðstæðum og náð piltin- um undan grjóthruninu. Hann átti í þessum meiðslum um sex mánuði, en kom þá aftur til starfa. Ilitt slysíð var öllu alvar- legra. Það varð 8. nóvember 1989. Norðmaður að nafni Steinar Otnes, margreyndur jarðgangamaður, var að vinna inni í göngunum. Skyndilega tóku smásteinar að falla á hann. Steinar hörfaði, en það dugði ekki til. Stór egghvass steinn féll á annan fótinn sem fallöxi væri og tók hann af fyr- ir neðan hné. Það var engu bjargað og Steinar fékk staur- fót. „Hann kom hingað aftur í mars og var með okkur þegar við sprengdum síðustu hleðsl- una. Eftir því sem mér skilst verður hann verkstjóri hjá Aker Entreprenör," sagði Tryggvi. Tryggvi sagðist vera því feg- inn að þessu verki væri nú lokið. En næg önnur verkefni liggja fyrir. „Ég fer að vinna við tilboðsgerð vegna fyrir- hugaðrar Fljótsdalsvirkjunar og Vestíjarðarganganna. Er verkinu í Ólafsfjarðarmúla lýkur hefur Krafttak ekkert verk eins og er, en við ætlum okkur stóra hluti í framtíðar- framkvæmdum við jarðgöng." / fjölmiðialjósinu Óneitanlega hefur almenning- ur fylgst mjög náið með jarð- gangagerðinni í Ólafsíjarðar- múla. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að greina frá gangi mála. Áttu starfs- mennirnir sjálfir von á því að vera svo mjög í sviðsljósinu?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.