Dagur - 16.03.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 16.03.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 16. márs 1991 motarkrókur Hvunndags og spari- réttir í bland - Bryndís Karlsdóttir býður upp á villigæs, fisk og tvær kökusortir / síðasta matarkrók skoraði Hólmfríður S. Haraldsdóttir í Grímsey á skólasystur sína úr Laugaskóla, Bryndísi Karls- dóttur, en hún býr með manni sínum, Áka Elíssyni, og þremur dœtrum í Borgarsíð- unni á Akureyri. Húsið þeirra stendur efst og yst í nýbygg- ingahverfinu í Porpinu svo segja má að það sé vaxtar- broddur bæjarins. Bryndís ætlar að bjóða les- endum Dags upp á blandaða rétti. „Þetta er svona blanda af spariréttum og hvunndagsmat," segir hún. Hún er heimavinn- andi um þessar mundir og segist hafa gaman af matseld, þótt hún hafi aldrei haft hana að starfi utan heimilisins. Villigæs í rjómasósu En það er ekki seinna vænna að vinda sér í uppskriftirnar. Fyrsti rétturinn er villigæs í rjóma- sósu, enda á eiginmaðurinn það til að skjóta gæsir og þá er um að gera að matreiða þær vel. í réttinn þarf þetta: Kjöt af einni gæs 1-2 laukar 1 lítil dós sveppir 1 paprika Salt og pipar ‘A1 rjómi 1-2 dl mjólk Gæsin er úrbeinuð og kjötið skorið í þunnar sneiðar. Laukurinn, sveppirnir og pap- rikan látin krauma í smjörlíki á pönnu, síðan sett í eldfast mót. Gæsakjötsneiðarnar brúnaðar vel á pönnunni, kryddaðar og settar ofan á. Rjómanum og mjólkinni hellt á pönnuna, suð- an látin koma upp og síðan hellt yfir kjötið. Lok sett á fatið og það haft í 160-170 gráðu heitum ofni í 1 Vi klukkustund. Kjötið er borið fram með soðnum kartöflum, snittubrauði og hrásalati. Reyndar segir Bryndís að 'best sé að nota aðeins bringuna í þennan rétt og þarf kjötið þá heldur styttri tíma í ofninum. Hitt kjötið af gæsinni má td. nota í pottrétt. Einnig má nota svartfuglsbringur í réttinn. Fiskur með eplum og karrý „Þetta er fljótlegur og auðveld- ur hvunndagsréttur," segir Bryndís um fiskréttinn. Hún segist oft elda fisk enda njóti hann vinsælda á heimilinu. í réttinn þarf: 600 grömm fiskflök 1 epli 50 grömm smjörlíki 'á tsk. karrý Salt Eplið er flysjað og rifið með rifjárni. Smjörlíkið brætt á pönnu og karrý hrært út í. Síð- an er eplið sett saman við. Aðeins látið hitna á pönnunni. Fiskurinn skorinn í stykki og raðað ofan á. Saltinu stráð yfir og lok sett á pönnuna. Látið malla við vægan hita í uþb. 15 mínútur. Berjabaka Bryndís er úr Kinn og reynir að komast þangað á hverju hausti í ber, enda eru berin hvergi betri, finnst henni. Bláberin má svo innbyrða á ýmsan hátt, til dæm- is í þessari berjaböku, en að sögn Bryndísar má bæði nota ný og fryst bláber í hana: ló kg bláber 1 dl sykur 4 dl hveiti !ó tsk. salt 125 grömm smjörlíki Berin eru sett í eldfast mót og helmingnum af sykrinum stráð yfir þau. Allt hitt er mulið sam- an og sett yfir berin. Ef notuð eru fryst og sykruð ber má nota heldur minna af sykri. Bakað við 170 gráðu hita í 30 mínútur. Borið fram með vanilluís. rJ vísnoþóttur Fyrir nokkrum árum birtist á sjónvarpsskjánum myndin Blóðrautt sólarlag eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þá kvað Kristján H. Benediktsson: Vel er lista - lagt á borð lostætt margt þar kemur en sifjaspell og móðurmorð metast öðru fremur. Ýmsum mönnum ofbauð slíkt ógeð, fram úr máta en fé er jafnan fóstri líkt flestir sjá og játa. Tæki einhver á sig rögg yrði þjóðargæfa að veita Hrafni vandarhögg, vinnulaun sem hæfa. Leikritið allt var lekahrip með lítið í skut og stafni og með þennan blóðrauða sólarlagssvip og sorann í arf frá Hrafni. Ekki veit ég hver orti fyrri- hluta næstu vísu, en Jóhannes úr Kötlum botnaði: Sunnanandi sólu frá sveipar bandi skýja. Yfir land og úfinn sjá óteljandi kría. Þorgils Benediktsson kvað næstu vísu kominn á bernsku- slóðir. Rústir á rýru koti, raftar f moldarkekki, spyr migh vort spor mín þekki sprunginn leggur í skoti. Var eða var ég ekki? Haraldur Zophoniasson kvað er sjónvarpið fór í frí: Hugrenningum hægt skalflíka, hóglega ganga á vegum Braga. Sé ég fram á súldarríka og sjónvarpslausa hundadaga. Eftir fríið. Ágúst er reyndar riðinn í hlað, og rökkursins magnast kraftur. Það birtir nú samt þó að syrti að því sjónvarpið byrjar aftur. Hér koma vísur eftir Karl Ágústsson í Litlagarði, Akur- eyri. Otíð. Rignir enn með ódæmum er það Ijóti baginn, fresta verður framkvæmdum, fátt vill ganga í haginn. Ekkert Ijós og ekkert haf, allt er bak við loku. Fjörðurinn er fullur af fúlli grárri þoku. Húsráð: Ég held gömlu fræðin fín flestum enn vel þéni að hákarlsbiti og brennivín sé best við öllu sleni. Á ferð að Breiðumýri 9. ágúst 1964. Hef ég varla afhestum nóg hópinn upp þó lesi: Bleikur, Kvistur, Fála, Fró, Fjöður, Gola, Blesi. Gallagripur: Listir ýmsar leikið hafði, léttan bar hann kostamal. Gerði eins og eðlið krafði ýmist bæði laug og stal. Tveir menn gengu inn í búð á Skagaströnd. Hét annar Bene- dikt. Félagi hans kvað: Varaðu þig að vera hvinn, voðaleg er krambúðin. Hann Axlar-Björn var afi þinn, elskulegi Bensi minn. Benedikt svaraði: Égfinn að þú ert frændrækinn fyrst mér leggur heilræðin en móðurbróðir það var þinn þú sem nefndir afa minn. Heimilisfriður Hér er á ferðinni hversdags- kaka, „svona klessa til að setja í skúffu," eins og Bryndís orðar það. Hún ber það göfuga nafn Heimilisfriður og stendur áreið- anlega undir því. í hana þarf: 3 bollar hveiti 3 bollar hafragrjón 3 bollar sykur 3 tsk. natrón 3 egg 3 bollar af bræddu smjörlíki 2 bollar af soðnum döðlum Þurrefnunum blandað saman, smjörlíkið, eggin og döðlurnar settar út í og hrært smástund. Bakað í vel smurðri ofnskúffu við 180 gráðu hita. Kakan skor- in í stykki heit áður en hún er borin fram. Þannig hljóðaði boðskapur Bryndísar Karlsdóttur og hún ætlar að skora á fyrrum vinnu- félaga sinn, Þuríði Sigurðar- dóttur fóstru, en hún býr á Akureyri. í næsta Matarkróki fáum við að sjá hvað hún hefur upp á að bjóða. Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík Vatnsenda-Rósa kvað næstu vísu. Guð mér veiti um rænureit rólegheit, svo þreyi. Þín ég leita, því ég veit þú mér neitar eigi. Næstu vísur eru heimagerðar. Hreiður: Hér nam mjófætt lítil lóa land í mó við kjörin ring. Hvar er óhætt, urmull þjófa er að gjóa hér í kring. Horfðu fram: Hversu brött sem brekkan er berðu reistan makka. Hafðu ávallt innst með þér einhvers til að hlakka. Framvindan: Bráðum lifir ísland á álvers nægtabrunni hvar sem lækur fellur frá fjalladrottningunni. Þá leyfi ég mér að birta nokkrar heimagerðar vísur. Að Hlíð. Búpeningur bæjarins brosir gegnum tárin, undir hjálmi aftanskins er að sleikja sárin. Hér er frábært hjálparlið. Hringingarnar gjalla. Þess vegna er þolhlaupið þreytt um ganga alla. Hendir þó á þessum stað þótt mér hjúkkur sinni að vinstri höndin veit ei hvað vakir fyrir hinni. Víst er best að venjast því - vissa þess er fengin að fortíðin er fyrir bí og framtíðin er engin. Trúarbrögðin. Mild er orðin okkar trú. Eldar vítis slökktir. Upp við hliðið opið nú enginn Pétur höktir. Fyrr var annað uppi þar er í Satans loga Pétur svörtu sálirnar svífa lét í boga. Mælt við öldung. Flesta kallar elli inn. Áfram lífið þrammar. Nú er orðinn aldur þinn eins og minn, til skammar. Vísukorn. Þegar vísa verður til vertu trúr því sanna svo hún beri einhvern yl inn að hjörtum manna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.