Dagur - 16.03.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. mars 1991 - DAGUR - 5
Urgur í triUusjómöimum
vegna aflakvóta smábáta
Nú er lokið endurskoðaðri
úthlutun á aflakvóta smábáta.
Við upphaflega úthlutun var
gert ráð fyrir að um 2,100
smábátar ættu kost á afla-
heimildum miðað við forsend-
ur síðasta árs og gætu afla-
heimildir orðið um 41,5 þús-
und tonn af slægðum þorski
eða ígildi hans. Veiðileyfum
hefur aðeins verið úthlutað til
um 1000 báta enda hafa þeir
uppfyllt skilyrði um haffærnis-
skírteini. Mögulegar aflaheim-
ildir svara því til 32,8 þúsund
tonna af þorski eða þorskígild-
um.
Smábátaeigendur hafa ekki
tekið úthlutun sjávarútvegsráðu-
neytisins með þegjandi þögninni.
Landssamband smábátaeigenda
hefur sent frá sér harðorða álykt-
um vegna endanlegrar úthlutunar
aflaheimilda til smábáta fyrir
fyrstu átta mánuði þessa árs. I
ályktuninni segir meðal annars
að þrátt fyrir mikla vinnu sem
lögð hafi verið í að koma úthlut-
un aflaheimilda smábáta í viðun-
andi horf hafi það ekki aðeins
mistekist, heldur hafi enn frekari
skerðing dunið yfir og miðað við
þær forsendur sem notaðar hafi
verið við útreikning aflakvótans
megi greinilega búast við enn
frekari niðurskurði í byrjun
næsta fiskveiðiárs. í ályktuninni
ér því einnig haldið fram að sú
breyting á fyrirkomulagi fisk-
veiða, sem tók gildi um síðustu
áramót, sýni alvarlega þver-
bresti. Eignir margra smábáta-
eigenda séu gerðar verðlitlar eða
verðlausar og við mörgum smá-
bátaeigéndum blasi ekkert annað
en gjaldþrot. Örn Pálsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, hefur látið hafa
eftir sér að þrátt fyrir að nokkrir
smábátaeigendur hafi fengið leið-
réttingu á aflaheimildum sé
skerðingin engu að síður svo
mikil að margir þeirra telji
afkomu sinni betur borgið með
því að leigja kílóið af aflakvóta á
40 krónur en fást sjálfir við
útgerð smábáta sinna og selja afl-
ann á því verði sem verðlagsráð
sjávarútvegsins ákveður.
Smábátaeigendur segja að
fara verði eftir lögum um
stjórn fiskveiða
Er drög að úthlutun aflaheimilda
til smábáta voru lögð fram í byrj-
un þessa árs mættu þau strax
mikilli andstöðu smábátaeig-
enda. Heitt var í kolum á fundum
þeirra og harðorðar ályktanir
voru samþykktar. Margir trillu-
sjómenn sendu harðorðar kvart-
anir til sjávarútvegsráðuneytis-
ins, skýrðu sín mál og kröfðust
leiðréttinga. Á fundi smábáta-
félaganna á Suðvesturhorni
landsins, sem haldinn var um
fyrstu helgi ársins var samþykkt
ályktun og send til alþingismanna
og þingflokka. í ályktuninni var
þess krafist að farið yrði eftir lög-
um urn stjórn fiskveiða, þar sem
ákvæði til bráðabirgða í kafla II,
annarri og fimmtu málsgrein,
kveði skýrt á um að aflahlutdeild
bátar fái rétt hlutfall af þeim
kvóta, sem til skipta komi vegna
afnáms sóknarmarksins. Stjórn
Landssambandsins hefur ítrekað
við sjávarútvegsráðherra að hafi
hann vilja til þess að leysa vanda-
mál þeirra smábáta sem hleypt
hefur verið inn í kerfið á síðustu
þremur árum án þess að skerða
þá sem fyrir voru umfram aðra
útgerðarhópa þá sé enn tími til
stefnu að taka ákvörðun um það.
Arthur Bogason -
„Er friðhelgi eignarréttar
og atvinnu í gildi?“
Arthur Bogason formaður Lands-
sambands smábátaeigenda ritaði
grein í Fiskifréttir nýverið og fer
þar mjög hörðum orðum um út-
hlutun fiskveiðiheimilda til smá-
báta. Hann fullyrðir að skerðing
á aflaheimildum smábáta nenti
26% og reikna megi með 30%
Endanleg úthlutun' aflaheimilda til smábáta:
Ekkert annað en gjaldþrot blai
við fjölda smábátaeigenda
segir í ályktun Landssambands smábátaeigenda
ö J .... l vfir siávarútveesráðui
„Stjórn L.S. Iiarmar að þratt
fyrir þá miklu vinnu scm liigð
hcfur vcrið i að fá úthlutun alla-
hcimilda smábáta í viðunandi
horf hcfur það ckki aðcins mis-
eyri:
tekist, heldur hefur enn frekari
skerðing dunið yfir og í þeim
útreikningum og forsendum
sem notaðar eru við síðustu
úthlutun má greinilega búast
við enn frekari niðurskurði í
byrjun næsta fiskveiðiárs. Þessi
hrikalegi niðurskurður afla-
’-nilda sem smábátaeigendur
^r?mi fyrb-
yfir sjávarútvegsráðuna
trillukörlum um allt U)«
kvæmt nefndri álykturl
sambands smábát?!
sem er óvenju harðoj
umbjóðendur þess lítt f< >
hlut réttan. Sagt er að sil
á fyrirkomulagi fiskveitl
gildi tók um síðustu árani
sýnt alvarlega þverbresti
ihátaeigendil
’Jkrf
báta, sem veiðileyfi fá í fyrsta
sinn eftir 31. desember 1989, án
þess að sambærilegir bátar hafi
horfið varanlega úr rekstri í
þeirra stað, hafi ekki áhrif á út-
hlutun aflahlutdeildar þeirra
smábáta sem fyrir voru. f>á var
þess krafist að efnt verði fastmæli
sjávarútvegsráðuneytisins og
Landssambands smábátaeigenda
um að búinn verði til auka afla-
kvóti handa smábátum og að
einnig verði efnt það fastmæli
sjávarútvegsráðuneytisins og
Landssambandsins um að smá-
aflaskerðingu á heilsársgrund-
velli vegna þeirra aðferða sem
sjávarútvegsráðuneytið noti við
útreikning aflaheimildanna.
Arthur líkir kvótaúthlutuninni
við eignaupptöku og segir að
verði ekki nú þegar gerð leiðrétt-
ing á málefnum smábátaeigenda
sé það skylda Landssambandsins
að láta á það reyna hvort frið-
helgi eignarréttarins og atvinn-
unnar sé ekki örugglega í gildi.
Arthur segir einnig að dæmi sem
einstakir smábátaeigendur standi
frammi fyrir séu hrikaleg. Rán-
dýrir bátar sem séu smíðaðir í
samræmi við lög og reglur séu allt
í einu orðnir verðlausir og bendir
á að vandamál sem stjórnvöld
hafi skapað eigi ekki að leysa á
kostnað smábátaeigenda. Hann
bendir einnig á að fulltrúar
Landssambands smábátaeigenda
hafi um mitt ár 1987 gengið á
fund sjávarútvegsráðherra og far-
ið fram á að hann beitti sér fyrir
að fjölgun smábáta yrði stöðvuð
en ekkert hafi verið hlustað á það
fyrr en núna þremur árum síðar.
Farið að lögum - þeir sem
hafa smábátaútgerð að
hlutastarfi hafa hæst
Árni Kolbeinsson, ráðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
"u Prósent ^--------------------
rn ígcuu sauðOár /haust
Ekkert^'^'T^..
f'U'lmundur
Prótt<iij)Qdur
Wð l]öldHsmáSu!!II-r0tblHsir
r. •\kunnri: _, ;
wjWrdróstmeðbú Wft
5 ***"*+!!?,£?** '**»•
hefur opinberlega borið til baka
þær ásakanir smábátaeigenda að
ekki hafi verið farið að lögum við
úthlutun aflakvóta. Hann hefur
bent á, að ákvæðið til bráða-
birgða í kafla II, annarri og
fimmtu málsgrein í lögum um
stjórnun fiskveiða hafi verið sett
inn í frumvarpið í meðförum
Alþingis að beiðni Landssam-
bands smábátaeigenda og
almennur skilningur hafi verið á
því að aflaúthlutun til nýrra
smábáta, sem bæst hefðu við flot-
ann frá og með 1990, yrði tekin
af heildarkvótanum áður en skipt
yrði á milli þeirra skipa og báta
sem fyrir séu í flotanum. Jón B.
Jónasson, deildarstjóri í sjávar-
útvegsráðuneytinu sagði að ekki
væri rétt að leiðréttingar sem
gerðar voru á aflakvóta við síðari
úthlutunina hefðu orsakað frek-
ari skerðingu á aflaheimildum.
Einhverjar tilfærslur gætu hafa
átt sér stað þar sem miðað væri
við tvö tiltekin viðmiðunarár og
misjafnt væri hvað smábátaeig-
endur hefðu aflað á þessu tveggja
ára tímabili miðað við árin á
undan. Af þeim sökum gætu ein-
hverjir trillusjómenn hafa fengið
minni aflaheimild en hefði orðið
væru viðmiðunarárin önnur.
Varðandi þær ásakanir sem fram
hafa komið af hendi smábátaeig-
enda að margir þeirra standi nú
frammi fyrir gjaldþroti sagði Jón
B. Jónasson að einhverjir hefðu
eflaust fjárfest í dýrum bátum í
þeirri trú að engar aflatakmark-
anir yrðu settar. Hins vegar hefði
afli smábátanna sífellt farið vax-
andi og umræða því búin að eiga
sér stað í nokkurn tíma um að
þeim yrði sett aflamark eins og
öðrum fiskiskipum. Menn hefðu
því getað búist við aflatak-
mörkunum í einhverju formi.
Jón B. Jónasson benti einnig á að
einungis um 600 smábátaeigend-
ur hefðu sent kvartanir af rúm-
lega 2000 og sýndi það vel að
hvort sem menn væru fyllilega
sáttir við sinn hlut eða ekki þá
væri hópur hinna háværari til-
tölulega smár miðað við heildina.
Mest bæri þar á aðilum sem
hefðu smábátaútgerðina ekki að
fullu starfi en stunduðu hana
ásamt fleiri viðfangsefnum.
Hlutasjómennirnir væru einnig
fyrstir til að vilja selja aflakvót-
ann. Menn sem hefðu smábáta-
útgerð að heilsársstarfi væru
margir hverjir með ágætar veiði-
heimildir þótt segja megi að eng-
inn geti verið alveg ánægður með
að vera settar skorður í atvinnu-
rekstri sínum og lífsbjörg.
Fjöldi smábáta aukist
mikiö - eigendum báta
sem ekki hafa haffærnis-
skírteini gefinn kostur
á að afla þess
Sjómenn eru óánægðir með trillu-
kvótann. í sjálfu sér er það ekki
óeðlilegt þegar um takmörkun á
starfsmöguleikum er að ræða.
Við ýmsan vanda er einnig að
fást þegar setja á hverjum veiði-
manni hámarkskvóta. Föst við-
miðunarár koma misjanflega út
hjá einstökum mönnum og þann-
ig geta sumir verið heppnir en
aðrir óheppnir og í slíkri úthlut-
un, sem veiðikvóti er verður
aldrei gert svo að öllum líki.
Þeirri staðreynd verður þó ekki
breytt að fjöldi smábáta hefur
aukist mikið á undanförnum
árum og nokkuð er um nýlega
eða nýja báta sem ekki voru til á
þeim árum sem höfð voru til við-
miðunar. Einnig er eðlilegt að
miða við að hver bátur sem fær
aflaúthlutun hafi haffærnis-
skírteini. Þeim smábátaeigend-
um sem af einhverjum ástæðum
hafa ekki haffærnisskírteini fyrir
báta sína hefur þó verið gefinn
kostur á að afla þeirra og rennur
endanlegur frestur til að gera þá
báta, sem nú teljast ekki haffær-
ir, klára fyrir 1. maí næstkom-
andi og eiga þeir þá kost á afla-
kvóta í samræmi við þann afla
sem þeir hafa flutt að landi á við-
miðunarárunum. PI
: HU ,
I í 1/2 LlTRft :
nmy
•-iSsSS
una meb þvi sl neturöu gert úr
■ trefjaríkum kornblöndum.
iSnd?ma8ur i bliSu og stríbu