Dagur - 01.03.1991, Side 21

Dagur - 01.03.1991, Side 21
Föstudagur 1. mars 1991 - DAGUR - 21 Nú verður að blása til sóknar Þegar göngin um Ólafsíjarðar- múla verða opnuð fyrir um- ferð, verður einangrun Ólafs- Qarðar endanlega rofin. Þar með hefur verið hrint í fram- kvæmd mesta hagsmunamáli Ólafsfirðinga fyrr og síðar. Áhrifin munu ekki láta á sér standa. Þungu fargi verður létt af Ólafsfirðingum og allt daglegt líf þeirra mun taka stakkaskiptum. Þau verða áhrifin mest í upphafi. Ef litið er á áhrif þessarar samgöngubótar í víðara sam- hengi, er ljóst, að nú hefur verið rutt úr vegi síðustu hindrun þess, að Eyjaíjörður verði eitt atvinnusvæði. For- ráðamenn sveitarfélaga munu í náinni framtíð taka verulegt mið af þessari staðreynd. Fækkun og stækkun sveitar- félaga kemur í kjölfarið, aukin samvinna á sviði heilbrigðis- og félagsmála, sem getur haft í för með sér sparnað og aukna hagkvæmni. Stórbættum sam- göngum við Eyjafjörð hlýtur síðan að fylgja endurskoðun á hafnarmálum. Ég hygg að göngin um Ólafs- íjarðarmúla séu áhrifameiri tímamót í samgöngumálum Eyjafjarðar en menn gera sér almennt grein fyrir. Þau stað- festa enn betur en gert hefur verið, að EyjaQörður á að vera það mótvægi, í byggðalegu til- liti, við Stór-Reykjavíkursvæð- ið, sem öll þjóðin hefur þörf fyrir. Nú verður að blása til sóknar í atvinnumálum Eyja- fjarðar, og ekki má láta deigan síga þrátt fyrir álvers-áfallið. Skömmu eftir að ég varð þingmaður í Norðurlandi eystra kynntist ég Sigurði Ringsted Ingimundarsyni á Ólafsfirði, þá fullorðnum manni. Hann sagði mér frá baráttu sinni og fleiri fram- sækinna Ólafsfirðinga fyrir vegarlagningu fyrir Ólafsfjarð- armúla. Og þeir hófust handa upp á eigin spýtur og lögðu veginn. Þeir sættu sig ekki við það að eingöngu væri unnt að komast til og frá Ólafsfirði sjóleiðina. „Ólafsfjarðargöngin hljóta að hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir Eyjafjörö í heild. Sveitarstjórnar- menn hafa rætt um aukið samstarf sveitarfélaga og þessi samgöngubót hlýtur að ýta undir það,“ sagði Halldór Jónsson, bæjar- stjóri á Akureyri. „Aukið samstarf getur verið með ýmsum hætti, í atvinnu- legu tilliti, skólamálum og fleiru. ið höfum verið að ræða um uppbyggingu á EyjaQarð- arsvæðinu í heild sinni, því menn verða að komast út úr því að líta alltaf í eigin barm. Við erum mun sterkari sem ein heild, heldur en hvert um sig. Sigurður gerði mér grein fyrir þeim draumi sínum og áhugamáli að gera göng í gegnum Múlann. Fyrir hans orð flutti ég þingsályktun um málið, ásamt fleiri þingmönn- um. Ég minnist þess hve mér brá, þegar ég fékk skýrslu frá lögreglunni á Ólafsfirði, yfirlit um slys og óhöpp í Múlanum á nokkurra ára tímabili. Ég sagði í þingræðu: „Það er ekki hægt að bjóða nokkrum manni að búa við þetta öryggisleysi." Ég tel það vel við hæfi, að Það verður að koma í ljós hvaða möguleika ÓlafsQarðar- göngin leiða af sér, því ég er ekkert viss um að menn hafi endilega séð þá fyrir. Á því er enginn vafi að göngin færa byggðarlögin Ólafsfjörð og Dalvík nær hvort öðru og þau hljóta að horfa til þess að nýta þá möguleika sem göngunum fylgja,“ sagði Halldór. Hann sagðist almennt telja að allar bættar samgöngur á Eyjafjarðarsvæðinu muni styrkja Akureyri sem aðal- þjónustukjarna á svæðinu. „Akureyri er og verður auðvit- að áfram stærsti þéttbýlisstað- urinn við Eyjaijörð og í sam- ræmi við það hvfla á henni miklar skyldur með að veita ýmsa þjónustu. Ég lít svo á að Árni Gunnarsson. öll uppbygging á EyjaQarðar- svæðinu styrki um leið Akur- eyri. Ef byggðirnar hér út með firðinum eflast, mun það hafa í för með sér eflingu Akureyr- ar. Aukið samstarf sveitar- félaganna við Eyjafjörð kann að leiða til frekari sameining- ar á svæðinu þegar fram líða stundir," sagði Halldór. Ekki eru allir á eitt sáttir um réttmæti þess að veita hundr- uðum milljóna króna úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna í framkvæmd sem Múlagöng- in. Bent er á að arðsemisút- reikningar sýni að vegna lítill- ar umferðar sé hæpið að leggja í svo dýra framkvæmd. Halldór telur að ekki megi líta á gerð ganganna með einfaldri peningareglustriku. Margt komi inn í þetta mál sem beri Sigurður verði einhvers stað- ar nálægt, þegar klippt verður á borðann í göngunum. Þingmenn Norðurlands eystra hafa staðið þétt saman í baráttunni fyrir göngunum og verið rækilega hvattir áfram af heimamönnum. Árangurinn blasir nú við. Ekki bara vega- bætur, heldur tímamót, aukið búsetuöryggi, nýir möguleikar og bætt afkomuskilyrði. Ég óska okkur öllum til hamingju með árangurinn, en þó sérstaklega Ólafsfirðing- um. Árni Gunnarsson. (Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjör- dæmi eystra.) Halldór Jónsson. að hafa í huga. Til dæmis megi ekki gleyma verðmætasköpun á viðkomandi stað og aukriu öryggi vegfarenda með jarð- göngum. óþh Miklar skyldur hvíla áAkureyri - segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri ******>2i*- U MEÐ GÖNGIN yRI MIKLU MANNVIRKJAGERÐ ER LOKIÐ, VIIJUM VIÐ SENDA OLL0IVHí5IM^M4^ÐU HÖND Á PLÓGINN VIÐ GERÐ MÚLAGANGNA, OKKÁR K^feiSTU KVEÐJUR MEÐ ÞÖKKUM FYRIR HNÖKRALAUST SAMSTARR'^J^W > "HVER SEGIR AÐ SMIÐIR SEU FJOLNISHENN BYGGINGAVERKTAKAR ÓSEYRI 8, AKUREYRI EKKI VIÐ EINA FJÖLINA FELLDIR.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.